Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 26. apríl 1990
Fimmtudagur 26. apríl 1990 - DAGUR - 7
Akureyringar,
nærsveitamenn
Við opnum nýja
og glæsilega
varahlutaverslun
Frá og með 2. maí verður starfsemi Véla-
deildar KEA og Þórshamars hf. sameinuð í
húsakynnum Þórshamars hf. að Tryggva-
braut 5-7.
Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum
okkar að þiggja léttar veitingar í nýju vara-
hlutaversluninni.
Við munum sem fyrr kappkosta að veita
góða þjónustu í öllum deildum Þórshamars
hf.
Bifreiðaverkstæðið
ÞÓRSHAMAR HF.
Tryggvabraut 5-7. Símar 22700 og
30496. Bein lína 22875.
Framsóknarfólk
Húsavík
Umræðufundir um mótun stefnuskrár B - listans
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavík verða
haldnir í Garðari sem hér segir:
Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30.
Umhverfis- og skipulagsmál.
Hafnarmál.
Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.30.
Skólamál.
Menningarmál.
Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30.
Atvinnumál.
Fjölmennum. Frambjóðendur!
Stjórn verkamanna-
bústaða Akureyri
Byggingaverktakar
Stjórn verkamannabústaða á Akureyri óskar
eftir að gera verksamninga um byggingu á
allt að 40 íbúðum á Akureyri.
Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu í fjölbýlishús-
um og að stærðir þeirra séu aðallega 2ja og 3ja
herbergja. Heimilt er þó að bjóða einnig fram
íbúðir með öðrum herbergjafjölda og aðra gerð
húsnæðis (t.d. raðhús).
íbúðirnar skulu afhendast eigi síðaren 15 mán-
uðum frá undirskrift samnings. Greiðslur ná yfir
15 mánaða tímabil frá undirskrift samnings.
Um frágang íbúða vísast til almennrar efnis- og
verklýsingar frá Stjórn verkamannabústaða
Akureyri. Verklýsing ásamt frekari upplýsingum
um fráganga og skilmála tilboða verður afhent á
Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4,
Akureyri, frá föstudeginum 27. apríl 1990 kl.
15.00 gegn 5000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á Verkfræðistofu Norður-
lands hf. Hofsbót 4, Akureyri fyrir kl. 11.00
fimmtudaginn 10. maí 1990.
Stjórn verkamannabústaða Akureyri.
Átakið „Landgræðsluskógar 1990“ stendur sem hæst:
Viðtökur þjóðaiinnar
sníða áframhaldmu stakk
Átakiö „Landgræðsluskógar
1990“ nær hámarki sínu í sér-
stakrí fjársöfnun á laugar-
dag þegar landsmönnum gefst
kostur á að kaupa græna grein.
Tilefni þessa átaks er 60 ára
afmæli Skógræktarfélags ís-
lands, sem er sambandsfélag
allra félaga áhugamanna um
skógrækt á íslandi. Þetta er
eitt mesta átak í landgræðslu
og skógrækt sem ráðist hefur
verið í hér á landi en Land-
græðsla ríkisins og landbúnað-
arráðuneytið hafa gengið til
samstarfs við Skógræktarfélag
Islands í þessu máli. Þá er for-
seti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, verndari átaksins.
Pessu átaki er ætlað að valda
straumhvörfum í gróðursögu
Islands. Héðan í frá er ætlunin að
stíga stærri skref til að endur-
heimta glötuð landgæði en talið
er að yfir 80% af þeim landgæð-
um sem fólust í gróðri og jarð-
vegi hafi tapast frá landnámi. Nú
í vor verður 1.500.000 trjáplönt-
ur gróðursettar í gróðursnautt en
friðað land en auk þess verður
ráðist í aðrar gróðurbætandi
aðgerðir á landinu s.s. sáningu
birki-, lupinu- og grasfræs.
Til að tryggja árangur átaksins
er starfandi sérstök fagnefnd,
skipuð vísindamönnum, sem
hafa valið landsvæði í samráði
við heimamenn á hverjum stað
og leggja á ráðin, hvernig unnið
skal að uppgræðslu landgræðslu-
skóganna. Alls hafa verið valin
73 svæði um land allt þar sem
nýir skógar munu vaxa upp í
gróðursnauðu og blásnu landi og
eftir því sem tímar líða munu
þessir skógar breiðast út.
Landgræðsluskógarnir eru
vissum skilyrðum háðir. Þeir
verða að vera aðgengilegir
almenningi enda er tilgangur
átaksins að koma upp útivistar-
skógum og að koma af stað gróð-
urbyltingu. Með átakinu er einn-
ig þrýst að friðun illa farins lands
og skóglendis sem víða á í vök að
verjast m.a. vegna beitar.
Landsmenn virkjaðir
Sérstök áhersla er lögð á að nú á
vordögum verði sem flestir lands-
menn virkjaðir við plöntunina.
Takmarkið er að ná til allrar
þjóðarinnar. Þetta er ekki aðeins
gert til að afla sjálfboðaliða í
plöntunina heldur ekki síður til
að auka skilning á skógrækt og
landgræðslu og á því hversu mikl-
ir möguleikar okkar eru til að
snúa við óheillaþróun liðinna
alda. Þá fæst með þessu átaki
einnig kjörið tækifæri til að
kenna fólki réttu handtökin við
gróðursetningu.
Kostnaður við „Landgræðslu-
skóga 1990“ verður mikill þrátt
fyrir að átakið byggist að veru-
legu leyti á framtaki áhugafólks
um skógrækt og landgræðslu og á
því að vekja almenning til dáða.
Kostnaðurinn er teygjandlegur
enda er þörfin nánast óendanleg
þar sem landið lætur víða á sjá.
Fjármagnsins verður aflað með
frjálsum framlögum.
Reynt verður í tengslum við
átakið að efla fræðslu um hvers
lags landnýtingu með áherslu á
þeim þáttum hennar sem horfa til
verndunar landgæða og land-
bóta. Þetta kallar á útgáfu á ýmsu
fræðslu- og leiðbeiningarefni í
samvinnu við skólayfirvöld, fjöl-
miðla og beinlínis með gerð pésa
og stuttra fræðslumynda. Lands-
menn hafa þegar fengið nasaþef-
inn af þessu kynningarstarfi því
nú er verið að sýna í sjónvarpi
kynningarmyndir sem kostaðar
vorur af Ljósmyndavörum hf. og
Fuji-umboðinu á íslandi. Síðar-
nefndi aðilinn leggur átakinu
jafnframt til 10 krónur af hverri
Fuji-filmu sem umboðið selur á
átaksárinu.
Framlög erlendra
ferðamanna notuð
Erlendum gestum sem Island
sækja heim gefst einnig kostur á
að leggja lóð á vogarskálarnar
því ákveðið hefur verið að stofna
til svonefnds „Vinarskógar" í
sambandi við átakið. Öllu fé sem
erlendir ferðamenn hafa þegar
látið af hendi rakna og mun vænt-
anlega safnast í söfnunarbauka
sem standa víða á ferðamanna-
stöðum verður varið til að rækta
upp sérstakan skóg. Þangað
verður einnig beint öðru fram-
lagi sem hugsanlega fengist er-
lendis frá. Hér gæti verið lagður
grunnur að öflugu skóglendi sem
dalita mun og þroast „og gela ei-
lendum vinum þjóðarinnar tæki-
færi til að skilja hér eftir tré eða
skógarlund í minningu sína,“
segir í upplýsingum frá Skógrækt
ríkisins.
Ferðaland hf. gerir ýmislegt
fyrir átakið, leggur m.a. til 10%
af andvirði plötunnar „ísland er
land þitt“ sem fyrirtækið gaf út.
Jafnframt fær átakið heimild til
afnota af titillagi plötunnar. Ein
stærsta gjöf sem átakið hefur
hingað til fengið er 7,5 milljóna
króna gjöf Eimskipafélags fs-
lands sem gefin var í tilefni af 75
ára afmæli félagsins á síðasta ári.
Þá hefur verið leitað til fyrirtækja
eftir aðstoð við átakið, jafniramt
því sem leitað er til allra sveitar-
félaga landsins.
„Það er ásetningur átaksmanna
að starfið við landgræðsluskóg-
ana á þessu ári verði upphafið
að aukinni ræktun landgræðslu-
skóga. Arangur átaksins verður
takmarkaður, ef áframhaldið
verður ekki tryggt. Viðtökur
þjóðarinnr hljóða þó að sníða
áframhaldinu sinn stakk,“ segir í
upplýsingum Skógræktar ríkis-
ins. JÓH
Bændur Eyjafírði!
Aöalfundur Félags Eyfiskra nautgripabænda
verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 2.
maí kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar.
2. Ársskýrsla Mjólkursamlags KEA. Þórarinn E. Sveins-
son.
3. Greiðsla mjólkur eftir efnamagni. Hólmgeir Karlsson.
4. Árangur fósturflutninga. Sigurborg Daðadóttir. dýra-
læknir.
5. Kosningar.
6. Önnur ntál.
Stjórnin.
Þetta veggspjald var gert í tengslum við átakið „Landgræðsluskógar 1990“. Myndirnar á spjaldinu gerðu nemendur
Myndlistarskólans á Akureyri en Kassagerð Reykjavíkur hf. gaf prentun og pappír.
Landgræðsluskógar í Eyjafirði:
Gróðursettar um 112
þúsund plöntur í júní
„Við erum búin að fá úthlutun
á þremur svæðum hér á Eyja-
fjarðarsvæðinu þar sem gróð-
ursetning á um 112 þúsund
plöntum fer fram í júnímán-
uði. Þessi svæði eru ofan
Olafsfjarðarbæjar, í Hrísey og
á Melgerðismelum í Saurbæj-
arhreppi,“ sagði Jón Þórðar-
son, sem sæti á í framkvæmda-
nefnd átaksins „Landgræðslu-
skógar 1990“ á Eyjafjarðar-
svæðinu.
í þessari framkvæmdanefnd
eiga sæti, auk Jóns sem er fulltrúi
Skógræktarfélags Eyfirðinga,
þau Sigurgeir Hreinsson á Hrís-
hóli í Saurbæjarhreppi fyrir Bún-
aðarsamband Eyjafjarðar og
Dagbjört Jónsdóttir á Sökku í
Svarfaðardal fyrir Ungmenna-
samband Eyjafjarðar.
í hlíðinni fyrir ofan Ólafsfjarð-
arbæ verða gróðursettar 12500
birHplöntur og 12500 víðiplönt-
ur. Á Melgerðismelum hefur ver-
ið afgirt svæði þar sem gróður-
settar verða 30.000 birkiplöntur
og 50.000 lerkiplöntur. í Hrísey
verða gróðursettar 3750 birki-
plöntur og sama magn af lerki-
plöntum.
Jón segir að framkvæmd gróð-
ursetninganna verði að mjög
miklu leyti í höndum viðkomandi
bæjarfélaga. Græna greinin sem
fólki verður gefinn kostur á að
kaupa nú á laugardaginn kostar
500 kr. og renna þessir peningar
óskiptir til plöntukaupanna.
JÓH
KYNNING
fimmtudag og föstudag frá kl. 14.00
á úrbeinuðu reyktu
09
söltuðu folaldakjöti.
Kynningarverð.
Verið velkomin.
HAGKAUP
Akureyri
Notkun
Látið verður reyna á það nú
fyrir þinglok á Alþingi hvort
tekst að fá lögfest ákvæði í
umferðarlög um öryggisbelti
«g öryggisreglur fyrir börn
yngri en sex ára. Með sam-
þykkt þessa lagafrumvarps
yrðu farþegar í aftursætum bif-
reiða skyldaðir til að nota
öryggisbelti og jafnframt yrði
skylt að hafa börn yngri en sex
ára fest í viðurkenndum örygg-
isbúnaði.
Frumvarpiö er flutt af tólf
þingmönnum sem konta úr öllum
flokkum.
Sem kunnugt cr voru gerðar
mikilsverðar breytingar á
umferðarlögum á íslandi í mars
1988. Þá var lögbundin Ijósa-
Breyting á umferðarlögum í burðarliðnum:
• 1 li / Oj j 1 «n «
1
einnig lögleidd notkun öryggisbúnaðar fyrir börn
ílög
notkun allan sólarhringinn og
farþegum í framsætum bifreiða
gert skylt að nota bílbelti. Þessar
breytingar þykja hafa sannað
gildi sitt og segir í greinargerð
með þessu frumvarpi að ástæða
sé til að stíga skrefið til fulls og
lögleiða einnig notkun bílbelta í-
aftursætum bifreiða.
Fetað í fótspor
nágrannaþjóða
„Slík skylda er nú í lögunt í Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi. Ætla
má að alntenningur á íslandi sé
hlynntur þessari breytingu. í því
sambandi má minna á könnun
Hagvangs fyrir tímaritið Heil-
brigðismál í september 1988. í
1087 manna úrtaki voru 88%
hlynntir skyldunotkun bílbelta í
aftursæti en 12% voru andvígir,“
segja flutningsmenn í greinar-
gerð sinni.
Með þeirri breytingu á lögum
að gera skylt aó nota viðeigandi
öryggisbúnað í bílum fyrir börn
undir 6 ára aldri er einnig fetað t'
fótspor nágrannaþjóða okkar.
Þessu til viðbótar leggja þing-
mennirnir nú til að bannað verði
að hafa börn laus í framsæti eða
framan við framsæti í akstri.
Nauðsynlegt sé að konta þessu
ákvæði inn í lögin þar sem alltof
mikið beri á því í umferðinni að
börn standi fyrir framan framsæt-
in eða að íullorðnir sitji undir
kornabörnum í frantsæti.
Bílbeltanotkun = fækkun
áverka í slysum
í fréttabréfi landlæknisembættis-
ins, frá því í fyrra, ketnur fram að
aukin notkun bílbelta hefur skil-
að sér í veruiegri fækkun ákveð-
inna tegunda áverka í bílslysum.
Reynslan af fyrstu mánuðunum
eftir lögleiðingu bílbeita sýnir að
áverkum á heila og maenu fækk-
aði. Þá dró einnig úr brotum á
andlitsbeinum, hrygg og sárum á
höfði. í heild skilar þetta sér í því
að færri leggjast inn á sjúkrahús
vegna slysa í umferðinni en áður.
Jafnframt þessu kom í ljós að
slysatognunum fjölgaði verulega
á árunum 1987 og 1988. Þessi slys
eiga sér helst stað við aftaná-
keyrslu við of mikinn hraða en
sem kunnugt er hefur sérstöku
átaki verið hrundið af stað til að
draga úr þessari tegund bílslysa.
í fréttabréfinu kemur einnig
fram að umferðarslys á ungu fólki
eru algengasta orsök mænu- og
heilaskaða og oftast er um bílslys
úti á þjóövegum að ræða. „Sýnt
hefur verið fram á að fækka ntá
alvarlegum heila- og mænuslys-
um í umferðinni um liðlega
helming. Auk þess að koma í veg
fyrir mikla þjáningu má því spara
tugi miíljóna króna. Af gögnum
erlendis frá er Ijóst að ná má cnn
betri árangri ef lögleidd yrði
notkun bílbelta fyrir farþega í
aftursætum." JÓH
Vinnustaðafundir—
frambjóðendakynningar
Akureyringar, kynnist okkur frambjóðendum Fram-
sóknarflokksins til bæjarstjórnar Akureyrar í vor.
Við erum tilbúnir til þess að þiggja kaffitár og ræða
bæjarmálin, stefnu okkar og það sem efst er á baugi.
Við komum á vinnustaði til félaga og í heimahús.
Vinsamlegast hafiö samband í síma 21180
og athugiÖ málið.
Frambjóðendur B-listans.