Dagur - 08.05.1990, Side 3

Dagur - 08.05.1990, Side 3
Þriðjudagur 8. maí 1990 - DAGUR - 3 fréftir Ruslagámasamsetning komin í gang á Árskógsströnd: Samstarfsverkefiii við danska smiðju skilar góðum árangri Véla- og bílaverkstæði Hjalta Sigfússonar á Arskógsströnd er þessa dagana að afhenda fyrstu ruslagámana seni settir eru þar sanian. Hér cr á ferð- inni samstarfsverkefni verk- stæðisins, Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og Asum Smedie í Danmörku því gámarnir koma ósamsettir frá fyrirtækinu í Danmörku en samsetning- arvinnan er öll á Árskógs- strönd. Sigfús Þorsteinsson. fram- kvæmdastjóri véla- og bílaverk- stæðis Hjalta Sigíússonar. segist fyrst og fremst horfa til sveitar- félaganna með markað fyrir þessa gáma. Fyrst um sinn verða gámarnir í þremur stærðum en mögulegt er að síðar meir veröi meiri fjölbreytni. Þeir fjórir gámar sem settir liafa vet'ið saman eru allir seldir til Arskógshrepps. Dalvíkurbæj- ar og Ólafsfjarðarbæjar. Settir voru saman þrír 12 rúmmetra gámar og einn 20 rúmmetra gám- ur en allir eru þessir gámar lok- aðir. Verð minni gámanna er 217 þúsund krónur en stærri gám- anna 27S þúsund krónur. Sigfús segir að ávinningur með þessu samstarfi sé fyrst og fremst sá að flytja vinnu inn í landiö en einnig komi þessi samsetningar- vinna sér vel á dauðum tíma hjá verkstæðinu. Þá er með þessu einnig komist hjá skemmdum á \'örunni í flutningi hingað til lands. Mikill snjór enn á láglendi í Fljótum: Vegurinn fram að verður opnaður í dag verður vegurinn uni Austurfljót og Stíflu opnaður, en hann hefur verið lokaðúr frá 9. janúar. Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki sendir snjó- blásara á vettvang, og verður blásið af veginum frain að Deplum. A Deplum er tvíbýli, og er það 'eina byggða jörðin í Stíflu eftir áð Þrasastaðir fóru í eyði á síð- asta ári. Þaðan flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austurfljótum. Haukur Ástvaídsson. bóndi á Deplum, segir að snjó sé lítið far- iö að taka upp. Næturfrost voru í síðustu viku. engin úrkoma að gagni og þaö litla sem hlánar er aðallega vegna sólbráðar. Síðast- liðinn vetur er með þeim verstu sem Haukur man eftir, og snjór er ennþá úm eins og hálfs meteis djúpur á láglendi. Þó hefur hann sigið mikið og fönnin er blaut. Venjulega er mokað frá Ketil- ási fram að Reykjarhóli, en vest- an Fljótaár er vegurinn ruddur fram að Skeiösfossvirkjun. Regl- ur þær sem Vegagerð ríkisins fer eftir eru þannig að aðeins t'yrsii og síðasti mokstur er greiddur af ríkinu. Aörir, mokstrar greiðast að helntingi af hreppnum á móti Vegagerðinni. I fámennum og strjálbýlum sveitarfélögum fylgir slíku oft mikill kostnaður. Gísli Felixson. rekstrarst jóri Vegagerðar ríkisins á Sauðár- Deplum í dag króki, segir að snjóblásari Vega- gerðarinnar hafi \erið i \ innu á Vestfjörðum, en eítir viðgerð í gær verður hann sendur í Aust- urfljótin. Heildarþungi ökutækja verður takmarkaður við tvö tonn á veginum þangað til hann þornar. í vikunni verða aðstæður á Lágheiði kannaðar. „Þegar búið er að opna frameftir verður Lágheiðin skoðuð. og ákvöröun tekin í framhaldi af því. Þaö er óhemju snjór í Stíflunni, en hann hefur sigið talsvert," segir Gísli. EHB Lögreglan á Akureyri: Sumarhjólbarðana undir! Eins og landsmönnum er kunnugt, gilda þær reglur aö frá 1. maí til 15. október ár hvert, skulu ökutæki lands- manna vera á sumarhjólbörð- um. Að vísu fer þetta eftir öllum aðstæðum hér norður á hjara ver- aldar, þar sem sumarið lætur oft bíða eftir sér vegna vorhretanna og haustmánuðirnir eru oft gráir. Að sögn Erlings Pálmasonar, yfirlögregluþjóns, fer lögreglan að líta eftir hjólbörðum og fram- fylgja lagaákvæðum þar að lút- andi. Nú þegar séð er að suntarið er komið og vetur á braut þá förum við hjá lögreglunni af stað með herferð gegn vetrarhjólbörðun- um. Ég skora á bæjarbúa að setja sumarhjólbarðana undir og forð- ast þau óþægindi sem af hljótast ef það er ekki gert,“ sagði Erling- ur Pálmason, yfirlögregluþjónn. ój Egilsstaðir: Unglingar í sund og gæsir um miðjar nætur Vorhugur virðist hlaupinn í ungt fólk á Egilsstöðum og hefur lögregla haft í ýmsu að snúast vegna klögumála af þeim sökum undanfarna daga og nætur. Aðfaranótt föstudags var lög- regla kölluð út vegna óboðinna gesta í sundlauginni. Á fimmtu- dag dimmiteruðu menntaskóla- nemar og um nóttina brugöu surnir þeirra sér í sund ásamt fleira fólki, og var stór hópur í leyfisleysi í lauginni þegar lög- reglu bar þar að. Unga fólkið yfirgaf sundstaðinn í miklu hasti er lögreglan birtist, en síðar urn nóttina voru þó nokkrir komnir í sund og voru þeir reknir uppúr öðru sirini. Ekki var nóg með að hinir óboðnu gestir svikjust um að greiða aðgangseyri að hinum lokaða sundstað. heldur skildu þeir eftir rusl. sígarettustubba og einhverskonar blöðrur við laug- ina. Síðustu daga hafa rúður veriö brotnar á Egilsstöðum, bæði í íþróttahúsinu og barnaskólanum. Sautján ára gamall piltur var klagaður fyrir gæsaveiðar og lagði lögregla hald á stóran riffil sem hann var méð. Bændur á Héraði hafa mjög kvartað ýfir ágangi gæsaskyttna að undan- förnu, en menn eru skjótandi í löndum þeirra um miðjar nætur í leyfisleysi. Mun logregla fylgjast með grannt með þessum skot- veiðimönnum á næstunni. IM Steinþór Olafsson frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sigfús Þorsteinsson framkvæmdastjóri Véla- og bílaverkstæðis Hjalta Sigfússonar fyrir framan einn af gámunum fjórum sem settir hafa verið saman hjá fyrirtækinu. Á inn- felldu myndinni er 20 rúmmetra gámur sem Ólafsfjarðarbær hefur fest kaup á. Myndir: JÓH Það var fyrir tilstuölan Iðn- þi'óunarfélags Eyjaljarðar sem þessu samstarfi var komið á milli fyrirtækjanna. Sigfús og Stéinþór Olafsson. hjá Iðnþróunarfélag- inu. sögðu að samstarfið við danska fyrirtækiö hafi verið mjög gott og eflaust gætu fleiri fyrir- tæki nýtt sér slíkt samstarf. Þessir aðilar telja gott útlit með áfrttmhaldið. Flest bendi til þess að þetta samstarf sé hagstætt og þar sem sveitarfélög og aðrir aðilar leggi í auknum mæli áhetslu á þrifnað þá þurfi þeir á þessari vöru að halda. Vel komi til greina að bjóða í framtíðinni smíði á öörum búnaði tengdum þessari tækni. t.d. gámavögnum. Þá muni verkstæðiö einnig sjá um viðhald gámanna. JÓH n Ultra Hampers TRÁKA STELP BLEIUR 3 stærðir Rakadrægur kjarni aðframan Rakadrægur kjarni í miðju Stórkostleg nýjung fyrir litla Stráka og Stelpur Þægilegri - passa betur en nokkru sinni fyrr. þó bleian sé vot eru þau þurr Einkaumboð ísltmsk ///// Amnrín’lrn Tunguháls 1 \. Sími 82700.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.