Dagur - 27.03.1990, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 27. mars 1990
íslandsmótið í júdó:
KA eignaðist sína fyrstu ís-
landsmeistara í karlaflokki
- Bjarni Friðriksson sigraði í opnum flokki 12. árið í röð
þess sigraði Bjarni í +95 kg
Bjarni Friðriksson júdómaður
úr Ármanni sigraði 12. árið í
röð í opnum ílokki á íslands-
Fjóla Guðnadóttir sigraði í kvenna-
flokki.
mótinu í júdó sem fór fram í
íþróttahúsi Kennaraháskólans
í Reykjavík á laugardag. Auk
Freyr Gauti Sigmundsson varð tvö-
faldur meistari í -78 kg flokki.
flokki að vanda. Júdódeild KA
átti nokkra fulltrúa á mótinu
og að venju stóðu þeir vel fyrir
sínu. KA eignaðist sína fyrstu
íslandsmeistara í karlaflokki
um helgina og Akureyringar
þá fyrstu síðan Jón Hjaltason
varð íslandsmeistari árið 1979.
A mótinu var keppt í flokki
karla, kvenna og karla yngri en
21 árs. Baldur Stefánsson varð
fyrsti íslandsmeistari KA en
hann sigraði í -60 kg flokki bæði í
karlaflokki og í flokki 21 árs og
yngri. Freyr Gauti Sigmundsson
fetaði í fótspor Baldurs og sigraði
í -78 kg flokki í karlaflokki og í
flokki 21 árs og yngri.
fbróttir
Baldur Stefánsson varð tvöfaldur meistari í -60 kg flokki.
í kvennaflokki var keppt í opn-
um flokki og íslandsmeistari varð
Fjóla Guðnadóttir úr KA.
En það voru fleiri KA-menn
sem gerðu það gott á mótinu og
unnu til verðlauna. Guðlaugur
Halldórsson hlaut silfurverðlaun
í 86 kg flokki fullorðinna og brons-
verðlaun í opnum flokki. Sævar
Sigursteinsson hlaut silfurverð-
laun í -60 kg flokki 21 árs og
yngri og bronsverðlaun í flokki
fullorðina. Hans Rúnar Snorra-
son hlaut bronsverðlaun í -65 kg
flokki 21 árs og yngri og Trausti
Harðarson hlaut bronsverðlaun í
-71 kg flokki 21 árs og yngri.
Jón Óðinn Óðinsson keppti í
-95 kg flokki karla en hann meidd-
ist strax í annarri glímu og varð
að hætta keppni. -KK
Auður Hjaltadóttir sigraði í kvennaflokki eftir harða keppni við Ingu S.
Steingrímsdóttur. Mynd: Kl.
Jóhann V. Gunnarsson sigraði mjög örugglega í -70 kg flokki unglinga.
Mynd: KL
Guðmundur Marteinsson sigraði
keppni við ívar Hauksson.
+80 kg flokki fullorðinna eftir harða
Mynd: KL
Bikarkeppni Blak-
sambands íslands:
Úrslitaleikur KA
og Þróttar fer
framáAkureyri
Ákveðið hefur verið að úrslita-
leikur karla í bikarkeppni
Blaksambands Islands fari
fram í íþróttahöllinni á Akur-
eyri laugardaginn 7. apríl n.k.
en þá mætast KA og Þróttur
Reykjavík.
Þróttarar eru nýkrýndir
íslandsmeistarar en KA-ntenn
höfnuðu í öðru sæti mótsins að
þessu sinni. Það má því búast við
hörku viðureign á milli þessara
liða og því getur heimavöllurinn
skipt KA miklu máli. KA-menn
eiga marga dygga stuðningsmenn
á Akureyri og víst er að þeir
munu ekki láta sitt eftir liggja
þegar stóra stundin rennur upp.
-KK
íslandsmót unglinga og B-íslandsmót fullorðinna í vaxtarrækt:
Akureyringar sigruðu í þremur flokkum
Guðmundur Marteinsson, Jóhann V. Gunnarsson og Auður Hjaltadóttir sigruðu í sínum flokkum
íslandsmót unglinga og B-
íslandsmót fullorðinna í vaxt-
arrækt fór fram í Sjallanum á
Akureyri á sunnudag. Alls
mættu 30 keppendur til leiks, 5
frá Akureyri og 25 af suð-
vestur horninu. Fjölmargir
áhorfendur fylgdust með
keppninni sem þótti hafa farið
vel fram í alla staði. Akureyr-
ingarnir þóttu standa sig vel og
nældu sér í þrjá íslandsmeist-
aratitla og er sá árangur mikill
sigur fyrir vaxtarræktina á
Akureyri.
Keppt var í þremur flokkum
fullorðinna og þremur flokkum
unglinga og auk þess í opnum
flokki unglinga. Keppnin í +80
kg flokki karla og í kvennaflokki
þótti gífurlega jöfn og spennandi
en í báðum tilfellum fögnuðu
Akureyringar sigri. Guðmundur
Marteinsson hafði betur í baráttu
við ívar Hauksson og Auður
Hjaltadóttir hafði betur í baráttu
við Ingu S. Steingrímsdóttur. Má
segja að í báðum tilfellum hafi
vöðvamassi látið í minni pokann
fyrir skurði og góðum hlutföllum.
Jóhann V. Gunnarsson frá Ak-
ureyri sigraði mjög örugglega í -70
kg flokki og þá hafnaði Þórdís
Anna Pétursdóttir frá Akureyri í
þriðja sæti í kvennaflokki. Sigur-
vegari í opnum flokki unglinga
varð Magnús Bess en hann sigr-
aði einnig í +80 kg flokki.
Tveir keppendur vöktu sér-
staka hrifningu á mótinu fyrir
skemmtilega sviðsframkomu en
það voru Kristján Ársælsson sem
sigraði í -80 kg flokki og Inga S.
Steingrímsdóttur sem hafnaði í
öðru sæti í kvennaflokki. Kynnir
mótsins var Magnús Már Por-
valdsson og fór hann á kostum í
hlutverki sínu.
Urslit í einstökum flokkum
urðu þessi:
Unglingar
-70 kg flokkur:
1. Jóhann V. Gunnarsson
2. Elmar Þ. Diego
3. Jón Guðmundsson
-80 kg flokkur:
1. Páll Valdemarsson
2. Kristján Jónsson
3. Sölvi Fannar Viðarsson
+80 kg flokkur:
1. Magnús Bess
2. Óskar Svanur Barkarson
Opinn flokkur:
1. Magnús Bess
2. Óskar Svanur Barkarson
3. Páll Valdemarsson
Opinn flokkur kvenna:
1. Auður Hjaltadóttir
2. Inga S. Steingrímsdóttir
3. Þórdís Anna Pétursdóttir
Karlaflokkur:
-80 kg flokkur:
1. Kristján Ársælsson
2. Sveinn Helgi Geirsson
3. Þórhallur Guðmundsson
+80 kg flokkur:
1. Guðmundur Marteinsson
2. ívar Hauksson
-KK