Dagur - 08.05.1990, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 8. maí 1990
Sýsluneftidarsögu
Enn um
I marsmánuði sl. birtist í Feyki
grein eftir Konráð Gíslason í
Varmahlíð: „Nokkur orð um
Sýslunefndarsögu". Par gætir
vangár eða vanþekkingar á mikil-
vægum atriðum, þar sem mér eru
eignuð ummæli annarra. Þessu
veldur trúlega eins konar ólæsi á
greinarmerki sem og vanþekking
á notkun þeirra. í grein Konráðs
segir svo: En við fljótan yfirlestur
síðara bindis hnaut ég um nokkur
atriði, sem... telja verður óná-
kvæm, jafnvel flausturslega
unnin." þessi orð eiga vel við
grein Konráðs sjálfs, vopnið
snýst í hendi hans. Hann vitnar
til sögunnar og segir svo:
„Á bls. 52 neðst og bls. 53
segir: „Árið 1953 lagöi sýslu-
nefnd fram til skógræktarfélags
Skagfirðinga, 1250 kr. til skóg-
ræktargirðingar við Bólu í
Blönduhlíð í Silfrastaðalandi
o.s.frv."
Tilvitnun er stutt, þó er hún
röng í fimm, sumpart, veigamikl-
um atriðum, þar sem mér eru
eignuð annarra orð. Rétt er máls-
greinin á þessa leið:
„Árið 1957 lagði sýslunefnd
fram til Skógræktarfélags Skag-
firðinga 1250 krónur, til skóg-
ræktargirðingar við Bóluá í
Blönduhlíð í Silfrastaðalandi".
Hér eignar Konráð mér tilvitn-
aða setningu. sem ég er ekki
höfundur að. Hún er tekin upp úr
sýslufundargerð 1957, bls. 57, og
enn víðar cr að þessu efni vikiö
með svipuðu orðalagi. Einnig
heföi mátt geta þess, að ég segi
nokkrum línum framar, að
lundurinn Bólu-Hjálmars sé „í
landi Bólu". Þurfti því ekki að
vefjast fyrir honum, hver væri
skoðun mín á staðsetningu hans.
Konráð fer hér og rangt með
ártalið; hann ýmist setur inn eða
sleppir greinarmerkjum, styttir
orð og bítur höfuðið af skömm-
inni með því aö auka við tilvitn-
unina skammstöfun, sem ekki er
að finna í henni, sé hún rétt eftir
höfð. Höfundur hefur þessa
„staðfræði" sem texta, og leggur
út af. „Auk þess hafa Silfrastaðir
frá fornu fari tilheyrt Norðurár-
dal...“ Þótt ekki komi það þessu
máli við, má geta þess, að fyrir
því eru engar sannanir. I Jarða-
bók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns segir svo um Akraþing-
sókn.
„í þeim hluta hennar, sem kall-
ast Blönduhlíð, liggur fremst
Silfrastader...". Þetta staðhæfa
þrír nafnkunnir bændur í Akra-
hreppi með undirskrift sinni vor-
ið 1713. Vel má vera, að Konráð
höfði til eldri tíma með orðalag-
inu „frá fornu fari". Þá er því til
að svara, að meðan óvíst er, hve-
nær Blönduhlíðarnafnið varð til,
verður ekki úr málinu skorið. Af
fornritum verður ekki markað,
hvort Silfrastaðir hafi í öndverðu
talist til Norðurárdals, þótt sumir
tclji það hugsanlegt. Hitt er
alkunna, að staðfræðimerking í
heitum byggðarlaga er oft allt
önnur en forðum. Nærtækt er að
nefna Sæmundarhlíð. Nú segir
enginn Kimbastaðir í Sæmund-
arhlíð, Vík í Sæmundarhlíð.
Stundum eru byggðarheiti notuö
í mjög víðtækri merkingu, má sjá
óbeinan vott þess í grein Stefáns
Vagnssonar frá Hjaltastööum í
þætti um Bólu-Hjálmar (Úr fór-
um Stefáns Vagnssonar frá
Hjaltastöðum, Rv. 1976).
Greinarhöf. vitnar í bls. 139 í
2.b. Sýslunefndarsögu, þar sem
fallið hefur niður nafn eins
nefndarmanns. Sú tilvitnun er
heldur ekki lýtalaus, en ekki skal
orðlengja það, heldur tekið ann-
að dæmi um slaka lestrarhæfni.
Konráð ritar svo og vitnar í
söguna:
„Á bls. 172 neðst og bls. 173
segir: „Mótið setti Árni Hafstað,
en sr. Tryggvi H. Kvaran messaði
og „söng Karlakór Seyluhrepps"
á undan og ávallt á milli ræðu-
halda o.s.frv.“. Síðan segir grein-
arhöfundur: „Karlakór Seylu-
hrepps hefur aldrei verið til og
mun hér um að ræða karlakór-
inn „Heimi"."
Það var enginn að halda því
fram, að „Karlakór Seyluhrepps"
hefði verið til! Hér er svo slak-
lega lesið, að merkingin
brenglast. í ritinu er setningin á
þessa leið:
„Mótið setti Árni Hafstað, en
séra Tryggvi H. Kvaran messaði,
og „söng karlakór Seyluhrepps á
undan og ávallt á milli ræðu-
halda“. Eldheitar hvatningarræð-
ur fluttu....,í setningunni er á
fjórum stöðum rangt farið með,
svo sem sjá má. Verst er, að
„karlakór Seyluhrepps" verður
„Karlakór Seyluhrepps". Ég er
ekki höfundur tilvitnaðrar grein-
ar, heldur Stefán Vagnsson frá
Hjaltastöðum (í Árbók Sögufé-
lags Skagfirðinga um árið 1938).
Vitaskuld veit hann, hvað hann
er að skrifa, er hann kennir
„Heimi" við Seyluhrepp, það var
ekki ótítt og er einkar heima-
mannlegt; enginn nefndi „karla-
kór Seyluhrepps" sem sérheiti
söngfélags!
Þessi atriði verða að teljast
„ónákvæm, jafnvel flausturslega
unnin", svo að notað sé orðalag
Konráðs.
Greinarhöfundur víkur svo-
felldum orðum að skrifum mín-
um um þátt Lilju á Víðivöllum í
undirbúningi Alþingishátíðarfar-
ar Skagfirðinga á Þingvöll og
hjálparmanna hennar:
„Á bls. 177 segir: „Hún flutti
veislukost suður, hangikjöt,
smjör, kæfu o.s.frv.". Og síðar:
„Henni til aðstoðar við flutninga
og annað vorú Jón Jónsson frá
Höskuldsstöðum og Árni Jóns-
son í Miðhúsum". Þessar tilvitn-
anir eru raunar ekki á bls. 177,
heldur á bls. 117. Hér er heldur
ekki kórrétt eftir haft, tvívegis
farið rangt með, en ekki hirði ég
að eltast við það, fer fremur
nokkrum orðum um síðari hluta
tilvitnunarinnar. Rétt er það, að
hvorugur okkar Konráðs kannast
við þennan Árna Jónsson í Mið-
húsum. Þar er því ekki við mig
að sakast, svo er maðurinn
nefndur oftar en einu sinni í
skjalasafni sýslunefndar, og
þáverandi sýslumaður færir þess-
um Árna Jónssyni til tekna
greiðslu fyrir nefnda aðstoð og
ritar eigin hendi. Ég birti
umsögnina óbrenglaða og
athugasemdalaust, þar eðég fékk
ekki sannað, að hér væri hallað
máli. Óljóst er hins vegar, hvað-
an Konráði kemur sú vitneskja,
að enginn maður með þessu nafni
hafið átt heima í Miðhúsum síð-
an 1878! Hann gerir því skóna,
að hjálparmaður Lilju hafi hlotið
að bera bóndanafn, þótt hér gæti
allt að einu verið um kaupmann í
Miðhúsum að ræða. Mér datt að
vísu í hug fornkunningi minn,
Árni J. Gíslason bifreiðastjóri frá
Miðhúsum, og föðurnafn þá mis-
ritast, einnig gat bæjarnafn hafa
misritast, Miðhús fyrir Víðivelli,
og hér sé um að ræða Árna Jóns-
son á Víðivöllum, bróðurson
Lilju; síðast á Víðimel. Það
hvartlaði ekki að mér að taka af
skarið um neitt, lesenda látið það
eftir.
Ég sleppi hér að karpa um
ýmsa smámuni, svo sem hvenær
sýslunefnd þingaði síðast í
Templarahúsinu á Sauðárkróki,
enda kemur upp úr kafinu, að
hvorugur okkar Konráðs veit
það, sat þó sjálfur fundinn, en
víst hefur hann vinninginn, þvr
að hann kemst nokkru nær hinu
rétta! Það þarf og nauinast að
eyða mörgum orðum að því, að
oddatala ræður, þegar í nefndir
er skipað, þótt nafn nefndar-
manns í stjórn Búnaðarsambands
Skagfirðinga félli niður í texta
bókarinnar. Jafnan er álitamál,
hvernig greina skuli heimilisfesti
manna. sem lil sögu eru nefndir.
ef úr einhverju er að moða að því
leyti, og hiröi ég ekki að orð-
lengja það.
Þá kem ég að bókaraukanum,
sýslunefndarmannatalinu. Kon-
ráði þykir sýslunarstörfin mjög
vantalin. Ég tek raunar fram, að
ég ætli aðeins að geta fárra
þeirra. Það var aldrei ætlunin að
semja æviskrá eða starfsskrár.
Lesendum átti því ekki að koma
þetta á óvart. Hitt er lakara, að
villur eru í því og sumar bagaleg-
ar. - Bókin var komin í setningu,
þegar þessi samantekt var ákveð-
in, 12. jan. 1989, og þá einnig svo
um samið, að ég sæi um mynda-
val. söfnun og texta og heföi
hönd í bagga með útgáfunni að
öðru leyti. Þó ég nefni þetta hér,
leysir það mig ekki undan ábyrgð
á mistökum, sem mér eru að
kenna og bætir ekki málstað
Bridge
Firmakeppni B.A.
verður haldin í kvöld, þriðjudagskvöld að Félags-
borg kl. 19.30.
Spilað verður með einmennings fyrirkomulagi.
Allir spilarar velkomnir.
Stjórnin.
Skógræktarfélag Eyjafjardar
'W Aðiilfuiidur
Aðalfundur Skógræktarfélags Eytlrðinga verður
haldinn laugardaginn 12. þ.m. í Dynheimum, Hafn-
arstræti 73, Akureyri og hefst kl. 13.30.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Kl. 16.00 hefst síðan hátíðarfundur vegna 60 ára
afmælis félagsins í Alþýðuhúsinu Skiptagötu 14.
Félagar fjölmennið á fundinn.
Stjórnin.
Útvegsmenn
Norðurlandi
Útvegsmannafélag Norðurlands heldur fund
mánudaginn 14. maí n.k. að Hótel KEA kl. 14.00.
Fundarefni:
1. Ný samþykkt lög um stjórnun fiskveiða.
2. Afkomuskýrsla bátaflotans.
3. Önnur mál.
Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. og Sveinn
Hjálmar Hjartarsson koma á fundinn.
Stjórnin.
Ingimar Eydal:
Það eru sveitarstjórnarkosningar framundan.
íhaldsöflin í landinu hafa náðarsamlegast tilkynnt
okkur að þau eigi leikinn, kosningar séu nánast
formsatriði. Við kjósendur veitum þeim svar 26.
maí. Breytinga er þörf á stjórn Akureyrarbæjar,
þess vegna eflum við það félagshyggjuafl sem eitt
getur haft forystu um fráhvarf frá stefnu íhalds og
stöðnunar. Snúum torfunni við, græna litinn upp!
minn, þótt áþekkra yfirsjóna gæti
allvíða í sýslufundagjörðum. -
Ætlunin var að tíunda aðalstarf
hvers og eins og geta jafnan
hreppstjóra- og oddvitastarfa, ef
við átti. Það tókst að mestu. Þó
er það mín sök, að fallið hefur
niður að geta oddvitastarfs Þor-
steins Hjálmarssonar í Hofsós-
hreppi, árin 1955-1974. Prentvill-
ur leiðréttir Konráð nokkrar og
er það vel. Mun ég síðar bæta um
betur. - Rétt er það, aö yfirlit um
starfsferil kennara og skólastjóra
er hvorki fugl né fiskur, og stafar
sumpart af vangá minni, svo að
einhverjir gætu ætlað, að ég gerði
upp á milli inanna. Það er þó
ekki viljandi gert. Vitandi vits
sleppi ég víða að geta þess, að
viðkomandi hafi sinnt kennslu,
þar eö ég taldi, að ekki væri um
aðalstarf að ræða, og um skóla-
stjóra starf háttaði ósjaldan svo
til, að kennari var aðeins skóla-
stjóri yl'ir sjálfum sér. Eigi að síð-
ur gætir hér ósantræmis, og er ég
þakklátur Konráði að bæta nokk-
uð úr því. Víst er venja að nafn-
greina formenn nefnda og flutn-
ingsmenn tillagna fyrst, þó er hún
ekki algild; og ekkert segir þaö
raunar um hver verið hafi upp-
hafsmaður tillögu. Konráð ritar:
„Upphaf Sýslunefndarsögu -
fyrri hluta - hefst á tillögu þcirri,
sem tlutt var og samþykkt á
sýslufundi árið 1975, og varð þess
valdandi að sagan var skráð."
Raunar er vefengjanlegt, hvort
rétt sé að taka svo til orða, að
þess sé getið í upphafi sögunnar,
þegar um er að ræða formála aö
sögunni. Konráð var flutnings-
maður tillögunnar, en ég beiti
stafrófsreglunni, er ég tel upp
alla flutningsmenn (meðflutn-
ingsmennina), svo að aðalmaður
skipar fjórða sætið. Hitt er rangt,
sem gefið er í skyn, að reglu þess-
ari sé aðeins beitt í þetta sinn,
sbr. bls. 119 í II. bindi.
Ég tek undir þaö með Kon-
ráði, að æskilegt hefði verið að
geta allra ritara sýslunefndar. Ég
hafði hug á því, en var í mikilli
tímaþröng, og útgáfunefnd fór
heldur ekki fram á það við mig.
Ekki veit ég, hvort skilja má svo,
að Konráð telji mig leitast við að
gera hlut hans og bræðra hans
sem minnstan. Því fer víðs fjarri;
hef jafnan metið þá bræður
mikils. Við Rögnvaldur bróðir
hans - ritari sýslunefndar hátt í
tvo áratugi og síðasti maður, sem
gegndi því starfi - unnum lengi
saman að safnamálum og fór vel
á með okkur, svo og ágætis-
manninum Gísla í Eyhildarholti,
föður hans. er sat í sömu nefnd.
Ég vil neyta þessa ágæta færis,
sem mér barst upp í hendur með
grein Konráðs og leiörétta
nokkrar villur, sem ég hef komið
auga á, en Konráð nefnir ekki:
Þegar bókin var i próförk, benti
Hjalti Pálsson mér á, að mynd
nr. 9 í I. b. væri ekki tekin af
honum. Ég sendi prentsmiðju
leiðréttingu, sem þó skilaði sér
ekki í bókina. Ljósmynd nr. 36 í
II. b. er sögð tekin 1944, svo sem
ritað stóð aftan á henni, en er
rangt. Hún mun tekin 1945. - í
sýslunefndarmanntali eru enn
ótaldar villur, sem hvorugur okk-
ar Konráðs kom auga á í tækan
tíma: Um Sigurð á Sleitustöðum
segir á bls. 330, að hann væri
sýslunefndarmaður 1970-1988.
Hið rétta er: 1970-1974, 1978-
1988., sbr. um forvera hans Jón
G. Gunnlaugsson; en þar er
prentvilla, Jón bjó á Hofi 1951-
1988.
Eflaust leynast fleiri villur í
verkinu, sem þörf er að lciðrétta.
Það væru raunar firn, ef rit, sem
er um 800 bls., að meginmáli
talið, geymdi aðeins ámóta marg-
ar villur og umsögnin Konráðs.
Frekar hirði ég ekki um að ræða
þessi mál. Ég er Konráði þakk-
látur fyrir réttmætar aðfinnslur
og vona, að þeir, sem ritið eiga,
leiðrétti villurnar.
Kristniundur Bjarnason.