Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 28. mars 1990 Létt yfir mannskapnum hjá Hraðfrystihúsi Ólafsflarðar hf. þegar Dagur leit þar við á dögunum: „Þad getur verið rómantískt að vinna í fiski“ Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. var mikið í fréttun- um á sl. ári og þá yfirleitt í tengslum við fjárhags- lega endurskipulagningu og uppstokkun í rekstri. Seinnipart árs 1988 átti frysting í Ólafsfirði í mikl- um erfiðleikum og afli dugði ekki til að halda uppi fullri atvinnu í þáverandi tveim frystihúsum á staðnum, Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Hrað- frystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. Að sögn Stefáns Arnar er unn- ið eftir svokölluðu sérvinnslu- kerfi með einstaklingsbónus. Ekki hefur enn sem komið er verið farið út í að setja upp flæðilínu. „Við höfum mikið velt þessu fyrir okkur, en við höfum ekki séð beinan ávinning af flæði- línunni," sagði Stefán Örn. Hann sagði ekki þar með sagt að menn vildu ekki reyna að bæta vinnslu- línu hússins eins og kostur væri. „Það stendur til að stoppa vinnsl- una í einn mánuð í sumar og leggja Ólafi Bekk á meðan og þann tíma verður einhverju breytt í salnum. Ekki er að fullu mótað hvað það verður." Starf yfirverkstjóra er fjöl- breytilegt. Hann heldur, ef svo má að orði komast, utan um framleiðsluna, tekur m.a. ákvarðanir um pakkningar og leitast við að alltaf sé nægilegt hráefni til vinnslu. „Stöndum mest í sömu sporunum allan daginn“ Það er líf og fjör inni í vinnslu- salnum þegar Stefán Örn greinir okkur frá leyndardómi þorskflak- anna. Létt er yfir mannskapnum, enda föstudagur og helgi fram- undan. Við vindum okkur að einni bráðhressri frystihúsakonu, Sigrúnu Ingólfsdóttur, og spyrj- um hana hversu lengi hún hafi mundað kutann yfir gegnumlýst- um frystihúsbekknum. „Þú getur reiknað það út,“ sagði hún. „Ég er 43 ára núna og byrjaði að vinna hér 14 ára görnul." Sigrún sagðist kunna vel við að vinna í frystihúsi, fiskurinn væri engu síðri en vinna á saumastofu eða í verslun. „áá, það getur ver- ið rómantískt að vinna í fiski,“ sagði Sigrún. „Það hafa margir dregið sig saman í frystihúsun- um,“ sagði hún og hló. „Nei, ég náði ekki í manninn minn hér í frystihúsinu, hann er kennari," bætti hún við. Sigrún sagði að því væri ekki að neita að frystihúsavinna væri einhæf. „Þessu fylgir mikil vöðvabólga og hreyfingarnar eru einhæfar. Við stöndum mest í sömu sporunum allan daginn og skerum. Það hlýtur að fara illa með herðarnar.“ Sigrún sagði það bót í máli að fyrir kaffitím- ana væri brugðið snældum í segulbandið með leikfimiæfing- um frá Magnúsi Ólafssyni, sjúkraþjálfara á Akureyri. Gall- inn væri hins vegar að lítil endur- nýjun hefði orðið á snældunum og konurnar því orðnar heldur leiðar á æfingunum. Nauðsynlega þyrfti að fá fleiri spólur frá Magn- úsi með nýjum æfingum. „Magn- ús kom hér og tók myndir af okk- ur við vinnu og útbjó æfingar eft- ir því sem hann taldi henta fyrir okkur.“ Góður andi meðal starfsfólks Að sögn Sigrúnar er góður andi meðal starfsfólks Hraðfrystihúss- ins. „Það er náttúrulega alltaf ein og ein sem aldrei er ánægð. En samkomulag er gott. Yfirmenn- Bylgja Friðþjófsdóttir. Stefán Örn Stefánsson. Sigrún Ingólfsdóttir. irnir vilja allt fyrir okkur gera og þeir taka tillit til ábendinga frá okkur. Til dæmis er fundur þeirra og trúnaðarmanns okkar einu sinni í viku.“ Húsunum var báðum lokað og starfsfólk fór á atvinnuleysisskrá. Fjárhagslegir erfiðleikar voru miklir og sýnt þótti að fyrsta skrefið út úr ógöngunum væri að ná fram viðhlítandi hagræðingu í rekstri. Stjórnendur fyrirtækj- anna settust niður og eftir marg- an og langan fundinn náðist sam- komulag um sameiningu frysti- húsanna. Opinberir sjóðir, Atvinnutryggingasjóður, Hluta- fjársjóður og Byggðastofnun komu að málinu og 28. mars á síðasta ári tóku hjólin að snúast aftur undir merki Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. Allar klær úti með öflun hráefnis Vinnsla á síðastliðnu ári gekk vel og með útsjónarsemi tókst að ná í það mikið hráefni að enginn dagur féll úr. Með 10% skerð- ingu á þorskafla er Ijóst að róður- inn þyngist í ár. Annar ísfisktog- ari Ölafsfirðinga, Ólafur Bekkur ÓF-2 leggur upp afla sinn hjá Hraðfrystihúsinu. Skipið hefur 1450 tonna þorskkvóta á yfir- standandi ári, 585 tonn af karfa og 450 tonn af grálúðu. í þessum tölum er gert ráð fyrir tilfærslum á milli ára. Þá má Ölafur Bekkur veiða ýsu og ufsa utan kvóta. Þrátt fyrir að þröngt verði með hráefni á árinu líta stjórnendur fyrirtækisins björtum augum fram á veginn. Stefán Örn Stef- ánsson, yfirverkstjóri, segir að menn verði að hafa úti allar klær með að fá hráefni til vinnslu þá daga sem ekki er fiskur úr Ólafi Bekk. Þá er setið stfft við símann og hringt í allar áttir í von um að fá nokkur tonn til vinnslu. Stund- um heppnast að ná í fisk, stund- um ekki. Erfiðar samöngur við Ólafsfjörð yfir vetrarmánuðina gera erfitt fyrir með aflamiðlun. Menn binda vonir við að lang- þráð Múlagöng bæti úr þessu. Stefán Örn segir að gert sé ráð fyrir að þurfi að minnsta kosti um 3000 tonn til þess að tryggja vinnslunni nóg hráefni. Sérvinnslukerfi með einstaklingsbónus Uppistaðan í vinnslu Hraðfrysti- hússins á síðasta ári var þorskur og mest var unnið í 5 og 10 punda pakkningar fyrir Bandaríkja- markað. í frystinguni eru nú um 45 heil störf. Konur eru þar í meirihluta, um 35 í fullu starfi. Jafnan er unnið í átta tíma, en á álagstím- um er unnið lengur. Sigrún kvaðst bjartsýn á gengi Hraðfrystihúss Ölafsfjarðar hf. „Þetta verður bara að ganga,“ sagði hún. Bylgja Friðþjófsdóttir sagðist hafa byrjað að vinna hjá HÓ í janúar sl. og hafði þá ekki unnið úti í fimm ár. „Hjá mér er félags- skapurinn stór hluti af þessu, að sýna sig og sjá aðra,“ sagði Bylgja. Hún sagðist eiga þrjú börn, sem dönsk aupair-stúlka passaði eftir hádegið þegar hún væri í vinnunni. „Ég réð hana í gegnum Vettvang," útskýrði Bylgja. „Ég get ekki neitað því að ég var svolítið kvíðin, en þetta hefur gengið vonum framar. Það voru smá tungumálaerfiðleikar fyrst, en núna getur hún talað íslensku við börnin." óþh Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.