Dagur


Dagur - 08.05.1990, Qupperneq 10

Dagur - 08.05.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 8. maí 1990 fþróttir Leeds Utd. loks í 1. deild - Sheffield liðin skiptu um sæti - Frábært hjá Luton Lee Chapman skoraði sigurmark Leeds Utd. gegn Bournemouth en hann skoraði 12 mörk í 21 Ieik eftir að hann var keyptur frá Forest. Um helgina fór fram síðastu umferðin í Ensku knattspyrn- unni og augu manna beindust fyrst og fremst að 2. deild þar sem þrjú lið háðu gífurlega baráttu um tvö örugg sæti í 1. deild. En það var einnig mikil spenna í leikjum Sheffíeld Wed. og Luton sem börðust uni tilverurétt sinn í 1. deild. En lítum þá nánar á leikina og byrjum á 2. deild. Leeds Utd. tókst nú loks að endurheimta sæti sitt í 1. deild sem liðið tapaði 1982. Eftir að hafa haft forystu í 2. deild frá miðjum desember var staðan orðin sú að liðið varð að sigra Bournemouth á útivelli í sfðasta Úrslit í vikunni 1. deild Liverptiol-Derby 1:0 Wimbledon-Crystal Palace 0:1 Manchcster Utd.-Wimbledon 0:0 Arscnal-Southampton 2:1 Nottingham For.-Man. Utd. 4:0 2. deild Hull City-lpswich 4:3 Middlesbrough-Barnsley 0:1 Oldham-Wolves 1:1 Port Vale-Sunderland 1:2 Blackhurn-SheHield Utd. 0:0 West Ham-Leiccster 3:1 Oldham-Oxford 4:1 1. deild Coventry-Liverpool 1:6 Crystal Palace-Man. City 2:2 Derby-Luton 2:3 Everton-Aston Villa 3:3 Manchester Utd.-Charlton 1:0 Millwall-Chelsea 1:3 Norwich-Arsenal 2:2 Q.P.R.-W'imbledon 2:3 Sheffield Wed.-Nott. For. 0:3 Tottenham-Southampton 2:1 2. deild Blackburn-Brighton 1:1 Bournemouth-Leeds Utd. 0:1 Bradford-Plymouth 0:1 Leicester-Sheffield Utd. 2:5 Middlesbrough-Newcastle 4:1 Oxford-Port Vale 0:0 Portsmouth-Barnsley 2:1 Stoke City-Swindon 1:1 Sunderland-Oldham 2:3 Watford-Hull City 3:1 W.B.A.-lpswich 1:3 West Ham-Wolves 4:0 3. deild Birminghain-Reading 0:1 Blackpool-Bristol Rovers 0:3 Bristol Cily-W'alsall 4:0 Bury-CardifT Cily 2:0 Crewe-W'igan 3:2 Fulham-Leyton Orient 1:2 1 luddersfield-Chcster 4:1 Notts County-Mansfield 4:2 Rotherham-Northampton 2:0 Shrewsbury-Preston 2:0 Swansea-Bolton 0:0 Tranmere-Brentford 2:2 4. deild Aldershot-Cambridge 0:2 Chesterfield-Grimsby 2:0 Colchester-Burnley 1:2 Halifax-Stockport 1:2 Lincoln-Exeter 1:5 Maidstone-Carlisle 5:2 Peterborough-Southend 1:2 Rochdale-Hereford 5:2 Scarborough-Gillingham 0:1 Scunthorpe-Doncaster 4:1 'Iorquay-York City 1:1 Wrexham-Hartlepool 1:2 leik sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Það var ekki létt verk, því Bournemouth barðist fyrir sæti sínu í deildinni og mátti alls ekki tapa leiknum. Undirritaður hefur lengi haft taugar til Leeds Utd. og laugar- dagurinn var erfiður. En eins og Ingi Björn Albertsson sagði, er hann skreið uppí til Þorstcins Pálssonar eftir að hafa lifað póli- tísku hirðingjalífi undanfarin ár, þá er allt gott sem endar vel. Já, Leeds Utd. tókst að sigra Bournemouth, sem við ósigurinn féll í 3. deild. Leeds Utd. hafði ávallt undirtökin í leiknum, Carl Shutt sem kom inná sem vara- maður fyrir Bobby Davison snemma í leiknum var tvívegis nærri að skora í markalaus- um fyrri hálfleik. Besti kafli Bournemouth í leiknum var und- ir lok fyrri hálfleiks og Luther Blissett sem var eini leikmaður Bournemouth sem var til vand- ræða misnotaði gott færi. Sigurmark Leeds Utd. kom á 5. mfn. síðari hálfleiks, Lee Chapman skoraði með skalla eft- ir fyrirgjöf Kamara og Chapman fékk síðar í leiknum kjörið tæki- færi er hann slapp í gegn um vörn Bournemouth, en hinn ágæti markvörður liðsins Gerry Peyton varði mjög vel. Eftir markið lok- aði Leeds Utd. leiknum, hinir reyndu leikmenn í vörninni, Mel Sterland, Peter Haddock, Chris Fairclough og Jim Beglin sem lék mjög vel tóku enga áhættu og Mervyn Day í markinu hafði lítið að gera. Kamara og Vinnie Jones börðust sem Ijón á miðjunni, vel studdir af Gordon Strachan og Gary Speed á vængjunum. Chapman var mjög ógnandi í framlínunni ásamt Shutt og undir lokin kom David Batty inná fyrir Shutt og munaði minnstu að hon- um tækist að skora. Howard Wilkinson hefur unn- ið mjög gott starf á Eiland Road frá því hann tók við, en mikið var karlinn orðinn stressaður í leikn- um, hann settist aldrei á vara- mannabekkinn allan síðari hálf- leikinn og hafði bannað aðstoð- armönnum sínum að fylgjast með öðrum leikjum í útvarpi, ein- beitti sér aðeins að sínum leik. Pað gekk mikið á hjá Sheffield Utd. á útivelli gegn Leicester. Gary Mills náði forystu fyrir Leicester á 8. mín., Paul Wood jafnaði og Brian Deane náði for- ystu fyrir Sheffield. Markvöröur Leicester Martin Hodge meidd- ist, kom þó inná eftir 5 mín., en tók ekki þátt í leiknum í síðari hálfleik. Tony Agana og Wilf Rostron komu Sheffield í 4:1 áöur en Marc North sem leysti Hodge af í markinu skoraði ann- að rnark Leicester rétt fyrir hlé. Tony Agana bætti einu marki við fýrir Sheffield í síðari hálfleik og liðið var þar með komið í 1. deild. Glæsilegur árangur hjá Dave Bassett sem kom liðinu upp úr 3. deild á síðasta leiktímabili. Newcastle varð að gefa eftir og tekur þátt í úrslitakeppni fjög- urra liða um eitt laust sæti í 1. deild eftir að liðið tapaði gegn nágrönnum sínum Middlesbrough, sem með sigrinum tryggðu sæti sitt í 2. deild. Fyrri hálfleikurinn markalaus. en Bernic Slaven og Ian Baird sem keyptur var frá Leeds Utd. í vetur skoruðu tvö mörk hvor fyrir Middlesbrough í síðari hálfleik. Eina mark Newcastle var sjálfsmark Owen McGee. Sunderland kemst áfram þrátt fyrir að tapa 2:4 á heimavelli gegn hinu sterka liði Oldham. Mjög jafn og spennandi leikur þar sem Neil Adams skoraði fyrst fyrir Oldham, en Gary Owers jafnaði fyrir Sunderland. Andy Rhodes í marki Oldham varði síðan vítaspyrnu Paul Hardyman og Andy Ritchie náði forystu 2:1 fyrir Oldham. Roger Palmer bætti því þriðja við, en Gordon Armstrong skoraði síðan annað mark Sunderland. Oldham situr eftir í 2. deild, hðið á eftir að leika aðeins einn leik, en sigur í þeim leik dugir ekki til sætis í úrslitakeppninni. Blackburn náði sæti í úrslita- keppninni þrátt fyrir að ná aðeins jafntefli 1:1 heima gegn Brighton. Andy Kennedy kom Blackburn yfir snemma í síðari hálfleik. en Kevin Brcmner jafn- aði fyrir Brighton skömmu síðar. Leikmenn Blackburn máttu þakka fyrir að halda jafnteflinu því lið Brighton sótti mjög undir lokin. Swindon undir stjórn Ossie Ardiles tekur þátt í úrslitakeppn- inni eftir 1:1 jafntefli á útivelli gegn Stoke City. Tony Ellis iíáði forystu fyrir Stoke City snemma í leiknum, en Duncan Shearer jafnaði fyrir Swindon aðeins mín. síðar og þar við sat þrátt fyrir mikla yfirburði Swindon allan síðari hálfleikinn. í 3. deild varð Bristol Rovers sigurvegari og Bristol City fór einnig upp í 2. deild. í auka- keppni fara lið Notts County, Tranmere, Bury og Bolton. Úr 3. deild falla lið Cardiff City, Blackpool, Northampton og Walsall. í 4. deild sigraði Exeter og með þeim fara upp Grimsby og Southend, en í úrslitakeppni leika Stockport, Maidstone, Cambridge og Chesterfield. Colchester féll úr deildakeppn- inni, en í stað þeirra kemur lið Darlington sem féll úr deildinni í fyrra. 1. deild Sheffield Wed. þurfti aðeins jafn- tefli úr heimaleik sínum gegn Nottingham For. til að halda örugglega sæti sínu í I. deild. En það tókst ekki, liðið tapaði 0:3 og þar með sæti sínu í 1. deild á sama tíma og hitt Sheffield liðið var að vinna sæti í 1. deild. Leik- menn Sheffiekl nýttu ekki færi sín í leiknum, en Stuart Pearce skoraði tvö af mörkuin Forest og Negel Jemson það þriðja. Luton tókst það ómögulega, að forða sér frá falli í 2. deild eft- ir frækilegan sigur á útivelli gegn Derby. Tim Breacker náði for- ystu fyrir Luton strax á fyrstu mín. með þrumuskoti af löngu færi sem Peter Shilton í marki Derby reyndi ekki að verja. Ian Dowie bætti skömmu síðar öðru marki Luton við, en Mark Wright og Paul Williams með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks jöfnuðu fyrir Derby. Luton lék vel í síðari hálfleik og skoraði sigurmarkið er 15 mín. voru til leiksloka, Kingsley Black skoraði með skoti í stöng og inn og bjarg- aði þar með sæti félagsins í 1. deild. Kevin Gallacher náði forystu fyrir Coventry strax á 2. mín., en það var sem olía á eldinn og rauður loginn brann það sem eft- ir var leiks. John Barnes skoraði þrjú mörk, Ronnie Rosenthal tvö og Ian Rush eitt í 6:1 sigri Liverpool sem lék eins og meist- urum sæmir. Paul Stewart og Paul Allen skoruðu fyrir Tottenham í 2:1 sigri gegn Southampton þar sem Ian Cook gerði eina mark Sout- hampton. Kerry Dixon skoraði öll þrjú mörk Chelsea gegn Millwall á útivelli, en kveðjumark Millwall í I. deild gerði Malcolm Allen. Manchester Utd. sigraði Charlton á Old Trafford með marki Gary Pallister f fyrri hálf- leik. Crystal Palace komst í 2:0 gegn Manchester City með mörkum Alan Pardew og Andy Gray, en City gafst ekki upp og Clive Allen lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu og Niall Quinn jáfnaði síðan í lokin. Everton og Aston Villa gerðu 3:3 jafntefli þar sem liðin skiptust á um að hafa forystu. Tony Cascarino, Gordon Cowans og Tony Daley skoruðu mörkin fyrir Aston Villa, en fyrir Everton skoruðu þcir Neil Pointon. Mike Newell og Kevin Sheedy úr víta- Spyrnu. Norwich og Arsenal skildu einnig jöfn 2:2. Arsenal tókst tvívegis að jafna, og var Alan Smith að verki í bæði skiptin. Pað voru þeir Mark Bowen og Ruel Fox sem höfðu náð forystu fyrir Norwich. Wimbledon gerði það ekki endasleppt á leiktímabilinu og sigraði Q.P.R. á útivelli í síðasta leik. John Fashanu kom Wimble- don yfir, en Roy Wegerle jafnaði fyrir Q.P.R. úr vítaspyrnu. Paul Miller kom Wimbledon í 2:1, en Justin Channing náði enn að jafna fyrir Q.P.R. Fashanu skor- aði síðan sigurmark Wimbledon og sitt annað mark undir lokin. Þ.L.A. Staðan 1 deild Liverpool 38 23-10- 5 78:37 79 Aston Villa 38 21- 7-10 57:38 70 Tottcnham 38 19- 6-13 59:47 63 Arsenal 38 18- 8-12 54:38 62 Chelsea 38 16-12-10 58:50 60 Everton 38 17- 8-13 57:46 59 Southampton 38 15-10-13 71:63 55 Wiinbledon 38 13-16- 9 47:40 55 Nott. Forest. 38 15- 9-14 55:47 54 Norwich 38 13-14-11 44:42 53 QPR 38 13-11-14 45:44 50 Coventrv 38 14- 7-17 39:58 49 Man. Utd. 38 13- 9-16 46:47 48 Man. Citv 38 12-12-14 43:52 48 Crystal Palace 3813- 9-16 42:6648 Derby 38 13- 7-19 43:40 46 Luton 38 10-13-15 43:57 43 Sheff. Wed. 38 11-10-17 35:51 43 Charlton 38 7- 9-22 31:57 30 Millwall 38 5-11-22 39:65 26 2. deild Leeds Utd. 46 24-13- 9 79:52 85 Sheff. Utd. 46 24-13- 9 78:58 85 Newcastle 46 22-14-10 80:55 80 Swindon 46 20-14-12 79:59 74 Blackburn 46 19-17-10 74:59 74 Sunderland 46 20-14-12 64:72 74 West Ham 46 20-12-14 80:57 72 Oldham 45 19-13-13 69:56 70 Ipswich 46 19-12-15 67:66 69 VVolves 46 18-13-15 67:60 67 Port Vale 46 15-16-15 62:56 61 Portsmouth 46 15-16-15 62:65 61 Leicester 46 15-14-17 67:79 59 Hull 46 14-16-16 58:65 58 Watford 46 14-15-17 58:60 57 Plymouth 46 14-13-19 58:63 55 Oxford 46 15- 9-22 57:66 54 Brighton 46 15- 9-22 56:72 54 Barnsley 46 13-15-18 49:70 54 W.B.A. 46 12-15-19 67:71 51 Middlcshr. 46 13-12-21 52:63 50 Bournemouth 4612-12-2257:7648 Bradlord 45 9-13-23 43:67 40 Stoke 46 6-19-21 35:63 37

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.