Dagur - 23.06.1990, Síða 2

Dagur - 23.06.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990 fréttir ww\ „Ég ferðast rnn á afahjóli" „Ég ferðast um á afahjóli,“ sagði Eggert Vigfússon^ yfir- maður Brunavarna Arnes- sýsiu á Selfossi, þar sem hann áði utan vegar á Mývatnsör- æfum. „Ég lagði af stað fyrir fimm sóiarhringum frá Selfossi, en var í tjaldinu mínu í nótt við Reynihlíð. Á Akureyri var ég eftir þriggja daga ferð og nú er ég á austurleið. Fyrir nokkrum árum hjólaði ég hringinn ásamt konunni minni, en nú er ég einn á ferð, langaði að skoða landið réttsælis og reyna á mig. Já, það er gott að ferðast einn, einn með sinni hugsun. Ég var tvo tíma að koma mér af stað í morgun. Hitaði graut úr hafra- mjöli og sveskjum, en verst var að rjóminn hafði strokkast á hjólinu. Ég hendi mér út í kant í hádeginu og fæ mér flatköku með hangikjöti, annars þarf ég ekki mikið. Mikið er gott að vera kominn úr Mývatnssveit- inni. Bölvaðar flugurnar ætluðu mig lifandi að éta, þær sækja í svitann. Sjáðu þarna austurfrá er sandstormur," sagði Eggert, og var þotinn á afahjólinu aust- ur Mývatnsöræfin. ój Þjóðhátíðarsjóður: Styrkir gróðurfarskönnun í Jökulsárgljúfrum Þjóðhátíðarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 1990, en sjóðurinn hafði að þessu sinni rúmar 8 milljónir til umráða. Upphæð umsókna nam um fjórfaldri upphæð ráð- stöfunarfjár, en hæsti einstaki styrkurinn, kr. 405 þúsund, kom í hlut Náttúruverndar- ráðs. Þóroddur Þóroddsson fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs segist vera mjög ánægður með þennan styrk vegna þess að ráðið hafi nánast fengið þá upp- hæð sem það sótti um. Búið er að girða suðurhluta þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, en innan hans var búið að girða nokkra reiti til viðmiðunar til þess að fylgjast með gróðurfarsbreyting- um við friðunina. Einnig nýtist styrkurinn til þess að gera úttekt á gróðri á tjald- svæðunum í Herðubreiðarlind- um, Nýjadal, Landmannalaug- um, í Landmannahelli og á Hveravöllum. Tilgangurinn er sá að skoða ástand gróðurs, áhrif ferðamanna á þessar gróðurvinj- ar og fá nokkuð nákvæma lýsingu á því hvernig ástandið raunveru- lega er og hvort til ráðstafana þurfi að grípa til að viðhalda gróðri á þessum stöðum. Niður- stöður munu liggja fyrir í haust. Náttúruverndarráð fær einnig fast framlag úr Þjóðhátíðarsjóði, 2 milljónir króna, sem notast í báðum þjóðgörðunum til endur- bóta á tjaldstæðum og t.d. til að greiða uppihald erlendra sjálf- þoðaliða, verkfæri og efni. Einnig þarf að útbúa skilti á ýms- um friðlýstum svæðum svo sem Særún á Blönduósi: Nóg hráeftii í sumar Gott útlit er hjá Fiskiöjuverinu Særúnu hf. á Blönduósi. Nóg aflast af rækju hjá minni bát- unum til að halda vinnslunni gangandi, en þeir bátar sem eru undir 200 tonnum veiöa Ekki setið auðum höndum á Hvammstanga: Vatnsleiðsla lögð 11,5 km leið - mikið um framkvæmdir í sumar Miklar framkvæmdir verða í sumar á vegum Hvammstanga- hrepps. Stærsta verkefnið verður að leggja vatnsleiðslu upp í Vatnsnesfjall fyrir ofan Hvammstanga, nánar tiltekið norður í Mjóadal. Leiðslan verður alls 11,5 kílómetra löng. Framkvæmdir hefjast fljótlega, en hreppurinn á í samningum við heimaaðila um að taka að sér verkið. Af öðrum framkvæmdum á Hvammstanga í sumar má nefna undirbyggingu gatna, skipt verð- ur um holræsalagnir, unnið að gerð landfestinga fyrir smábáta- bryggjur og viðlegukantur í höfn- inni lagaður. Að sögn Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra, hefur bátum á Hvammstanga fjölgað mikið og þeir stækkað. „Frekari hafnarframkvæmdir á Hvamms- tanga eru mjög brýnar og verða að eiga sér stað á næsta ári. Það er dýpkun hafnarinnar sem hefur forgang, og síðan verður að halda áfram að laga viðlegukant- inn áður en hann hrynur niður í höfnina,“ sagði Þórður. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil á Hvammstanga um þessar mundir. Sem dæmi um það var nýlega auglýst ein leiguíbúð og alls 8 umsóknir bárust um hana. Um þessar mundir er verið að byggja 4 kaupleiguíbúðir og í sumar verður ráðist í byggingu tveggja verkamannabústaða á Hvammstanga. Af ofansögðu má sjá að engin uppgjöf er í íbúum Hvamms- tanga. Að sögn Þórðar er fjár- hagsstaða hreppsins góð. „Breyt- ingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og ný tekjustofna- lög eiga að koma sveitarfélagi eins og Hvammstanga til góða fjárhagslega. Að því er stefnt og vonandi gengur það eftir,“ sagði Þórður að lokum. -bjb Sæplast hf.: Styrkir knatt- spymumenn áDalvík Ungmennafélag Svarfdæla og Sæplast hf. hafa gert með sér þriggja ára auglýsingasamn- ing sem gildir keppnistímabil- in 1990-1992. UMFS selur Sæplasti hf. aug- lýsingar á alla búninga meist- araflokks í knattspyrnu, auglýs- ingar við knattspyrnuvöll og á önnur gögn tilheyrandi starf- semi UMFS. í samningnum eru ákvæði um fastar árlegar greiðslur, en að auki koma til greiðslur sem byggjast á árangri meistara- flokks í 3. deild íslandsmótsins og í Bikarkeppni KSÍ. Greitt verður sérstaklega fyr- ir unninn leik og skoruð mörk. GG Björn Friöþjófsson formaður U.M.F.S. og Matthías Jakobsson stjórnar- formaður Sæplasts hf. undirrita auglýsingasamninginn. Fyrir aftan þá standa leikmenn í hinum nýju búningum. innan ákveðinnar línu og innan hennar mega stærri bátar ekki veiða fyrr en eftir 15. október. Að sögn Kára Snorrasonar, framkvæmdastjóra hjá Særúnu, lítur vel út með hráefnisöflun, en salan virðist vera að dragast saman. Aðallega hefur rækjan farið á markað í Bretlandi og Danmörku, en núna er orðin ein- hver tregða þar og verðið að lækka. Haldið verður uppi fullri vinnslu hjá Særúnu í allt sumar og sá Kári ekki fram á neinar uppsagnir eða stöðvanir þegar blaðið hafði samband við hann í gær. Fólkið mun taka sumarfríið til skiptis svo að vinnslan haldist stöðug. Um 25 manns vinna nú í Sæ- rúnu og átta bátar leggja þar upp. Þeir stærri eru Nökkvi sem er á grálúðu eins og er og Þröstur BA, en hann hefur núna lagt upp hjá Særúnu í eitt og hálft ár. SBG Bílaleiga Akureyrar: Mesti annatím- inn fer í hönd Þessa dagana streyma ferða- menn til Akureyrar og margir þurfa bílaleigubOa. Skúli Ágústsson hjá BOaleigu Akur- eyrar segir að í næstu viku komi fyrstu stóru hóparnir, en þó fer ekki að lifna yfir fyrir alvöru fyrr en um mánaðamót- in. „Pantanir í sumar líta ágætlega út, en þetta er stuttur tími, að- eins sex vikur. Þetta er ósköp svipað og áður, það vilja allir vera á sama tíma. Það gildir svip- að um þetta og hótelin, í dag er nóg laust af hótelherbergjum en kannski verður ekkert laust eftir tíu daga. Síðan er t.d. allt upp- bókað á hótelum fyrstu tíu dag- ana í ágúst, en eftir það er mesti ferðamannatíminn líka búinn,“ segir Skúli. Að sögn Skúla Ágústssonar er algengast að ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi, Sviss og Frakklandi taki bíla á leigu hjá fyrirtækinu þennan árstíma, og hefur svo verið í mörg ár. EHB við Hverfjall í Mývatnssveit sem leiðbeinir ferðamönnum um það hvar má ganga upp á fjallið, en margir stígar eru að myndast í fjallinu sem er verulegt útlitslýti. Þóroddur segir að mikil flóð hafi verið í Vesturdal í vor og því þurfi að gefa landinu tækifæri til að þorna áður en ferðamönnum verði leyft að tjalda þar, og það verði ekki fyrr en í byrjun júlí- mánaðar. GG Siglufjörður: Bæjarmála- punktar ■ Hallgrímur Ólafsson, skiptastjóri Tréverks hf., hef- ur í bréfi til bæjarráðs tilkynnt að hann hafi ákveðið að leggja til við skiptaráðanda að íslands- banki hf. fái heimild skipta- fundar til að höfða mál til rift- unar á samkomulagi þrotabús Tréverks hf. við bæjarsjóð Siglufjarðar um verkiok og verkframkvæmdir við Hvann- eyrarbraut 42 á Siglufirði. Á fundi bæjarráðs 22. maí sl. var lögð fram álitsgerð Árna Páls- sonar, hdl. á Akureyri, um erindi skiptastjórans þar sem hann telur rök skiptastjórans ekki standast og hann fari frjálstega með staðreyndir. Á áðurnefndum bæjarráðsfundi var samþykkt að mótmæla fullyrðingum og ásökunum í erindi skiptastjórans á hendur bæjarráði og bæjarstarfs- mönnum. Jafnfram samþykkti bæjarráð að af hálfu Siglu- fjarðarbæjar hafi að fullu ver- ið staðið við samkomulagið um verklok að Hvanneyrar- braut 42. ■ Iþróttaráð hefur samþykkt að koma upp hjólabrettabraut í bænum hið fyrsta. ■ Siglufjarðarbær hefur tekið á leigu húsnæði að Eyrargötu 3 fyrir sérstuðning forskóla- barna. Ákveðiö hefur verið að þessi deild heiti Myllukot. ■ Bygginganefnd hefur veitt Óðni Gunnarssyni byggingar- leyfi til að byggja fiskverkun- arhús úr stálgrind á lóðinni Vesturtanga 1. ■ Framkvæmdanefnd um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða mælir með að dvalar- heimilið fái nafnið Skálarhlíð. Alls bárust 49 tillögur að nafni á dvalarheimilið. ■ Átaksnefnd samþykkt á fundi 7. júní sl. að ráða Val- björn Steingrímsson í starf framkvæmdastjóra átaksverk- efnis í atvinnumálum á Siglu- firði í stað Björns Valdimars- sonar, sem nú hefur tekið við starfi bæjarstjóra á Siglufirði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.