Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 25.04.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 25. apríl 1990 myndosögur dogs ÁRLANP Allt í lagi! Ég viðurkenni það!... Ég hafði rangt fyrir mér!... Ég skal aldrei framar fara fram á að þú klæðist heimskulegurr hundafötum! ______^rPr,. ANPRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR Hver dirfist 1 að kalla I Matty Rubin fífl? EngtAn óviðkomandi er 1 leyfilegt að vera hér eftir .lokun. Síst af öllu ('einhverjum sem truflar ,.svo komdu þér í | burtu fíflið þitt ...nemal þú viljir vandræði... iV Já, Ronnie! Gefðu honum- Tveir og hálfur gegn einum... en Matty bíður ekki eftir að dýratemjarinn fari að fyrirmælum dvergsins... # Óvænt úrslit? Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að fyrir dyrum stendur eina ferðina enn Júróvisjón-söngva- keppni. Að þessu sinni fara ósköpin fram í Zagreb í Júgóslavíu. Landinn hefur titii að verja því þeir félag- arnir Daníel og Valgeir Guð- jóns. nældu sér eftirminni- lega í neðsta sætið í fyrra. Því miður virðist fátt benda til þess að takist að verja heiðurssætið, ef marka má viðbrögð Júróvisjón-sér- fræðinga úti í hinum stóra heimi. Öllum á óvart telja ýmsir teikn á lofti um að skagfirska sveiflan Eitt lag enn eigi bara eftir að gera það gott á sviðinu í Zagreb. # Arbetetspáir í spilin S&S hefur undir höndum eintak af Arbetet, málgagni sænska forsætisráðherrans Ingvars Carlsons, frá því á miðvikudag í siðustu viku. Þar er birt ítarleg úttekt á Júróvisjón-keppninni í ár og lögunum gefin einkunn. Meðal annars er birt viðtal við Mikael nokkurn Wendt, sem blaðið segir að hafi spáð rétt fyrir um efstu lög í keppninni frá árinu 1974, þegar sænska hljómsveitin ABBA sigraði svo eftir- minnilega. Wendt lætur þess getið að við fyrstu hlustun séu lögin í keppn- inni í ár ekki mjög spenn- andi, en almennt vinni þau á við nánari hlustun. Að hans sögn eru tvö lög líkleg til að tryggja sér flest atkvæði dómnefndanna, framlag Frakka og ítala. # Senuþjóf- urinn í ár Blaðamaður Arbetet spáir einnig í spilin og telur lík- legt eins og áðurnefndur Wendt að ítalir og Frakkar biandi sér í baráttuna um sigur. En blaðamaðurinn nefnir þrjú önnur lönd til sögunnar, nefnilega Sviss, Danmörk og ISLAND. Eitt- hvað hefur kynning á Einu lagi enn farið fyrir ofan garð og neðan því að textahöf- undarins, Aðalsteins Ás- bergs Sigurðssonar, er að- eins getið, en eins og kunn- ugt er á Sauðkrækingurinn Hörður G. Ólafsson allan heiður af laglínunni. Lag Harðar verður númer átta á sviðinu í Zagreb og lætur blaðamaður Arbetet þess getið að eftir sjö heldur þunglamaleg lög komi ís- land með hressilegt lag, í hressilegum flutningi þeirra Siggu og Grétars. Blaða- maðurinn minnir á að Júgó- slavar hafi sigrað í keppn- inni í fyrra með ekki ósvip- aðri formúlu og því megi með sanni segja að ís- lenska lagið geti hæglega orðið senuþjófurinn í ár. dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Miðvikudagur 25. apríl 17.50 Síðasta risaeðlan. (Denver, the Last Dinosaur). Bandarískur teiknimyndaflokkur um risa- eðlu og vini hennar. 18.20 Sögur uxans. (Ox Tales). Lokaþáttur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Umboðsmaðurinn (7). (The Fameous Teddy Z.) Bandariskur gamanmyndaflokkur. 19.50 Teiknimynd um félagana Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evr- ópu 1990. Kynning á lögum frá íslandi, Noregi, ísrael og Danmörku. 20.50 Grænir fingur. Fyrsti þáttur. Flestum er eflaust í fersku minni þáttaröð í umsjón Hafsteins Hafliðasonar garð- yrkjusérfræðings. í sumar verða þessir þættir aftur vikulega á skjánum. 21.15 Aldingarður Allah. (The Garden of Allah). Bandarísk bíómynd frá árinu 1936. Ung kona á ferð í Alsír hittir þar fyrir upp- gjafa munk og eiga leiðir þeirra eftii að liggja saman. 22.35 Fólkið í landinu. Við erum öll ein stór fjölskylda. Sveinn Einarsson, dagskrárritstjóri, ræðir við forseta íslands Vigdísi Finnbogadótt- ur. Endursýning frá laugardeginum 14. apríl 1990. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 25. apríl 15.10 Sporlaust. (Without A Trace.) Það er ósköp venjulegur morgunn hjá Selky mæðginunum þegar hinn sex ára gamli Alex veifar mömmu sinni og heldur af stað í skólann. Þegar móðir hans, sem er háskólaprófessor í ensku, kemur heim að loknum vinnudegi bíður hún þess að Alex komi heim. En hann kemur ekki. Aðalhlutverk: Kate Nelligan, Judd Hirsch, David Dukes og Stockard Channing. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Fimm félagar. (Famous Five.) 18.15 Klementína. 18.40 Veröld - Sagan í sjónvarpi. (The World - A Television History.) 19.19 19:19. 20.30 Af bæ í borg. 21.00 Á besta aldri. 21.40 Bjargvætturinn. (Equalizer.) 22.30 Michael Aspel. 23.10 Ránið á Kari Swenson. (Abduction of Kari Swenson.) Þetta er sannsöguleg mynd um skíðakon- una leiknu, Kari Swenson. Henni var rænt af fjallamönnum árið 1984 þegar hún var ein að æfa sig í óbyggðum Montanafjalla. Aðalhlutverk: Joe Don Baker, M. Emmet Walsh, Ronny Cox og Michael Bowen. Stranglega bönnuð börnum. 00.45 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 25. apríl 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Randver Þorláksson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar •laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Þórarinn Eldjárn talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Krakkarnir við Laugaveginn" eftir Ingibjörgu Þorbergs. Höfundur les (9). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: María Björk Ingvadóttir. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum. Erna Indriðadóttir skyggnist í bókaskáp Bjarna Guðleifssonar. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Réttindi sjúklinga. Þriðji þáttur. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Spaðadrottningin" eftir Helle Stangerup. Sverrir Hólmarsson les (16). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni. Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Richard Strauss. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Fiskvinnsluskólinn. 21.30 íslenskir einsöngvarar. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 íslensk þjóðmenning. Lokaþáttur: Þjóðleg menning og alþjóð- legir straumar. 23.10 Nátthrafnaþing. Umsjón: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 25. apríl 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Haröardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. Þarfaþing kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrín Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Gæludýrainnskot Jóhönnu Harðardótt- ur. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.00 íþróttarásin. Fylgst með og sagðar fréttir af íþróttavið- burðum hér á landi og erlendis. 22.07 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturvakt á báöum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Raymond Douglas Davis og hljóm- sveit hans. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Ljúflingslög. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á þjóðlegum nótum. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 25. apríl 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 25. apríl 17.00-19.00 Tími tækifæranna á sínum stað kl. 17.30. Þáttur fyrir þá sem þurfa að selja eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.