Dagur - 24.04.1990, Síða 14

Dagur - 24.04.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 24. apríl 1990 Bridge Firmakeppni B.A. verður haldin næstu tvo þriðjudaga að Fé- lagsborg kl. 19.30. Spilað verður með einmennings fyrirkomulagi. Allir spilarar velkomnir. Stjórnin. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eigandi Friðrik Friðriksson, föstud. 27. apríl '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Magnús Norðdahl hdl. og íslands- banki hf. Fífilbrekka v/Akureyri, þingl. eigandi Jón T. Sigurðsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Hafnarstræti 18, Akureyri, þingl. eigandi Guðmundur Þorgilsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. ísborg EA-159, Hrísey, þingl. eig- andi Borg hf., föstud. 27. apríl '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Skipagata 14, salur 4. hæð, ofl., Akureyri, þingl. eigandi Byggingar- og sjúkrasj. Einingar ofl., föstud. 27. apríl '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Spónsgerði 5, Akureyri, þingl. eig- andi Marinó Jónsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Ægisgata 26, Akureyri, þingl. eig- andi Matthías Þorbergsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: íslandsbanki. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn I Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Brekkugata 3, efsta h., Akureyri, tal- inn eigandi Pálmi Björnsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar, Óskar Magnússon hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Sveinn Skúlason hdl. Bugðusíða 1, Akureyri, þingl. eig- andi Sjálfsbjörg, föstud. 27. apríl '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, íslandsbanki, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl. og Helgi Sigurðsson hdl. Böggvisstaðir, minkabú íb. hús. ofl., Dalvík, þingl. eigandi þrb. Þorsteinn Aðalsteinsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl. og Hróbjart- ur Jónatansson hdl. Draupnisgata 7 k, Akureyri, talinn eigandi Hliðarfell sf., föstud. 27. apríl '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Hreinn Pálsson hdl. Eyrarlandsvegur 8, n.h., Akureyri, talinn eigandi Stefán Sigurðsson, föstud. 27. apríl ’90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, inn- heimtumaöur ríkissjóðs og Andri Árnason hdl. Fjölnisgata 2 b, hluti II, Akureyri, tal- inn eigandi Hafspil hf., föstud. 27. apríl '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Bæjarsjóður Akur- eyrar, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Ólafur Garðarsson hdl., Iðn- lánasjóöur, Benedikt Ólafsson hdl., innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl., Andri Árnason hdl., og Tómas H. Heiðar. Hafnarstræti 83, 85, Akureyri, talinn eigandi Hótel Stefanía hf., föstud. 27. apríl '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, Bæjar- sjóður Akureyrar og Ingvar Björns- son hdl. Hrísalundur 16 d, Akureyri, talinn eigandi Guðni Jónsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar. Móasíða 4 f, Akureyri, þingl. eig- andi Elspa Elísdóttir, föstud. 27. apríl ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Guðríður Guðmundsdóttir, Ásgeir Thoroddsen hdl., Bæjarsjóður Akur- eyrar, Benedikt Ólafsson hdl., Garðar Briem hdl., og Sigurmar Albertsson hdl. Norðurvegur 25, Hrísey, þingl. eig- andi Stefán Björnsson, föstud. 27. apríl '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Óseyri 1, Akureyri, þingl. eigandi Sjúkra- og styrktarsj. bílstj.f. Valur, föstud. 27. apríl ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Iðnþróunarsjóður. Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eigandi Rán hf., föstud. 27. apríl '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Sigríður Thorlacius hdl., innheimtu- maður ríkissjóðs og Fiskveiðasjóð- ur íslands. Skipagata 14, veitingas. 5. hæð, Akureyri, þingl. eigandi Byggingar- og sjúkrasj. Einingar ofl., föstud. 27. apríl '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hdl. Vallargata 5, Grímsey, þingl. eig- andi Sigurður Bjarnason ofl., föstud. 27. apríl '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Atli Gíslason hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Björn Ólafur Hallgrímsson hdl., Jóhannes Ásgeirsson hdl. Ólafur Birgir Árna- son hdl., Sveinn Skúlason hdl., Gjaldskil s.f. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hdl. og Ólafur Gústafs- son hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Minning ermann Valgeirsson Fæddur 16. október 1912 - Dáinn 15. apríl 1990 í gær, mánudaginn 23. apríl, fór fram frá Akureyrarkirkju útför Hermann Valgeirssonar frá Lönguhlíð. Hann veiktist snögg- lega að heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 11. apríl, var fluttur á sjúkrahúsið og andaðisl þar fjórum sólarhringum síðar, aðfaranótt páskadags. Á síðustu dægrum vetrarins þegar vorið er á næsta leiti með sínar björtu nætur og kviknandi líf í hverju andartaki lauk lífi þessa vinar míns hér á jörð. Fyrr á árum var hann oft fljótur í heimanbúnaði. Líka nú er hann flutti héðan yfir á æðra tilveru- svið. Öll hljótum við að fagna því að hann tekk að kveðja án þcss að heyja langt veikindastríð. Af alhug þökkum við það góðum Guði. Hermann var fæddur í Auð- brekku 16. október 1912 og var því kominn á 78. aldursár er hann andaðist. Foreldrar hans voru Jóhanna Vigfúsdóttir og Valgeir Árnason er síðar bjó lengi í Auðbrekku og ætíð við þann stað kenndur. Ekki átti það fyrir foreldrum Hermanns að liggja að eiga samleið gegnum líf- ið en í Áuðbrekku var hann lengstum fyrstu æviár sín, aðal- lega í umsjá ömmu sinnar og afa, Guðrúnar Jónsdóttur og Árna Jónatanssonar. Um tíu ára aldur kom hann liingað í Stóra-Dun- haga til foreldra minna og dvaldi að mestu hjá þeim allmörg næstu árin. fyrstu minningar mínar um Hermann eru frá þcim tíma. Eru þær næsta óljósar sem vonlegt er, en sú skýrust er hann einhverju sinni bar mig á herðum sér hér um túnið. Ekki veit ég livert tilefnið var, trúlega það eitt að gleðja lítinn snáða sem var að feta fyrstu sporin í lífinu. Margar góðar og glaðar stundir áttum við cftir að eiga saman síðar. Þær verða hvorki taldar né tíundaðar frekar í þessum fáu minningar- orðum. En óneitanlega leitar nú hugurinn til liðins tíma þegar þessi góði vinur minn er horfinn á vit hins ókunna og leiðir skiljast um sinn. Ungur kvæntist Hermann Þur- íði Pétursdóttur lrá Gautlöndum í Mývatnssveit, dóttur Péturs Jónssonar og Sólveigar Péturs- dóttur er þar bjuggu langa hríð. Þura, eins og við kölluðum liana alltaf, reyndist Hermanni traust- ur lífsförunautur alla tíð meðan hennar naut við. Hún var vcl gefin, hægíát, umburðarlynd og vildi öllum gott gera. Var lfka vinsæl og virt af þeim er hana þekktu. Hún andaðist árið 1983 eftir þungbært veikindastríö. Hér í Hörgárdalnum hófst hin eiginlega búskaparsaga þeirra Hermanns og Þuru,.hér áttu þau heima nær samfellt næstu fjóra áratugina og hér var því lífsstarf þeirra að langmestu leyti unnið. Þau bjuggu á ýmsum jörðum cn allmörg síðustu árin í Lönguhlíð og við þann bæ voru þau ætíð kennd síðan. Hcrmann og Þura máttu muna tvenna tímana í búskap sínum. Þau byrjuðu ung og með tvær hendur tómar á kreppuárunum svokölluðu, þegar efnahagsltf þjóðarinnar var hvað erfiðast á þessari öld. Þau liafa áreiöanlega þurft á öllu sínu að halda til aö komast af. En þau spöruðu ekki kraftana, enda var það hvorugu þeirra að skapi. Börnin fóru líka að hjálpa til jafnóðum og þau gátu eitthvað létt undir. En svo leið tíminn, smám saman birti yfir og eftir að fjölskyldan kom í Lönguhlíð gerðist eitt undrið í íslenskri búskaparsögu. Jörðinni, sem komin var í eyði, var á fáum árum, með nýjum byggingum og stórfelldri ræktun, breytt í vildis- jörö eins og hún raunar áður fyrr hafði vcrið. Viö þessa uppbygg- ingu alla naut Hermann í ríicum mæli sona sinna er uppkomnir voru og mcira eða minna í bú- skapnum með honum. Einn þeirra býr þar nú, ágætu búi, ásamt fjölskyldu sinni. Hermann og Þura eignuöust níu börn. Einn dreng misstu þau, en hann fæddist andvana. Hin eru: Pétur Gauti, starfsmaður hjá ísal, kvæntur Guðríði Sveins- dóttur, Árni Steinar, bóndi á Ytri-Bægisá, kvæntur Róslínu Jóhannesdóttur, Sólveig, búsctt á ísafirði, gift Óskari Eggertssyni, rafvirkjameistara. Þóra, búsett á Akureyri, gift Karli Stefánssyni, kennara við Verkmennta- skólann, Kristján Ingi, bóndi í Lönguhlíð, kvæntur Jórunni Sig- tryggsdóttur, Jóhann Steindór, búsettur á Akureyri, starfsmaður hjá Skeljungi h/f, kvæntur liagn- heiði Magnúsdóttur, Þórarinn Dagur, kjötiðnaðarmaöur, búsettur á Akureyri, kvæntur Jónu Jónsdóttur, Anna, fóstra, búsett í Reykjavfk, sambýlis- ■maður liennar er Jóhann Péturs- son, kennari. Einn son cignaðist Hermann utan hjónabandsins. Hann heitir Hreinn Heiðar og veitir nú forstöðu útibúi Lands- bankans á Hvolsvclli. Kona hans er Valdís Þórarinsdóttir. Barna- börnin eru 33 og barnabarna- börnin 9 svo aö ættboginn er nti þegar orðinn æði fjölmennur. Hermann var meðalmaður át hæð og samsvaraði sér vel. fríður í andliti og svipurinn hreinn og einbeittur. Hann var góður verk- maður hvar sem hann tók til hendi, þaulvanur búfjárhirðingu frá blautu barnsbeini, sinnti vel þeim þætti búskaparins og mun Irafa haft góðan arð af skepnum sínum. Ég man frá gamalli tíð að hann hafði mikla ánægju af góð- um reiðhestum en gat víst ekki sinnt slíku eins og hugurinn stóö til. Hann var vel greindur en við- kvæmur, skapmikill og ör í lund. Átti það til að reiöast snögglega ef honurn mislíkaði eða fannst sér misboðið á einhvern hátt. Sást hann þá ekki ætíð fyrir í orð- um né vandaði kveðjurnar. Var þá sama hver í hlut átti. En eins og oft er um þá menn er slíkt skaplyndi hafa hvarf gremjan oft- ast úr huga hans jafn fljótt og hún hafði orðið til. Það var líka fjarri Hermanni að vilja eiga í útistöð- um við einn eða neinn. Til þess var hann alltof félagslyndur og glaðsinna í eðli sínu. Hann naut jjess að eiga gleðistund í góðra vina hópi, naut þess að spjalla um alla heima og geima, rifja upp atburði sem gjarnan voru þá eitthvað spaugilegir eða taka lag- ið því að hann hafði yndi af söng og hafði sjálfur laglega söngrödd. Hann hafðiu líka gott brageyra og gat vel sett saman vísur en lagði sig lítið eftir því. Aftur á móti kunni hann mikið af vel kveðnum tækifærisvísum eftir hina og þessa og hafði sérstaka ánægju af því, einkum nú á síðari árum, að fara með þær og lofa öðrum að njóta þeirra með sér. Árið 1974 fluttu Hermann og Þura frá Lönguhlíð til Akureyr- ar, kcyptu íbúð að Hrafnagils- stræti 34 og áttu þar heima síðan. Næstu árin vann Hcrmann við ýmis störf á Akureyri. Grunar mig aö oft muni hann hafa sakn- að sveitarinnar þó að ég heyrði hann ekki hafa þar um mörg orð. Undrar það víst epgan sem til þekkti. Nokkrum árum eftir flutninginn til Akureyrar varð Hermann að gangast undir skurðaögerð því að fjrlægja þurfti æxli úr höfði hans. Þetta var mikil aögerð og erfið svo að á tímabili var honum vart hugaö líf. Þó sigraði lífið í það sinn en aidrei náöi hann sér eftir þetta. Fann ég það oft, er hann var að rifja upp gamlar minningar eða segja frá cinhverju sem hann hafði lesið, að honum hætti til að fara rangt með og rugkt saman atburðum, því að minnið var ekki cins trútt og áður. Síðustu árin var hann orðinn þungur upp á fótinn og sjónin döpur, þó ald- rei svo að hann gæti ckki litið í bók eöa horft á sjónvarpið sér til ánægju og hugarhægðar. Hér hefur verið fariö fljótt yfir sögu. Það var heldur ekki ætlun mín að segja ævisögu Hermanns Valgeirssonar. Það verður ekki gert í einni blaðagrein. Ævi sér- hvers manns getur líka verið efni í heila bók ef sá heldur á pennan- um er kann til verka. Þá ekki síð- ur en annarra ævi þessa vinar míns, svo margbreytilegt og litr- íkt var líf hans allt. Og nú er Hermann dáinn. Auövitað laut liann þarna lög- máli lífsins rétt eins og viö eigum öll eftir að gera. Að leiðarlokum bið ég algóðan Guð að blessa hann og halda verndarhendi yfir honum um alla eilífð. Það er söknuður í huga mínum en minningin verður ekki frá mér tekin. minningin um tryggan vin og góðan dreng. Arnstcinn Stcfánsson. Birting afmælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.