Dagur - 27.03.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 27. mars 1990
Mikil og almenn ánægja með undanúrslit íslandsmótsins í bridds á Akureyri:
Sýnir að hægt er að halda svo
viðamildð mót utan Reykjavíkur
Sveit Ásgríms Sigurbjörnsson-
ar frá Siglutirði ver heiður
Norðlendinga og landsbyggð-
arinnar í úrslitakeppni Islands-
mótsins í bridds, sem fram fer í
Reykjavík um páskana. Sveit
Ásgríms tryggði sér farseðil í
úrslitin með glæsilegri spila-
mennsku og sigri í D-riðli
undanúrslitakeppninnar, sem
eins og kunnugt er fór fram í
AJþýðuhúsinu á Akureyri um
helgina.
Mótið gekk í alla staði mjög
vel og var mál manna að væri
mótshöldurum til mikils sóma.
Urslit í undanúrslitakeppninni
lágu fyrir á þriðja tímanum á
sunnudag. í stórum dráttum má
segja að þau hafi verið „eftir bók-
inni“. Auk sveitar Ásgríms Sig-
urbjörnssonar tryggðu eftirtaldar
sveitir sér sæti í úrslitakeppninni
um páskana: Sveit Samvinnu-
ferða-Landsýnar Reykjavík,
Modern Iceland Reykjavík,
Ólafs Lárussonar Reykjavík,
Tryggingamiðstöðvarinnar
Reykjavík og Símonar Símonar-
sonar Reykjavík.
Auk þessara sex sveita hafa
sveitir Flugleiða og Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka þegar
tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.
Röð og árangur sveitanna í
undanúrslitakeppninni var ann-
ars sem hér segir:
A-RIÐILL
Samvinnuferðir-Landsýn,
Reykjavík
B.M. Vallá
Reykjavík
- segir Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambands fslands
Brynjólfur Gestsson
Suðurland 117
Jón Þorvarðarson
Reykjavík i 15
Pálmi Kristmannsson
Austurland 111
Valtýr Jónasson
Norðurland vestra 78
Trésíld
Austurland 66
Gunnlaugur Kristjánsson
Reykjavík 65
B-RIÐILL
Modern Iceland
Reykjavík 139
Harðar bakarí
Vesturland 119
Delta
Reykjavík 118
Grettir Frímannsson
Norðurland eystra 117
Örn Einarsson
Norðurland eystra 108
Friðþjófur Einarsson
Reykjanes 91
Einar Svansson
Norðurland vestra 71
Þorsteinn Bergsson
Austurland 70
C-RIÐILL
Ólafur Lárusson
Reykjavfk 161
Tryggingamiðstöðin
Reykjavík 151
Sigmundur Stefánsson
Reykjavík 105
Ármann J. Lárusson
Reykjavík 103
Ólafur Steinarsson
Suðurland 91
Kristinn Kristjánsson
Vestfirðir 79
Hinir snjöliu briddsbræöur og synir úr sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá
Siglufiröi. Þeir félagarnir verja heiður Norðlendinga og landsbyggðarinnar í
úrslitakcppni Islandsmótsins í sveitakeppninni í bridds í Reykjavík um pásk-
ana. Efri röð frá vinstri: Bogi Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson og Anton
Sigurbjörnsson. Neðri röð frá vinstri: Ólafur Jónsson (Sigurbjörnssonar),
Asgrímur Sigurbjörnsson og Steinar Jónsson (Sigurbjörnssonar). Steinar var
yngsti briddsspilarinn á mótinu á Akureyri og hann verður yngsti spilari í
úrslitum á íslandsmóti um margra ára skeið.
Frá leik Tryggingamiðstöðvarinnar og Ármanns J. Lárussonar í sjöundu og
síðustu umferð. Við spilaborðið eru landsliðsspilararnir Guðmundur Péturs-
son og Ásmundur Pálsson og Oddur Hjaltason og Jón Hilmarsson.
Helgi Jóhannsson, forseti Bridge-
sambands Islands.
Ragnar Jónsson
Reykjanes 77
Guðlaugur Sveinsson
Reykjavík 54
D-RIÐILL
Ásgrímur Sigurbjörnsson
Norðurland vestra 152
Símon Símonarson
Reykjavík 147
Sveinn R. Eiríksson
Reykjavík 115
Júlíus Snorrason
Reykjavík 109
Þórarinn Andrewsson
Reykjanes 90
Anton Lundberg
Austurland 69
Ævar Jónasson
Vestfirðir 64
Ormarr Snæbjörnsson
Norðurland eystra 63
Vel skipulagt mót
Spilaðar voru sjö umferðir í
undanúrslitakeppninni, tvær á
fimmtudag, föstudag og laugar-
dag og ein á sunnudag. Að sögn
mótshaldara gekk mótið mjög vel
og lögðu fjölmargir leið sína í
Alþýðuhúsið til að fylgjast með
skemmtilegri og spennandi
keppni. Agnar Jörgensen frá
Reykjavík var keppnisstjóri en
um framkvæmd mótsins sá
Bridgefélag Akureyrar í sam-
vinnu við Bridgesamband
íslands.
Dagur hitti Helga Jóhannsson,
forseta Bridgesambands íslands
og forstjóra Samvinnuferða-
Landsýnar, að máli eftir síðustu
umferðina á sunnudag og innti
hann eftir því hvernig honum
hefði þótt til takast í fyrsta skipti
sem undanúrslitakeppni íslands-
mótsins í bridds er haldin utan
Reykjavíkur.
„Mér finnst mótið hafa gengið
mjög vel,“ sagði Helgi. „Auðvit-
að var maður svolítið uggandi því
fiskborö
með hreint ótrúlegu úrvali af fiski
Ýsa ★ Þorskur ★ Lúða ★ Lax ★ Skötuselur ★
Tindabykkja ★ Blálanga ★ Rauðspretta ★ Fiskfars ★
Rækjufars ★ Ýsa í rækjusósu ★ Ýsa í humarsósu ★
Gráðostfyllt stórlúða ★ Fiskipaté, 4 tegundir.
Matreiðslumenn gefa góðar ráðleggingar.
Lágt vöruverð • Góð þjónusta
WS4
KEA Hrísalundi
Opið mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga frá
kl. 9-18.
Föstudaga frá kl. 9-19.
Laugardaga frá
kl. 10-14.
Verið velkomin.
óneitanlega var ákvörðun um að
flytja mótið út á land mikið
gagnrýnd. En allir þeir sem ég
hef rætt við eru mjög ánægðir
nteð hvernig til hefur tekist. Mót-
ið var vel skipulagt og vel að öll-
um hlutum staðið. Ég tel að það
skemmtilegasta við þetta mót
hafi verið það að hér voru menn
saman allan tímann. Á mótum í
Reykjavík tvístrast hópurinn að
aflokinni hverri umferð. Hér
höfðu rncnn betra tækifæri til aö
kynnast og spjalla í friði. Þetta
hafði í för með sér að spila-
mcnnska var betri en ella.“
Helgi sagði að þetta mót sýndi
og sannaði að sú ákvörðun
stjórnar Bridgesantbandsins að
flytja undanúrslitakeppnina
norður til Akureyrar hafi verið
rétt og hann væri sannfærður um
að menn minntust hennar með
ánægju einmitt vegna þess að hún
hafi verið haldin utan höfuðborg-
arsvæðiðsins.
„Audvitað
tókum við áhættu“
„Auðvitað tókum við áhættu og
við gátum lent í vondu máli ef
veðurguðirnir hefðu sett stór
strik í reikninginn. En mérfinnst
mest um vert að með þessu
sönnuðum við að það er hægt að
halda svo viðamikil mót annars
staðar en í Reykjavík og í öðru
lagi að fá upp vitund manna á því
hver sé kostnaður utanbæjar-
manna að sækja mót í Reykja-
vík. Spilarar í Reykjavík hafa
aldrei hugleitt þetta. Mér finnst
út af fyrir sig árangur að heyra frá
mönnum, sem aldrei hafa verið
tilbúnir að styrkja utanbæjar-
menn til þátttöku í mótum í
Reykjavík, að þeir hafi nú skipt
um skoðun.“
Spilamennskan í undanúrslita-
keppninni var að sögn Helga
nokkuð góð. Hann segir að
briddsinn hafi verið í nokkurri
lægð, cn nú megi merkja að
menn séu að snúa vörn í sókn.
Hann segir að endurnýjun hafi
verið of hæg, of fáir ungir spilarar
leysi þá gömlu af. „Mér hefur
fundist mjög ánægjulegt að sjá
fullt af ungu fólki fylgjast með
keppninni. Borið saman við
Reykjavík var miklu meira af
ungu fólki hér í hópi áhorfenda.
Staðreyndin er sú að hingað
komu rniklu fleiri áhorfendur en
Reykvíkingarnir gerðu sér grein
fyrir. Þeir töldu að hér kæmi eng-
inn og mótið yrði því steindautt.
Þeir höfðu mjög rangt fyrir sér,
sem því er að þakka að mótið var
mjög vel kynnt í fjölmiðlum af
þeim sem skipulögðu mótið. Ég
leyfi mér að fullyrða að þetta mót
hafi ekki fengið jafn góða kynn-
ingu í mörg ár. Hefði mótið verið
haldið í Reykjavík hefði það ekki
þótt nein frétt.“
Forseti Bridgesambandsins
stýrði sveit Samvinnuferða-Land-
sýnar eins og herforingi og leiddi
hana til yfirburðasigurs í A-riðli.
„Ég er mjög sáttur við okkar
frammistöðu. Við vorum komnir
með ótrúlega góðan árangur þeg-
ar við áttum tvær setur eftir og
gátum tekið lífinu með nokkurri
ró.“
Helgi sagði að árangur Siglfirð-
inganna hefði ekki komið sér á
óvart. Þeir hefðu lengi verið í
fremstu röð og tveir kornungir
spilarar í sveitinni væru stórefni-
legir og ættu örugglega eftir að ná
langt og spila í landsliði. óþh