Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 26.04.1990, Blaðsíða 11
íþróttir Fimmtudagur 26. apríl 1990 - DAGUR - 11 Sund fatlaðra: Lilja vann til 6 verðlauna í Svíþjóð - á opna sænska meistaramótinu Snóker: Þrír Akureyringar á íslandsmótið fram fer í Reykjavík í maí vík, Viöar mætir Fjölni Þorgeirs- syni, sem einnig er frá Reykjavík og Bogi mætir Eövaröi Matthí- assyni frá Vestmannaeyjum en Eövarö er í ööru sæti eftir stiga- keppnina. Brynjar Valdimarsson frá Reykjavík er í efsta sætinu. Efsti maöurinn í stigakeppn- inni og Islandsmcistarinn munu taka þátt i Heimsmeistaramóti áhugamamiii sem fram ler á Sri Lanka í nóvember. Veröi sami maöurinn efstur í stigakcppninni og Islandsmeistari fer sá næst stigahæsti. beir sem lentu í 3. og 4. sæti í stigakeppninni numu liins vegar taka þátt í Evrópu- meistaramóti áhugamanna sem fram fer í Belgíu í ágúst ncnta einhver sem er neöar en í 4. s;eti verði Islandsmeistari, þá kemst sá í 4. sæti ekki. Jónas P. Erlings- son er í 3. sæti eftir stigakeppnina en Arnar Riehards f 4. sæti. Um næstu helgi fer frarn Is- landsmót í I. flokki. Pátttökurétt í þvf móti hafa allir nema þeir 32 efstu í stigakeppninni. Mótiö hefst á laugardag og lýkur á sunnudag. Körfubolti: Tindastóll lagði Hoop - úrslitin réðust á lokasekúndunum Lilja M. Snorradóttir frá Sauð- árkróki náði ágætum árangri á Opna sænska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem fram fór í Gautaborg um síðustu helgi. Lilja vann til 6 verðlauna á mótinu, hlaut 1 gullverðlaun, 4 silfurverðlaun og 1 bronsverð- laun. íslensku keppendurnir á mótinu unnu alls til 10 gull- verðlauna, 11 silfurverðlauna og 14 bronsverðlauna. Sigrún Ilrafnsdóttir vann til flestra gullverðlauna íslensku þátttak- endanna, 5 talsins. Tólf íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu sem var liður í undirbúningi þeirra fyrir Hcims- leika fatlaöra sem fram fara í Assen í Hollandi í sumar. Er ekki hægt að segja annað en árangur þeirra lofi góðu fyrir sumarið. Alls tóku 170 keppend- ur frá 8 þjóðum þátt í mótinu og voru flestir af sterkustu sund- mönnum Evrópu meðal þátttak- enda. Islensku keppendurnir sem unnu til verðlauna á mótinu voru eftirtaldir: Akureyri: Tactic mótið hefst á morgun Hið árlega Tactic mót í knatt- spyrnu hefst á Sana-vellinum á Akureyri á morgun. Það eru A-lið KA, Þórs, Tindastóls og Leifturs sem taka þátt í mót- inu. Það veröa íslandsmeistarar KA og Tindastóll sent n'ða á vað- ið á morgun en leikur þeirra hefst kl. 17.30. Þór og Leiftur mætast kl. 19.30. Á laugardag leika KA og Leiftur kl. 13.00 og Þór og Tindastóll kl. 17.00 og á sunnu- daginn lýkur mótinu með leikjum Leifturs og Tindastóls kl. 11.00 og Þórs og KA kl. 17.00. Það er fyrirtækið Tactic sf. á Akureyri sem gengst fyrir þessu móti og gefur verðlaun í það. Fyrirtæki þetta franrleiðir ýmsar íþróttavörur, s.s. kælipoka, skó- feiti, hitakrem o.fl. auk þess sem það flytur inn til landsins hinar þekktu Isostar vörur. Akureyri: Tennisnám- skeið og sýning Þriöjudaginn 8. maí nk. verður haldið tennisnamskcið á Akur- eyri fyrir íþróttakennara og áhugamenn um tennis. Kenn- ari á námskeiðinu verður ensk- ur tennisleikari, Dave Miley að nafni, en hann mun vera mjög snjall í greininni. Hann mun cinnig halda sérstaka sýn- ingu fyrir skólafólk. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar námskeiðið og sýningin fer fram en það mun verða auglýst síðar. Á námskeiðinu, sem taka mun 4-6 kennslustundir, mun Miley fara í grundvallaratriði íþróttarinnar. Reiknað er með að sýningin muni taka um 45 mínút- ur og ætti enginn að verða svik- inn af henni. Lilja M. Snorradóttir: Nr. 1 í 100 m flugsundi ;í 1:23.83 mín. Nr. 2 í 5(1 m skriðsundi á 33:05 sek. Nr. 2 í 200 m fjórsundi á 3:02.91 mín. Nr. 2 í 100 m skriðsundi á 1:10.48 mín. Nr. 2 í 100 baksundi á 1:23.21 mín. Nr. 3 í 50 m skriðs. opnum flokki á 32.80 sek. Kristín R. Hákonardóttir: Nr. 2 í 100 m baksundi á 1:31.90 mín. Nr. 3 í 100 m bringusundi á 1:50.77 mín. Nr. 3 í 100 m fjórsundi á 1:44.37 mín. Halldór Guðbergsson: Nr. 3 í 100 m baksundi á 1:31.60 mín. Nr. 3 í 200 m fjórsundi á 2:59.30 mín. Birkir R. Gunnarsson: Nr. 3 í 100 m bringusundi á 1:43.67 mín. Sigrún H. Hrafnsdúttir: Nr. 1 í 200 m skriðsundi á 2:49.86 mín. Nr. 1 í 100 m bringusundi á 1:32.21 mín. Nr. I í 100 m fjórsundi á 1:27.36 mín. Nr. 1 í 100 m skriðsundi á 1:17.79 mín. Nr. 1 í 100 m baksundi á 1:29.88 rnfn. Bára B. Erlingsdóttir: Nr. 1 í 50 m flugsundi á 41.13 sek. Nr. 2 í 200 m skriðsundi á 3:02.31 mín. Nr. 2 í 100 m bringusundi á 1:40.83 mín. Nr. 2 í 100 m fjórsundi á 1:34.41 mín. Nr. 2 í 100 m skriðsundi á 1:22.96 mín. Guðrún Ólafsdóttir: Nr. 3 í 100 m fjórsundi á 1:46.04 mín. Nr. 2 í 100 m baksundi á 1:36.63 mín. Rut Sverrisdóttir: Nr. 3 í 200 m skriðsundi á 3:01.77 mín. Nr. 3 í 200 m fjórsundi á 3:19.80 mín. Nr. 3 í 100 skriösundi á 1:20.27 mín. Nr. 3 í 100 m baksundi á 1:44.68 mín. Gunnar Gunnursson: Nr. 1 1 100 m baksundi á 1:20.91 mín. Nr. 2 í 200 m skriðsundi á 2:34.55 mín. Nr. 2 1 200 m fjórsundi á 2:50.15 mín. Nr. 3 1 100 m skriðsundi á 1:10.53 mín. Nr. 3 1 50 m flugsundi á 34.57 sek. Aö auki unnu íslensku kepp- endurnir til tvennra gullverð- launa í boðsundum. Víkingur gjórsigraði KA í síð- asta leik liðanna í 1. deild íslandsniótsins í handknattleik í Laugardalshöll á þriðjudags- kvöldið. Lokatölurnar urðu 23:16 í freniur slökuin leik sein bar þess greinileg nierki að Víkingar börðust fyrir tilveru- rétti sínum í deildinni en KA- incnn höfðu ekki að neinu að keppa. Víkingar voru grimniir, KA-menn áhugalausir á köfluin, og úrslitin koniu því ekki á óvart. Jafnræði var með liðunum í upphafi og staðan var 4:4 þcgar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Víkingar sigu þá frarn úr, skor- uðu 3 mörk í röð og breyttu stöð- unni í 7:4. Þeir höföu síðan fjögurra marka forystu í hléi, 11:7. KA-menn voru nokkuð hressir í upphafi síöari hálfleiks og skor- uðu fyrstu tvö mörkin. Munurinn var síðan á bilinu 2-3 mörk næstu mínúturnar en síðan juku Vík- ingar forskot sitt jafnt og þétt. KA-menn hættu að veita alvar- - sem Þrír Akureyringar hafa tryggt sér þátttökurétt á íslandsnióti mcistaraflokks í snóker sem fram fer í Reykjavík í maí. Þetta eru þeir Zophanías Árnason, Viðar Viðarsson og Ilogi Eymundsson. Haldin eru nokkur stigamót á hverjum vetri og 32 efstu menn úr þeim niótum komast í úrslitakeppn- ina sem kallast íslandsmót. Síðasta stigamót vetrarins fór fram um síðustu helgi og áttu Akureyringar 3 fulltrúa á því móti, Viðar. Boga og Ófeig Marinósson. Viðar og Bogi kom- ust í 16 manna úrslit en Öfeigur datt út í 32 manna úrslitunt. Eftir stigamótin er Zophanías í 10 sæti, Viöar í 22. sæti og Bogi í 31. sæti. Útsláttarfyrirkomulag veröur á íslandsmótinu og leikur sá sem er í efsta sæti við þann sem er í 32. sæti o.s.frv. í fyrstu umferö mun Zophanías mæta Ágústi Þ. Gylfasyni frá Reykja- lega mótspyrnu þegar um 15 mínútur voru til leiksloka og niöurstaöan varö 7 marka sigur Víkings. Víkingar voru mun ákveðnari allan leikinn og sigur þeirra var síst of stór. Hornamenn þeirra fóru á kostum og markvarslan og vatnarleikurinn var ágætur. Bjarki Sigurðsson og Guðmund- ur Guömundsson voru bestu menn liðsins, Birgir Sigurösson var skæður á línunni og Hrafn Margeirsson varði ágætlega í markinu. Hjá KA-mönnum stóð enginn upp úr nema hclst Axel í markinu. Dómarar voru Þorlákur Kjart- ansson og Guömundur Sigur- björnsson og voru þeir þokkaleg- ir. Mörk Víkings: Guömundur Guð- mundsson 7, Bjarki Sigurðsson 7/4. Birg- ir Sigurðsson 5/1, Siggoir Magnússon 2. Dagur Jónasson I og lngimundur Hclga- son 1. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 4. Guðmundur Guðmundsson 3. Pctur Bjarnason 3. Erlingur Kristjáns- son 3/2, Karl Karlsson 2 og Friðjón Jóns- son 1. Tindastóll með aðstoð Jóns Arnar Guðmundssonar bar sigurorð af ameríska háskóla- liðinu Hoop í íþróttaluisinu á Sauðárkróki á þriðjudag. Leikurinn var mjög spennandi. Þó voru flestir Tindstælingar langt frá sínu besta, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Leikmaður númer 22 Dan Jon- es bar leik Hoop uppi. Jones skoraði 38 stig í leiknum og þar af fimm þriggja stiga kötfur í röö í seinni hálfleik. Valur Ingimund- arson var slakur í fyrri hálfleik og skoraði einungis fjögur stig. í seinni hálfleik sýndi hann stórlcik og skoraði 21 stig. Hoop haföi tíu stiga forskot í hálfleik, 44 gegn 34 stigum Tindastóls. Klappstýrur Hoop liðsins vöktu mikla hrifningu áhorfenda. Þær sýndu dans í hálf- leik. Líklega hafa Tindstælingar vaknað til dáða viö dansinn því þcir mættu mun ákveönari til leiks í seinni hálfleik. Tindastóll saxaði jalnt og þétt á forskot Hoop og þegar þrjár sek. fengu Tindstælingar vítaskot setn Valur skoraöi síöan úr. Tindastóll sigr- aði í leiknum með 86 stigum gegn 85 stigum Hoop. Dómarar voru Guömundur Jónsson og Pálmi Sighvatsson og hafa þeir oft dæmt betur. Stig Tindastóls: Sturla Örlygsson 30. Valui Ingimundar 25. Svcrrir Svcrrisson <S. Haraldur Lcifsson 8. Björn Sigtryggs- son 6. Jón Örn Guðmundsson 5. Pctur Vopni 4. Stig Hoop: Dan Joncs 38. Bill Dixon 14. Tim Muchcr 0. Tony Pricc 8. Bcrt Hommel 8. Eric Halcowcr 8. Valur liigiimiiidarson skoraði 25 stig þegar lið lians lagöi Hoop í æsi- spennandi leik. Handknattleikur 1. deild: KA-menn steinlágu í síðasta leiknum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.