Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990
Lögguhasar og slöngudans
- skagfirskt skólafólk við sumarstörf
Á vorin tæmast skólarnir og vinnumarkaðurinn fyllist eins og
sólargangurinn lengist. Misjafnt er hvaða störf eru laus til
handa skólafólkinu og ekki eru allir svo heppnir að komast í
vinnu eins og ástandið er í dag. Ástandið á Sauðárkróki er þó
nokkuð gott í þessu sambandi og lítið um atvinnuleysi hjá
skólafólki. Blaðamaður Dags brá sér einn góðviðrisdaginn út
að leita að ungu fólki sem væri að nurla saman aurum til
næsta skólaárs. Ekki var hann búinn að keyra langt þegar
hvítur bíll með bláum röndum og bláum Ijósum stöðvaði
hann og ökumaðurinn bað hann vinsamlegast að spenna
öryggisbeltin og anda framan í sig. Þarna var kominn lag-
anna vörður og það í yngri kantinum enda háskólanemi á
uppleið. Blaðamaður var nú vinsamlegast beðinn um að setj-
ast inn í hvíta bílinn með bláu röndunum og notaði hann
tækifærið og greip með sér myndavél og segulbandstæki.
Eftir að einkennisklæddi maðurinn hafði lokið sér af var röð-
in komin að blaðamanni. í Ijós kom að löggan var tvítugur
laganemi í Háskóla Islands að nafni Árni Þór Þorbjörnsson.
- Hvers vegna í lögguna?
„Ég var á skotvopnanámskeiði
hér á Króknum og yfirlögreglu-
þjónninn spurði hvort ég hefði
áhuga á að gerast lögregluþjónn í
sumar. Þar sem ég hafði ekki
fengið neina vinnu ákvað ég að
slá til, enda nýtist þetta mér vel í
sambandi við námið eða ég vona
það minnsta kosti.“
- Var það kannski draumur-
inn hjá litla drengnum honum
Árna Þór að verða lögga þegar
hann yrði stór?
„Nei, langt frá því. Mig hefur
aldrei langað til að verða lögga
og ég var alltaf hræddur við lögg-
ur þegar ég var lítill. Ert þú ekk-
ert hræddur við löggur?“
Blaðamaður fer hjá sér, lítur
niður á skjálfandi hnjáliði sína en
stynur síðan upp neitandi svari
gegn samvisku sinni. Hugsar sig
um smástund og heldur síðan
áfram að bauna spurningum á
viðmælanda sinn.
- í hverju felst þetta starf?
„Það er nú svo margt að ekki
er hægt að telja það upp í stuttu
máli. Lögreglustarfið felst bara
einfaldlega í því að halda uppi
lögum og reglum."
- Hvernig líkar þér starfið?
„Þetta er ágætt, fjölbreytnin er
mikil og margt skemmtilegt.
Skemmtilegast finnst mér þó að
gera skýrslur (hlær og segir nei,
nei). Aftur á móti finnst mér
hundleiðinlegt á svona eftirlits-
rúntum sem felast aðallega í því
að benda fólki á að kveikja ljósin
og spenna beltin.“
- Heldurðu að þú ílengist í
þessu starfi?
„Ekki ætla ég nú að spá neinu
um það. Kannski fer maður í
þetta svona á sumrin ef það
stendur manni til boða, annars er
ég nú ekki farinn að sjá nein laun
ennþá svo að það er best að segja
sem minnst.“
Blaðamaður var nú settur út
hjá bifreið sinni og beðinn um að
muna eftir að aka um með beltin
spennt. Síðan var hvíti bíllinn
með bláu rendurnar horfinn í
eftirlitsrúntinn aftur og Árni Þór
hnarreistur, en glaðlegur við stýr-
ið tilbúinn að vitna í lögin sem
hann lærir á veturna ef einhver
gerist svo óforskammaður að
villast út fyrir lagabókstafinn.
Næst lá leiðin á bensínstöð því
að rauðu ljósunum í mælaborði
bifreiðar blaðamanns var farið að
fjölga ískyggilega mikið. Þegar
rennt var upp að ESSO-stöðinni
á Sauðárkróki, sem almennt
gengur undir nafninu Ábær, birt-
ist dökkhærður náungi í Esso-
peisu og spurði hvort ætti að
fylla. Blaðamaður ansaði játandi
og snaraðist síðan út úr bifreið-
inni og greip Atla Frey Sveins-
son, 19 ára nemanda á félags-
fræðibraut í Fjölbrautaskólanum
á Sauðárkróki, í spjall meðan
hann var að dæla eldsneytinu á
bílinn.
- Hvaða gerirðu í þessu starfi?
. >.Ég er slöngutemjari hér á
Ábæ og vinn við afgreiðslustörf í
þessari olíuverslun, svo er líka
myndbandaleiga hérna og maður
sinnir henni einnig.“
- Heldurðu að þú græðir
eitthvað á því að vinna hér í
sambandi við námið?
„Tvímælalaust, maður hittir
mikið af fólki og það eru margar
manngerðirnar sem rekast hing-
að inn. Þetta er nú samt kannski
ekki beint hagnýtt starf fyrir
námið. Mér finnst þetta samt
ákaflega líflegt og mér finnst
mjög gaman að hitta ferðafólk,
bæði innlent og erlent, og svo er
náttúrlega alltaf gaman að heima-
mönnum !íka.“
- Gerist aldrei neitt spaugilegt
hér á planinu eða í versluninni?
„Það gerist aldrei neitt fyndið
hérna nema þá helst einhver
mistök í sambandi við dælingu.
Einu sinni fyllti t.d. einn af-
greiðslumannanna hérna, ekki
ég, lögreglubílinn á staðnum,
sem gengur fyrir bensíni, af dísel-
olíu og það má hlæja að því
svona eftir á. Það er helst eitt-
hvað svona sem gerist hérna. Svo
gerðist það í vetur að einn við-
skiptavinanna ætlaði nú bara að
taka dæluna með sér. Það var
verið að dæla á bílinn hjá honum
og svo fór bíllinn renna af stað og
þá flautaði bíll sem var fyrir aftan
hann til að vara hann við því að
slangan væri enn í. Náunginn tók
þessu sem svo að hann ætti að
færa sig og ók af stað með allt
heila draslið svo að dælan
skemmdist lítillega, en það var
nú ekkert alvarlegt.“
Atli Freyr slöngutemjari Sveinssun við dælurnar á Ábæ. Myndir: SBG
Atli hafði nú lokið við að dæla
á bílinn og þurfti nú blaðamaður
að ganga inn með honum til að
greiða fyrir vökvann. Þegar hann
kom síðan út aftur blasti við hon-
um dugnaðarforkur með kústa í
höndum. Verið var að sópa á
planinu svo að allt yrði nú hreint
og fágað þann 17. júní. Ekki var
nú hægt að ganga framhjá slíkum
þrifamanni án þess að hafa tal af
honum. Þetta var Kristinn nokk-
ur Kristjánsson einnig nemandi í
fjölbrautaskólanum, 17 ára
gamall, skráður á náttúrufræði-
braut. Kristinn reyndist vera
starfsfélagi Atla en kvaðst þó
vera bensíntittur, en ekki slöngu-
temjari.
- Hvað er það í þessu starfi
sem heillar svona unga menn?
„Ég veit svo sem ekki hvort
það er nokkuð sem heillar menn.
Þetta er þroskandi starf sem ég
held að sé hollt fyrir ungt fóik á
mínum aldri að vera í og ég held
Kristinn Kristjánsson, dugnaðar-
forkur, með kústinn.
að það ættu sem flestir að prófa
þetta."
- Nú tengist þetta engan veg-
inn þínu námi eða hvað?
„Éflaust er nú hægt að finna
eitthvað sem nýtist mér í náminu.
Maður leggur t.d. saman tvo og
tvo og það er mikil stærðfræði á
náttúrufræðibraut. “
- Finnst þér þetta mjög
skemmtilegt starf?
„Já, aðallega út af því að við
Atli vinnum saman. Vaktirnar
sem við tökum saman hérna eru
hálfgerðar sprelligosavaktir og þá
fara flestir sem koma hingað
hlæjandi í burtu eftir að viðskipt-
um er lokið.“
- Geturðu gefið mér sýnishorn
af gleðimeðölum ykkar Átla?
„Einu sinni voru tveir bollar að
fara í afmæli til þriðja bollans og
þeir ákváðu að gefa honum
teskeið í afmælisgjöf. Svo komu
þeir heim til bollans og afhentu
honum teskeiðina. Þá sagði boll-
inn sem fékk teskeiðina: „Ég er
hrærður.“.“
Með þennan ágæta brandara
þeirra Kristins og Atla í fartesk-
inu hélt blaðamaður burt frá
Ábæ með bros á vör, en tékkaði
þó vandlega á því að engir
aukahlutir væru fastir við bílinn
svo að hann keyrði nú ekki burt
með.heila bensínstöð í eftirdrag-
inu.
Auðvitað eru skagfirskar
skólameyjar einnig í vinnu á
sumrin eins og piltarnir, en þær
verða að fá sinn skammt ein-
hvern tímann seinna því eftir
þennan lögguhasar og slöngu-
dans var blaðamanni öllum lokið.
Hann brunaði út í buskann með
fullan bensíntank og gamansögur
í nesti og síðan hefur ekkert til
hans spurst. SBG