Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sameigiiileg baráttu- mál þriggja landshluta Fulltrúar landshlutasamtakanna á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum héldu samstarfsfund í byrjun þessarar viku til að ræða áherslur í byggða- málum landshlutanna þriggja. Á fundinn mættu einnig þingmenn þessara landshluta. Á fundinum kom fram eindreginn vilji til að vinna sameiginlega að stærstu hagsmunamálum landshlutanna þriggja í byggðamálum. Á fundinum voru þrjú atriði sér- staklega nefnd í því sambandi: Gerð jarðganga milli byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum, stórvirkjun í Fljótsdal í samræmi við ákvörðun Alþingis um virkjanaröð og bygging álvers við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Ljóst er að ef stjórnvöld tækju um það ákvörðun á næstu vikum að ráðast í þessar þrjár stórfram- kvæmdir í náinni framtíð, myndu þær marka upphaf nýs tíma í byggðamálum hér á landi. Með jarðgöng- um á norðanverðum Vestfjörðum myndi skapast þar stórt og samfellt þjónustu- og atvinnusvæði. Slík bylting í samgöngumálum Vestfirðinga myndi binda enda á langt byggðaröskunartímabil þessa byggðarlags og leggja grunninn að nýju framfara- skeiði þar vestra. Stórvirkjun í Fljótsdal yrði á sama hátt mikil lyftistöng fyrir Austurland og undirstaða margs konar uppbyggingar og framþróunar þar. Það þarf heldur ekki að fjölyrða um áhrif þess á byggðaþróun í landinu að velja nýju álveri stað við Eyjafjörð. Slíkt stórfyrirtæki myndi valda straum- hvörfum í atvinnumálum héraðsins, en hefði auk þess margfeldisáhrif langt út fyrir Eyjafjarðarsvæð- ið, meðal annars veruleg áhrif á höfuðborgarsvæð- inu. Tveir þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra, ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Steingrímur J. Sigfússon, létu á fundinum í ljós þá skoðun sína að það væri mikið álitamál hvort borgaði sig að reisa stóriðju, þrátt fyrir umræðu um ábata og hag- vöxt fyrir þjóðarbúið, ef kaupa ætti þann hagvöxt fyrir það gjald að landið sporðreistist í byggðalegu tilliti. Formenn landshlutasamtakanna þriggja eru sama sinnis, því í bréfi sem þeir sendu ríkisstjórn- inni eftir fundinn segir orðrétt: „Það er ekkert sem réttlætir uppbyggingu stóriðju á íslandi, þrátt fyrir að iðjuverið leiði til aukins hagvaxtar, ef öðrum meginhagsmunum þjóðarbúsins er jafnhliða stefnt í hættu." Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera öll- um þingmönnum þjóðarinnar verðugt umhugsun- arefni. Það er ánægjulegt að forsvarsmenn landshluta- samtakanna þriggja, Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða, skuli hafa ákveðið að snúa saman bök- um og vinna sameiginlega að framgangi helstu hagsmunamála sinna, því nýrrar baráttuaðferðar er þörf til að stöðva yfirstandandi byggðaröskun. Þessir landshlutar hafa átt undir högg að sækja um langt skeið og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Ef íbúar landsbyggðarinnar leggjast á eitt geta þeir áorkað miklu. Oft var þörf en nú er nauð- syn. BB. Nemendur Barnaskólu Bárðdæla hafa verið afkastamiklir á listasviðinu á skólaárinu. Á menningarvöku fyrr í vetur settu þeir m.a. upp dagskrá til heiðurs bárðdælska skáldinu, bóndanum og kcnnaranum Kára Tryggvasyni frá Víði- keri. Hér eru nokkrir verðlaunahafanna í hlutverkum sínum í leikgerð sögunnar um Svartskegg greifa eftir Kára. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ásta, Haukur, Hörður, Árni, Sigurlína og Gulla. Nemendur í Barnaskóla Bárðdæla verðlaunaðir - fyrir flölbreytileg og vönduð verkefni í móðurmálsnámi Úr leikritinu „Ása“. Leikendur: Árni, Sigurlína, Ketill, Hörður, Ella Sigga, Þura, Berglind, Gulla, Ásta, Óli, Kósa, Haukur. Mál og menning auglýsti á síð- astfiðnu hausti eftir efni sem hefði það að markmiði að sameina lærdóm og skemmtun í móðurmálsnáminu. Óskað vtir eftir „fjölbreytilegum verkefnum, æfingum, þraut- um, s.s. krossgátum, mynda- sögum, gátum, skopsögum og vísum, sem eflt gætu málskiln- ing, aukið orðaforða og hætt málfræðikunnáttu.“ Ætlast var til að verkefnin yrðu unnin í skólunum og að nemendur og kennarar ynnu saman að smíði þeirra. Samkeppnin vakti tölu- verða athygli meðal skólafólks og margir höfðu samband við forlagið, þannig að Ijóst er að áhugi fyrir móðurmálsefni af þessu tagi er mikill. Af því efni sem barst, þóttu skara fram úr fjölbreytileg og vönduð verkefni seni 12nemend- Korinn: Berghnd, Haukur, Oh, Ketill urlína, Árni, Gulla, Ella Sigga, Kósa. ur úr Barnaskóla Bárðdæla höfðu unnið undir stjórn kennara síns, Eddu Eiríksdóttur. Börnin nýttu (a bakviö), Þura, Asta, Hörður, Sig- kvöldin og aukatímana á heima- vistinni til að smíða spil, kross- gátur, málsháttaþrautir, vísur og sögur, sem bera þeim og skólan- unt fagurt vitni. Sem dæmi um hugmyndaauðgi nemendanna má nefna að þeir bjuggu m.a. til námsspil sem þeir kölluöu „Flakkað um Fljótsheiði". Um er að ræða keppnisspil þar sem ten- ingur kentur keppendum í gegn- um spilið. Börnin tóku ýmis örnefni úr nágrenninu og nýttu sem uppistöðu í spilið. Þeir sem spila þetta spil lenda í ýmsum ævintýrum og þrautum á heiðinni og meðal þeirra sem koma við sögu í spilinu eru Elvis Presley og Madonna. Eins og nærri má geta verður spilarinn svo dolfallinn við að hitta þessi goð að hann gleymir sér í svo sem eins og tvær umferðir! Nentendurnir 12 sem unnu til verðlaunanna eru: Árni Her- mannsson, Ásta Skarphéðins- dóttir, Berglind Helgadóttir, Elín Sigríður Ingvarsdóttir, Guð- laug M. Steinsdóttir, Haukur Baldursson, Hörður H. Tryggva- son, Ketill Sigurðarson, Ólafur Hjörtur Ólafsson, Rósa Tryggva- dóttir, Sigurlína Tryggvadóttir og Þuríður Jónasdóttir. Hópnum hafa verið send pen- ingaverðlaun, en auk þeirra fékk hver nemandi eintak af safninu Islcnskar þjóðsögur og ævintýri, sem Einar Ólafur Sveinsson tók saman. I frétt frá Máli og menningu er nemendum og kennurum Barna- skóla Bárðdæla óskað innilega til hamingju með árangurinn. Dag- ur tekur undir þær hamingjuósk- ir. BB. Kattadansinn! Berglind, Sigurlína, Rósa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.