Dagur - 03.04.1990, Page 7

Dagur - 03.04.1990, Page 7
I Þriðjudagur 3. apríl 1990 - DAGUR - 7 Auður Hjaltudótlir varð íslandsineistari í vaxtarrækt um hclgina. Auður hefur aðeins stundað vaxtarrækt í 15 mánuði. Mynd: ki Blak: íslandsmótið í vaxtarrækt: Tveir titlar norður - Auður og Anna Birna íslandsmeistarar í sínum flokkum Ef farið er yfir árangur Akur- eyringanna þá urðu þær Auður og Hanna Birna íslandsmeistarar í sínum flokkum eins og fyrr segir, Anna Pétursdóttir varð önnur í -52 kg flokki og Jón Norðfjörð annar í -80 kg flokki. Að auki var Auður í 2. sæti í heildarkeppni kvenna og Anna í 3. sæti. Keppt var í fjórum karlaflokk- um og þremur kvennaflokkum. Kristján Ársælsson frá Reykjavík varð sigurvegari í -70 kg flokki og hann fékk einnig verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna. Gestur Helgason frá Reykjavík sigraði í -80 kg flokki en sá flokkur var rnjög sterkur og fjölmennur að þessu sinni. f -90 kg flokki sigraði Guðmundur Bragason frá Reykjavík eftir harða keppni og hann varð einnig íslandsmeistari í opnum flokki. Loks varð ívar Hauksson frá Reykjavík íslands- meistari í +90 kg flokki. Hjá konunum varð Inga Stein- grímsdóttir úr Reykjavík sigur- vegari í +57 kg flokki og hún sigraði einnig í heildarkeppni kvenna eftir harða keppni við Auði Hjaltadóttur. Óvenju fáir Akureyringar tóku þátt í mótinu að þessu sinni en þeir hafa yfirleitt átt 30-40% af keppendunum á íslandsmótinu. Sem dæmi um hvílíkt stórveldi Akureyri hefur verið í vaxtar- ræktinni á síðustu árum má nefna að eftir mótið í fyrra höfðu Akur- eyringar unnið 43% af öllum titl- um frá upphafi. Reikna má með að það hlutfall raskist eitthvað nú þar sem svo fáir þátttakendur voru frá Akureyri að þessu sinni. Akureyringar náðu ágætum árangri á íslandsmótinu í vaxt- arrækt sem fram fór í Reykja- vík á sunnudaginn. 4 keppend- ur frá Akureyri tóku þátt í mótinu og og kræktu þeir í 2 gullverðlaun og 3 silfurverð- laun. Auður Hjaltadóttir varð ,íslandsmeistari í -52 kg flokki og Hanna Birna Sigurbjörns- dóttir í -57 kg flokki. Auður sigraði sem kunnugt er í keppni í B-flokki fullorðinna sem fram fór á Akureyri fyrir rúmri viku. Friðjón Jónsson reynir hér undirhandarskot að marki KR. Páll Ólafsson er til varnar. Mynd: kl Handknattleikur, 1. deild: Þriðji KA-sigurinn í röð Sigur og tap hjá KA gegn Breiðabliki draumurinn um sæti í úrslitum bikarkeppninnar úr sögunni sögðu til sín hjá KA-liðinu. Þeg- Staða KA-liðsins í 1. deildinni í handknattleik vænkaðist enn um helgina þegar liðið vann sinn þriðja sigur í röð, að þessu sinni gegn KR. Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri og lauk honum með þriggja marka sigri heima- manna, 22:19. Sigurinn var tvímælalaust verðskuldaður en að sama skapi ekki jafn örugg- ur og tölurnar gætu gefið til kynna. KA-liðið byrjaði mjög vel og á tímabili leit jafnvel út fyrir að stórsigur þess væri í uppsiglingu. Liðið náði fljótlega þriggja marka forystu, 4:1, en þá tóku KR-ingar við sér. Munurinn var síðan 3-4 mörk alveg til loka hálf- leiksins en þá kom slæmur katli hjá KA-mönnum sem KR-ingar nýttu sér til að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé, 11:10. KR-ingar skoruðu fyrsta mark- ið í síðari hálfleik en KA-menn náðu forystunni á ný og héldu henni fram í miðjan hálfleikinn en þá jöfnuöu KR-ingar aftur, 16:16. Þá upphófst mikið tauga- stríð sem KÁ-menn unnu, þeir léku skynsamlega síðustu mínút- urnar og uppskáru sigur. Þrátt fyrir sigur er ekki hægt að segja að KA-liðið hafi átt góðan dag. Axel Stefánsson var besti maður liðsins, varði að vísu lítið í fyrri hálfleik en hrökk í gang í þeim seinni og varði þá 10 skot, þar af eitt víti. Pétur Bjarnason átti stórleik í fyrri hálfleik en hvarf algerlega í þeim seinni en þá tók Erlingur Kristjánsson við og dreif liðið áfram með stórgóð- um leik jafnt í sókn sem vörn. KR-liðið var slakt og flaut algerlega á tveimur mönnum, þeim Páli Ólafssyni og Stefáni Kristjánssyni. Varnaleikur liðsins var ótrúlega lélegur framan af leiknum en batnaði þegar á leið. Reyndar var sóknarleikurinn heldur ekki upp á marga fiska framan af sem sést kannski best á því að liðið skoraði aðeins eitt mark fyrstu 12 mínútur leiksins. Páll var yfirburðamaður í liðinu og Stefán skoraði drjúgt en aðrir voru slakir. Dómarar voru Gísli Jóhanns- son og Hafsteinn Ingibergsson og vantaði mikið upp á að þeir réðu við hlutverk sín. Mörk K.A: Erlingur Kristjánsson 7/2, Pétur Bjarnason 5, Friðjón Jónsson 4, Karl Karlsson 3, Jóhannes Bjarnason 2 og Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 1. Mörk KR: Páll Ólafsson 7/1, Stefán Kristjánsson 7/2, Sigurður Sveinsson 2, Konráð Ólafsson 1, Guðmundur Pálnta- son 1 og Þorsteinn Guöjónsson 1. Kvennalið KA í blaki lék um helgina tvo leiki gegn Breiða- bliki, annan í íþróttahúsi Gler- árskóla á föstudagskvöld og hinn í íþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardag. Fyrri leikur- inn var liður í undanúrslitum Bikarkeppninnar í blaki en sá seinni síðasti leikur liðanna í úrslitakeppni 1. deildar. Liðin deildu sigrunum bróðurlega en segja má að KA-liðið hafi unn- ið „vitlausan“ leik því það hafði fyrst og fremst ætlað sér að sigra í bikarleiknum og komast þannig í úrslit. $á leik- ur tapaðist hins vegar en það var bót í máli að sigur vannst í seinni leiknum og var það fyrsti sigur KA á Breiðabliki í vetur. Breiðablik vann fyrstu hrinu í bikarleiknum 15:8 en þá fóru KA-stúlkurnar í gang og unnu næstu tvær, 15:10 og 15:7. KA komst síðan í 12:8 í fjórðu hrin- unni og sigur var í sjónmáli en þá fóru taugarnar að segja til sín, Breiðablik náði að jafna og vinna síðan 16:14. Fimmta hrinan var jöfn framan af en í lokin seig Breiðablik fram úr og sigraði 15:12. KA-liðið hefði allt eins átt sig- ur skilið í þessari viðureign. Reynsluleysið sagði hins vegar til sín, taugarnar þoldu ekki álagið þegar mest á reið og því fór sem fór. Leikurinn á laugardaginn var um margt líkur þeim fyrri. KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 15:12 og 17:15 en Breiðablik vann næstu tvær, 15:5 og 15:11. Þá vaknaði KA-liðið til lífsins á ný og vann sannfærandi sigur í síð- ustu hrinu, 15:7. Enn voru það taugarnar sem ar leikurinn hófst var í raumnni engin pressa á liðinu þar sem leikurinn skipti í sjálfu sér engu máli. Allt gekk því vel framan af en þegar grillti í 3:0 sigur varð pressan of mikil og Breiðablik náði undirtökunum. KA-liðið náði þó að rétta úr kútnum í lok- in og það réði úrslitum. Karitas Jónsdóttir smassar hér yfir netið. Mynd: KL

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.