Dagur - 24.04.1990, Page 4

Dagur - 24.04.1990, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 24. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Alvarlegt atvinnu- ástand á Norðurlandi Á undanförnum árum hefur atvinnuástand hér á landi sveiflast nokkuð til eftir árstíðum. Það hefur að jafnaði verið verst í desember og janúar en lagast smám saman eftir því sem komið hefur fram á vorið. Margt bendir nú til þess að þróunin verði önnur í ár. Mun hægar dregur úr atvinnuleysi en vonir stóðu til og má í því sambandi nefna að í síðasta mánuði var atvinnustig á landinu öllu nánast óbreytt frá mánuðinum á undan. Tölurnar tala sínu máli. Um síðustu mánaðamót voru 2,3% vinnufærra manna á atvinnuleysisskrá, sam- kvæmt útreikningum Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Það er um það bil helmingi meira atvinnuleysi en dæmi eru um á þessum árstíma síðustu fimm árin. Af einstökum landsvæðum er atvinnuleysi langmest á Norðurlandi: 4,5% á Norðurlandi vestra og 4,3% á Norðurlandi eystra. Á Norðurland eystra vegur hið gífurlega atvinnuleysi á Akureyri þyngst en þar voru á fjórða hundrað manns á atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót. Ástandið er einnig slæmt á Húsavík, þar sem tæplega 140 manns voru skráðir án atvinnu á sama tíma. Þetta eru ógnvænlegar tölur og hljóta að vera öllum íbúum þessara staða mikið áhyggjuefni. Atvinnuöryggi er forsenda búsetu og þess vegna eru atvinnumálin svo mjög í brenni- depli um þessar mundir. Það er lífsnauðsyn- legt að koma atvinnulífinu á þessum stöðum upp úr þeirri lægð sem það nú er í. Við óbreytt ástand verður ekki unað og ef ekkert verður að gert, mun örugglega bresta á fólksflótti innan tíðar. Hvað Akureyri varðar er atvinnuleysi þar meira en þekkst hefur um áratugaskeið. Það er þess vegna ekkert undarlegt þótt flestir Akureyringar bindi miklar vonir við að nýtt álver verði reist í næsta nágrenni bæjarins. Ástæðan fyrir því að margir bæjarbúar ein- blína svo mjög á álver er einfaldlega sú að þeir sjá ekki aðra nærtækari eða betri lausn á atvinnuvanda héraðsins í náinni íramtíð. Bæjaryfirvöld á Akureyri eiga nokkra sök á hvernig komið er, því sannast sagna hefur frumkvæði þeirra við uppbyggingu atvinnu- lífs á Akureyri verið lítið sem ekkert á yfir- standandi kjörtímabili, þrátt fyrir fögur loforð um hið gagnstæða. BB. Staðsetning álvers - orkuverð - gæði vinnuafls Eins og lýðum er ljóst hafa hlut- aðeigandi aðilar um byggingu álvers lýst yfir vilja sínum fyrir því, að byggja 200 þúsund tonna álver á íslandi. Það koma einkum 3 staðir til greina: Straumsvík, Dysnes og Reyðarfjörður. Ef við lítum fyrst á þjóðarviljann, þá virðist liann vera nokkuð ein- dreginn, eða tveir af hverjum þremur með byggingu álvers á landsbyggðinni skv. nýlegri skoð- anakönnun SKÁÍS. Sé hins vegar litið á afstöðu hinna erlendu aðila gagnvart staðsetningu álvers, kemur í Ijós, að einungis Svíarnir (Gránges) eru mótfallnir stað- setningu utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Grángesmenn álíta það vera eina svæðið hér á landi, þar sem iðnaðarundur á borð við þetta muni ekki líða atgervis- skort. Við skulum láta liggja á milli hluta í liili gæði vinnuaflsins eftir landshlutum og snúa okkur að orkuverðinu. 200 þúsund tonna álver krefst um 350 MW afls. Til samanburð- ar má geta þess, að virkjað vatns- afl frá öllu landinu nemur um 750 MW, þar af nemur afkastageta stórvirkjananna á Suðurlandi um 660 MW eða 88% af heildinni (sjá t.d. skýrslur frá ársfundi Landsvirkjunar 1989). Blöndu- virkjun (150 MW) verður okkar fyrsta stórvirkjun utan jarðelda- og jarðskálftasvæða. Á Fljóts- dalssvæðinu er gífurlega mikið vatnsafl sem er tæknilega nýtan- legt og einnig talið hagkvæmt að virkja (sjá t.d. Orka á íslandi, 1980). Ef ráðist verður í bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar er fyrir- hugað að fyrsti áfangi muni geta skilað 252 MW. Það gæli orðið okkar annað fjöregg utan jarð- virknisvæða. Samanlagt afl frá Blöndu og Fljótsdal niun því geta fullnægt aflþörf fyrirhugaðs álvers og skilað út í kerfið sem nemur tvöfaldri afkastagetu Lax- árvirkjunar að auki. Ef Straumsvík verður fyrir val- inu sem staður fyrir nýtt álver, er hætt við að menn freistist til stækkunar Búrfells (um 100 MW) og jafnvel stórvirkjun skammt norður af Sigöldu hefur verið inni í myndinni. Pað er athyglisvert, að þrátt fyrir kostnaðarsamar undirbúningsframkvæmdir fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar liggur ekki enn fyrir skýrsla um áhættu- Kristján Tryggvason. mat fyrir svæðið. Slík skýrsla er nauðsynleg til ákvörðunar trygg- ingaiðgjalds. í því sambandi má geta þess, að Blönduvirkjun mun hljóta lágt iðgjald vegna lágs áhættumats. En það eru reyndar ekki iðgjöldin sem skipta mestu máli, heldur sú áhætta sent þjóð- in tekur með ákvörðununt um byggð og fjárfestingar í dýrum mannvirkjum. Nú í dag eigum við mikil verðmæti þar sem áhætta getur orðið veruleg. Það flokkast fremur undir raunsæi en svartsýni að áætla, að næsta Suðurlandsskjálftahrina muni hefjast innan 20 ára. í versta falli gætu áhrifin við Búr- fell orðið um eða yfir IX stig á Mercalli kvarða (sem þýðir stór- skemmdir á flestöllum mann- virkjum og breytingar í lands- lagi). Ef litið er á eldgosahætt- una, þá hefur gosið hér á landi ca. 20 sinnum á öld síðustu 10 þúsund árin. Algengast er að gjósi á sprungu og yfirleitt ekki nema einu sinni á sömu sprung- unni. Það væri eflaust tryggara að reisa dýr mannvirki á jarðelda- svæðum, ef hægt væri að treysta því, að gos yrðu einungis innan megineldstöðvanna, en ekki líka utan þeirra. í raun er enginn staður á sjálfum gosbeltunum óhultur fyrir gosi eða hraun- rennsli - einungis spurning um tíma. Athuga verður að há tala verðmæta margfölduð með lítilli tölu um líkur á tjóni, getur órðið að umtalsverðri áhættu og efna- hagslegu áfalli, ef illa fer (sjá t.d. Mat á jarðskjálftahættu, 1984). Ef nýtt álver kemur, mun það fyrst og fremst nýta rafafl frá Blönduvirkjun og Fljótsdals- virkjun. Línulögnin frá Fljóts- dalsvirkjun mun liggja um Akur- eyri og suður um Sprengisand og tengist kerfinu sunnan heiða, óháð því hvar álver verður staðsett. Það er því deginum ljós- ara, að ef álveri verður valinn staður í Straumsvík, verður um meiriháttar ferðalag á aflinu að ræða, áður en áfangastað er náð. Þegar bornir eru saman valkost- irnir Dysnes og Straumsvík kem- ur í Ijós að 220-240 MW afl frá Fljótsdalsvirkjun þarf að fara 300-350 km extra leið til Straums- víkur samanborið við Dysnes. Sömuleiðis þyrftu ein 120-130 MW frá Blönduvirkjun að fara um 100 km lengri Ieið til Straumsvíkur en til Dysness. Það er fyrst og fremst rafork- an, sem við ætlum að selja. Landsmenn allir eiga því heimt- ingu á, að vita hvaða forsendur liggja til grunns við útreikning orkuverðs til komandi álvers. Það er okkur auðvitað fyrir bestu, að hafa muninn á verði útseldrar orku og framleiðslu- verði orkunnar sent mestan okk- ur í hag. Dýr virkjanamannvirki munu greiðast hægar niður en ella, ef farið verður í ferðalag með orkuna um landið þvert og endilangt áður en áfangastað er náð. Staðarvalsákvörðunin er próf- steinn á vilja ríkisstjórnarinnar til að sporna við flótta fólks frá landsbyggðinni. Hér er um að ræða mjög afdrifaríka ákvörðun. Verði Straumsvík fyrir valinu, er hætt við, að endanlega sé búið að fastskorða alla meiriháttar iðn- væðingu á Islandi við eitt svæði. Það gætu því orðið fleiri í frant- tíðinni en bara Skandinavar, sem álíti atgervisflóttann til höfuð- borgarsvæðisins orðinn svo mik- inn, að erfitt sé um vik annars staðar til mciriháttar iðnaðarupp- byggingar. Kristján Tryggvason. Heimildir: - Skýrslur frá adalfundi Landsvirkiunar 198!). - Orka á íslandi, 1980 og 1990. útg. Orkustofnun. - Mat á jarðskjálftahættu, 1984. Höf.: Páll Halldórsson, Ragnar Stefánsson, Svcinbjörn Björnsson og Páll Einars- son. Greinarhöfundur er jarðeðlisfræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti. Handmenntabraut VMA: Sýning á verkum nemenda Handmenntabraut Verk- menntaskólans á Akureyri, gengst fyrir sýningu á verkum nemenda í gamla Húsmæðra- skólanum, miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. apríl n.k. Sýningin er opin frá kl. 13.00- 19.00 báða dagana. Handmenntabraut VMA tók til starfa síðastliðið haust og með þessari sýningu, er verið að gefa Akureyringum og nærsveita- mönnum tækifæri til þess að sjá hvað nememdur brautinnar hafa verið að gera í vetur. Boðið verður upp á veitingar á staðnum, kaffi og vöfflur á vægu verði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.