Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 28. mars 1990 íþróttir Bláíjallagangan: Akureyringar og fsflrð- ingur í efstu sætunum Bláfjallagangan, sem er liður í íslandsgöngunni á skíðum, fór fram í Bláfjöllum á Iaugardag- inn. Keppt var í þremur flokk- um karla en engin kona mætti til leiks að þessu sinni. Kepp- endur voru 13 talsins og þá tóku 7 göngumenn þátt í trimmgöngu samfara keppn- inni. Peir Árni Antonsson og Sigurður Aðaisteinsson frá Akur- eyri sigruðu í sínum flokkum og í þriðja flokknum sigraði Elías Sveinsson frá ísafirði. Árni sigr- aði í flokki 17-34 ára, Sigurður í flokki 35-49 ára og Elías í flokki 50 ára og eldri. Bláfjallagangan er þriðja gang- an í íslandsgöngunni en áður hafði verið keppt í Lambagöng- unni á Akureyri og Skógargöng- unni á Egilsstöðum. Framundan eru svo Fjarðargangan í Ólafs- firði þann 14. apríl nk. og Fossa- vatnsgangan á Isafirði 5. maí n.k. Til að vinna sigur í íslands- göngunni, þurfa göngumenn að taka þátt í að minnsta kosti þremur þessara móta, því besti samanlagði árangur keppenda úr þremur mótum er reiknaður út að leikslokum. Sigurður Aðal- steinsson hefur þegar fagnað sigri á tveimur mótum og hann þarf því aðeins að sigra í Ólafsfirði eða á ísafirði til þess að tryggja sér sigur í flokki 35-49 ára. Ing- þór Bjarnason frá Akureyri hefur hins vegar sigrað einu sinni í þeim flokki. Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlend- um bókmenntum. Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/ 1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslurskulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða- kröfurm 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs ( fjárlögum 1990 nemur 5.780.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráöuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneyt- inu fyrir 25. aprll n.k. Reykjavík, 22. mars 1990. Menntamálaráðuneytið. U LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu starfsmannahúsa við Blönduvirkjun. Verkið felur í sér að byggja hús með herberjum fyrir starfsfólk, mötuneyti, tómstundaaðstöðu og geymslu svo og hús fyrir stöðvarstjóra ásamt frágangi vega og lóða við húsin. Starfsmannahúsið verður steinsteypt bygging, tvær hæðir, kjallari og ris, og hús stöðvarstjóra, einnig steinsteypt, hæð og kjallari. Samanlögð stærð hús- anna verður um 2600 m2 að flatarmáli og 8300 m3 að rúmmáli. Lóðin er alls um 8000 m2, þar af slitlag vega og hellulögn um 2600 m2. Skila skal húsunum fullfrágengnum. Gert er ráð fyrir að þau verði steypt upp á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík frá og með föstudeginum 30. mars 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 5000 krónur fyrir fyrsta eintak, en 3000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 27. apríl, 1990, en þau verða opnuð sama dag klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þar óska. Reykjavík, 23. mars 1990, LANDSVIRKJUN. Akureyringarnir Árni Antons- son, Haukur Eiríksson og Jóhannes Kárason hafa allir sigr- að einu sinni í íslandsgöngunni og því er spennandi keppni fram- undan í flokki 17-34 ára. Rúnar Sigmundsson frá Akur- eyri hefur tvívegis fagnað sigri í flokki 50 ára og eldri og hann stendur því vel að vígi í þeim flokki. Elías Sveinsson á einn sig- ur að baki og hann á því einnig ágæta möguleika. En úrslit í Bláfjallagöngunni urðu annars þessi: Karlar 17-34 ára, 20 km: 1. Árni Antonsson A 44:04 2. Jóhannes Kárason A 48:18 3. Marinó Sigurjónsson R 50:38 Karlar 35-49 ára, 20 km: 1. Sigurður Aðalsteinsson A 44:04 2. Halldór Matthíasson R 45:04 3. Ingþór Bjarnason A 45:57 Karlar 50 ára og eldri, 20 km: 1. Elías Sveinsson í 48:20 2. Viggó Benediktsson R 57:35 -KK Eyjólfur Sverrisson í landsleik með U-21 landsliðinu á Akureyrarvelli í sumar. Hann var í gær valinn í A-landsliðshópinn sem mætir landsliði Lúx- emborgar í dag. íslendingar mæta Lúxemborg í knattspyrnu í kvöld: Ejjólfur vaJinn í hópinn Eyjólfur Sverrisson hefur verið valinn í íslenska knattspyrnu- landsliðið sem mætir Luxem- borgurum ytra í kvöld. Eyjólf- ur kom í hópinn í stað Arnórs Guðjohnsen sem ekki fékk leyfi frá félaginu sínu, Anderlecht, til þess að taka þátt í þessum leik. Eyjólfur hefur einnig ver- ið valinn í íslenska iandsliðs- hópinn sem keppir við Banda- ríkjamenn og Bermúdabúa 3. og 8. apríl n.k. Það er mikið að gerast hjá Eyjólfi þessa dagana því hann var á bekknum hjá aðalliði Stuttgart á laugardaginn gegn Kaiserslaut- ern. Það verður þó að taka með í reikninginn að 8 leikmenn Stutt- gart voru á sjúkralista og allir á varamannabekknum voru úr varaliði félagsins. Hagur Eyjólfs virðist þó vænk- ast nokkuð við að Arie Haan var Þorvaldur Örlygsson, fyrrum KA- maður og nú leikmaður Nottingham Forest, var valinn í landsliðið gegn Lúxemborg. Hann hefur staðið sig mjög vel í enska boltanum í vetur þrátt fyrir að hafa mátt verma vara- mannabekkinn í síðustu leikjum. rekinn sem þjálfari Stuttgart því aðstoðarþjálfari liðsins, Willy Entenmann, sem nú hefur tekið við sem þjálfari var aðalhvata- maður þess að gerður var samn- ingur við Sauðkrækinginn. Eyjólfur er ekki eini Norðlend- ingurinn sem er í íslenska lands- liðshópnum í kvöld því KA- mennirnir Ormarr Örlygsson og Kjartan Einarsson eru einnig í hópnum. Þar að auki eru Þor- valdur Örlygsson og Gunnar Gíslason í liðinu þannig að norðanmenn geta nokkuð vel við unað. En íslenski landsliðshópur- inn er skipaður eftirtöldum mönnum: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Val Birkir Kristinsson Fram Aðrir leikmenn: Sævar Jónsson Val Guðni Bergsson Tottenham Gunnar Gíslason Hacken Atli Eðvalsson Tyrklandi Viðar Þorkelsson Fram Pétur Ormslev Fram Pétur Arnþórsson Frant Rúnar Kristinsson KR Pétur Pétursson KR Sigurður Grétarsson Luzern Ormarr Örlygsson KA Eyjólfur Sverrisson Stuttgart Ólafur Þórðarson Brann Þorvaldur Örlygsson Nott.For. Islandsmótið í blaki: Þróttur R. og ÍS urðu meistarar Kvennalið ÍS varð íslands- meistari í blaki árið 1990 og tryggði liðið sér titilinn með sigri á KA á Akureyri á sunnu- dag en þess láðist að geta í blaðinu í gær. Helsti keppinautur ÍS í úrslita- keppninni, var lið UBK en eftir að Blikastúlkur töpuðu fyrir Vík- ingi á laugardag, gat ÍS tryggt sér titilinn á sunnudaginn sem það og gerði. UBK á eftir að spila einn leik í úrslitakeppninni, gegn KA um næstu helgi og þó liðinu takist að sigra í þeim leik, dugir það ekki nema til silfurverðlauna í mótinu. Þróttur frá Reykjavík varð íslandsméistari í blaki karla árið 1990 en liðið tryggði sér titilinn með sigri á HK á laugardag, eins og reynar komið hefur fram. Síð- ustu stórleikir vetrarins eru úrslitaleikirnir í bikarnum og er þegar ljóst að KA og Þróttur R mætast í karlaflokki og fer leikur-, inn fram á Akureyri þann 7. apríl nk. -KK Aðalfundur HSÞ og UMSE: Frestavarðbáðum fiindimum vegna veðurs og ófærðar Aðalfundum HSÞ og UMSE sem halda átti um síðustu helgi, varð báðum að fresta vegna ótíðarinnar sem dunið hefur yfir Norðlendinga að undanl'örnu. Aðalfundi HSÞ var frestað fram í apríl en aðalfundi UMSE var frestað fram í maí. Þegar nær dregur vori ætti veðrið að vera skaplegra og því auðveldara fyrir fundarmenn að komast á milli staða. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.