Dagur - 03.04.1990, Page 1

Dagur - 03.04.1990, Page 1
- segir Þröstur Guðjónsson Vetraríþróttahátíðinni lokið: Hátíðin gekk vel og þátttakan góð Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 1990 var slitið á Akureyri sl. sunnu- dag og voru menn sammála að vel hefði tekist til þrátt fyrir rysjótt veðurfar. Þátttaka í almenningsíþróttum var mjög góð og var þessi fjölmenna hátíð óhappalaus, nema hvað skeifa losnaði undan hesti og lenti á bíl. Forsvarsmenn há- tíðarinnar hafa nú hug á að halda vetraríþróttahátíðir oftar en á tíu ára fresti. „Þetta gekk vel þegar á heild- ina er litið. Atriðin voru mjög mörg en þó góð þátttaka. Það eina sem mér finnst neikvætt við þessa hátíð er að unglingarnir sem komu hingað um fyrri helg- ina gátu ekkert gert og urðu meira að segja veðurtepptir," sagði Þröstur Guðjónsson, for- maður hátíðarnefndarinnar. Þröstur sagði í samtali við Dag í gær að nefndin hefði þá þegar veitt um tvö þúsund viðurkenn- ingar fyrir þátttöku í almennings- íþróttum og hún ætti eftir að veita fleiri. Norðurland eystra: Yfir 80 milljófflr í snjómokstur frá áramótmn - mesti kostnaðurinn við Ólafsíjarðarmúla og Öxnadalsheiði „Hátíðin var ívið stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir. Við verðum bara að halda vetrar- íþróttahátíðir oftar með ein- hverju sniði. Akureyri er tilval- inn staður fyrir útivistardaga,“ sagði Þröstur. Hann var mjög ánægður með alþjóðlegu skíðamótin. Þau hefðu eflt íslensku keppendurna og gefið þeim dýrmæt stig, sem koma þeim ofar í rásröð á alþjóð- legum mótum. Hann nefndi einn- ig landsmót í skíðagöngu, „ski- cross“, vetrarþríþraut og dagskrá hesta- og vélsleðamanna sem eftirminnilega atburði, að ógleymdum skátunum. Þröstur vildi þakka Hjálparsveit skáta sérstaklega fyrir öryggisvörslu á Vetraríþróttahátíðinni. SS Vetraríþróttahátíð lauk á Akureyri í gær, en Sverrir Björnsson forseti ÍSÍ sleit henni fornilcga. Mynd: KL Líkur á að laxveiðin bregðist aftur í ár: „Ég er svart- sýnn á sumarið“ segir Tumi Tómasson fiskifræðingur Laxveiðimenn hafa ekki mikla ástæðu til bjartsýni með veiði sumarsins. Síðasta sumar brást veiðin illilega þrátt fyrir spár um metveiði. Ástæður fyrir aflabrestinum í fyrra eru ekki kunnar. Að sögn Tuma Tóm- assonar fiskifræðings er skýringanna ekki að leita í ánum heldur hafa afföllin orð- ið á laxinum í sjónum. „Bæði stórlaxa- og smálaxa- göngurnar brugðust í fyrra. Hugsanlegar skýringar á bresti í stórlaxagöngunum eru einfald- lega veiðar í sjó. Þar koma til veiðar útlendra skipa austan við land og ólöglegar netaveiðar við strendur landsins. Þær virtust vera með mesta móti í fyrra. Afföll af gönguseiðum sem fóru í sjó árið 1988 hafa verið mjög mikil. En þá var sjór með kaldara móti,“ sagði Tumi. Horf- ur fyrir veiði sumarsins eru ekki glæsilegar. Búast má við að smá- Jaxagöngur bregðist aftur. Seiðin sem gengu í sjó 1989 voru smá og fóru seint úr ánum. Hlutfallslega meira af stórlaxi gæti orðið á ferðinni. „Ég á ekki von á að þessi aftur- kippur í laxveiðinni núna sé var- anlegur. Mér þykir líklegra að þetta sé tímabundið bakslag í uppsveiflu laxastofnsins,:* sagði Tumi. kg Meö nýhafínni viku fækkar snjómokstursdögum á þremur leiöum í Norðurlandsumdæmi eystra. Þannig verður nú hætt að moka yfír Öxnadalsheiði á miðvikudögum og sú leið verð- ur rudd á mánudögum og föstudögum. Kísilvegurinn verður það sem eftir lifir vetrar ruddur einu sinni í viku í stað tvisvar áður og sama er að „Mér Iíst illa á stöðu Álafoss, og ég hef margsinnis sagt á undanförnum árum að ég get ekki skilið að menn séu með upphrópanir í atvinnumálum á meðan þeir horfa þegjandi á ullariðnaðinn hrynja í bæn- um,“ segir Heimir Ingimars- son, bæjarfulltrúi á Akureyri. Heimir segir að störfum í ullar- iðnaði hafi fækkað um tvö til þrjú hundruð á Akureyri á undan- förnum árum, án þess að sú staðreynd hafi gefið tilefni til mikilla umræðna. „Menn líta á þetta eins og livert annað nátt- úrulögmál, en í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, hefur fækkað um nærfellt fjögur hundruð manns á örfáum árum. Þetta segir sína sögu,“ segir Heimir. Þessi fækkun félaga í Iðju hef- ur afar neikvæð áhrif á stéttar- félagið, það hefur orðið að draga saman seglin í starfsmannahaldi og tekjustofnar þess rýrna í réttu hlutfalli við fækkun félaganna. Auk þess hefur Iðja þurft að taka á sig skuldbindingar vegna eign- segja um leiðina Húsavík- Yopnafjörður. „Við erum búin að eyða óhemju fé í snjómokstur í vetur og þessi fækkun mokstursdaga er í samræmi við heimild í reglum, tilkomin vegna þess hve mokstur- inn hefur verið dýr. Þann 24. mars síðastliðinn var búið að eyða rúmum 84 milljónum króna í snjómokstur á Norðurlandi arhluta síns í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Um orsakir þess að svo illa er komið fyrir ullariðnaðinum segir Heimir að margar samverkandi Félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar hafa samþykkt að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði heimild til verk- fallsboðunar, en í gær voru atkvæði um verkfallsboðun talin á skrifstofu Sjómanna- félagsins á Akureyri. Atkvæði greiddu 79 eða 24,5% af fullgildum félagsmönnum. Sextíu og níu geiddu atkvæði með verkfallsboðun, níu sögðu nei og einn seðill var auður. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannfélagsins, segir að næsta skref í málinu verði formanna- fundur Sjómannasambands íslands, þar sem tekin verður eystra frá áramótum og er sú tala mun hærri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Sigurður Oddson, umdæmistæknifræðingur Vega- gerðar ríkisins á Akureyri í sam- tali við Dag. Af einstökum vcgum má net'na að mokstur í Ólafsfjarðarmúla hefur kostað rúmar 8 milljónir frá áramótum, Öxnadalsheiði tæpar 8 milljónir og svokallaður orsakir komi til, en meginvand- inn sé þó vafalaust sá að Álafoss hf. sé alltof skuldsett fyrirtæki til að geta staðið undir sér, eins og málum er nú komið. EHB ákvörðun um framhaldið. Ekki er búið að tímasetja þann fund. óþh Togarinn Hjörleifur RE 211, sein Sæmundur Árelíusson gerir út frá Siglufírði og leigir af Granda hf., seldi í Grimsby á fímmtudaginn. Salan var ágæt, og fengust 9,5 millónir króna fyrir 66,5 tonn af blönduðum afla. Afli Hjöleifs var að uppistöðu helmingamokstur, þ.e. mokstur sem að kostnaði skiptist milli Vegagerðar ríkisins og sveitarfé- laganna, hefur kostað Vegagerð- ina 14 milljónir króna frá áramót- um. JÓH Akureyri: Heyrðist til lóunnar íbúum í húsi á suðurbrekkunni á Akureyri brá heldur í brún í gær þegar söngur lóunnar barst inn um opinn glugga. Þó ekki sé vorlegt um að litast á Norð- urlandi þessa dagana virðist þó sem vorboðinn Ijúfí sé kominn „að kveða burt snjóinn“. Veðurguðirnir hafa látið mikið að sér kveða á síðustu vikum og því átti heimilisfólk í húsi einu á suðurbrekkunni á Akureyri alls annars von en að heyra söng ló- unnar úti fyrir. í fyrstu taldi fólk að um verulega misheyrn hefði verið að ræða en ekki var um að villast þegar aftur heyrðist til lóunnar. Þá er bara að bíða eftir að snjórinn leggi á flótta undan vorboðanum. JÓH þorskur, 47,5 tonn, meðalverð pr. kg 131,87 pr. kg. Af ýsu voru seld 14,6 tonn fyrir 187,52 kr. pr. kg. Heildarverðmæti aflans var kr. 9.439.228,- Hjörleifur mun verða á veiðum yfir páskana, en aflinn fer í gáma til útflutnings. Næsti túr þar á eft- ir verður að öllum líkindum sölutúr á Þýskaland. EHB Stéttarfélag verksmiðjufólks Akureyri: Samdráttur í ullariðnaði hefur neikvæð áhrif á Iðju Sjómannafélag Eyjagarðar: Heimild til verkfallsboðunar Ágæt sala hjá Hjörleifi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.