Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 28. mars 1990 Kodak Express Gæöaframkollun ^★Tryggðu filmunni þinni SSkx i_ _ n -cr y%esta ^PedíSmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Meleyri hætti við kaup á raðsmíðaskipi Slippsins: Enn þarf að leita að nýjum kaupanda „ákvörðunin kom ekki á óvart,“ segir Sigurður Ringsted Meleyri hf. á Hvammstanga tilkynnti Slippstöðinni á Akur- eyri í gær þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins, frá í fyrradag, að Þrotabú Árlax: Samningur í bígerð um sölu eigna Líklega verður kaupsamning- ur milli Fiskveiðasjóðs íslands og Byggðasjóðs ann- ars vegar og þrotabús fiskeld- isstöðvarinnar Árlax í Keldu- hverfi hins vegar, um kaup sjóðanna á eignum búsins öðrum en fiski, undirritaður í næstu viku. Eitt tilboð í eignirnar kom fram á skiptafundi í þrotabúi Árlax sem haldinn var fyrir skömmu. Tilboðið frá sjóöun- um tveimur hljóðaði upp á 116 milljónir króna. Viðræður hal'a einnig verið í gangi milli búsins og Samvinnu- bankans en bankinn átti tilboð í fiskinn á skiptafundinum. Ör- lygur Hnefill Jónsson, bústjóri þrotabúsins, segir að niðurstaða í þessum viðræöum ætti einnig að liggja fyrir í næstu viku, en takist þessi sala lýkur skiptum þrotabús Árlax. JÓH Vatnsnes: Langvarandi ófærð - snjóbíll sér um mjólkurflutninga Mikil ófærð hefur verið á Vatnsnesi undanfarnar vikur. Vegagerðin hefur gefist upp við að reyna að halda vegin- um opnum. Djúp snjógöng hafa fyllst um leið og mokað hefur verið. Félagar í Björg- unarsveit Slysavarnafélagsins Káraborgar hafa sótt mjólk til bænda á snjóbíl. Ófært er frá bænum Kára- stöðum og allir bæir utar á nes- inu eru einangraðir. Kárastaðir eru um þrjá kílómetra frá Hvammstanga. Snjóbíllinn, sem björgunarsveitin rekur, hefur reynst Vatnsnesingum hiö mesta þarfaþing í vetur. Fyrir skömrnu brann yfir raforku- spennir í Hinriksvík á Vatns- nesi. Fluttu björgunarsveitar- menn nýjan spenni á staðinn og var Vatnsnesingum kærkomið að fá rafmagn aftur í hús sín. Menn eru orðnir langþreyttir á langvarandi ótíð og um- hleypingum í Vestur-Hún- avatnssýslu eins og víðar. „Þetta er búinn að vera helvítis barningur, inenn vona aö þetta fari að skána,“ sagði Sigurður Eiríksson verkstæðismaður á Hvammstanga. kg hætta við öll áform um kaup á raðsmíðaskipi stöðvarinnar. Enn á ný þarf því að leita að nýjum kaupanda að þessu skipi en liðnir eru 10 mánuðir frá því fyrst var undirritaður kaupsamningur um skipið. Bjarki Tryggvson, fram- kvæmdastjóri Meleyrar á Hvammstanga, segir að menn hafi ekki verið tilbúnir til að halda áfram þrautargöngunni í sjóðakerfinu. „Ef málið hefði gengið í gegn eðlilega þá hefðum við verið að taka 'við skipinu núna. Málið er búið að dragast í fjóra mánuði og við erum hættir að hugsa um öll skipakaup í bili,“ sagði Bjarki. Liður í áformum Meleyrar var sala á skipinu Glað og hefur skip- ið þegar verið selt til Bíldudals. Bjarki segir að ekkert verði að- hafst í kaupum á öðru skipi í þess stað að sinni. Sem kunnugt er samþykkti Fiskveiðasjóður fyrir skömmu að lána Meleyri til skipakaupanna gegn 20% hlut í afla. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvar- innar, segir að þessi ákvörðun Meleyrarmanna hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta hefur verið að gerjast allt frá afgreiðslu Fisk- veiðasjóðs. Okkar bíður að sjálf- sögðu að leita að nýjum kaup- anda að skipinu. Maður fer að horfa í kringum sig,“ segii Sigurður. í hönd fara sumarverkefni Slippstöðvarinnar og því segir Sigurður ekki ástæðu til upp- sagna vegna þessa máls. „Við vit- um að það er nóg að gera í sumr- in hvað sem síðan verður í haust,“ bætti Sigurður við. JÓH „Er ekki alveg örugglega hægt að fljúga þessu tæki?“ Mynd: KL Nokkrir bæir í Bárðardal einangraðir vegna fannfergis: Dýrmætir mjólkurlítrar í svelgiim sökum ófærðar - Vegagerð ríkisins áætlar mokstur í vestanverðum dalnum „Mjólkinni hefur verið hellt niður einu sinni hér á nokkrum bæjum. Hér á Sandhaugum er eingöngu kúabú þannig að þetta er verulegt tjón. Hingað eru engar ferðir og þar af leið- andi enginn póstur. Og það versta er að nú er ekkert gert til að bæta úr þessu ástandi,“ sagði Sigurður Eiríksson á Sandhaugum í Bárðardal en sökum ófærðar eru nokkrir bæir í vestanverðum dalnum einangraðir og hefur svo verið um skeið. Sigurður segir að mun oftar hafi verið mokað í austanverðum dalnum en vestanverðum. Hann segir að um sé að ræða svo mikið magn af mjólk að illmögulegt sé að flytja hana um langan veg öðruvísi en með bílum. „Þetta er mjög alvarlegur hlut- ur en það virðist ekki vera að Vegagerðin viti af þessu ástandi. Með þessu áframhaldi þá býst ég ekki við að hér verði orðið fært fyrr en á Jónsmessu, það verða þá máttarvöldin frekar en Vega- gerðin sem fjarlægja snjóinn," sagði Sigurður. Svavar Jónsson hjá Vegagerð ríkisins á Húsavík sagði að líkur væru á að nú yrði hafist handa við mokstur í vestanverðum Bárð- ardal. „Nú stendur til að reyna að komast fram dalinn að vestan- verðu. Þar er mun meiri snjór heldur en að austanverðu og menn gáfust upp á að reyna að fara undan mjólkurbílnum með snjóplóg. Hér er alls staðar mikill snjór á svæðinu en fannfergið varð strax mjög mikið í Bárðar- dalnum,“ sagði Svavar. JÓH Hvammstangi: Rækjubáturimi Geisli seldur - útgerðarfélagið í Qárhagserfiðleikum Útgerðarfélag Vestur-Hún- vetninga hefur tekið þá ákvörðun að selja rækjubátinn Gagnfræðaskóli Akureyrar: Tilraun með kynskiptar deildir í undirbúningi - stúlkna- og piltadeildir í 7. bekk næsta haust Gagnfræðaskóli Akureyrar ætlar að gera tilraun með kyn- skiptar deildir í 7. bekk næsta haust og hefur fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla í því skyni, eins og við höfum greint frá. Ef að líkum lætur verða alls sex deildir í 7. bekk, tvær stúlknadeildir, tvær fyrir pilta og tvær blandaðar. Þessi til- raun er til eins árs en ef árang- urinn lofar góðu má búast við að nemendum 7. bekkjar verði áfram skipt í deildir eftir kyn- ferði. Að sögn Baldvins Bjarnason- ar, skólastjóra Gagnfræðaskól- ans, hafa verið ráðnir tveir umsjónarmenn með þessu verk- efni, þau Kristján Magnússon, skólasálfræðingur, og Valgerður Bjarnadóttir, félágsráðgjafi. Kristján hefur unnið að hliðstæð- um verkefnum í Danmörku um fimm ára skeið. í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu kom fram að styrk- urinn væri veittur vegna tilraunar með sérstaka stúlknabekki í tengslum við athugun á sjálfs- mynd og sjálfsöryggi stúlkna í 7. bekk. Baldvin segir að tilgangur- inn sé einnig sá að kanna náms- árangur nemenda í bekknum í ljósi þessarar skiptingar. Um þessar mundir er verið að kynna tilraunina fyrir foreldrum barna í 6. bekk, þ.e. þeirra barna sem koma til með að taka þátt í verkefninu. í bréfi sem sent verð- ur til foreldra segir meðal annars: „Ætlunin með verkefninu er sú að kanna hvort hægt er með aðskilnaði kynjanna að bæta námsárangur nemenda með því að styðja við sérkenni hvors kyns í viðhorfum til náms, námsefnis, verkefnavals, vinnubragða o.þ.h. og nýta kostina við að vinna með nemendur af sama kyni. Jafn- framt því að unnið verður úr erf- iðleikum sem kunna að verða þessu samfara." Baldvin kvaðst ekki búast við óánægju hjá nemendum þótt gerð yrði tilraun með stúlkna- og piltabekki. „Krakkarnir hittast alltaf í frímínútum og piltarnir ættu ekki að gleyma hvernig stúlkurnar líta út, né öfugt, þótt kynin verði aðgreind í bekkjar- deildum,“ sagði Baldvin. SS Geisla HU 37. Geisli er rúm- lega hundrað tonn smíðaður árið 1983 í Svíþjóð. Geisli hef- ur 402 tonna bolfiskkvóta og 43 tonna rækjukvóta. Báturinn verður seldur til aðila í Vest- mannaeyjum. Útgerðarfélag Vestur-Hún- vetninga var stofnað um kaupin á Geisla árið 1987. Verulegar breytingar voru gerðar á bátnum. Þær tóku lengri tíma og kostuðu meira heldur en ráð var fyrir gert. Ekki er rekstrargrundvöllur fyrir Geisla með þann kvóta sem hann hefur nú. „Það er betra að selja bátinn áður en skuldirnar verða óvið- ráðanlegar. Við töpum einhverju fé, en hversu miklu er of snemmt að segja,“ sagði EiríkurTryggva- son stjórnarformaður Útgerðar- félags Vestur-Húnvetninga. Upphaflegt kaupverð Geisla var 79 milljónir. Útgerðarfélagið er illa statt og alveg óvíst hvort nýr bátur verður keyptur. Fleiri bátar verða seldir frá Hvammstanga. Meleyri hefur sett tvo báta á söluskrá og auk þess hafa fleiri aðilar auglýst báta. Ef af sölu þessara báta verður má búast við að atvinnu- leysi verði hjá sjómönnum á Hvammstanga. kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.