Dagur - 25.04.1990, Page 1

Dagur - 25.04.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 25. apríl 1990 77. tölublað Bæjarstjórn Akureyrar: Fyrsta sambýlið fyrir aldraða - Bakkahlíð 39 keypt fyrir 13,9 milljónir Alit fyríi" errabudin j ■ HAFNARSTR/ETI 9? 60? AKUREYRI SIMI 9676708 BOX 397 Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær að kaupa húsið Bakkahlíð 39 til nota sem fyrsta sambýlið fyrir aldraða í bænum, fyrir 13,9 milljónir kr. Fram kom að fyrrverandi framkvæmdastjóri öldrunarmála skoðaði mörg hús og kom með hugmynd um kaup á tveimur eignum við Bakkahlíð til öldrun- arráðs. Tilboð voru gerð í húsin, þar sem hentugt þótti að hafa þau nálægt hvort öðru. Aðalfundur ÚA: Stjóra heimilt að auka hlutafé um 100 milljómr - 10 milljónir í uppbót til starfsmanna Á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa í fyrrakvöld var samþykkt að veita stjórn fyrir- tækisins heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um rösk- lega 100 milljónir króna þann- ig að hlutafé þess verði 430 milljónir króna. Fóðurstöðin á Dalvík: Lögð fram beiðni um gjaldþrotaskipti Lögð var fram beiðni um gjaldþrotaskipti Fóðurstöðvar- innar á Dalvík hjá sýslumanns- embættinu í Eyjafjarðarsýslu í gær. Beiðnina lögðu fram fram- kvæmdastjóri Fóðurstöðvarinnar og tveir stjórnarmenn fyrirtækis- ins. Að sögn Arnar Sigfússonar, fulltrúa hjá sýslumannsembætt- inu, verður kveðinn upp úrskurð- ur um beiðnina mjög fljótlega, í dag eða á morgun. óþh Hluthafar í Útgerðarfélagi Akureyringa hafa forkaupsrétt að nýjum hlutabréfum í samræmi við hlutafjáreign sína. Þeir fá fjögurra vikna frest til að nýta forkaupsrétt sinn. Samkvæmt til- lögunni sem samþykkt var í fyrrakvöld verður stjórn ÚA heimilt að selja á almennum markaði þau hlutabréf sem óseld kunna að verða eftir að hluthafar hafa gefið sín svör. A aðalfundinum var einnig samþykkt að greiða starfsmönn- um fyrirtækisins orlofsuppbót að upphæð 10 milljónir króna og er miðað við að starfsmenn í fullu starfi hjá fyrirtækinu á síðasta ári fái röskar 27 þúsund krónur en þeir starfsmenn sem störfuðu hluta úr árinu fá hlutfallslega uppbót miðað við starfstíma. Þessi orlofsuppbót verður greidd út á næstunni. Orlofsuppbót hefur í nokkur skipti verið greidd hjá ÚA, þó ekki í fyrra þar sem afkoma fyrir- tækisins leyfði slíkt ekki. Greiddur verður 3% arður til hluthafa á árinu 1990. JÓH Síðan gerðist ekkert í málinu í langan langan tíma, að sögn Úlf- hildar Rögnvaldsdóttur, fyrr en fulltrúar í öldrunarráði frétta að búið sé að semja um kaup á öðru húsinu við Bakkahlíð. Deildar- stjórinn upplýsti á fundi að tilboð hefðu verið gerð í fjögur hús. Þá hafi ráðið einnig frétt að deildar- stjórinn, sem er 3. maður á fram- boðslista til bæjarstjórnarkosn- inga, hefði leitað eftir íbúða- kaupum af 1. manni á sama lista í þessu skyni. „Ég tel neyðarlegt að málin séu unnin á bakvið öldr- unarráð á þennan hátt," sagði Úifhildur. Áslaug Einarsdóttir tók undir allt sem Úlfhildur upplýsti. Sagði hún öldrunarráð nánast tíma- skekkju, eins og það hefði verið látið vinna á kjörtímabilinu, í meira og minna upplýsingasvelti frá deildarstjórum og fagfólki. EHB * •?> ét * 4 '* fC' '*XZ(*r+**, — * ' * i ~ *•*%>- Afy/ /f 4 4, j' Æ; m . .mm Glóir sól og geislann ber. - Fjörulullur. Mviul: Kl. Kaupfélag Þingeyinga: Hagnaður 11 milljómr í fyrra - rekstrarniðurstaða batnar um 80 milljónir milli ára - aðalfundur 5. maí Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga verður haidinn 5. maí nk. en endanlcgar rckstrarnið- urstöður liðins árs voru lagðar fram á stjórnarfundi sl. laugar- dag. Afkoma allra rekstrar- þátta batnaði á árinu og sumra mjög verulega. Hagnaður af samanlögðum rekstri KÞ og Mjólkursamlags á síðasta ári var tæpar 11 milljónir króna, sem þýðir um það bil 80 millj. króna betri rekstarniðurstöðu en á árinu 1988. Fjármuna- myndum frá rekstri varð 43,8 milljónir og hagnaður af reglu- legri starfsemi 26,4 milljónir. Heildartekjur í samandregnum rekstri KÞ og MSKÞ voru 1479 milljónir króna og er sú aukning um 13,1% frá fyrra ári. Heildar- tekjur í verslunarþættinum voru 776 milljónir og höfðu aukist um 21,9% milli ára. Launakostnaður samtals var 205,4 milljónir, en hafði aðeins hækkað um 5,6% frá fyrra ári. „Þennan rekstrarbata má hik- laust rekja til hins róttæka hag- ræðingarátaks sem gripið var til á miðju síðasta ári, svo og þeirra aðgerða, scm framkvæmdar voru á árinu 1988, en skiluðu ekki full- um árangri þegar á því ári. Rekstrarumhverfi er einnig nokkuð hagstæðara, sérstaklega hvað varðar fjármagnskostnað. Ekki má gleynia elju og dugn- aði starfsfólks né hollustu og samstöðu félagsmanna, en hvort tveggja á vissulega drjúgan hlut í þeim árangri, sem nú er að koma í Ijós. Engu að síður er ljóst, að staða félagsins er enn ekki nógu traust og aðgát því nauðsynleg á öllum sviðum," sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri í sam- tali við Dag. IM Guðmundur Bjarnason og Steingrímur J. Uppbygging stóriðju Sigfússon á samstarfsfundi landshlutasamtaka sveitarfélaga: má ekki skaða landsbyggðina ástand ríkjandi næstu áratugi Samstarfsfundur fulltrúa lands- hlutasamtaka á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi ásamt þinginönnum var hald- inn í Reykjavík á mánudag- inn. Á dagskrá var umræða um áherslur í byggðamálum landshlutanna þriggja, og áhersla lögð á að væntanleg stóriðja verði staðsett utan Faxaflóasvæðsins, jarðgöng á norðanverðum Vestfjörðum verði lögfest í næstu röð sam- göngumannvirkja og að virkj- un í Fljótsdal verði næst í virkjanaröð samhliða Blönduvirkjun. Upphafið að fundinum má rekja til þess að féiagar í LJtverði komu saman á Fljóts- dal. Beindu þeir því til lands- hlutasamtaka á Norður- og Austurlandi að taka höndum saman um Fljótsdalsvirkjun og stóriðju við Eyjafjörð. Fjórð- ungssamband Norðlendinga og Samtök sveitarfélaga á Austur- landi unnu að málinu, og töldu fulltrúar þeirra rétt að Vestfirð- ingar tækju þátt í samstarfs- fundi vegna hugmynda unt stór- fellda jarðgangagerð í fjórð- ungnum. Ákyeðið var að boða til fund- ar 23. apríl. Einar Már Sigurðs- son frá SSA hafði framsögu um stóriðju og virkjanamál, en Kristinn Jónsson, varaformaður Fjórðungssambands Vestfjarða ræddi um jarðgangagerð og samgöngumá! á Vestfjörðum. Allntargir þingmenn mættu á fundinn. Það var samdóma álit þcirra að sýna stuðning við þau þrjú meginmál sem rætt var um, þ.e. stóriðjuna við Eyjafjörð, Fljótsdalsvirkjun og jarðgöng á Vestfjörðum. Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Guðmundur Bjarnason töldu það mikið álitamál hvort það borgaði sig aö reisa stóriöju, þrátt fyrir umræðu um ábata og hagvöxt fyrir þjóðarbúið, ef kaupa ætti þann hagvöxt fyrir það gjald að landið sporðreistist frá byggðalegu sjónarmiði. Hjörleifur Guttormsson tók undir þetta. Varðandi virkjun í Fljótsdal kont fram að hefði iagaákvæði ekki þegar verið sett um virkj- anaröð þá hefði næsti virkjana- kostur orðiö á Suðúrlandi. Jarðgöng á Vestfjörðum komust á vegaáætlun í fyrra úr ncfnd. Fjárframlag til þeirra cr þó ekkcrt á þessari stundu, og lagði fundurinn til að sérstakri fjárveitingu yröi varið til verks- ins sem fyrst. Áskcll Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sagði eftir fundinn að hér væri um að ræða landsbyggðarmál, sem ekki yrðu leyst nema í sölum Alþing- is. „Þessi mál eru nú komin á samstarfsvettvang landshluta- samtakanna, en þau munu leita samstarfs við Vestlendinga og Súnnlendinga. Ljóst er aö þrátt fyrir allt umtal um staðsetningu álvers í Þorlákshöfn cða við Hvalfjörð mun lokaákvörðun standa milli Eyjafjarðar og Reykjaness. Þetta er spurning um hvort tekst að skapa mót- vægi í byggð landsins eða ekki." í bréfi sem fundurinn sendi ríkisstjórninni segir m.a. að úttekt Byggðastofnunar um bú- setuþróun sýni að verði óbreytt munt geigvænleg búsetutilfærsla verða frá landsbyggðinni til höfðuborgarsvæöisins. Nýtt álver muni hafa gífurleg jákvæð áhrif verði það staðsett á lands- byggðinni, um sé að ræða marg- feldisáhrif í heilu byggðarlögun- um og jákvæð áhrif á hagvöxt, þjónustu og vinnumarkað í framtíðinni. Jarðgöng á Vestfjörðum séu brýn vegna tengingar þjónustu- og atvinnusvæða, um leið og tryggt verði að eitt þýðingar- mesta framleiðslubyggðarlag landsins blómgist og leggi fram aukinn skerf til þjóðarbúsins. Þá er stórvirkjun í Fljótsdal undirstaða margvíslegrar upp- byggingar og frantþróunar á Austurlandi. Stóriðja í næsta nágrenni höfuðborgarsvæöisins konti hins vegar því svæði í koll síðar meir. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.