Dagur - 05.04.1990, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990
Starfsdeildirnar í Löngumýri 9 og 15 á Akureyri:
Opnir dagar í Dynheiimim
Um næstu helgi stendur mikið til hjá nemend-
um og kennurum við Starfsdeildirnar að
Löngumýri 9 og 15 á Akureyri. Þá verða
haldnir Opnir dagar í Dynheimum, en undan-
farnar vikur og mánuði hefur verið unnið við
undirbúning. Haldin verður myndlistarsýning í
Dynheimum þessa daga, og eru myndirnar til
sölu. Gestum býðst einnig að kaupa kaffi og
kökur, en allur ágóði rennur í ferðasjóð starfs-
deildanna. Ætlunin er að halda til Danmerkur
í vor, nánar tiltekið í heimsókn til skóla í vina-
bæ Akureyrar, Randers. Einnig verður tónlist-
aruppákoma í tengslum við sýninguna, báða
sýningardagana.
Opnir dagar í Dynheimum verða
laugardaginn 7. og sunnudaginn
8. apríl, báða dagana klukkan
14.00 til 18.00. Tónlistaruppá-
koman er klukkan 14.30, báða
sýningardagana, eins og áður
sagði.
Forstöðumaður Löngumýrar-
skólans, Magni Hjálmarsson,
hefur ásamt Sólveigu Baldurs-
dóttur, myndhöggvara, og Krist-
jáni Pétri Sigurðssyni, starfs-
manni og leiðbeinanda, borið
hita og þunga þess að stjórna
undirbúningi fyrir Opnu dagana.
Þau segja að mjög ánægjulegt
hafi verið að starfa með nemend-
um í Löngumýri við þetta verk-
efni, og hafi sú vinna þegar
skilað góðum árangri. En fleiri
leggja hönd á plóginn til að
nemendur í Löngumýri komist í
Danmerkurferðina, því Norræna
félagið á íslandi hefur ákveðið að
veita styrk að upphæð 6.000,-
krónur á hvern nemanda vegna
nemendaskipta, en Danirnir
munu heimsækja þá síðar.
Myndlistin þroskar og
styrkir sjálfsvitundina
Sólveig var fyrst beðin um að lýsa
verkefnum nemendanna. „Þetta
eru margvísleg myndverk, unnin
með teiknun, málun og tússi, en
markmiðið er að auka sjálfsvit-
undina. Þau læra að þekkja sjálf
sig betur og að skynja umhverfið
á nýjan hátt. Allt verkar þetta í
þá átt að þroska þau sem ein-
staklinga.“
- Hvernig finnst þér að vinna
með þessum nemendum?
„Það er mjög gaman og spenn-
andi. Þau eru jákvæð og mér
finnst auðvelt að koma að gagni.
Hér er um sérstætt verkefni að
ræða, finnst mér, en einnig mjög
gefandi.
Mér finnst það mjög einstakl-
ingsbundið hversu mikla tilsögn
þessir nemendur þurfa, en þau
hafa mikið í sér sjálf og eiga ekki
í erfiðleikum með að setjast nið-
ur til að teikna. Þeim virðist það
vera mjög eðlilegt eða náttúru-
legt að tjá sig með myndlist, og
eiga e.t.v. oft auðveldara með
það en margur annar.“
- Hvaða litir eru notaðir?
„í vetur höfum við mest unnið
með tréliti, blýanta ásamt akrýl-
og þekjulitum. Litir og tilfinning-
in fyrir litum er þessum nemend-
um mjög nátengd, þannig að þeir
eiga auðvelt með málun og lita-
meðferð.
í fyrstunni var þeim auðvitað
framandi að vinna með efni eins
og akrýlmálningu, en þau lærðu
að fara með hana og hefur gengið
það vel. Mér finnst litanotkun
þeirra meira vera kominn undir
tilfinningu en skynsemi, hún
kemur eiginlega beint frá hjart-
anu. Þess vegna, meðal annars,
er svo spennandi að vinna með
þeim.
Mótívin eru mismunandi,
stundum hef ég látið þau hafa
sérstök verkefni, en þau hafa líka
fundið sínar eigin fyrirmyndir,"
segir Sólveig.
Sólveig Baldursdóttir, myndhöggv-
ari.
Kristján Pétur Sigurðsson.
Sungið og spilað
í Dynheimum
En fleira verður á dagskrá en
myndlistarsýning í Dynheimum.
Þar verður tónlistarflutningur, og
spjallaði blaðamaður við Kristján
Pétur Sigurðsson um það atriði
og tónlistarfræðsluna í Löngu-
mýri.
„Einu sinni í viku erum við
með tónlistartfma hérna í Löngu-
mýri, og á sýningunni í Dynheim-
um verður bæði sungið og spilað.
Við sömdum heilt tónverk í
tilefni dagsins, og heitir það
„Stormdagur." Það er leikið á
þau hljóðfæri sem eru mest notuð
hér, sílafóna, trommur og tón-
Álfareiðin - mynd unnin sem hópverkefni.
Magni Hjálmarsson, forstöðumað-
ur.
stafi. Þetta er því tónverk fyrir
slagverkshljóðfæri.
Tónlistartímarnir hérna byggj-
ast mikið upp á takti og að kenna
nemendum að skynja takt. Þetta
eru æfingar í að skynja hrynjanda
í tónlist, auk þess sem við syngj-
um mikið, bæði gömul og ný ís-
lensk lög og slagara.
í tónverkinu Stormdegi er þó
enginn söngur. Stormdagur varð
til í kringum litla ritgerð, sent
fjallar um það að dag nokkurn
vaknar fólk í góðu veðri, fuglarn-
ir syngja og allt er stillt. Þá fer að
hvessa og er mikið rok allan dag-
inn, en lægir aftur um kvöldið,
þannig að næsti dagur lofar góðu.
Þetta reynum við að túlka í tón-
list, aðallega með slagverki og
trommum."
Myndir eftir nemendur í Löngumýri.