Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 24.04.1990, Blaðsíða 3
fréffir Þriðjudagur 24. apríl 1990 - DAGUR - 3 7i Menntaskólinn á Akureyri: að auka húsakost um 1800 fennetra Brýnt Allt útlit er fyrir að húsnæðis- áætlun Menntaskólans á Akur- eyri standist og framkvæmdir við nýbyggingu geti hafist vor- ið 1992. Stefnt er að því að taka fyrstu áfangana í notkun 1994-1995. Skólanefnd Akur- eyrar hefur ákveðið að veita fé til undirbúningsvinnu á þessu ári og innanhúsnefnd Mennta- skólans er tekin til starfa. Innanhúsnefnd, skipuð skóla- meistara og fulltrúum skóla- stjórnar, kennara og nemenda, mun gera spár um húsnæðisþörf og tillögur um gerð húsnæðis. Hún mun safna gögnum í vor og fram á sumar. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, skólameistara, er vonast til að gögn nefndarinn- ar liggi fyrir næsta haust. „Við höfum þegar sótt um hönnunarfé til fjárveitingavalds- ins fyrir fjárlög næsta árs. Pað hefur verið sagt að röðin komi að Menntaskólanum eftir að ákveðn- um áfanga við Verkmenntaskól- ann er lokið en ég held að það sé löngu komið að okkur. Sam- kvæmt úttekt sent gerð var í vet- ur hefur enginn skóli færri fcr- metra á hvcrn ncmenda en Menntaskólinn á Akureyri," sagði Jóhann. Að sögn Jóhanns er mjög brýnt að stækka húsakost skólans burtséð frá því hvort nemendum eigi eftir að fjölga eða ekki. því kröfur til skóla hafa aukist mjög. Sem dærni nefndi hann að skól- inn þyrfti væntanlega að leggja einhverjar kennslustofur undir tölvuver og fleira til að uppt'ylla nútímakröfur. Staðsetning eða húsagerð hef- ur ekki verið endanlega ákveðin en Jóhann sagði að hugntyndir um viðbyggingu við Möðruvelli væru enn efst á blaði og er talið að stærð viðbótarhúsnæðis þurfi að vera um 1800 fermetrar til að skólinn geti búið þokkalega næstu 25 árin miðað við sama nemendafjölda. SS Akureyri: Meimtaskóliim kaupir verk eftir Ásmund Sveinsson Menningarmálanefnd Akur- eyrar hefur samþykkt að veita Menntaskólanum á Akureyri 500 þúsund krónur í styrk vegna kaupa á listayerkinu Oðinshrafninum eftir Asmund Sveinsson myndhöggvara. Það er væntanlegt á næstu vikum og mun rísa í stækkaðri mynd á lóð Menntaskólans. Jóhann Sigurjónsson. skóla- meistari MA, sagði að listaverk- inu yrði komið upp fyrir 110 ára afmælishátíð skóians sem haldin verður með veglegum hætti 17. júní næstkomandi. Pann dag verður Óðinshrafninn afhjúpað- ur. Kaupin á listaverkinu eru fjár- ntögnuð með áðurnefndum styrk frá Akureyrarbæ, framlagi úr listskreytingasjóði ríkisins og framlagi úr sérstökum skólasjóði Menntaskólans á Akureyri. „Það á eltir að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu verksins, en það verður gert í samráði við menningarmála- nefnd og fulltrúa frá Ásmundar- sal'ni. Þctta gerist um leið og lóð- in vcrður snjólaus. Þá verður grafið fyrir undirstöðu og hún steypt, þannig að hægt verði að setja verkið upp þegar sautjánd- inn nálgast." sagði Jóhann. SS MEISTARAFELAG BYGGINGAMANNA rvlORÐURLANDI Aðalfundur Breyttur fundartimi Fyrirhuguöum aöalfundi sem halda átti 25. apríl er frestað til 2. maí. Fundurinn veröur haldinn á Hótel Norðurlandi kl. 20.30. Stjórnin. ............... Atvinnutryggingasjóður: 300 miUjónir til Álafoss hf. Samþykkt liefur veriö aö veita Álafossi hf. allt að 300 millj- óna króna lán úr Atvinnu- tryggingasjóði. 200 niilljónir verða veittar með veði í eign- um fyrirtækisins, en allt að 100 milljónir með tryggingum í eignum utan þess. í fyrra var samþykkt að veita Álafossi hf. 200 milljóna króna lán úr Atvinnutryggingasjóði útflutningsgreina. Þegargögn um stöðu fyrirtækisins bárust sjóð- stjórninni þótt hún ekki uppfylla þau skilyröi sem gerð voru lil já- kvæðrar afgreiðslu umsóknarinn- ar. Var lánið því ekki afgreitt í bili. Að sögn Gunnars Hilmarsson- ar, framkvæmdastjóra sjóðsins, blasti allt önnur mynd við eftir að ríkið hafði ákveðið að veita fé til styrktar rekstrinum og samið hafði verið við ýmsa kröfuhafa um skuldbrcytingar, niðurfcli- Alþýðubandalagsmenn á Sauðárkróki hafa birt lista sinn til bæjarstjórnarkosninga í vor. Listinn var samþykktur Hjálpræðisherinn: Biblíunámskeið Biblíunámskeið hefst á Hjálp- ræðishernum á Akureyri í dag þriðjudaginn 24. apríl og stendur til sunnudagsins 29. apríl. Kennarar verða ofurstlt. Guð- finna Jóhannesdóttir og Brig- aderarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson. Efni námskeiðs- ins er ávöxtun andans og bænin. Námskeiðið hefst í kvöld kl. 20 og er öllum opið. Því lýkur síðan með samkomu í sal Hjálpræðis- hersins á sunnudaginn kl. 20. ingu eldri skulda og víkjandi lán. „Uppstokkun. víkjandi lán, yíir- taka á eignum. framlag frá ríkinu og fleirá gcrir að verkum aö unnt var að staðfesta lán að upphæð 200 milljónir, sem áður hafði ver- ið samþykkt að veita." segir Gunnar. Allir vegir í Suður-Þingeyjar- sýslu eru að verða færir en cngar skcmmdir liafa oröiö á þeim enn vegna leysinga í vor. Að sögn Ingólfs Árnasonar hjá Vegagerð ríkisins er mjög gott ef vegfarendur láta vegagerð- armcnn vita af stífluðum ræs- um, rcnnsli yfir veg eða hættu- samhljóða á fundi sl. föstudag. Listinn er skipaður eftirfarandi í þessari röð: Anna Kristín Gunnarsdóttir kennari, Ólafur Arnbjörnsson aðstoðarskólameistari, Karl Bjarnason framleiðslustjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir skrif- stofumaður, Skúli Jóhannsson iðnaðarmaður, Kristbjörn Bjarna- son iðnaðarmaður, Sigurlaug Sveinsdóttir iðnverkamaður, Magnús Ingvarsson trésmiður, Lára Angantýsdóttir verkamað- ur, Lúövík Kemp trésmiður, Guðmundur Jensson íþrótta- kennari, Hrafnhildur Eiðsdóttir nemi, Bragi Skúlason trésmiður, Sólmundur Friðriksson hljómlist- armaður, Jóhann Svavarsson raf- veitustjóri, Hjalti Guðmundsson trésmíðameistari, Sigurlína Árnadóttir iðnverkamaður og Hulda Sigurbjörnsdóttir iðn- verkamaður. kg muni taka stærsta hlutann af þeim 100 milljónum króna sem fyrirtækinu bjóöast að auki í formi víkjandi lána, með trygg- ingar í eignum utan þess. „Það er von okkar og trú að Álafoss muni ná sér út úr erfiöleikunum með þessari afgreiðslu," segir Gunnar Hilmarsson. EHB lcguni skörðum í veg, sem geta vcriö fljót að niyndast á þess- um árstíma. Ingólfur sagði aö það væri lítiö sem tæki af snjónum og því hefðu ekki orðiö miklir vatnavextir þrátt fyrir mikið snjómagn. Eftir því sem lengra liöi fram á, án þess að snjóinn tæki, skapaöist meiri hætta á að skyndilega hlýn- aði með mikilli hláku og tilheyr- andi vatnagangi og látum. Ingólfur sagði að aurbleytu í vegum væri ekki heldur fariö aö gæta, en nú færi að iíða að því að settar yrðu einhverjar þungatak- markanir á vegi. Brýnt væri að ökumenn færu gætilega því vega- skemmdir gætu myndast á skömm- um tíma. IM Ekið á Lödu: Vitni óskast Um helgina var ekið á bifreiö- ina A-10989, sem er Ijósdrapp- lituð Lada station, þar sem hún stóð við Seljahlíð á Akur- eyri. Tjónvaldurinn lét sig hverfa. Afturhurð bifreiðarinnar bíl- stjóramegin er mikið skemnui eftir ákeyrsluna. Atvikið hefur átt sér stað á laugardagskvöld eða sunnudag. Þeir sem geta gef- ið einhverjar upplýsingar um þessa ákeyrslu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við eig- anda bílsins, Óskar Hjaltalín, í síma 27822 eða rannsóknarlög- regluna á Akureyri. SS Sauðárkrókur: Listi Alþýðubandalags Útlit er fyrir að Álafoss hf. Suður-Þingeyjarsýsla: Vegir undan vetri ^mmm—mmmmmm—^^^i^^^^^mmmm^—m—mmmm^^mm^^^m Lr Hestamenn Akureyri og nágrenni! Fundur verður haldinn í Skeifunni fimmtudag- inn 26. apríl kl. 20.30. Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur flytur erindi um sýningar og dóma kynbótahrossa. Almennar umræður. Fræöslunefnd Léttis. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Sími 21635 - Skipagötu 14 Aðalfundu * félagsins verður haldinn f nmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu 4 hæð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar örf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórn F.V.S.A. /--------------------------------N Gæðastjórnunarfélag Norðurlands boðar til fundar „Á LEIÐINNI HEIM" miðviku- daginn 25. maí kl. 17.15 í Háskólanum á Akur- eyri, stofu 16. Félagið verður kynnt og hugað að framtíð þess. Einnig verða stutt erindi um gæðakostnað og hugtök í gæðastjórnun. Að lokum verða umræður um hagnýtingu gæðastjórn- unar í fyrirtækjum. Allir þeir sem hafa áhuga eru hvattir til aÖ mæta. V_________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.