Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 18.04.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. apríl 1990 - DAGUR - 9 Millwall fallið í 2. deild - Charlton og Luton á leið niður - Aston Villa heldur enn í vonina Á iaugardaginn fyrir páska fór fram heil umferð í deilda- keppninni. Ekki varð sú um- ferð til þess að línur yrðu skýr- ari í 1. og 2. deild, en þó varð Ijóst að Millwall er fallið úr 1. deild. Aston Villa heldur enn í vonina um meistaratitil og á toppi 2. deildar er nú allt kom- ið í hnút. En þá eru það leik- irnir. Liverpool virtist hafa gert út um leik sinn gegn Nottingham For. strax eftir 15 mín. leik. Ronnie Rosenthal skoraði á 14. mín. eftir sendingu John Barnes Úrslit Úrslit í páskavikunni. FA-bikarinn undanúrslit endurtekinn jafnteflisleikur. Manchester Utd.-Oldham 2:1 1. deild Arsenal-Aston Villa 0:1 Charlton-Liverpool 0:4 Q.P.R.-Manchester City 1:3 2. deild Barnslev-Sundcrland 1:0 Hull Ciiy-Blackburn 2:0 Ipswich-Portsmouth 0:1 Plymouth-Leeds Utd. 1:1 Sheffield Utd.-Watford 4:1 Stoke City-Oxford 1:2 Swindon-Brighton 1:2 Wolves-Leicester 5:0 Middlesbrough-Port Vale 2:3 Newcastle-W.B.A. 2:1 West Ham-Bournemouth 4:1 Úrslit á laugardag. 1. deild Aston Villa-Chelsea 1:0 Crystal Palace-Arsenal 1:1 Derby-Millwall 2:0 Liverpool-Nottingham For. 2:2 Luton-Everton 2:2 Manchester City-Sheffield Wed. 2:1 Q.P.R.-Manchester Utd. 1:2 Soulhampton-Charlton 3:2 Tottenliam-Coventry 3:2 Wimbledon-Norwich 1:1 2. deild Oldham-Leeds Utd. 3:1 Barnsley-West Ham 1:1 Bradford-Blackburn 0:1 Brighton-W.B.A. 0:3 Ipswich-Port Vale 3:2 Leicester-Portsmouth 1:1 Plvmouth-Bournemouth 1:0 Sheffield Utd.-Oxford 2:1 Stoke City-Middlesbrough 0:0 Sunderland-Hull City 0:1 Swindon-Watford 2:0 Wolves-Newcastle 0:1 Úrslit á annan í páskum. 1. deild Chelsea-Crystal Palace 3:0 Coventry-Q.P.R. 1:1 Everton-Derby 2:1 Millwall-Tottenham 0:1 Norwich-Manchester City 0:1 Nottliingham For.-Luton 3:0 2. deild Blackburn-Swindon 2:1 Hull City-Wolves 2:0 Leeds Utd.-Sheffield Utd. 4:0 Middlesbrough-Bradford 2:0 Newcastle-Stoke City 3:0 Oxford-Sunderland 0:1 Portsmouth-Brighton 3:0 Port Vale-Oldham 2:0 W.B.A.-Plymouth 0:3 og lagði síðan upp mark fyrir Steve McMahon aðeins mín. síðar. Liverpool hafði yfirburði og Barnes átti skot í slá auk þess sem Stuart Pearce bjargaði á línu frá honum. Þessi óheppni Liver- pool hleypti nýju blóði í leik- ntenn Forest og í síðari hálfleik tókst Steve Hodge að minnka muninn fyrir Forest. Eftir mistök í vörn Liverpool tókst síðan Nig- el Jameson að jafna leikinn fyrir Forest. Lánleysi Liverpool var algert og Pearce bjargaði öðru sinni á línu fyrir Forest, nú frá Ian Rush. Jafntefli og tvö dýrmæt stig hjá Liverpool voru þar með farin í súginn. Á sama tíma tókst Aston Viila að knýja fram erfiðan sigur á heimavelli gegn Chelsea. Eina mark leiksins kom á 15. mín., Gordon Cowans renndi boltan- um í autt markið eftir að Dave Beasant í marki Chelsea hafði varið skot Tony Cascarino, en eftir það komust leikmenn Villa varla fram fyrir miðju. Vörn liðs- ins var þó mjög vel skipulögð og þrátt fyrir þunga sókn Chelsea komust þeir Derek Mountfield og Paul McGrath sjaldnast í vandræði með hina marksæknu sóknarmenn Chelsea og liðið heldur enn í vonina um meistara- titilinn, en til þess verður Liver- pool að misstíga sig á lokasprett- inum. Mjög lélegum fyrri hálfleik í leik Derby og Millwall lauk án marka, en í þeim síðari skánaði leikurinn og endir var bundinn á veru Millwall í 1. deild. Leik- menn Millwall börðust vel, en sköpuðu sér lítil færi og Peter Shilton í marki Derby átti náðug- an dag. Mick Harford náði for- ystu fyrir Derby á 15. mín. síðari hálfleiks með skalla eftir auka- spyrnu og hann skoraði einnig síðara markið með skalla eftir aðra aukaspyrnu. Charlton virðist einnig dæmt til að falla eftir að hafa bjargað sér á ótrúlegan hátt síðustu þrjú árin. Liðið gefst þó aldrei upp og þrátt fyrir að Southampton kæmist í 3:0 munaði minnstu að Charlton tækist að jafna. Neil Ruddock skallaði inn hornspyrnu fyrir Southampton eftir 22 mín. og bætti öðru eins marki við á 34. mín. Aðeins mín. síðar virtist sigurinn í höfn er Rod Wallace komst í gegnum vörn Charlton, renndi fyrir á Jimmy Case sem gat ekki annað en skorað þriðja mark Southampton. Andy Jones skoraði fallegt mark fyrir Charl- ton snemma í síðari hálfleik og Tonny Caton bætti öðru við með langskoti undan sterkuin vindi. I síðustu sókn Charlton í lokin munaði hársbreidd að Robert Lee tækist að jafna fyrir Charlton, en heppnin var ekki með honum. Luton er líklegt til að fylgja Millwall og Charlton niður, liðið þurfti nauðsynlega að sigra Everton á heimavelli og lengi leit út fyrir að það tækist. Ian Dowie náði forystu fyrir Luton á 2. mín. með skalla er hann komst inní sendingu ætlaða markverði Everton. Rétt fyrir hlé skoraði Dowie annað mark sitt eftir send- ingu bakvarðarins Tim Breacker. Tony Cottee lagaði stöðuna fyrir Everton snemma í síðari hálfleik með marki af stuttu færi og Gra- ham Sharp náði að jafna með skalla eftir hornspyrnu Kevin Sheedy. Jafntefli 2:2, en það dug- ir Luton tæplega í fallbaráttunni. Tottenham vann sinn fjórða leik í röð eftir að hafa verið 2:0 undir gegn Coventry. David Smith skoraði fyrra mark Coven- try beint úr hornspyrnu og átti Erik Thorstvedt markvörður Tottenham alla sök á því marki. David Speedie bætti síðan öðru marki Coventry við eftir mistök í vörn Tottenham. Gary Lineker lagaði stöðuna fyrir Tottenham rétt fyrir hlé eftir undirbúning Paul Gascoigne og heimaliðið hrökk í gang. Paul Stewart jafn- aði með glæsilegu skoti á fyrstu mín. síðari hálfleiks og Lineker skoraði sigurmarkið 20 mín. fyrir leikslok nteð skalla. Thorstvedt varði síðan glæsilega góðan skalla frá Speedie undir lokin og tryggði liði sínu sigurinn. Andy Thorn miðvörður Cryst- al Palace var borinn af leikvelli eftir 16 mín. í leik liðsins gegn Arsenal og gæti misst af úrslita- leiknum á Wembley þó í ljós hafi komið að hann er óbrotinn. Pal- ace þurfti að ná stigi úr leiknum til að losna við fallhættu. Arsenal komst þó yfir á 16. mín. með marki Martin Hayes af stuttu færi. Leikmenn Palace börðust vel, gáfust ekki upp og sú barátta bar ávöxt 10 mín. fyrir leikslok er hinn óþreytandi tengiliður þeirra Andy Gray komst í gegnum vörn Arsenal og skoraði á milli fóta John Lukic í marki Arsenal. Pegar 52 mín. voru liðnar af leik Q.P.R. og Man. Utd. og heimaliðið 1:0 yfir, sendi Colin Gibson fyrir mark Q.P.R. en Mark Hughes brenndi af opnu færi. Alex Ferguson tók Hughes strax útaf og eftir snörp orða- skipti þeirra kom Mark Robins inná. 8 mín. síðar hafði Robins jafnað fyrir Utd. óg 6 mín. eftir það hafði hann lagt upp sigur- mark Utd. fyrir Ncil Webb. David Seaman í marki Q.P.R. hafði haldið liði sínu á floti et'tir að Justin Channing hafði náð for- ystu fyrir Q.P.R: á 33. mín. gegn gangi leiksins. Bryan Robson og Paul Ince léku mjög vel fyrir Utd. í leiknum sem nú þarf vart að óttast fall í 2. deild lengur. Sheffield Wed. tapaði gegn Man. City 2:1 og voru leikmenn liðsins ekki á skotskónum, en lið- ið lék vel og enginn betur cn Tre- vor Francis. City náði forystu á 22. mín. með marki Niall Quinn sem nýlega var keyptur frá Arsenal. David Hirst jafnaði fyr- ir Sheffield á 60. ntín. eftir undir- búning Francis, en sigurmark City kom á 77. mín. frá Adrian Heath sem keyptur var frá Aston Villa og var þetta hans fyrsta mark fyrir City. Wimbledon og Norwich gerðu 1:1 jafntcfli, leikmenn Wimble- don börðust eins og Ijón og minnstu munaði að markvöröur þeirra Hans Segers skoraði sigur- mark liðsins úr aukaspyrnu, en lið Norwich er aðeins skugginn af því liöi sem lék svo vel í fyrra. Mark Bowcn kom Norwich yfir 2 mín. fyrir hlé, cn John Fashanu jafnaöi fyrir Wimblcdon með fal- legu skallamarki á 10. ntín. síðari hálfleiks. 2. deild • Nú er allt kornið í hnút í 2. deild og Leeds Utd. og Sheffield Utd. sent liaft hafa góða forystu í vetur eru nú ekki lengur viss um sæti í I. deild að ári. Leeds Utd. tapaði á útivclli á föstudag gegn Oldham 3:1 þar sem Richard Holden skoraði tvö af mörkum Oldham. Leeds Utd. hefur nú jafnmörg stig og Sheffield Utd. og heldur efsta sætinu aðeins á hagstæðari markatölu. • Sheffield Utd. sigraði Oxford heima 2:1 og Newcastle sem nú er óstöövandi sigraði Wolves 1:0 á útivelli ineð marki Kevin Scott. Newcastle viröist ætla að taka annað efsta sætið og Leeds Utd. sem nú virðist heillum horfiðgæti þurft að leika í úrslitakeppninni. • Peter Swan tryggöi Hull City óvæntan sigur á útivelli gegn Sundcrland. • Ðunctin Shearer og Steve White skoruöu mörk Swindon gegn Watford og Swindon hefur enn ekki gefið upp alla von um annaö efsta sætið. • Trcvor Morley jafnaði fyrir West Ham gegn Barnsley. • Blackburn sigraði Bradford með sjálfsmarki Gavin Oliver. • Tonnny Tynan skoráði sigur- mark Plymouth úr vítaspyrnu gegn Bournemouth, cn liðið er í mikilli fallhættu. Þ.L.A. Gary Lineker, Tottenham, er nú markahæstur í 1. deild nteð 25 mörk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.