Dagur - 08.05.1990, Page 2

Dagur - 08.05.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 8. maí 1990 Léleg aflabrögð á Bakkafirði: „Sumarið er komið og þá lagast allt“ „Allir karlar eru á sjó,“ sagði Eygló Antonsdóttir hjá Útveri hf. á Bakkafirði, þegar Dagur leitaði upplýs- inga um afiabrögð þar eystra. Lítil veiði hefur verið hjá trillukörlum á Bakkafirði undanfarið, enda margir frí- dagar og veður hefur hamlað sjósókn. „Hér hefur allt verið í hönk hjá trillukörlunum eftir óveðr- ið. Net voru mikið flækt og greiða varð úr þeim. Nú eru allir á sjó í besta veðri og von- andi gefur fiskurinn sig. Fjórir gera út á grásleppu, en þetta er lélegt. Sumarið er komið og þá lagast allt,“ sagði Eygló hjá Útveri. ój ------------------------------I Hundraðasti aðalfundur Sparisjóðs Kinnunga: Sameining sparisjóðanna heimiluð fréttir Hundraðasti aðalfundur Spari- sjóðs Kinnunga var haldinn sl. sunnudag að Stórutjörnum. I tilefni afmælisins var um hátíðafund að ræða og var stofnfjáraðilum boðið í afmæliskaffí, fram borið af konum í Kvenfélagi Ljósvetn- inga. A aðalfundinum var samþykkt mótatkvæðalaust að heimila sam- einingu sparisjóðsins við Spari- sjóð Aðaldæla og Sparisjóð Reykdæla. Að sögn Árna Jónssonar, úti- bústjóra var síðasta starfsár mjög hagstætt og reyndist innlánsaukn- ing 38,9%, en hún nam 33% samtals hjá öðrum sparisjóðum. Aukning útlána hjá Sparisjóði Kinnunga á árinu nam 55,6%. Rekstrarhagnaður var 1,461 þús- und krónur og nam 125% milli ára og var 86% umfram verðlags- breytingar. Eigið fé sparisjóðsins er 6.173 þúsund kr. og er eigið fé sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings 13,3%. Raun- hækkun eigin fjár milli ára er 30,1%, miðað við lánskjaravísi- tölu. Sparisjóðurinn flutti frá Fremstafelli og í útibú KÞ að Fosshóli 23. apríl sl. Árni sagðist vera mjög ánægður með nýja og betri aðstöðu og greinilega mætti merkja ánægju viðskiptavinanna með þetta fyrirkomulag, í aukn- um viðskiptum við sparisjóðinn. IM Umfangsmikil könnun Verðlagsstofnunar á vöruverði: Verðlag er 3,8% hærra utan höfuðborgarsvæðisins - verðlag á Akureyri það sama og á höfuðborgarsvæðinu Verðlag utan höfuðborgar- svæðinu er að meðaltali 3,8% Verkalýðsfélagið Eining: Sjálfkjörið í trúnaðarmannastöður Verkalýðsfélagið Eining aug- lýsti eftir framboðslistum til stjórnar, varastjórnar og trún- aðarmannaráðs, varamanna í trúnaðarmannaráð, endur- skoðenda og varamanna þeirra. Skilafrestur var í gær kl. 12 á hádegi. Að sögn Sævars Frímannsson- ar, formanns Einingar, kom aðeins einn listi fram, núverandi stjórnar og starfsmanna hennar, og verður því trúlega sjálfkjörið á næsta aðalfundi Einingar. ój Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður gæslustöðvum þegar: 1. hjúkrunarfræðinga í heilsu eru lausar til umsóknar nu Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöö- ina á Þingeyri. 2. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöð- ina í Hólmavík. 3. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöö- ina í Neskaupstað. 4. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöö- ina í Ólafsvík. 5. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöð- ina á Dalvík. 6. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöö- ina á Djúpavogi. 7. Staöa hjúkrunarfræöings viö Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúösfiröi og Stöðvarfirði. 8. Staöa hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustöð- ina á ísafirði. 9. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöö- ina í Borgarnesi. 10. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöö Hlíðahverfis í Reykjavík. 11. Staða hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöö- ina í Höfn, Hornafirði. 12. Staöa hjúkrunarfræöings viö Heilsugæslustöð- ina Efra-Breiðholti, Reykjavík. Staðan veitt frá 1. júlí 1990. 13. Staöa hjúkrunarfræðings/ljósmóður viö Heilsu- gæslustöðina á Skagaströnd. Staöan veitt frá 1. ágúst 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf viö hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Hjúkrunarfræðinga vantar á nokkrar heilsu- gæslustöðvar vegna sumarafleysinga. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjórar heilsugæslu- stöövanna. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. maí 1990. hærra en á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt niðurstööum könnunar Verðlagsstofnunar á verðlagi í á annað hundrað matvöruverslunum um allt land. Könnun náði til 400 teg- unda mat-, drykkjar-, hrein- lætis- og snyrtivara. Að mati Verðlagsstofnunar liggja ýmsar ástæður að baki því að verðlag er misjafnlega hátt eftir byggðarlögum. Flutnings- kostnaður er þar fyrstur nefndur til sögunnar, í annan stað að vöruvelta verslana úti á landi sé minni en á þéttbýlustu svæðum og veltuhraði minni. í þriðja lagi minni kaupmáttur og rekstrar- kostnaður og í fjórða lagi minni samkeppni í matvöruverslun borgarsvæðinu. utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er til Norðurlands og þá fyrst Norðurlands vestra kem- ur í ljós að þar er verðlag 2,5% hærra en á höfuðborgarsvæðínu. Verðlag á Sauðárkróki er t.d. 2,7% hærra en á höfuðborgar- svæðinu. Verðlag á Norðurlandi eystra reyndist vera 3,4% hærra en á höfuðborgarsvæðinu, en athygl- isvert er að verðlag á Akureyri reyndist ekki vera hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Verðlag á Dalvík var 1,1% hærra en á Akureyri, verðlag á Húsavík var 4,8% hærra en á höfuðborgar- svæðinu og verðlag á Melrakka- sléttu var 5,6% hærra en á höfuð- óþh Nýtt upplýsingarit á ensku um Akureyri: Whats on in Akueyri“ - kemur út í júní, júlí og ágúst undir ritstjórn Sigurðar Hróarssonar 99 Ákveðíð hefur verið að gefa út á Akureyri rit undir nafninu „Whats on in Akureyri“. Það er fyrirtækið Atvik hf. í Reykjavík sem stendur að útgáfunni. Ritstjóri er Sigurð- ur Hróarsson, leikhússtjóri á Akureyri. Atvik hf. hefur á undanförnum sex árum gefið út rit undir nafn- inu „Whats on in Reykjavík". Nú hefur fyrirtækið ákveðið að færa út kvíarnar og kynnir nú Akur- eyri í máli og myndum. í „Whats on in Akureyri" verða umfjallan- ir um veitingastaði, söfn og fyrir- tæki á Akureyri. Einnig verður þar að finna skrá yfir veitingahús,1 söfn og annað scm lýtur að bein-. um upplýsingum til ferðamanna og fyrir hendi er á Akureyri. Ætl- unin er að ritið komi út í sumar, í júní, júlí og ágúst. Upplagið er 12 þúsund eintök og verður útgáfan kostuð af auglýsingum. Mánaðarlega koma nýjar upplýs- ingar um hvað er að gcrast á Akureyri og í næsta nágrenni. Dreifing ritsins verður á Upp- lýsingamiðstöðinni á Akureyri og Reykjavík, hótelum og gisti- heimilum á Akureyri og öðrum fjölsóttum viðkomustöðum ferðamanna þar. óþh Stangveiðin: Fer seint af stað Sumarið er komið að margra sögn og þessa dagana munda stangveiðimenn stangir sínar og æfa fluguköst. Þegar vorar fer fiskurinn að ganga í árnar og fyrir sunnan eru stangveiði- menn löngu farnir að renna fyrir sjóbirtinginn þegar færi gefst. Einar Long á Akureyri er manna fróðastur um allt er að stangveiðum lýtur. „Sjóbirtingsveiði á Eyjafjarð- arsvæðinu er mjög takmörkuð og í fyrra veiddust aðeins fáir sjó- birtingar á stöng á svæði tvö í Eyjafjarðárá. Bleikjan, sem menn eru að veiða núna í sjónum við Akur- eyri, er niðurgöngufiskur og Dal- víkingar segja mér að um 20. maí ár hvert fari bleikja að ganga úr hafi með fjörum og uppí árnar hér hjá okkur. Aðstæður allar og árferði skipta auðvitað miklu máli og trú mín er sú að vegna snjóa til fjalla fari veiðin seint af stað vegna vatnavaxta í ánum,“ sagði Einar Long. Aðspurður um dorgveiði í vet- ur upp um ís á Mývatni sagði Einar: „Fiskurinn var mjög stór og góður, en ekki var um mikið magn að ræða og nú er að sjá hvort Mývatn verður ekki gjöfult bændum í sumar.“ ój Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráö hefur samþykkt að ráða Halldór Pétursson. byggingaverkfræðing, í starf sumarmanns á Tæknideild Húsavíkurbæjar, en auk hans sóttu um starfið Bjarni V. Stefánsson, byggingaverk- fræðingur, Pétur Hreiöarsson, byggingafræðingur, Ingólfur Margeirsson, byggingatækni- fræðingur, Björgvin Víglunds- son, byggingaverkfræðingur, Eyjólfur Valgarðsson, bygg- ingatæknifræðingur og Yrsa Sigurðardóttir, byggingaverk- fræðingur. ■ Gunnar Höskuldsson, kennari, setti í bréfi til bæjaryf- irvalda fram hugmyndir um útivistaraðstöðu við Botsvatn, m.a. uppsetningu á flotbryggj- um. báta- og seglbrettaleigu, hreinlætisaöstöðu o.fl. í bréfi Gunnars var óskað cftir viö- brögðum bæjaryfirvalda við þessum hugmyndum. Bæjar- ráð hefur falið bæjarstjóra að kanna ýmsar hliðar þessa máls. ■ Friðrik Sigurðsson, Höfða- vegi 4, óskaði eítir leyfi til lagn- ingar sjónvarpsdreifikerfis í „útbæ“, þ.e. Höfðavegi, Laug- arbrekku. Höfðabrekku, Baldursbrekku, Sólbrekku og hugsanlcga Héðinsbraul og Lyngbrekku. Bæjarráö vísaöi erindi Friðriks til umfjöllunar bygginganefndar. ■ A fundi bæjarráðs nýverið var lagt fram til kynningar bréf frá stéttarfélögum í Suður- Pingeyjarsýslu þar sent fram kcniur að þau leggja mikla áherslu á að ekki vcrði ráðið fólk til starfa, sem ekki hafi lögheimili í Suður-Pingeyjar- sýslu. ■ Bæjarráð lielur faílist á að Béstabæ verði lokað dagana 16. júlí til 13. ágúst í sumar, eða 19 vinnudaga eins og undanfarin ár. ■ Bæjarráð samþykkti á fundi nýlega aö styrkja ferö hand- knattleiksliðs unglinga frá Húsavík til Frederiksstad í byrjun júní nk. með 150 þús- und króna framlagi. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt erindi frá slysavarna- deild kvenna á Húsavík um uppsetningu tveggja skilta við Húsavíkurhöfn er ntinni á til- kynningarskyldu sjómanna. Stærð skiltanna er 83x125 cm. ■ Bæjarráð heíur samþykkt að sorphreinsun á Húsavík verði boðin út og jafnframt að skilafrestur tilboða verði til 21. maí nk. ■ Húsæöisstofnun hefur veitt Húsavfkurkaupstað heimild til að byggja átta íbúöir í verka- mannabústöðum. Fram- kvæmdalán kemur til greiðslu á 15 mánuöum og getur útborgun á hluta þesshafist 15. maí nk. Bæjarráö samþykkir að vísa málinu og framgangi þess til Stjórnar verkamanna- bústaða á Húsavík. ■ Veitunefnd hefur samþykkt erindi fiskeídisstöðva um verð- lagningu á heitu vatni til þeirra á cftirfarandi hátt: Grunnverð verði kr. 6.70 á m' miðað við fullnýtingu á „Marktaxta" og taki sömu hækkun og önnur vatnssala um mæli, gildistími verði 1.1. 1990 til 31.12. 1990 og fyrirtæki gangi frá greiðsíu skulda sinna við Hitaveituna. Aðrir skilmálar vcrði óbreyttir frá núverandi fyrirkomulagi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.