Dagur - 24.04.1990, Síða 11
Þriðjudagur 24. apríl 1990 - DAGUR - 11
f:/\ hér&þar ji
Stjórhjarta piparsveinn
ættleiðir 35 böm
Kojo Odo er einstæður faöir
35 barna. Hann trúir því að
öll börn eigi skiliö að eiga
fjölskyldu og þess vegna hefur
hann ættleitt þessi börn. sem
öll voru talin óættleiðanleg,
þ.e. þar til Kojo kom til sög-
unnar vildi enginn ættleiöa
þau.
Félagsráðgjafi sem l'ylgst
hefur með Kojo og haft millí-
göngu um síöustu ættleiöing-
arnar segisl t'uröa sig á því í
hvert skipti sem hún heim-
sækir fjölskylduna, hvaö þar
er að finna mikla ást og ham-
ingju. Hún segir aö Kojo hafi
tekiö mörg barnanna að sér
án þess aö sjá þau fyrst, því
hann segir að meö því aö eiga
viötöl við börnin sé veriö aö
gera þau að kaupvöru.
Hinn stjórhjartaöi Kojo
ættleiddi fyrst 7 ára dreng fyr-
ir 15 átrum og ætlaöi sér aldrei
aö ættleiöa 34 til viöbótar.
„En ég var alltaf aö heyra af
börnum sem þörfnuöust
heimilis og mér fannst mér
bcra skylda til aö taka þau aö
mér."
Alls 25 barnanna eru ennþá
heima, en l() eru farin aö
heiman, ýmist í skóla eöa
hafa hafið sjálfstætt líf. Átta
barnanna eru andlega van-
heil, en hin voru yfirgefin eöa
illa vanrækt af foreldrum
sínum.
Þar til í scptcmbcr 19S<S
vann Kojo utan heimilisins en
nú lifir hann á styrkjum frá
ríkinu og greiöslum fyrir fyrir-
lestra sem hann heldur af
ýmsum tilefnum.
Fjölskyldan býr í New
York, í 10 svefnherbcrgja
húsi með 6 baðherbergjum.
Vitaskuld þarf heilmikla pen-
inga til að fæða svona stóran
hóp enda þarf aö steikja um
80 hamborgara þegar þeir eru
á boðstólum. Þrátt fyrir fjár-
hagserfiðleika hefur fjölskyld-
unni tekist ágætlega að sjá sér
farborða.
Þeir sem höfðu milligöngu
uni ættleiðingu barnanna
sögöu Kojo aö börnin sem
hann væri aö ættleiða ættu
enga framtíð fyrir sér og
myndu aldrei verða nýtir
þjóðfélagsþegnar. „Nú er
þetta sama fólk agndofa,"
sagði Kojo, enda hafa mörg
þeirra sýnt heldur betur hvað
í þeim býr. Elsta barnið,
Muata sem nú er 29 ára, kom
til Kojo þegar hann var 15 ára
eftir hræöilega barnæsku.
Foreldrar hans voru áfengis-
sjúklingar og honum var
fleygt milli uppeldisstofn-
ana. Þegar hann var 13 ára
strauk hann og fór aö lifa villtu
lífi á götunni en 15 ára ákvað
hann að snúa aftur til eðlilegs
lífs. Kojo bauðst til að taka
hann að sér og hann vinnur nú
við félagsstörf og sem lista-
maður. Hann ætlar bráðlega
að gifta sig. Dæmin eru fleiri
og Kojo segir að svona árang-
ur fái hann til að halda áfram.
Bros á barnsandliti jafnist á
við vítamínsprautu. „Við
erum ein stór fjölskylda og ég
elska þetta.“
Einbýlishús
Bújöró
Viltu skipta á einbýlishúsi og bújörð í
sæmilegu ástandi?
Upplýsingar í síma 41916.
"N
AKUREYRARB/ER
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 26. apríl 1990 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Guðfinna Thorlacius og Sigríður
Stefánsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum
eftir því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
&
Almennt kennaranám
<ENNARA
Ö til B.ED.-prófs
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt
kennaranám við Kennaraháskóla íslands er til 1.
júní nk.
Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og
önnur gögn sem umsækjendur telja að skipti máli.
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eöa önnur próf við
lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfs-
reynsla sem tryggir jafngildan undirbúning.
Stúdentsefni á vori komanda, sem ekki hafa hlotið
prófskírteini, láti fylgja umsókninni staöfestingu frá
viðkomandi framhaldsskóla um rétt þeirra til að
þreyta lokapróf í vor.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum
fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík,
sími 91-688700.
Rektor.
Vinningstölur laugardaginn
21. apríl ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 2.875.468,-
2. 10 58.263.-
3. 4af5 276 3.641.-
4. 3af 5 6.622 354.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
9.682.670.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002