Dagur - 25.04.1990, Síða 4

Dagur - 25.04.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 25. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Útgerðarfélag Akureyringa Flest útgerðar- og fiskvinnskufyrirtæki landsins hafa átt við verulega rekstrarörðugleika að etja síð- ustu árin. Ástæðurnar eru margar en þær veiga- mestu eru eflaust samdráttur í sjávarafla, verðfall á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum, röng geng- isskráning, mikil skuldsetning og þar af leiðandi gífurlegur fjármagnskostnaður og síðast en ekki síst langt og samfellt verðbólgutímabil innanlands. Af þessum sökum hafa mjög mörg útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki barist í bökkum og lapið dauð- ann úr skel mánuðum saman. Önnur hafa rétt úr kútnum af eigin rammleik og enn önnur hafa braggast með dyggilegri aðstoð opinberra sjóða. Þótt meginreglan sé sú að íslensk útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hafi átt í erfiðleikum á undan- förnum árum eru sem betur fer til nokkrar ánægju- legar undantekningar frá þeirri reglu. Útgerðarfé- lag Akureyringa er ein þeirra. Á aðalfundi félags- ins, sem haldinn var í fyrrakvöld, kom fram að hagnaður af rekstri Ú.A. á síðasta ári nam 91,5 millj- ónum króna. Þar kom einnig fram að eiginfjárstaða félagsins batnaði verulega á árinu og nemur raun- hækkun eigin fjár um 12,6% á þessu tólf mánaða tímabili. Það er athyglisvert að skoða hvernig afkoma fyrirtækisins var í fiskvinnslu annars vegar og útgerð hins vegar. Vinnslan var rekin með rösklega 126 milljóna króna hagnaði en skip félagsins með um 35 milljóna króna halla. Hvað togarana varðar vegur þyngst að veiðiheimildir þeirra hafa minnkað verulega síðustu tvö árin og setur það rekstri útgerðarinnar verulegar skorður. Afkoma fisk- vinnslunnar er á hinn bóginn sérlega glæsileg. For- ráðamenn Útgerðarfélags Akureyringa hafa aldrei fylgt því fordæmi kollega sinna að flytja út ferskan fisk í stórum stíl heldur þvert á móti lagt ríka áherslu á að nær allur afli skipa félagsins sé unninn heima fyrir, í eigin fiskvinnslustöðvum. Þessi skynsamlega stefna hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og mættu stjórnendur útgerðarfyrirtækja víða um land taka Útgerðarfélag Akureyringa sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Útgerðarfélag Akureyringa hefur staðið vel af sér þrengingar undanfarinna ára í íslenskum sjávarút- vegi. Það skilaði meira að segja hagnaði á árinu 1988, þegar erfileikar í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja voru hvað mestir, þótt sá hagnaður væri óverulegur. Það segir ef til vill allt sem segja þarf um rekstur Útgerðarfélags Akureyringa á undan- förnum árum að eigið fé fyrirtækisins hefur tvöfald- ast að raungildi frá árinu 1985. Það er sannarlega glæstur árangur á erfiðleikatímum. Afkoma Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári er góð og ljóst að framtíð þessa undirstöðufyrirtæk- is í atvinnulífi Akureyrar og landsins alls er björt. Það er full ástæða til að óska starfsfólki og stjórn- endum Ú.A. til hamingu með þennan árangur. BB. -I kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Lögfræðmgaraunir Borgarbíó sýnir: I.oksins einn saklaus (True Believer). Leikstjóri: Joseph Kuben. Helstu leikendur: James Woods og Robert Downey. Columbia Pictures 1988. Loksins einn saklaus er lögfræð- ingamynd. Hún segir frá lög- fræðingi einum, James Woods, sem getið hefur sér gott orð fyrir störf sín sem helst felast í því að verja dópsala. Þegar sagan hefst hefur sól Woods farið hríðlækk- andi og sjálfsvirðing hans hrað- dvínandi. Hann er á góðri leið með að verða fórnarlamb réttar- ríkisins en hornstein þess er að finna í sálarhúsi lögfræðinga; en tíðum koma brestir í þennan stcin, einkum hjá þeim er fá það hlutskipti að verja glæponana. Woods er einn þessara manna. Hann reynir eftir föngum að kalka í brestina en sálin er að sligast. Hún er því heldur ófögur aðkoman fyrir Robert Downey, unga lögfræðinginn, sem valið hefur að starfa mcð Woods. Lög- fræðistofan er hrörleg og hetjan Jatnes Woods og Robert Downey leika aðalhlutverkin í Loksins einum sak- lausum. sjálf er í þann veginn að ánetjast fíkniefnum. En þá allt í einu kemur upp í hendurnar á þeim félögum mál sem á eftir að fylla Woods eldmóði að nýju; hann fær skjólstæðing sem er saklaus. Loksins einn saklaus er þokka- leg afþreying án þess þó að í neinu sé lagt út á ótroðnar slóðir. Það sem virðist heldur ómerki- legt innan-klíku morð í fyrstu reynist þegar betur er að gáð teygja þræði sína lil æðstu emb- ættismanna. Og auðvitað leysir Woods málið - með smáhjálp frá Downey. Félag dauöu skáldanna Borgarbíó sýnir: Fclag dauóu skáldanna (Dead Poets Society). Leikstjóri: Peter Weir. Helstu leikendur: Kobin Williams, Robert Sean Leonard og Ethan Hawke. Touchstone Pictures 1989. Sögusvið þessarar kvikmyndar Peter Weirs er bandarískur heimavistarskóli fyrir drengi ríka fólksins. Árið er 1959. Ungur enskukennari, John Keating (Robin Williams), er að hefja sitt fyrsta kennslumisseri við skólann. Kennsluaðferðir hans eru í besta falli umdeilanlegar. Séðar í Ijósi einkunnarorða skólans, (sem eru meðal annars agi og hefðir), eru þær hins vegar fáránlegar. Ungir menn eru af sjálfum sér byltingarsinnar. Þeg- ar þetta breytist og unga kynslóð- in verður makráð og sljó, eins og foreldrarnir, er best að biðja guð að hjálpa sér. Spurningin er að hve miklu leyti eldri kynslóðin á að ýta undir breytingaráráttu unglinganna. Keating svarar: „Carpe diem“, njótið dagsins, gerið sem allra mest úr hæfileik- um ykkar, verið þið sjálfir og þá hafið þið afrekað eitthvað, orðið eitthvað í lífinu. En þessi lífs- speki samræmist ekki skólakerfi sem leggur áherslu á aga og hefðir; sem hefur það eitt ntark- mið að undirbúa nemendur sína fyrir nám í Harvard eða Oxford; sem kennir á bókina og vill ekk- ert vita um þankagang nemenda sinna annað en það er tengist bókinni; sem leggst á band for- eldranna við að móta unglinginn í þeirri mynd er fullorðna fólkið vill sjá. Við kennum þeim það sem stendur í bókunum, hitt mun lífið sjá um, segir skólastjórinn. Og þó hann segi það ekki berurn orðum þá er „lífið" lögfræði- stofa, fyrirtækjasamsteypa eða jafnvel bankastjórastóll. Félag dauðu skáldanna er unglingamynd sem á þó raunar miklu meira erindi til fullorð- inna. Stærsti kostur hennar er vafalaust sá að hún vekur upp spurningar og gefur um leið viss- ar forsendur til að hefja umræð- una. Hversu langt á að ganga við að bæla niður sjálfstæðistilfinn- ingar upprennandi kynslóðar? Foreldrar nemandans Neil Perrys (Robert Sean Leonard) hafa löngu ákveðið að hann skuli verða læknir. Sjálfum gafst þeim aldrei tækifæri til að ganga skóla- veginn en hjónin eru staðráðin í að sonur þeirra skuli fá þetta tækifæri, jafnvel þó það kosti fórnir þar sem þau cru ekki sér- lega loðin um lófana. En á móti krefjast foreldrarnir skilyrðis- lausrar hlýðni sonarins. Hann á að vera þeim þakklátur og láta að vilja þeirra. Þau vita hvað honum er fyrir bestu. Um leið kjósa þau að líta framhjá því að hugur drengsins stefnir í þveröfuga átt, hann vill verða leikari. í þessari baráttu sonar og foreldra kristall- ast spurningaleikur kvikmyndar- innar og kennsluaðferðir Keat- ons, sem vissulega eru umdeilan- legar, verða eins og undirspil, ekkert meira. Unt leið og Perry velur sitt skapadægur sjálfur verður ekki annað séð en að kennsluaðferðir Keatons bregðist; meðalið hefur ekki dugað til að ná tilgangi sínum. Flótti Perrys er algjör, hann verður aldrei fær um að gera eitthvað úr hæfileikum sínum. Vissulega eiga foreldrarn- ir bágt en bágast á hann sjálfur sem aldrei á eftir að verða neitt. „Örkin hans Nóa“ skiptir um eigendur: Kappkostum að hafa góða vöru og veita góða þjónustu - segja nýju eigendurnir, hjónin Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir Nýir verslunareigendur hafa tekið við rekstri á Húsgagna- versluninni Örkinni hans Nóa við Ráðhústorg á Akureyri. Það eru hjónin Linda Ragnars- dóttir og Júlíus Snorrason, betur þekktur sem Júlli í Krist- jánsbakaríi. Fjölskylda Júlíus- ar þ.e. faðir og afi ráku bakarí- ið á Akureyri um langt árabil, en Kristján afi hans hóf rekstur með brauðgerð og sölu brauðs árið 1912. - Júlíus. Nú þekkjum við þig betur sem brauðgerðarmann og síðustu 16 árin hefur þú verið rekstrarstjóri Kristjánsbakarís. Hvað kemur til að þú haslar þér nú völl sem eigandi þekktrar hús- gagnaverslunar, Arkarinnar hans Nóa? „Fjölskyldan hefur rekið Krist- jánsbakarí áratugum saman, ég síðast sem rekstrarstjöri. í Krist- jánsbakaríi unnurn við fjórir bræðurnir, Kristján, Birgir, Kjartan og ég. Við urðum ásáttir um að við Kristján gengjum út úr rekstrinum, en Birgir og Kjartan héldu áfram. Allan síðastliðinn vetur var ég á Englandi við enskunám. Fór til Englands að bæta menntunina og víðsýnina. Þegar heim var komið varð eitthvað að taka við. Því ekki verslun með húsgögn? Konan mín og ég keyptum Örkina hans Nóa þegar hún bauðst, af Jóhanni Ingimarssyni og konu hans Guðrúnu Helgadóttur, en þau hafa rekið verslunina í tutt- ugu ár. Reksturinn verður svip- aður. Við kappkostum að hafa góða vöru og veita góða þjón- ustu. Húsgögn í gæðaflokki á góðu verði. Jafnframt hugsum við okkur að vera með listmuni þ.e. málverk, höggmyndir og fleira. Loks ætlum við að auka úrval ljósabúnaðar frá þekktum framleiðendunt. Og við erum opin fyrir öllunt góðum nýjung- um,“ sagði Júlíus Snorrason að endingu. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.