Dagur - 05.04.1990, Síða 2

Dagur - 05.04.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990 fréttir að svínakjöt sé afar vinsælt fyrir páskana og seljist alltaf mikið af því, auk lambakjötsins eða páskalambsins sívinsæla. Boðið verður upp á þítt lambakjöt. Minna selst af nautakjöti fyrir páskana, en alltaf eru allmargir sem kaupa þjóðarréttinn hangi- kjöt fyrir hátíðina. EHB forðagæslu nr. 31 1973 þar sem tilkynna ber til yðar verði vart við að dýr séu fóðurlaus. Um þetta ræddi ég við yður strax og lokun var framkvæmd þ.e. fimmtudaginn 30. mars, en lokun var framkvæmd á þeim tíma er skrifstofur voru lokaðar, þ.e. síðla dags 29. mars: Að sjálfsögðu mátti það teljast óþarfi að ræða við yður um ástand dýranna með tilliti til fóð- urs þar sem yður var manna best kunnugt um að dýrin höfðu ekk- ert fóður og því bar yður skylda til að grípa til aðgerða strax og þetta var ljóst. Það verður því að teljast hæpin embættisfærsla af yðar hálfu að loka fyrir fóðurframleiðslu vegna loðdýranna þar sem þér eruð einnig ábyrgur fyrir því að dýr séu ekki svelt til bana. Það hefði því verið í það minnsta eðlilegt að þér hefðuð gert viðvart um að lokun stæði til og gefið nokkurn frest til aðgerða þar sem þér hljótið að að vita að í gangi voru og eru aðgerðir sem stefna að því að lagfæra stöðuna hjá bæði loðdýrabændum og fóð- urstöðvum. Hafi yður ekki verið það ljóst bar yður að afla upplýsinga um hver staða þessara mála væri þannig að löglega væri að málum staðið. Ætla ég að allir séu jafnir fyrir lögum, en vænti þess jafnframt að ekki verði tekin upp aðferð Hrafna-Flóka að svelta dýr, enda slíkt ekki til fyrirmyndar talið. Hver útkoman verður á goti í vor verður ekki séð en ástæða er til að ætla að af þessari aðgerð verði verulegt tjón og ábyrgðin sé yðar.“ Akureyri 3. apríl 1990 Ævarr Hjartarson, ráðunautur. Veðurstofa íslands og Póstur og sími: Upplýsingar umveðurínjjum símsvörum í dag 5. apríl 1990 taka Veður- stofa Islands og Póstur og sími sameiginlega í notkun nýja símsvara, þar sem Iandsmönn- um öllum er í sömu símanúm- erum og fyrir sama gjald, boð- ið að velja á milli fimm val- kosta með upplýsingum um veður af ýmsu tagi. Þau símanúmer og þeir val- kostir sem um er að velja eru sent hér segir: 990600 Kynning og allir valkost- ir. 990601 Veður og veöurhorfur fyrir landið í heild. 990602 Veðurspá fyrir einstök spásvæði á landi og miðum. 990603 Veður og veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu. 990604 Veðurlýsing fyrir valdar erlendar veðurstöðvar 990605 Flugveðursskilyrði yfir ís- landi að degi til. í framhaldi af þessari þjón- ustu, verður símsvarinn 17000 tekinn úr notkun. Nýtt framköllunarfyrirtæki tekur til starfa á Akureyri: Enn styttist tíminn og gæðin aukast - Ljósmyndavöruverslun tekur einnig til starfa Kjörbúð KEA Sunnuhlíð: Mikið um að vera fyrir páskana Mikið verður um vörukynning- ar í kjörbúð KEA í Sunnuhlíð næstu daga fyrir páskahátíð- ina, og verður þessari tilbreyt- ingu vafalaust vel tekið af við- skiptavinum. Júlíus Guðmundsson, kjör- búðarstjóri, segir að á morgun; föstudag, komi matreiðslumenn frá Hótel KEA og kynni „páska- lambið," frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Stúlkur úr keppninni unt ungfrú Norðurland bjóða gestum að smakka SFINX konfekt og MS skafís sama dag. Þá munu Samvinnuferðir-Landsýn kynna nýja ferðabæklinginn sinn og sýna gestum myndband um vin- sælustu ferðamannastaðina í ár. Einnig verður Sprite-kynning á föstudag og laugardag. Á miðvikudag fyrir páska mun Kjarnafæði kynna rauðvínslegið lambalæri í versluninni, og stúlk- urnar úr fegurðarsamkeppninni mæta aftur til að kynna konfektið og skafísinn. Auk þess sem hér hefur verið nefnt er forvitnilegt fyrir fólk að kynna sér mörg ágæt vörutilboð sem standa yfir í Sunnuhlíð þessa dagana. Jón Víkingsson sér um kjöt- borðið í Sunnuhlíð. Hann segir „Miðvikudaginn 28. mars 1990 var sett innsigli á húsnæði Fóður- stöðvarinnar á Dalvík ásamt fóð- urflutningabílum. Aðgerð þessi var gerð vegna ógreiddra skatta af launum starfsmanna. Var aðgerð þessi framkvæmd án nokkurs fyrirvara um að slíkt stæði til og án þess að starfsmenn vissu nokkuð um fyrirhugaða að- gerð. Enginn frestur var gefinn til eins eða neins. Það verður að líta svo á að hér sé um mjög alvarlega aðgerð að ræða af hálfu embættis yðar, þar sem vitað er að dýr þau sem hér um ræðir geta ekki verið fóður- laus nema um mjög skamman tíma nú um viðkvæmasta tíma meðgöngutímans. Með lögum um dýravernd nr. 21 1957 er svo kveðið á um að þér séuð skyldugur að grípa inn í ef umráðamenn dýra verða uppvísir að því að vanfóðra eða fara á annan hátt illa nteð dýr. Einnig má benda á lög um Jón Víkingsson við sögina, að sneiða niður myndarlegt svínslæri. IVIargir koma í Sunnuhlíð til að láta saga kjöt fyrir sig á liverjum degi. Mynd: ehu Opið bréf tfl sýslumanns- ins í Eyjafjarðarsýslu Framsóknarmenn á Húsavík: Bjarni og Lilja í efstu sætum Listi framsóknarmanna á Húsavík fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 26. maí nk. var samþykktur á félagsfundi sl. þriðjudagskvöld. Listann skipa eftirtaldir: 1. Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður, 2. Lilja Skarp- héðinsdóttir, ljósmóðir, 3. Svein- björn Lund, vélstjóri, 4. Stefán Haraldsson, tannlæknir, 5. Kristrún Sigtryggsdóttir, hús- móðir, 6. Hafliði Jósteinsson, verslunarmaður, 7. Þórveig Árnadóttir, húsmóðir, 8. Egill Olgeirsson, rafmagnstæknifræð- ingur, 9. Hjördís Árnadóttir, bæjarfulltrúi, 10. Hilmar Þor- valdsson, verslunarstjóri, 11. Sól- veig Þórðardóttir, húsmóðir, 12. Benedikt Kristjánsson, húsa- smiður, 13. Anna Sigrún Mika- elsdóttir, ritari, 14. Aðalsteinn Karlsson, skipstjóri, 15. Karl Hálfdánarson, kaupmaður, Í6. Ingibjörg Magnúsdóttir, blaða- maður, 17. Sigtryggur Alberts- son, hótelstarfsmaður og 18. Tryggvi Finnsson, bæjarfulltrúi. óþh Á undanförnum árum hefur átt sér stað stöðug þróun á sviði lit- framköllunar. Vinnslutíminn hefur alltaf verið að styttast, en því miður hafa gæðin ekki alltaf fylgt þessari öru þróun. Litmynd- ir hafa stundum orðið ntuskuleg- ar, litir óraunverulcgir og þær þolað illa tímanns tönn. Nú er komin á markaðinn enn full- komnari framköllunarvél frá Fuji sem hefur bæði hraðann og gæð- in sem þarf til að ná eins góðum myndum og nútíma tækni á völ á. Ein slík vél er nú komin til Akureyrar og hefur verið stofnað fyrirtækið Myndir hf. um rekstur hennar, ásamt rekstri almennrar Ijósmyndavöruverslanar. Versl- un þessi hefur hlotið nafnið Fuji- búðin og er til húsa í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð þar sem búið er að innrétta frumlega verslun. Móttökustaðir verða víða í bænum og nágrannasveit- arfélögum. Tónlistarskólinn á Akureyri: Eigendur Mynda hf. bræöurnir Haraldur og Birgir Pálssynir við hina nýju framköllunarvél frá Fuji. Fiðlutónleikar í kvöld í kvöld, fimmtudagskvöld verða haldnir einleikstónleikar í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri. Þá mun Helga Steinunn Torfa- dóttir fiðlunemandi við skólann, leika þætti úr einleikssvítu eftir Bach og fiðlukonsert eftir Mozart, lög eftir Josef Suk og Sarasate og Sónötu eftir Jón Nordal. Kristinn Örn Kristinsson mun leika með með Helgu Stein- unni á píanó. Helga hefur stundað fiðlunám við tónlistarskólann síðastliðin 11 ár, en núverandi kennari hennar er Lilja Hjaltadóttir. Tónleikarn- ir hefjast kl. 20.30 í kvöld. Sumir eru eflaust efins um að þessi nýja framköllunarvél sé neitt frábrugðin sambærilegum vélum sem nú eru á markaðnum. Því geta viðskiptavinir nú komið með gamla filmu sem þeim þykir vænt um, en er yfir- eða undirlýst og fengið hana unna í hinum nýju tækjum og séð sjálfir muninn. Leyndarmál þessara gæða felast í því að nýja framköllunarvélin í Fujibúðinni hefur tölvustýrða litaleiðréttingu, þegar eldri vélar hafa handstýrða leiðréttingu sem sjaldan nær sömu gæðum og þessi nýja tækni. Eins og áður er getið er vél þessi framleidd af Fuji sem er eitt stærsta ljósmyndafyrirtæki heims og framleiðir meðal annars hina þekktu Fuji-filmu sem talin er mjög góð og verðið lægra en gengur og gerist. Þá eru einnig framleiddar myndavélar frá Fuji ásamt ýmsu öðru sem snýr að ljósmyndun. I hinni nýju verslun verða einnig fáanlegar þekktar vörur frá Pentax, Cullmann, ásamt sýn- ingar- og myndbandstökuvélum svo eitthvað sé nefnt. Hönnun og útlit verslunarinnar var í höndum Baldvins Björns- sonar hjá Stíl hf. en um smíða- vinnu sáu þeir Gunnar Rúnars- son og Jónas Bergsteinsson. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.