Dagur - 05.04.1990, Page 4

Dagur - 05.04.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, UÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sundlaugin í heimsmetabókina? Dagur greindi frá því á þriðjudag að hinni nýju sundlaug við Glerárskóla á Akureyri yrði lokað á morgun, föstudag, í tæpa viku vegna viðgerða. Þessi frétt hefur að vonum vakið mikla athygli, enda einungis þrjár vikur síðan laug- in var opnuð almenningi en rúmir 70 dagar síðan laugin var formlega tekin í notkun til sundkennslu í skólum. Ljóst er að gripið er til þessarar lokunar nú vegna þess að umtalsverðir hönnunargallar hafa komið í ljós á húsa- kynnum laugarinnar. Samkvæmt frétt Dags er nauðsyn- legt að gera við eða skipta um hurðir að sturtuklefum, þar sem þær eru orðnar mjög þrútnar og engan veginn gerðar til að standast stöðugan vatnsaustur og bleytu. í annan stað þarf að skipta um hluta sturtubúnaðarins, þar sem hann er allt of veigalítill til að þola það álag sem honum er ætlað. Þessar síðustu fréttir af sundlauginni við Glerárskóla eru með eindæmum. Eflaust er góður möguleiki á því að laugin komist í Heimsmetabók Guinnes vegna þess örstutta tíma sem leið frá því að mannvirkið var tekið í notkun og þar til það þurfti talsverðra endurbóta við. í til- vikum sem þessum hljóta að vakna áleitnar spurningar um ábyrgð hönnuða eða þeirra sem réðu því að settar voru upp innréttingar sem engan veginn voru nógu sterkar til að þola það álag sem óneitanlega fylgir starf- semi almennings- og skólasundlaugar. Akureyringa fýsir örugglega að vita hversu mikinn aukakostnað þessar óvæntu endurbætur hafa í för með sér fyrir þá, en þær verða greiddar úr bæjarsjóði, ef að líkum lætur. Saga sundlaugarinnar við Glerárskóla á Akureyri hefur verið samfelld sorgarsaga frá upphafi, eða allt frá því að bæjarstjórn tók þá ákvörðun að byggja laugina haustið 1985. í fyrstu var deilt um stærð laugarinnar og staðsetn- ingu. í þær vangaveltur fór dýrmætur tími og talsvert fjármagn. Þegar bæjaryfirvöld höfðu loks komist að niður- stöðu í málinu hófust byggingaframkvæmdir. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 34 milljónir króna. Framkvæmdirnar voru boðnar út í maí 1987 og átti Híbýli hf. lægsta tilboðið, tæpar 35,7 milljónir króna. Því tilboði var tekið og samkvæmt því átti framkvæmdum að ljúka 1. október sl. Verklokum seinkaði hins vegar um rúma þrjá mánuði vegna gjaldþrots Híbýlis hf. Enn hafa engin svör fengist við því hver endanlegur kostnaður við fram- kvæmdirnar varð - eða öllu heldur verður, því þær lag- færingar sem nú fara fram hljóta að teljast til byggingar- kostnaðar. Annað væri blekking. Fullyrða má að sundlaugin reynist miklum mun dýrari þegar upp verður staðið en nokkurn óraði fyrir í upphafi. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt þegar opinberar fram- kvæmdir eru annars vegar. Bæjarbúar hljóta samt sem áður að krefjast þess að nákvæmar upplýsingar um umframkostnað vegna byggingar sundlaugarinnar í Gler- árhverfi verði lagðar fram hið fyrsta. Þær verða örugglega hin fróðlegasta lesning. Byggingarsaga sundlaugarinnar við Glerárskóla er sem fyrr segir hin mesta sorgarsaga. Hún hlýtur að verða bæjaryfirvöldum á Akureyri þörf áminning um það hvern- ig ekki á að standa að framkvæmdum á vegum bæjarins. Eða eins og máltækið segir: Til þess eru vítin að varast þau. BB. leiklist II - Stælt og stolið - Leikklúbbur VMA Góða Leikklúbbur Verkmenntaskól- ans á Akureyri frumsýndi verkið Góða sálin í Sesúan eft- ir Berthold Brecht í Laugaborg sl. þriðjudagskvöld. Næstu sýningar verða í Laugaborg í kvöld, fimmtudag, og á laugar- dagskvöld. Sýningarnar hefjast kl. 20 og eru sætaferðir frá VMA kl. 19.30. Leikstjóri er Sóley Elíasdóttir, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, en leikendur koma að sjálfsögðu úr röðum nenienda Verkmennta- skólans á Akureyri, nánar tiltek- ið leikklúbbnum Stælt og stolið. Höfundinn, Berthold Brecht, þarf vart að kynna fyrir unnend- um leiklistar. Verk hans búa ætíð yfir ákveðnum boðskap, enda notaði hann skáldskapinn gjarn- an sem vopn. Raunsæi og hvers- dagsleiki einkenna yfirborð verk- anna en beitt spjót stinga upp kollinum. Þetta má sjá í fátækra- hverfinu sem Góða sálin í Sesúan snýst um þar sem hið góða reynir að brjóta sér leið í vondum 3. apríl frumsýndi Leikklúbbur Verkmenntaskólans á Akureyri „Góðu sálina í Sesúan" eftir Bertholt Brecht í Laugaborg. Leikstjóri sýningarinnar er Sóley Elíasdóttir. Brecht er ekki auðtúlkað leik- skáld. Verk hans líta gjarnan út fyrir að vera einfaldleikinn sjálf- ur á ytra borði. Sviðsbúnaður er iðulega fábrotinn og hlutverkin virðast ekki viðamikil. En að baki þessum ytra einfaldleika, eru verk Brechts full boðskapar, sem á ætíð erindi við áhorfand- ann. Skilaboðin og umhugsunar- efnin eru á stundum vafin í hulu fáránleika og skops, en þegar svo tekst til sem skyldi, láta þau leik- húsgestinn ekki í friði. Þau leita á og krefjast yfirvegunar og niður- stöðu. „Góða sálin í Sesúan" lætur ekki mikiö yfir sér á sviðinu í Laugaborg. Umgjörðin er engan veginn stórkostleg. Hún ber jafn- vel svip vanefna og nokkurs kunnáttuleysis. En ef til vill er það við hæfi. Ef til vill er í þessari fábrotnu sviðsmynd réttur bak- grunnur þessa verks, sem gerist í fátækrahverfi, þar sem allt skortir. Jafnvel getur hugsast, að ekki sé unnt að óska sér umhverf- is, sem betur hæfði leikurunum ungu úr Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem fluttu leikinn - reyndar ekki gallalaust, en samt af öryggi og iðulega af styrk og innliíun. Sýningin var á margan hátt áhrifarík. Inntak verksins, vandi hins góða í vondum heimi, komst vel til skila og lét áhorfandann ekki ósnortinn þrátt fyrir ýmsan og eðlilegan viðvaningsbrag. Þar komu til góða vinnubrögð leik- stjórans í hnökralitlum sviðs- hreyfingum og framar öðru mjög skýrri framsögn sern næst allra flytjenda. Flestir, sem í stærri hlutverk- uni voru, skiluðu allgóðri og upp í góðri túlkun á löngum köflum. Þar má nefna systurnar Katrínu og Kolbrúnu Harðardætur, sem fóru mcð hlutverk vændiskon- unnar Sén Te og frændans Sjúí Ta, Þórarinn G. Gunnarsson í hlutverki Vangs, vatnssala, og Leikklúbbur VMA: sálin í Sesúan Gleðikonurnar í uppfærslu VMA á verki Brcchts, Góða sálin í Scsiian. heimi. Það gæti verið fróðlegt að sjá hvernig nemendum VMA tekst að túlka Brecht, en það er ekki hægt öðruvísi en að drífa sig inn í Laugaborg. SS Leikhópurinn Stælt og stolið ásamt leikstjóranum, en stúlkan sú er lengst til vinstri í neðstu röð og heitir Sóley Eliasdóttir. Myndir: KL Sóley Elíasdóttir, leikstjóri. Rósu Rut Þórisdóttur, sem lék Sín, ekkju. Góða spretti áttu líka til dæmis Stefanía Guðmunds- dóttir sem frú Mí Tsy, húseig- andi, Arnar Hrólfsson í ýmsum hlutverkum sínum og Kristján H. Hákonarson, sem flutti lokaorð verksins á áhrifaríkan hátt. Það voru vissulega ýmsir gallar á frumsýningu Leikklúbbs VMA í Laugaborg 3. þessa mánaðar. Þeir varpa þó ekki skugga á þá staðreynd, að uppsetningin er lofsverður árangur mikils og óeigingjarns starfs ungmenn- anna, sem þátt tóku í henni. Félagslíf í skóluni cr mikilvæg- ur þáttur í umhverfi nemenda. Starf að skapandi grein sem leik- listinni auðgar skólastarfið og er frarnar mörgu öðru til þess fallið að auka veg hverrar mennta- stofnunar. Því ætti hún að skipa veglegan sess og njóta sjálfsagðs stuðnings og áhuga jafnt nemenda sem kennara og stjórn- enda. Haukur Ágústsson. Leikið í Laugaborg

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.