Dagur - 24.04.1990, Page 5

Dagur - 24.04.1990, Page 5
tónlist Þriðjudagur 24. apríl 1990 - DAGUR - 5 Tónagleði í Ýdölum I Karlakórnum Hrcim eru tæp- lega fimmtíu söngmenn. Raddir þeirra eru agaöar og falla vel saman. Hljómöryggi þeirra er eftirtektarvert og nákvæmni í innkomum og styrkbreytingum í góöu lagi. Afar lítiö er um þaö, að einstaklingar komi fram úr röddunt og blær hinna ýntsu radda kórsins er þéttur og fullur í samsöngnum. Nokkuð ber á t'lárri raddbeit- ingu, þegar einstakar raddir syngja cinar. Þetta kom til dæmis fyrir í sólókafla hjá öðrum tenór. Þá á fyrsti tenór í dálitlum vand- ræöunr með efstu tóna þess sviös, sem honum er ætlað. Þetta hvort tveggjti mætti bæta verulega meö tilsögn í raddbcitingu. Það væri æskilegt, því aö þessu slepptu var fátt í raun aöfinnsluvert nema farið sé út í sparöatíning. Karlakórinn haföi átta lög á söngskrá sinni. Ýntis þeirra voru klöppuð upp og einnig söng kór- inn aukalög. Flutningur laganna var yfirlcitt öruggur og virtist söngstjórinn, Robert Faulkner, hafa góða stjórn á kónrum. Tvö skosk þjóðlög, sem söng- stjórinn, Robert Faulkncr hafði útsctt fallega fyrir karlakór og lágfiölu, vöktu athygli. Baldvin Kr. Baldvinsson söng einsöng í öðru laganna og gerði það vel. A lágliðluna lék Julict Faulkner. Þá tókst vel flutningur á rússneska laginu Lengi grét alda ein. Þar söng Baldvin Kr. Baldvinsson einnig einsöng af smekkvísi. Reyndar var líkt og kórinn héldi aftur af sér í þessu lagi. Kórinn tókst einnig á viö viða- meiri verkefni. Þar má nefna Þér landnemar eftir Sigurð Þórðar- son við ljóð Davíðs Stefánssonar og Förumannaflokkar þeysa eftir Karl O. Runólfsson viö Ijóð Davíðs Stefánssonar. Bæði þessi karlakórsverk flutti kórinn al' þrótti. Nokkuö spillti þvingun í efstu röddum í Þér landnemar og smávægis ónákvæmni í styrk- minnkun í Förumannaflokkar þeysa, þar sem sérstaklega annar bassi fylgdi ckki alveg öðrum röddum á nokkrum stöðum. Skemmtilegt var það, að kór- inn hafði þrettán ára dreng, Þór- arinn Má Baldursson, sem ein- söngvara í laginu Lullu, lullu bía eftir Karl Ó. Runólfsson við Ijóð Davíðs Stefánssonar. Þórarinn söng snyrtilega, en áf heldur litl- um þrótti. Kórinn hafði gott tækifæri til þess að sýna getu sína í því að syngja veikt og samfellt og tókst það vel. Næst á dagskrá tónleikanna í Ýdölum var hljóðfæraleikur. Nokkrir nemendur í Tónlistár- skóla Hafralækjarskóla fluttu tvö lög með aðstoð kennara síns. Juliet Faulkners. Þetta var ánægjulegt innskot og fróðlegt að sjá, hve ágætum árangri tónlistar- skólinn skilar. Þessu næst kom fram barnakór Hafralækjarskóla. Hann á ekki nema nokkurra ára starf að baki. en ikaijgur þess er greinilega góður. Kórinn flutti fimm lög. Söngur lians var afar áheyrilegur og jafn og raddirnar falla almennt vel saman. I barnakórn- unr eru tæplega fjörutíu börn og liðlega þriðjungur piltar. Rúsínan í enda tónleika Karla- kórsins Hreims að þessu sinni var samsöngur karlakórsins og barna- kórsins. Söngstjórjnn. Róbert Faulkner. hafði ýmist útsett lögin, senr flutt voru, að fullu eða aðlagað útsetningarnar þeirri sérstöku flytjendaskipan, sem hér var um að ræða og leyst þessi verk vel af hendi. Sérstaklega hefur tekist vel útsetning á laginu ísland eftir Magnús Þ. Sigmunds- son við texta Margrétar .lónsdótl- ur, þar sem næst að nýta sntekk- lega þann tnismun, sem er á karlakór og barnakór og fella þá saman í vel uppbyggða og stíg- andi hljómræna hcild. Þá var lnífandi blær yfir flutningi kór- anna á Panis angelieus eftir Cesar Frank, sent sungið var á latínu. í einu laganna, Mig dreymdi draum eftir Ed Mae Curdy, var flutning- urinn skreyttur með smekklegum klarinettleik Örlygs Benedikts- sonar, cn hann er nemandi við Tónlistarskóla Hafralækjarskóla. Undirleikari á flygil á tón- leikununt í Ýdölum var Juliet Faulkncr. Hún er stórgóður og afar öruggur undirleikari, sent kann greinilega þá list til hlýtar að fylgja og styðja af smekkvísi og ákveðni. Hún og eiginmaöur hennar, Robert Faulkner, hafa þegar sýnt og sannað á mörgum sviðum, hve ágætlcga fær þau eru um að efla og þróa áfram það tónlistarlíf, sent fyrir hendi var í Aðaldal fyrir komu þcirra. Von- andi nrega héraðsbúar og aðrir njóta starfskrafta þeirra og kunn- áttu lengi enn. Haukur Ágústsson. ^--------------- Aðalfundur Kaupfelags Eyfirðinga verður haldinn í Félagsborg á Gleráreyrum laugard. 28. apríl. Fundurinn hefst kl. 9.30 árdegis. Dagskrá: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. 4. Afgreiðsla á reikningum og tillögum félags- stjórnar. 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs. 6. Erindi deilda. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.