Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 28. mars 1990 Málarar. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 4. apríl kl. 20.30 á Hótel KEA. Stjórnin. Framleiðum vandaðar einingar í sumarhús og fleira. Gerum föst verðtilboð. Daltré hf. Sími 96-61199 frákl. 16.00-18.00. Heimasímar 96-61133 og 96- 61607 á kvöldin. Snjómokstur. Önnumst allan almennan snjó- mokstur. Fljót og góð þjónusta. Seifur hf. Uppl. í sima 985-21447, Stefán Þengilsson, síma 985-31547. Kristján, sími 96-24913, Seifur h.f.- verkstæði, simi 27910 (Stefán Þengilsson). Skilaboð eftir kl. 16.00 í Videover sími 26866. Parakeppni - Spilavist. Hin vinsæla þriggja kvölda para- keppni verður haldin í barnaskóla Svalbarðsstrandar. Spilað verður kl. 20.30 öll kvöldin, laugardag. 31. mars, fimmtud. 5. apríl og laugard. 7. apríl. Þátttakendur tilkynni sig í símum 25720 og 24711 eigi síðar en föstu- daginn 30. mars ’90. U.M.F. Æskan. Prentum á fermingarservéttur. Meðal annars með myndum af Akureyrarkirkju, Glerárkirkju, Lög- mannshlíðarkirkju, Húsavíkurkirkju, Grenivíkurkirkju, Hríseyjarkirkju, Hvammstangakirkju, Ólafsfjarðar- kirkju, Dalvikurkirkju, Sauðárkróks- kirkju, Grímseyjarkirkju, Grunar- kirkju, Svalbarðskirkju, Reykjahlíð- arkirkju, Möðruvallakirkju, Siglu- fjarðarkirkju, Urðakirkju, Skaga- strandarkirkju, Borgarneskirkju og fleiri. Servéttur fyrirliggjandi, nokkrar teg- undir. Tökum einnig sálmabækur í gyll- ingu. Sendum í póstkröfu. Alprent, Glerárgötu 24, sími 22844. Gengið Gengisskráning nr. 60 27. mars 1990 Kaup Sala Tollg. Dollari 61,440 61,600 60,620 Sterl.p. 99,431 99,690 102,190 Kan. dollari 52,198 52,334 50,896 Dönskkr. 9,4197 9,4442 9,3190 Norskkr. 9,3006 9,3249 9,3004 Sænsk kr. 9,9627 9,9886 9.9117 Fi. mark 15,2287 15,2683 15,2503 Fr. franki 10,6602 10,6880 10,5822 Belg. franki 1,7344 1,7389 1,7190 Sv. franki 40,4344 40,5397 40,7666 Holl. gyllini 31,8862 31,9693 31,7757 V.-þ. mark 35,8700 35,9635 35,8073 it. lira 0,04880 0,04892 0,04844 Aust. sch. 5,0998 5,1131 5,0834 Port. escudo 0,4072 0,4082 0,4074 Spá. peseti 0,5613 0,5628 0,5570 Jap.yen 0,39129 0,39231 0,40802 irsktpund 95,929 96,179 95,189 SDR27.3. 79,4960 79,7030 79,8184 ECU, evr.m. 73,4362 73,6274 73,2593 Belg.fr. fin 1,7344 1,7389 1,7190 Nýtt á söluskrá: HEIÐARLUNDUR: Mjög fallegt og sérstakt rað- hús á tveimur hæðum ásamt garðstofu ca. 160 fm. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. SMÁRAHLÍÐ. falleg 3ja herb. enda- íbúS á 3 hæð, 83 fm. FASTÐGNA& M SKIMSAUSSZ NORÐURLANDS fl Glerárgötu 36, 3. hæð Sími 25566 Benedikt Olafsson hdl. Heimasími sölustjóra, Péturs Jósefssonar, er 24485. Óska eftir að kaupa 3-31/2 tonna trétrillu, frambyggða með góða vél og björgunarbát. Uppl. gefa Kári Jónsson, Siglufirði í síma 96-71684 og Þórarinn Jónsson, Vestmannaeyjum í síma 98-11628. Laxveiði! Tilboð óskast í laxveiði í Skjálfandafljóti, milli fossa. Svæðið er neðan Goðafoss og ofan Barna- foss og Ullarfoss. Upplýsingar gefur Jón Aðalsteinn í síma 96-25686. Tilboðum sé skilað fyrir 15. apríl 1990. Hestar til sölu. Nokkrir hestar til sölu, tamdir, af Svaðastaða- og Árnaneskyni. Uppl. i síma 95-36577 í hádeginu og á kvöldin. Atvinna Mælingamaður. Málarafélag Akureyrar óskar eftir að ráða mælingamann. Hentugt sem aukastarf. Uppl. gefur Stefán Jónsson í síma 21518 milli kl. 20 og 21. Ispan hf., speglagerð. Símar 22333 og 22688. Við seljum spegla ýmsar gerðir. Bílagler, öryggisgler, rammagler, plastgler, plastgler í sólhús. Borðplötur ýmsar gerðir. ísetning á bílrúðum og vinnuvélum. Gerum föst tilboð. íspan hf., speglagerð. Símar 22333 og 22688. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagnahreins- un með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, sími 25296. Ispan hf. Einangrunargler, símar 22333 og 22688. Heildsala. Þéttilistar, silikon, akról, úretan. Gerum föst verðtilboð. íspan hf. símar 22333 og 22688. Bílasalan Dalsbraut. Okkur vantar allar tegundir bíla á skrá. Stærsti innisalur á Norðurlandi. Ekkert innigjald. Símar 11300, 11301 og 11302. Bílasalan Dalsbraut. (Portið). Til sölu Cherokee jeppi árg. ’84. Til greina kemur að taka hross upp í söluverð. Uppl. í síma 95-36577 í hádeginu og á kvöldin. Til sölu Ford Escort 1300, árg. ’86. Ekinn 53 þús. km. Mjög góður bíll. Má greiðast með skuldabréfi. Uppl. í síma 25716. Óska eftir Willys jeppa helst með húsi og sem minnst breyttan. Má þarfnast viðgerðar. Staðgreiðsla. Uppl. gefur Gísli í síma 96-21624 milli kl. 19 og 20. Til sölu Fiat 127 árg. ’79. Uppl. í síma 96-31153 eftir kl. 19.00. Til sölu Lada Sport árg. '87. Ekinn 39 þús. km. 4ra gíra, í góðu lagi. Einnig vélsleði El Tigre árg. '81, í góðu ástandi. Uppl. í síma 27798 eftir kl. 19.00. Til sölu sem ný hestakerra. Skipti athugandi á vélsleða. Uppl. í v. síma 27992 og 31264 á kvöldin. Til sölu Brio barnavagn og Berg- ans burðarbakpoki. Uppl. í síma 25744. Bændur - Verktakar. 35 kv. diesel rafstöð til sölu. Lítið notuð og vel með farin. Á sama stað er til sölu 8 v. brún hryssa, ættbókarfærð, einkunn 7,53 og brúnn hestur 4 v., taminn í 2 mánuði. Uppl. í síma 96-61526 eftir kl. 20.00. íbúð til leigu. 3ja herb. íbúð á jarðhæð á Ytri- Brekkunni til leigu frá 1. apríl n.k. Uppl. í síma 23813 eftir kl. 18.00 á kvöldin. Til leigu 3ja herb. íbúð á Eyrinni. Laus strax. Uppl. í síma 23006. Raðhús til leigu. Stórt raðhús með eða án húsgagna til leigu frá 15. júní 1990 til eins árs. Uppl. í síma 26488 eftir kl. 18.00. íbúð til leigu. Til leigu nýleg 3ja herb. íbúð með bílageymslu til leigu. Er laus nú þegar. Reglusemi áskilin. Upplýsingar í síma 22450. Stjörnukort, persónulýsing, fram- tíðarkort, samskiptakort, slökunar- tónlist og úrval heilsubóka. Sendum í póstkröfu samdægurs. Stjörnuspekistöðin, Gunnlaugur Guðmundsson, Aðalstræti 9, 101 Reykjavík, sími 91-10377. Kaupum bækur. Kaupum bækur og tökum í umboðssölu heil söfn og dánarbú. Gömul íslensk myndverk og póstkort. Fróði fornbókaverslun, Kaupangsstræti 19, 602 Akureyri. Sími 26345. Opið frá kl. 14.00-18.00. □ RUN 59903287 -1. Atkv. Frl. I.O.O.F. 2 = 17133081/2 = Kkv. Félagsvist Bjarg Bugðusíðu 1. Spilakvöld. Spilum félagsvist að Bjargi, Bugðusíðu 1, fimmtudaginn 29. mars kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum vel. Stjórnin. Gjafír tii Akureyrarkirkju: Kr. 15.000,- frá Eiríki Helgasyni, Ingunni Tryggvadóttur og börnum. Kr. 1500,- frá konu á Dvalarheimil- inu Hlíð. Bestu þakkir fyrir þessar góðu gjafir, sem koma í góðar þarfir. Birgir Snæbjörnsson. Glerárkirkja. Fyrirbænastund miðvikud. 28. mars kl. 18.00. Pétur Þórarinsson. Akureyrarkirkja. Föstuguðsþjónusta vcrður í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Nemum fagnaðarboðskap föstunnar og fylgjum frelsaranum í anda á píslagöngu lianns. Sungið verður úr Passíusálmunum, 20.-22.-24.-25. sálrni. Þ.H. Minningarkort Glerárkirkju fást á eftirtöidum stöðum: Hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð 16 a, Guðrúnu Sigurðardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), Judith Sveinsdóttur Langholti 14, í Skóbúð M.H. Lyngdal Sunnuhlíð, versluninni Bókval, í Glerárkirkju hjá húsverði, Blómahúsinu Glerár- götu, Bókabúð Jónasar og Blóma- búðinni Akri Kaupangi. á „Kjöt“ - Nýtt leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar komið út hjá Menningarsjóði Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út leikritið Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson, en það var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 26. janúar 1990. Geristleikritið í kjötbúð í Reykjavík 1963, og eru persónur þess sjö. Kjöt er fjórða Íeikritið í ritröðinni Islensk leikrít. Útgefandi kynnir leikritið og höfund þess svofelldum orðum á kápu: „Ólafur Haukur Símonarson hefur vakið mikla athygli sem leikritaskáld síðari ár. Kjöt var frumsýnt í Borgarleikhúsiu 26. janúar 1990. Gerist það baka til í kjötbúð í Reykjavík 1963 og fjallar um lifandi og dautt hold eins og nafnið gefur í skyn. Alli verslunarstjóri kemur fram við móður sína sem væri hún gólfmotta, og er ekki mikið skárri við Mörtu, sem elskar hann. Bergþór er hans undirgefni þræll. Matti og Magdalena eru svolítið sér á báti því Malla lætur ekki kúga sig og Matti er gestur á staðnum, fulltrúi veraldarinnar fyrir utan kjötið, menntaskóla- strákur sem er hrifinn af Bítlun- um. Og Magni? Magni ríkir yfir öllu. Hann er alls staðar og hvergi, og Alli er fulltrui hans. Táknrænt umhverfi, sérkenni- legar persónur og meini blandin örlög eru höfuðatriði Kjöts, sem reynist margslungið verk að hætti Ólafs Hauks, nútímaleikrit er speglar einnig liðna tíð og ókomna." Kjöt er 84 bls. að stærð. Fyrri leikrit í ritröðinni Islensk leikrít eru: Oddur Björnsson: Dansleikur (1983), Kjartan Ragnarsson: Týnda teskeiðin (1988) og Þórunn Sigurðardóttir: Haustbrúður (1989). Útgáfu- nefnd íslenskra leikrita skipa nú: Úlfur Hjörvar (Menntamálaráð íslands), Stefán Baldursson (Leiklistarráð) og Árni Ibsen (Leikskáldafélag Islands). Viðtalstímar bæjarfuiltrúa Fimmtudaginn 29. mars 1990 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Heimir Ingi- marsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, ÖNNU MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Kollugerði, Lönguhlíð 15, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Seli. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.