Dagur - 23.06.1990, Side 3
Laugardagur 23. júní 1990 - DAGUR - 3
Sjálfsbjörg/Tölvufræðslan hf. Akureyri:
Emdu tu tölvunam-
skeiðs fvrir fatlaða
Fyrir nokkru lauk tölvunám-
skeiði fyrir fatlaða, sem haldið
var í húsi Sjálfsbjargarfélagsins
á Akureyri að Bugðusíðu 1.
Námskeiðið var haldið dagana
28. maí til 8. júní, í samvinnu
Sjálfsbjargar á Akureyri og
Tölvufræðslunnar á Akureyri hf.,
og var það ætlað aðalfélögum í
Sjálfsbjörgu.
Um var að ræða PC-grunnnám-
skeið fyrir byrjendur í tölvunotk-
un. Kynnt voru helstu hugtök
tölvutækninnar, svo sem skipting
tölvu í vélbúnað og hugbúnað, og
heiti og hlutverk hinna ýmsu
hluta vélbúnaðarins.
Lögð var áhersla á verklegar
æfingar í meðferð stýrikerfisins
MS-DOS, ritvinnslukerfisins
Word Perfect og töflureiknisins
Multiplan. Kennslustundir voru
samtals tólf.
Undanfarið hefur talsvert ver-
ið rætt um tölvunotkun í sam-
bandi við atvinnumöguleika fyrir
fatlaða. Ljóst þykir að fyrir
marga hreyfihamlaða skapar
tölvan möguleika fyrir fjarvinnu,
og ríkir mikill áhugi innan raða
fatlaðra um þessi mál. Nefna má
að Bandaríkjamenn eru langt
komnir í rannsóknum varðandi
fjarvinnu fatlaðra með tölvu-
notkun.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
voru Halldóra Sævarsdóttir og
Jóhann Sigurðsson. Helgi Krist-
insson er framkvæmdastjóri
Tölvufræðslunnar á Akureyri.
EHB
Á tölvunámskeiði fyrir fatlaða.
Talning vorfugla á Mývatnssvæðinu:
Margir stoftiar að
rétta verulega við
Öndum í Mývatnssveit og
Laxárdal hcfur fjölgað um
9% frá því í fyrra en þá voru
fugiastofnar í lágmarki eftir
hrun átustofna árin 1983 og
1988. Einstakar tegundir hafa
þó tekið misjafnlega við sér
ef miðað er við síðasta ár.
Þessar voru niðurstöður
árlegrar talningar á vorfuglum í
Mývatnssveit og Laxárdal en
hún fór fram í júníbyrjun. Taln-
ingin er á vegum Rannsókna-
stövarinnar við Mývatn og er
þetta 16. árið í röð sem slík
talning fer fram. Markmið með
talningunni er að fá yfirsýn yfir
þær breytingar sem verða á líf-
ríki Mývatns og Laxár í tímans
rás.
Mest varð fjölgunin frá í fyrra
á hrafnsönd sem fjölgað hefur
um 45%. Húsönd hefur fjölgað
um 25% og duggönd um 16%
en einmitt þessir þrír stofnar
hafa látiö verulega á sjá á síð-
ustu árum. Stofnar rauðhöfða-
andar og straumandar standa í
stað en fækkun hefur orðið um
20% á gargönd, um 14% á
hávellu og um 9% á toppönd.
Að mati rannsóknarmanna
má hiklaust rekja aukið fuglalíf
til mýklaks nú í vor en toppmý
kom í óvenju miklurn mæli upp
úr vatninu, einkum Syðriflóa.
Mýtegund þessi er eftirsótt fæða
flestra vatnafugla og sé mikið af
þessu mýi má telja víst að anda-
varp verði með mcira móti. Að
mati starfsmanna Rannsókna-
stöðvarinnar er þó of snemmt
að segja til um lífslíkur unganna
því að afkoma þeirra ræðst af
öðrum fæðutegundum. JÓH
Spaugstofan:
Leitar að léttustu
lundinni á ferð
sinni um landið
Spaugstofan geysist nú um
landið með gamanleikinn „í
gegnum grínmúrinn“, gleði-
þrungið leikhús lífs og Iista, og
í kjölfarið á því sama kvöldið
fer fram fyrsti hluti keppninnar
„Leitin að léttustu lundinrii“.
í grínmúrnum koma fram
landsþekkt sjónvarpsandlit eins
og Pétur Teitsson fréttastjóri,
Kristján Ólafsson neytendafröm-
uður, Örvar og Bogi rónar, Frið-
mar C. Gauksson matreiðslu-
maður, Ragnar Reykás, Erlend-
ur fréttamaður, Friðrik Eyjólfs-
son íþróttafréttamaður og fleiri.
Leikverkið er tæplega tveggja
stunda gleðileikur fyrir almenn-
ing sem byggist upp á laustengdri
röð spaugilegra atvika sem tengd
eru með söng, hljóðfæraslætti og
ljósagangi.
Öllum íslendingum með sæmi-
lega óbrenglaða kímnigáfu er
heimilt að taka þátt í „Leitinni að
léttustu lundinni 1990“ sem er
samstarfsverkefni Spaugstofunn-
ar hf. og Samstarfshóps um sölu á
lambakjöti. Keppendum sem eru
með kynþáttafordóma, klám,
guðlast og þess konar óþrif verð-
ur hafnað, einnig er óheimilt að
hía á Spaugstofuna.
Ferðaáætlun Spaugstofunnar
um Norðurland er eftirfarandi:
24. júní: Félagsheimilið,
Hvammstanga
25. júní: Félagsheimilið,
Blönduósi
26. júní: Miðgarður, Skagafirði
27. júní: Nýja bíó, Siglufirði
28. júní: Tjarnarborg, Ólafsfirði
29. júni: Leikhúsið, Akureyri
30. júní: Leikhúsið, Akureyri
Verðlagsráð:
Verðhækkun á
steypu óheimil
Verðlagsráð hefur úrskurðað
fyrirhugaða verðhækkun á
steypu ógilda. Ákveðið hafði
verið að hækka steypu um 2,8-
4,0% frá 19. þ.m.
Verðlagsráð kom saman til
fundar um þessa hækkun og eftir
fundinn var tilkynnt að hækkun á
verði steypu frá steypustöðvum
eftir 1. júní sé ekki heimil. Verð
helst því áfram óbreytt. JÓH
Dalvík:
Dómsátt í máli lögreglu-
þjóns og þriggja pilta
Gerð hefur verið dómsátt í
máli Sævars Freys Ingasonar,
lögregluþjóns á Dalvík, og
þriggja pilta á Dalvík, Stefáns
Agnarssonar, Þóris Guðmunds-
sonar og Svavars Hreiðarsson-
ar. Piltunum er gert að greiða 20
þúsund króna sekt hverjum og
bera málskostnað og ennfrem-
ur að greiða lögregluþjóninum
skaðabætur. Af hálfu embættis
ríkissaksóknara er máli þessu
þar með lokið.
Forsaga þessa máls er sú að
aðfaranótt 20. janúar sl. kom til
stympinga milli lögregluþjónsins
og piltanna fyrir utan heimili þess
fyrrnefnda á Dalvík. Málinu var
skotið til ríkissaksóknara til fyrir-
sagnar og var niðurstaða málsins
sú að piltarnir hefðu gerst brot-
legir við áfengislög, þ.e. ölvun á
almannafæri, og ennfremur hafi
Pórir og Stefán gerst brotlegir við
1. málsgrein 106. greinar almennra
hegningarlaga, sem kveður á um
að óheimilt sé að hindra embætt-
ismann í starfi.
Kristinn Einarsson, formaður
Lögreglufélags Akureyrar, en
Sævar Freyr á aðild að því, segist
sáttur við þessa niðurstöðu og
málinu sé þar með lokið. Hann
kvaðst líta svo á að Sævar hafi
með þessari niðurstöðu verið
hreinsaður af þeim áburði að
hafa rotað einn viðkomandi með
kylfu og ennfremur hafi eigin-
kona Sævars verið hreinsuð af
áburði um hlut hennar að mál-
inu. óþh
SÝNING Á GARÐSIQFUM
Bjóðum ykkur velkomin á garðstofusýningu okkar að Óseyri 8
Akureyri helgina 23.-24. júní kl. 13:00-18:00.
Gróður- og sumarsæla allt árið.
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 91-627222
ÓSEYRI 8 • SÍMI 96-21800