Dagur - 23.06.1990, Side 4

Dagur - 23.06.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990 Við byrjum á slœmu fréttunum. Við umsjónarmenn UNGLINGA-síðunnar erum að hverfa á braut og verður þetta því síðasta UNGLINGA-síðan okkar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þœr að maður kemur í manns stað og vœntanlega munu nýir umsjónarmenn brátt taka við af okkur svo þú lesandi góður þarft ekki að örvœnta. Á þessum tímamótum þótti okkur vel við hœfi að líta yfir farinn veg, en um leið horfa fram á við. Við fórum því á stúfana og hittum nokkra unglinga og spurðum þá hvernig þeim fyndist að unglingasíðan œtti að vera, mœttu þeir ráða. Við viljum nota þetta tœkifœri til að þakl<a starfsmönnum Dags og Dagsprents fyrir hjálpina og þolinmœðina. Öllum þeim fjölmörgu ung- lingum sem við höfum kynnst þökkum við einnig kœrlega fyrir. HH og HÞ að „Best Þeir Páll Tómas Finnsson 15 ára og Björgvin Ólafsson 14 ára sátu fyrst fyrir svörum þegar spurt var hvernig UNGLINGA- sfðan œtti að vera: Palli:„Ja, mér finnst hún bara ágœt eins og hún er.“ Bjöggi:„Mér finnst að það eigi að vera mikið af viðtölum og svoieiðis, eitthvað skemmtilegt." Báðir sögðust þeir sjá daglega og lesa yfirleitt UNG- LINGA-síðuna. Aðspurðir um hvað þeir vœru að gera í sum- ar annað en að lesa Dag sagð- ist Palli vera að vinna í saltfiski allan daginn. Björgvin sagðist fara í vinnu- skólann, „Ég verð f vinnuskólan- um hálfan daginn og hinn helminginn ligg ég bara f leti." Áhugamál? „Jú, jú við höfum auðvitað áhuga á tónlist og svo náttúrlega að liggja í leti.“ Þá kvöddum við strákana þar sem þeir teygðu úr sér í kirkjutröpp- unum. Björgvin og Páll eru önnum kafnir í leti. en finnst samt best að liggja Kjartan er með rafmagnsbakteríu en Baldur og Sveinn hafa áhuga á golfi. Þeir eru allir skátar. „Rafmagn og golf Við vildum endilega klófesta fleiri skáta og það tókst. Dreng- irnir sem við náðum í voru meira en til í að svara nokkrum laufléttum spurningum. Fyrst var spurt um nafn og aldur, og ekki stóð á svörum. Þetta voru þeir Sveinn Svavarsson 15 ára, Bald- ur Ingi Karlsson 14 ára og Kjart- an Ólafsson 16 ára. Þeir félagar kváðust kíkja á UNGLINGA-síðuna misoft. Baldur: „Hvernig mér finnst að síðan aetti að vera? Þetta er náttúrlega alveg ferlega erfið spurnlng, ég segi bara að hún eigi að fjalla um félagsmál ungllnga." Sveinn.- „Bara sammála Baldri." Kjartan: „Um unglinga og hvað þelr eru að gera, vinnu og áhugamál." Kjartan kvaðst vera að vinna í heildverslun sem höndlaði með rafmagnsvörur og sagði það vera þokkalegt starf enda mikill áhugamaður um allt sem við- kemur rafmagni. Baldur sagðist vera f „málara- bissnessinum" en Sveinn vinnur uppi á golfvelli við að slá gras og róta í beðum. Hann sagði þetta afar heppilega vinnu þar sem aðaláhugamál hans vœri golf ásamt sundi. Baldur var sammála um golfið en Kjartan hefur skátana fyrir áhugamál ásamt fyrrnefndu rafmagni. Enda er hann á leið í grunn- deild rafiðna í VMA í haust. „Þessi rafmagnsbaktería er f blóðinu og ég er mjög ánœgð- ur með það. Þetta hefur hins vegar komið dálítið niður á mömmu því allt frá þvf ég var smágutti hef ég lagt rafmagns- snúrur um öll herbergi," sagði Kjartan brosandi út að eyrum. Baldur og Sveinn sögðust hins vegar verja sínum frftíma uppi á golfvelli og svo eru þeir allir á leið á skátamótið. Kjartan er sveitarforingi og þvf hvílir mikil ábyrgð á herðum hans varð- andi undirbúning fyrir landsmót skáta. Og þar með er plássið búið og við kveðjum í síðasta sinn. Umsjón: Hlynur Hallsson og Hildigunnur Þráinsdóttir ;anm s eru a lutverk ■ Suthe woosie v/lark R< ack. - Ai )5 Duflai idarísk I '4. - Dem , af Ch> imsins st öö, sem aldrifjaöa c leecham, s< aielgud. Sp nynd með < Jóhanna Mjöll sér unglingasíðuna sjaldan en Díana sagðist yfirleitt alltaf lesa hana. „Fjalla um skátana“ Nœst hittum við fyrir tvœr stelpur, þœr Dfönu Björk Ólsen 14 ára og Jóhönnu Mjöll Björns- dóttir 13 ára. Dfana= „Ég les UNGLINGA-sfð- una yfirleitt alltaf. Mér finnst að hún eigi að vera skemmtileg og með viðtölum." Jóhanna: „Við kaupum ekki Dag svo ég sé UNGLINGA-sfð- una sjaldan.“ Aðaláhugamál þeirra beggja er skátarnir. Dfana sagðist vera í vlnnuskólanum og svo eru þœr báðar á leið á landsmót skáta sem verður í sumar. Jóhanna er hins vegar að passa bróður sinn f sumar. „Maður hefur nóg að gera á daginn, ef það er gott veður förum við stundum í sund.“ Þœr Díana og Jóhanna voru sammála að ef þœr mœttu ráða einhverju um nœstu UNG- LINGA-síðu myndi hún fjalla um skátana. „Áhugamál okkar eru útivera, tónlist, skátarnir og leiklist," sögðu þœr Nanna og Berglind. „Viðtöl og Nanna Marfa Júlíusdóttir 13 ára og Berglind Bergþórsdóttir 13 ára voru á kafi f að taka á móti dósum fyrir skátana uppi í Lundarskóla þegar þœr féllust á að svara aðalspurningunni. Nanna: „Mér finnst að það eigi að vera viðtöl við krakka um áhugamál þeirra og svo- leiðis." Berglind: „Já ég segi það sama, viðtöl og svoleiðis. Ég les UNGLINGA-síðuna alltaf og svoleiðis" finnst hún alveg nauðsynleg." Þœr stöllur kváðust báðar vera í vinnuskólanum og að passa þess á milli. „Áhugamál okkar eru útivera, tónlist, skátarnir og leiklist. Við erum að fara á skátamót í júlí." Nanna œtlar svo að fara í veiðiferð í sumar og Berglind fer e.t.v. f ferðalag til Reykjavfkur. Svo héldu stelpurnar áfram að safna dósum fyrir skátana.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.