Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 12
Landsleikurinn á Stöð 2:
FróðleiksMtrúar
Akureyringa í beirnii
útsendingu frá úrslitum
Úrslitaviðureignin í Lands-
leiknum Bæirnir bítast verður
sýnd í bcinni útsendingu á Stöð
2 næstkomandi sunnudags-
kvöld. Þar mætast lið Reyk-
víkinga (austurhluti) og Akur-
eyringa, en eins og áhorfendur
Stöðvarinnar fengu að sjá sl.
sunnudagskvöld lagði lið Ak-
ureyrar Hvergerðinga að velli í
undanúrslitum og komst þar
með alla leið í úrslit.
Hið liarðsnúna lið Akureyr-
inga er skipað þeim Guðmundi
Gunnarssyni, fulltrúa, Helgu Er-
lingsdóttur, nema, og Jónasi
Baldurssyni, verkamanni. Búast
má við spennandi keppni í úr-
slitunum því Reykvíkingar eru
líka með öflugt lið og ntá þar
nefna lögregluþjóninn ntarg-
fróða, Jóhannes Jónasson.
Gunnarsson svarar því:
„Auðvitað tekur það dálítið á
taugarnar að bíða eftir þessu.
Þetta er mjög harðsnúið lið sem
við mætum og við getum engan
veginn bókað sigur. Okkur kæmi
það ekkert á óvart þótt við biðum
lægri hlut, en vissulega yrðum við
glöð ef keppnin færi á hinn
veginn," sagði Guðmundur.
Þeir Guðmundur og Jónas fara
suður til Reykjavíkur til að taka
þátt í keppninni og þar slæst
Helga í för með þeim, en hún er
nentandi við Háskóla íslands.
Úrslitakeppnin á Stöð 2 verður
með svipuðu fyrirkomulagi og
fyrri viöureignir en meira verður
lagt í skemmtiatriði og umgjörð
þáttarins. SS
Nemendur á handmenntubraut Verkmcnntaskólans á Akurcyri opnuðu í gær sýningu á verkum sínum í gainla
Húsnueðraskólanum við Þórunnarstræti. Sýningin verður cinnig opin gcstuni í dag milli kl. 13 og 19. Mynd: KL
Kvartað yfir tjóni af völdum ofsaveðurs:
tjón
En hvernig skyldi úrslitaviður-
eign spurningakeppninnar í
beinni útsendingu leggjast í
Akureyringana? Guðmundur
Pistilijörður:
Mikið eigna-
í hörðum
árekstri
Haröur árekstur varö inni í
Þistilfirði í gærdag milli skóla-
bílsins og pallbíls frá Pósti og
síma. Engin meiðsl urðu á
fólki, en mikið eignatjón.
Foráttuveður var á þessum
slóðum í gær, að sögn lögreglu,
og átti öhappið sér stað í
blindbyl. í skólabílnum var einn
farþegi auk ökumanns, en öku-
maður var einn í pallbílnum.
Á Tjörnesi lenti flutningabíll
útaf vegi í gær í slæmu veðri og
skyggni. Engin meiðsl urðu á
ökumanni og ekki var vitað unt
skemmdir á bílnunt. IM
Fljúgandi þakplötur í fuUum rétti
- svo framarlega sem vindhraði nær 11 vindstigum í a.m.k. 10 mínútur
Eftir ofsaveðrið sem gekk yfir
á Akureyri miðvikudaginn 11.
apríl sitja margir uppi með
tjón sem þeir fá ekki bætt.
Töluvert hefur verið hringt til
okkar vegna þessa máls og
kvartað yfir gloppum í trygg-
ingaskilmálum, enda virðist
svo sem fljúgandi þakplötur
séu í fullum rétti en þeir sem
verða fyrir barðinu á þeim rétt-
lausir.
Samkvæmt upplýsingunt frá
tryggingafélögum er þetta að
nokkru leyti rétt. Flúgandi þak-
plötur eru í fullum rétti ef vind-
hraði er meiri en 11 vindstig.
Skentmdir sem plöturnar valda á
eignum annarra fást ekki bættar,
en á Akureyri urðu t.a.m. nokkr-
ir bifreiðaeigendur fyrir tjóni er
þakplötur fuku á bíla þeirra. Þá
fór sem kunnugt er þakplata
gegnum glugga á húsi og situr
húseigandinn uppi með tjónið,
þar eð vindhraði var meiri en 11
vindstig.
Skilmálar tryggingafélaganna
varðandi fok- og óveðurstrygg-
ingar eru á þá lund að skemmdir
á hinu vátryggða af völdum ofsa-
veðurs, s.s. þegar vindur nær að
rjúfa þak, glugga eða veggi hús-
einingar, eru bættar liafi vind-
luaði náð II vindstigum í sam-
fellt 10 mínútur samkvæmt mæl-
ingu Veðurstofu íslands.
Eigendur húsa á Akureyri þar
sem þakplötur fuku af fá þannig
tjón sitt bætt en ekki þeir sem
urðu fyrir barðinu á plötunum.
Hefði vindhraði ekki náð 11
vindstigum er litið svo á að
eitthvað hafi verið að og þá koma
viðkomandi tryggingar til skjal-
anna.
Kaskótryggingar geta komið
bifreiðaeigendum til góða í slík-
um tilfellum. Viðlagatrygging
bætir ekki ofangreind tjón og
engin tjón sent hægt er að tryggja
sig gegn á annan hátt. Hún bætir
hins vegar tjón af völdum aur-
skriða, s.s. bílana sem skemntd-
ust í Ólafsfirði á sínunt tíma og
húsið við Aðalstræti sem eyði-
lagðist á dögunum. SS
Ólafsfirðingar fengu tvær kaupleiguíbúðir:
„Hefðum þurft fjórar til sex
- segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri
Ólafsfirðingar fengu úthlutað
franikvæmdalánum til bygg-
ingar tveggja almennra kaup-
lciguíbúða frá Húsnæðisstofu-
un á þessu ári. Bjarni Kr.
Grímsson, bæjarstjóri, segir
Nýtt álver:
Staðsetningin ekki ákveðin
fyrr en eftir miðjan júní
Nú er Ijóst að ákvörðun um
staðsetningu nýs álvers hér á
landi liggur ekki fyrir fyrr en
eftir fund forstjóra fyrirtækj-
anna þriggja í Atlantalhópnum
með stjórnvöldum á íslandi
sem haldinn verður um miðjan
júní. Þetta veltur þó að sjálf-
sögðu á því hvort samningar
takast um þau mál sem rætt er
um áður en til staðsetningar-
innar kemur, s.s. skattamál og
raforkuverð. Á vegum Atlant-
alhópsins er nú unnið að söfn-
un ýmissa upplýsinga varðandi
mögulega staði fyrir nýtt álver
hér á landi, m.a. Dysnes við
Eyjafjörð.
í síðustu viku var hér á landi
verkfræðingur frá Granges í Sví-
þjóð sem tilnefndur er af Atlant-
alhópnum til að vinna að söfnun
upplýsinga um mögulega staði
fyrir álverið. Hann aflaði sér
m.a. upplýsinga varðandi
Dysnes, bæði hvað varðar hafn-
armál, lóð, aðgang að vatni og
möguleika á að flytja ál á bílum
suður yfir heiðar ef hafís lokaði
siglingaleiðum. Af þessu má sjá
að vinna er komin í gang varð-
andi staðsetningarmálin.
Svokallaðrar NILU-skýrslu,
þ.a. skýrslu um loftmengun frá
nýju álveri, hefur verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu.
Skýrslan er ekki væntanlega fyrr
en í fyrrihluta maímánaðar og
mun þá verða tekin fyrir í Atlant-
alhópnum.
Sem kunnugt er gera álfyrir-
tækin nú kröfu um möguleika á
helmingsstækkun álversins á
þeim stað þar sem það verði
byggt en samkvæmt upplýsingum
blaðsins breytir þessi krafa engu
um stöðu Dysness sem mögulcika
fyrir álverið. JÓH
að menn séu óhressir með
þcssa afgreiðslu og telur að
ekki heföi verið vanþörf á íjór-
um til sex slíkum íbúöum.
I samtali við Bjarna kont fram
að Ólafsfirðingar fengu úthlutað
tveimur íbúðum í verkamanna-
bústaðakerfinu í ágúst í fyrra.
Ekki reyndist unnt að hefja bygg-
ingu þeirra fyrir veturinn, en
íbúðirnar verða byggðar á þessu
ári. Auk þess verða almennu
kaupleiguíbúðirnar tvær byggðar
í sumar.
Kaupleiguíbúðirnar verða
byggðar í parhúsi, en Bjarni telur
að mun hagkvæmara hefði verið
að byggja fleiri íbúðir saman í
fjölbýlishúsi eða raðhúsi. „Þetta
þýðir óhagkvæmni og hefði í
sjálfu sér veriö jafngott að sleppa
þessu í ár, frekar en að henda í
okkur beini sem er ekki nægilega
stórt," segir Bjarni.
Byggingaþörfin í Ólafsfirði á
næstu tveimur árum er um tíu
íbúðir á ári, að sögn Bjarna, en
eftirspurnin eftir það gæti e.t.v.
orðið fimm til tíu íbúðir árlega.
„Þörfin fer eftir atvinnuhorfum í
sjávarútvegi, fyrst og fremst, en
þessar tölur eru miðaðar við þá
þörf sem við teljum okkur sjá
fram á hér í Ólafsfirði. í fyrra var
sagt við okkur að viö fengjum
ekki nema tvo verkamannabú-
staði vegna þess að atvinnuleysi
hafði verið mikið hérna, en mið-
að við þá röksemdafærslu ættu
Akureyringar ekki að fá neinar
telagslegar íbúðir í ár," segir
Bjarni Kr. Grímsson. EHB
Harður árekstur
í Aðaldal:
Ökumaður
slasast
mikið
Ökumaður lífils fólksbíls slas-
aðist niikið í hörðuni árekstri
við jeppa í gær. Ökumaður
jcppans og farþegi voru einnig
fluttir á sjúkrahús til skoðunar,
en talið var að þeir hefðu ekki
hlotið alvarleg meiðsl.
Áreksturinn varö um kl. 14:40
í Aðaldalshrauni, skammt frá af-
leggjaranum að Knútsstöðum.
Blindbylur var er slysið varð.
Miklar skemmdir urðu á fólks-
bílnum og var hann óökufær eftir
áreksturinn. IM