Dagur - 25.04.1990, Page 7
Miðvikudagur 25. apríl 1990 - DAGUR - 7
Nýtt leikherbcrgi á barnadeildinni. Iíins og sjá má eru börnin á ýmsum aldri.
KafTistofa starfsfólks barnadeildarinnar.
fólk mjög ábótavant. Til þess að
vel megi við una þurfa að koma
til tvö einangrunarherbergi,
stærri vökustofa, leikherbergi,
dagstofa fyrir eldri börn sem gæti
verið kennslustofa um leiö, skoð-
unarherbergi, snyrtingar. bað.
skol, geymlsur, stærri vakt, her-
bergi fyrir deildarstjóra og að-
staða fyrir foreldra. Ýmsum
spurningum er enn ósvarað varð-
andi Barnadeild FSA. svo sem
varðandi hlutverk deildarinnar,
húsnæðismál og áform yfirvalda
gangvart henni í framtíðinni.
Heilbrigðisþjónusta
barna og unglinga
á að vera forgangsverkefni
Eftir skoöun og kynningu á
barnadeild FSA, var hlýtt á fyrir-
lestur um mjólk sem Kolbeinn
Guömundsson aðstoðarlæknir
flutti. Því næst var matur í boði
FSA en eftir hádegi var fjallað
um viðhorf og stefnumótun innan
sjúkraþjónustu barna og unlinga,
en þær Halldóra Kristjánsdóttir
formaður deildar barnahjúkrun-
arfræðinga og Alda Halldórsdótt-
ir barnahjúkrunarfræðingur
fluttu þau erindi.
Barnahjúkrunarfræðingar telja
einn málaflokk innan heilbrigðis-
þjónustunnar, þ.e. sjúkraþjón-
ustu barna og unglinga, ekki hafa
náð fótfestu eða vcrið forgangs-
verkefni hjá heilbrigöisyfirvöld-
um. Nú þcgar almenn umræða
snýst um að samfélagið hafi
breyst og lífskjör þrengst, upp-
eldisstörf séu unnin í hjáverkum
hjá ungu fjölskyldunni, þá sé
Ijóst að slík þróun hafi áhrif á
börn og unglinga, því þroski,
uppvöxtur og heilsa sé að miklu
leyti háð þeirri aðstöðu sem börn
búa við.
Á námstefnunni var lögð
áhersla á að hafa áhrif á íslensk
heilbigðisyfirvöld, þannig að við
gerö íslenskrar heilbrigðisáætlun-
ar verði heilbrigðisþjónusta
barna og unglinga eitt af for-
gangsverkefnum á hvcrjum tíma,
bæði hvaö varðar forvarnir,
heilsugæslu og sjúkraþjónustu.
Brýnt þykir að foreldrar og for-
ráðamenn barna og unglinga geti
milliliðalaust átt greiðan aðgang
aö sjúkraþjónustu allan sólar-
hringinn og að upplýsingar um
aðgengi séu öllum Ijós.
Um næstu helgi veröur haldin
ráðstefna barnalækna og barna-
hjúkrunarfræðinga í Rcykjavík,
þar sem fjallað verður um fram-
tíðarskipulag sjúkraþjónustu
barna á íslandi. VG
deild fer í upplýsingasöfnun og
t'ræðslu. Þá ber að hafa í huga að
barni fylgir móðir eða annar að-
standandi. Til að geta metið þarf-
ir og líöan barnsins þarf nána
samvinnu við foreldra/aðstand-
endur og til að ná áætlunum okk-
ar þarf stuðningur náins ættingja,
í flestum tilfellum móður.
Hjúkrunarfræðingar skipta
með sér verkum, vinna kennslu-
og fræðsluáætlun og skipta sjúk-
dómaflokkum á milli sín. Tel ég
þetta hafa gengið afar vel, hægt
hefur verið að hafa samband við
hjúkrunarfræðing eftir heim-
komu ef óöryggi eða spurningar
hafa vaknað og hefur þetta kom-
ið á trausti og góðum kynnum
milli einstaklinga.
Fyrir utan að fræða barn og
aðstandendur hefur verið unnið
með umhverfinu, þ.e. skólafélög-
um og kennurum og samvinna
tekin upp við skólahjúkrunar-
fræðing.
Undirbúningur fyrir rannsókn-
ir, aðgerðir og fleira er í höndum
hjúkrunarfræðinga, notaðar eru
myndir, áhöld sem nota á, brúð-
ur o.fl. og eru aðstandendur
hafðir með í undirbúningnum og
jafnframt hvattir til að fylgja
barni sínu í hinar ýmsu rann-
sóknir.
Með auknum undirbúningi fyr-
ir aðgerðir hefur sýnt sig að draga
má úr lyfjagjöf fyrir aðgerðir. Til
gamans má geta þess að hjúkrun-
arlið á barnadeild FSA í sam-
vinnu við fræðslustjóra FSA hcf-
ur skipulagt heimsóknir barna af
leikskólum á Akureyri. Börnun-
um 6-8 í hóp er fylgt um sjúkra-
húsið, þau koma við á röntgen-
deild og rannsókn, skoða og fá
upplýsingar unt barnadeildina.
Þá er sett upp sýnikennsla með
dúkku sem er veik. Þctta vekur
mikla ánægju og fáum við sem
þakklæti margar skemmtilegar
myndir sem þau gera af heim-
sókninni. Tilgangur ferðarinnar
er að draga úr sjúkrahúsótta, en
á hverjum degi fá börnin tíma
með fóstru þar sem þau tjá sig í
leik og starfi. Þau teikna, leira og
losnar þá oft um spennu og
hræðslu sem í þeim býr. Kemur
það í veg fyrir að þau útskrifist
ineð innibyrgðar tilfinningar sem
fá útrás eftir heimkomu.
Foreldrum er heimilt að dvelja
hjá börnum sínum að vild og er
oft þröngt á þingi þegar foreldrar
verða jafnmargir börnunum,
jafnve! fleiri. Reynt er að útbúa
svefnstæði við rúm barnsins þeg-
ar þess gerist þörf; barn á brjósti
eða foreldri fjarri heimili. Enginn
í dag dregur í efa ágæti þess fyrir
móður og barn að vera saman.
Hjúkrun - görgæsla fyrirbura/
nýbura krefst mikils öryggis,
samviskusemi og samvinnu. Þar
þarf bæði að koma til þekking á
lífinu, lífeðlisfræðinni og tækn-
inni. Öndunarvél er til staðar,
fylgst er með öndun, púls, línu-
riti, súrefnismettun í blóði, litar-
hætti, lyfjagjöfum og næringu.
Hlúð er að móður/föður og þörf-
um þeirra og þau upplýst um allt
er við kemur barni þeirra.
Það er ósk mín að í framtíðinni
þurfi sern fæst börn að leggjast
inn á sjúkrahús. Foreldrar fái
aukna fræðslu um forvarnir og
heilbrigt líferni, heimahlynning
verði aukin, dagdeildarþjónusta
og aðstaða fyrir foreldra sem
koma langt að bætt og þeim gert
auðvelt að hafa barn sitt hjá sér.
Einnig þarf að bæta tryggingar-
kerfi svo foreldrar geti vcitt sjúku
barni sínu sem besta umönnun.
En aldrei verður hægt að koma
í veg fyrir sjúkdóma og innlagnir
og þau börn sem þurfa á sjúkra-
hússvistun að halda eiga kröfu
um bætta aðstöðu. Enn þann dag
í dag hefur engin barnadeild ver-
ið byggð með þarfir barna í huga,
en vonandi rætist fljótlega úr
því.“
Sjómenn!
Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður
haldinn föstudaginn 27. apríl n.k. að Skipagötu
14, 4. hæð og hefst kl. 11.00 f.h.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
3. Endurskoðun á reglugerð sjúkrasjóðs félagsins.
4. Matarhlé.
5. Umræður um kaup á öðru sumarhúsi.
6. Önnur mál.
Stjórnin.
Útskriftarnemar
V.M.A. 1989
Nú höldum við upp á eins árs útskrift í Sjallanum 25.
maí n.k. með borðhaldi o.fl.
Áríöandi fundur á Eyrarlandsholti fimmtudaginn 26.
apríl kl. 20.00.
Athugið þetta á ekki einungis við stúdenta heldur alla
útskriftarnema.
Nánari upplýsingar gefur Ólöf í síma 27586 frá kl.
09.00-18.00.
Mætum öll.
's____________________________________-J
Framsóknarfólk
Húsavík
Umræðufundir um mótun stefnuskrár B - listans
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavík verða
haldnir í Garðari sem hér segir:
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30.
íþrótta- og æskulýðsmál.
Heilbrigðis- og félagsmál.
Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30.
Umhverfis- og skipulagsmál.
Hafnarmál.
Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.30.
Skólamál.
Menningarmál.
Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30.
Atvinnumál.
Fjölmennum. Frambjóðendur!
Félag verslunar-
og skrifstofufólks, Akureyri
Stmi 21635 - Skipagötu 14
SUMARHÚS
til leigu fyrir félaga verslunar- og skrifstofufólks
Akureyri og nágrenni.
Félagið hefur til umráða hús á eftirtöldum stöðum;
lllugastaðir, Aðaldalur, Skógarsel í Vaglaskógi, Bjark-
arlundur í Vaglaskógi, Ölfusborgir, Grímsnes, íbúð
í Reykjavík og íbúð á Egilsstöðum.
Þeir sem aldrei hafa verið áður ganga fyrir.
Eyðublöð og upplýsingar á skrifstofu félagsins Skipa-
götu 14, sími 21635.
Umsóknarfrestur er til 4. maí 1990.
Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma.
Leiga á íbúðum er kr. 7.000,-
Leiga lllugastaðir og Ölfusborgir kr. 7.000,-
Leiga Skógarsel, Grímsnes, Bjarkarlundur og Aðal-
dalur kr. 6.000.-
F.V.S.A.