Dagur - 18.04.1990, Síða 13

Dagur - 18.04.1990, Síða 13
Miðvikudagur 18. apríl 1990 - DAGUR - 13 Minning Valtýr Aðalsteinsson Fæddur 12. september 1905 - Dáinn 6. apríl 1990 Æ, rósin bliknar, hausti hallar að, og handrít vorrar æsku er sölnað blað, ogenginn veit, hvert söngvafuglinn flaug, sem fyrirskömmu Ijóð ígreinum kvað. (Khayyám: Rubaiyát) Þessar fornu Ijóðlínur geta minnt okkur á eilífa hringrás lífsins og þá óumflýjanlegu staðreynd að á eftir björtu vori og sumri haustar að og þá tökum við á móti hvíld- inni miklu með frið í hjarta og þakklæti fyrir liðnar ánægju- stundir. Fyrstu minningar okkar barna- barnanna um afa eru vafalaust heimsóknir okkar til hans og Stefaníu ömmu í Munkaþverár- strætið. Þar var alltað tekið vel á móti okkur og við þurftum ekki að bíða lengi cftir því að annað þeirra brygði sér niður í köldu geymsluna í kjallaranum og kæmi með epli eða jafnvel gos- flösku. Afi var félagslyndur og glað- vær og hafði unun af því að ferð- ast um landið. Hann fór ófáar ferðir með Fcrðafélagi Akureyr- ar og ef einhver fjölskyldna okk- ar brá sér úr bænum þá var afi alltaf tilbúinn að slást í hópinn. Þá þótti honum ómissandi að komast í berjamó allt fram á síð- | ustu ár. Þar naut hann útiverunn- ar og hlakkaði til að fá bláber og rjóma þegar heim kæmi. - Og jafnan var haft á oröi að ekki þyrfti að hreinsa berin hans afa upp úr fötunni. Þegar við litum inn til afa á síð- ari árum stóð hann oft upp frá orgelinu sínu eða bókbands- áhöldunum. Hann undi sér vel við bókbandið og oft spurði hann hvort við ættum ekki einhverjar bækur sem við vildum fá band á. Mestan hluta starfsævi sinnar rak afi saumastofu að Strandgötu II en hann hóf nám í klæðskera- iðn áriö 1926. Við munum óljóst eftir þessari vinnustofu en þegar eldri mcnn spyrja okkur sem yngri erum um ætt og uppruna og við nefnum nafn afa fáum við oft að heyra að hann hafi saumað fyrstu jakkafötin á viðkomandi og hafi þau enst vel og lengi og borið natni og vandvirkni klæð- skerans vitni. Þegar afi hætti rekstri sauma- stofunnar árið 1967 hóf hann störf í herradeild Amaró og vann þar til ársins 1982 og var því orð- inn 77 ára þegar hann dró sig í hlc frá atvinnulífinu. Afi gat sér gott orð og vinsæld- ir jafnt í starfi sem í vinahópi og eiga því vel við hann fornu sann- indi Hávamála: Deyr te. deyja frændur. deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi. hveim er sér góðan getur. Við biðjum afa blessunar og þökkurn honum góðar stundir. Barnabörn. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri: 560 þúsund til kristniboðs Ársreikningur Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri fyrir árið 1989 liggur nú fyrir. Tekjur voru 575.897 kr. Mest af þessu cru gjafir. Félagskonur þakka af alhug þeim sem stutt hafa kristni- boðið og gert félaginu kleift að senda til Kristniboðssambandsins 560.000 kr. Guð launi ykkursam- stöðu og fórnarlund. Þeir sem sjá árangurinn af starfi kristniboðanna okkar í Eþíópíu og Kenýu biöja þá um aö korna að hjálpa sér líka. Það er erfitt að horfa upp á sára and- lega og líkamlega neyð fólksins og sinna henni ekki. Þess vegna vex starfið stöðugt. Það sent kristniboðsfélag kvenna safnaði á sl. ári hefur þegar verið notað í þessi verkcfni. Við viljum einnig bera ykkur þakklæti fólksins í Eþíópíu og Kenýu. Fyrir hönd kristniboðsfélags kvenna, Ingileif Jóhannesd. for- maður Greivöllum 14, Sigríður Freystcinsd. gjaldkeri, Þingvall- arstræti 28, Hanna Stefánsd. rit- ari, Víöilllhdi 24. Fréltatilkynning Kvennalistinn á Akureyri: Lýsir yfir stuðningi við Konur gegn klámi Hópur sem kallar sig Konur gegn klámi stóð fyrir nokkru fyrir aðgerðum til að vekja athygli fólks á því hve auðvelt þaö er á íslandi að nálgast klám á mynd- böndum. Þessar aðgerðir hafa fengið misjafnar viðtökur en of mikið hefur borið á hncykslun fólks, gert hefur verið grín að konunum og málstað þeirra og þær jafnvel ausnar svívirðingum persónulega. Kvennalistinn á Akureyri harmar þessi viðbrögö og lýsir yfir stuðningi sínum við Konur gegn klámi. Það er sann- arlega ekki vanþörf á að vckja íslendinga til umhugsunar um muninn á opinskárri umræðu um kynferðismál og klámi. Klám er mannskemmandi, það kennir mannfyrirlitningu og höfðar til lægstu hvata fólks. Oft er um að ræða ofbeldi, sérstaklega gegn konunt og börnum og getur hver maöur séð hve skaðlegt slíkt efni er, ekki síst ef það er hclsta fræöslan sem unglingar hljóta um kynferðismál eins og stundum vill veröa. Furðulegt er að nokkur ntanncskja skuli taka upp hansk- ann fyrir slíkan sora. Kvennalist- inn á Akureyri hvetur því fólk til aö taka höndum saman viö Kon- ur gegn klárni til að stuðla aö jákvæöum og mannbætandi viö- horfum til kynlífs. Tónleikar að Ýdölum: Bamakór og karlakór syngja saman Karlakórinn Hreimur og Barna- kór Hafralækjarskóla halda tón- leika að Ýdölum í Aðaldal kl. 16 á sumardaginn fyrsta. 19. apríl. Sigmar Ólafsson, skólastjóri í Hafralækjarskóla sagðist ekki vita til að barnakór og karlakór hefðu áður sungið saman á tón- leikum. Þetta væri gert til að skapa fjölbreyttni í tónleikahaldi og svo fælist framtíð karlakórsins að sjálfsögðu í áhuga ungu mann- anna í barnakórnum á kórstarfi. Kórarnir ntunu synga sinn í hvoru lagi og einnig sameigin- lega. Einsöngvarar veröa Baldvin Kr. Baldvinsson og Þórarinn Már Baldursson. Róbert Faulkner er stjórnandi kóranna en undirleik annast Júliet Faulkner. Einnig annast nemendur úr tónlistar- skólanum við Hafralækjarskóla hljóðfæraleik. Karlakórinn Hreimur heldur Dísukórinn í Öngulsstaðahreppi heldur söngskemmtun í Frey- vangi síðasta vetrardag, 18. apríl kl. 18. Kórfélagar eru aðallega úr kirkjukórnum, sem nú er kominn út í allt aðra sálma, en hann hef- ur að undanförnu æft söngskrá af léttara taginu. Þar er að finna bæði erlend lög sent innlend og nokkra texta eftir einn kórfélag- I síöan hátíðatónleika á Húsavík 27. apríl, í tilcfni af 40 ára afmæli I Húsavíkurkaupstaðar. IM ann ásamt einu lagi eftir annan kórfélaga. Auk þessa verða fleiri létt tónlistaratriði á dagskrá og fyrrum sveitungi, og kórfélagi mun flytja pistil. Söngstjóri er Þórdís Karlsdótt- ir en undirleik annast Reynir Schiöth, Birgir Karlsson og Garðar Karlsson. Hljómsveit Rafns Sveinssonar leikur fyrir dansi að söng loknum. Dísukórinn í Öngulsstaðahreppi: Söngskemmtun í Freyvangi .ÁÁp Til félagsmanna f»j Skipstjórafélags Norðlendinga Skipstjórafélag Norölendinga lætur fara fram alls- herjar atkvæöagreiöslu meðal starfandi félags- manna um verkfallsheimild, svo sem kveöiö er á um í félagslögum. Skipstjórafélag Norðlendinga hvetur félaga sína aö greiða atkvæöi sem fyrst. Atkvæöa- greiöslan stendur til 25. apríl í skrifstofu félagsins Skipagötu 14, Akureyri. Stjórnin. Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri 26. maí 1990 rennur út föstudaginn 27. apríl 1990. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 15 til 16 og 23 til 24 á skrifstofu Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar, héraösdómara, aö Hafnarstræti 107, 3. hæö, Akureyri. Tekiö skal fram aö fjöldi meðmælenda meö hverjum lista skal vera 40-80. Akureyri, 17. apríl 1990. YFIRKJÖRSTJÓRN AKUREYRAR, Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Hallur Sigurbjörnsson. Haraldur Sigurðsson. Atvinna • Atvinna • Atvinna FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri auglýsir eftir aöstoðarlæknum til starfa á eftirtöldum deild- um: - Bæklunar- og Slysadeild. - Fæðinga- og Kvensjúkdómadeild. - Handlækningadeild. - Lyflækningadeild. Stööurnar eru lausar frá 1. júlí 1990. Umsóknir skulu sendar til Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15. maí n.k., og gefur hann ásamt yfirlæknum deildanna nánari upplýsingar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Móðir okkar, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Skarðshlíð 11 f, Akureyri, sem andaðist miðvikudaginn 11. apríl verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 20. apríl kl. 13.30. Erla Stefánsdóttir, Gréta Stefánsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, SIGRÚNAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Túngötu 7, Húsavík. Guð blessi ykkur öll. Sigtryggur Sigurjónsson og aðrir vandamenn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.