Dagur - 23.06.1990, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 23. júní 1990
poppsíðan
The Stone Roses ekki bamanna bestir
The Stone Roses, ein af þeim fjöl-
mörgu hljómsveitum frá Man-
chester sem náð hafa hylli, lenti
nú á dögunum í miklu karpi við
blaðamenn á fyrsta alþjóðlega
blaðamannafundi sínum. Það er
reyndar ekkert nýtt hjá meðlim-
um Stone Roses að vekja athygli
fyrir annað en tónlistarflutning
sinn því þeir hafa verið duglegir
við að koma sér í allskyns vand-
ræði og m.a. oftar en einu sinni
komist ( kast við lögin.
Á þessum fyrsta heimspressu-
fundi hljómsveitarinnar var orsök
vandræðanna sú, að ýmsum
blaðamönnum þótti svörin við
spurningum sínum vera heldur
lítilfjörleg og gagnrýndu þeir
hljómsveitina harkalega og
sögðu m.a. að slík framkoma
væri óvirðing við aðdáendur
þeirra og um leið móðgun við þá
blaðamenn sjálfa sem sumir
væru langt að komnir til að ná tali
af þeim. Viðbrögð meðlima
Stone Roses voru ekki til að
bæta andrúmslofið því þeir
sögðu að blaðamennirnir ættu
ekki að vera að kvarta því varla
þyrftu þeir að borga krónu í
ferðakostnað, en ef hins vegar
svo væri „mættu þeir gjarnan
sem slíkt gerðu rétta upp hönd“.
Urðu umræður enn hvassari í
framhaldi af þessu og gekk einn
blaðamaðurinn svo langt að saka
hljómsveitina um hatur í garð
Bandaríkjanna og af því stjórn-
voru flestir frá Bandaríkjunum.)
Við þessi orð blaðamannsins
vildi einn drukkinn aðdáandi
Stone Roses sem viðstaddur var
fundinn ekki una og gerði hann
sig líklegan til að ráðast á hann
en því var afstýrt áður en í illt
færi.
Tókst að Ijúka fundinum nokk-
uð friðsamlega en bandarísku
blaðamennirnir sögðu að þegar
að því kæmi að hljómsveitin færi
í tónleikaferð til heimalands
þeirra væri alveg Ijóst að slík
framkoma yrði ekki liðin þar.
hlýða á hljómsveitina. Sagði
söngvarinn Peter Garrett að með
þessu hefðu þeir félagarnir í
Midnight Oil verið að leggja til
sinn skerf í þágu umhverf-
isverndar og um leið að vekja
fólk til umhugsunar um hve illa sé
farið með móður jörð.
Michael Jackson
Pær fréttir berast nú af Michael
Jackson að hann hafi fyrir
skömmu verið fluttur í skyndi á
sjúkrahús í Los Angeles kvart-
andi yfir sársauka í brjósti. Hafa
læknar enn sem komið er ekki
tjáð sig um hvað ami að Gull-
drengnum en vinir hans segja að
honum líði þolanlega.
Af Velvet Underground
salugu
Fjórir upprunalegu meðlima hinn-
ar frægu bandarísku hljómsveitar
The Velvet Underground þau Lou
Reed, John Cale, Sterling Morrison
og Maureen Tucker munu hittast
saman á ný í París á mikilli hátíð
tileinkaðri fyrrum umboðsmanni
og áhrifavaldi hljómsveitarinnar
Andy Warhol. Það er þó harla ólík-
legt að þau muni koma fram
saman á sviði vegna innbyrðis
beiskju þeirra á milli en hina tón-
listarlegu hlið hátíðarinnar þar
sem fram koma hljómsveitir sem
eitthvað eru skyldar Velvet Under-
ground eða eru undir áhrifum frá
henni, munu þau kynna hvert í
sínu lagi.
Umsjón:
Magnús Geir
Guðmundsson
aðist framkoma þeirra á fundin-
um. (Hinir aðkomnu blaðamenn
NOBRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
SMYRIL-LINE ÍSLAND
LAþGAVEGUR 3 101 REYKJAVlK
SIMI 91-62 6362
AUSTFAR HF.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
FJfRÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI
SIMI 97-21111
Soul II Soul
Blökkumannapoppsveitin Soul II
Soul sem nú situr með nýju plöt-
una sína í efsta sæti breska vin-
sældalistans, er nú orðin söng-
konulaus því söngkonan Doreen
hefur sagt skilið við hljómsveit-
ina. Er hún nú þegar búin að
setja á stofn aðra sveit undir
nafninu Space og hljóðritað með
henni útgáfu af gamla JimiHendr-
ix laginu Purple Haze.
Umhverfisvernd brennur heitt á
Midnight Oil.
Midnight Oil
Ástralska rokkhljómsveitin
Midnight Oil hélt fyrir skömmu all
sérstæða tónleika í Hew York.
Voru þeir haldnir á vörubílspalli
fyrir framan höfuðstöðvar olíufyr-
irtækisins Exxon Oil í mótmæla-
skyni við mengunarslys sem
varð af völdum fyrirtækisins í
sundinu Prince Williams í Alaska
í fyrra. Vakti þessi uppákoma
mikla athygli og söfnuðust nær
fimm þúsund manns saman til að
1111111111111111
'-'llllllllllllllllllll
□ llll
IL-LINE
■IIIIIIIIIIIIIK
Það er notaleg tilbreyting
að sigla með lúxusfleytu til
Evrópu. Um borð í þægi-
legri ferju með öllum ný-
tísku þægindum geturðu
slakað á og byrjað að njóta
sumarleyfisins. Hreint
sjávarloftið hressir ótrú-
lega og streitan hverfur eins
og dögg fyrir sólu á Atlants-
hafsöldunni. Norræna er
bílferja af fullkomnustu
gerð, búin þeim þægindum
sem kröfuharðir
ferðamenn nútímans
vilja. Um borð í
Norrænu er að finna
veitingastaði, frí-
höfn, bari, diskótek
og leikherbergi fyrir
bömin. Fullkominn stöð-
ugleikabúnaður gerir
siglinguna að ljúfum leik.
Þannig eiga sumarfríin að
vera. Hringdu eða
líttu inn og fáðu all-
ar upplýsingar um
ferðir Norrænu til
Færeyja, Noregs,
Danmerkur og
Hjaltlands, því vel
undirbúið sumarfrí er
vel heppnað sumarfrí.
Stone Roses eru ekki vinsælir hjá bandarískum blaðamönnum.
Black Crowes - Shake your Moneymaker:
Suðurríkjarokk
Suðurríkjarokk er eins og nafnið
gefur til kynna upprunnið frá
Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þar
hafa löngum verið höfuðvígi
þeirra tveggja tónlistarstefna
sem auk hins gamla rokk og róls
hafa mótað Suðurríkjarokkið það
er að segja blúsins og kántrítón-
listarinnar. Hefur Suðurríkjarokk-
ið fætt af sér margar mjög góðar
hljómsveitir og hafa sumar þeirra
náð mikilli frægð. Má í því sam-
bandi nefna sveitir eins og Molly
Hatchet, Blackfoot, 38 Special
og síðast en ekki síst Lynyrd
Skynyrd sem teljast verður þeirra
merkust en lög hljómsveitarinnar
svo sem eins og Freebird, Sweet
TIL EVROPU
K3PI
Black Crowes er ein af þeim efnilegri I rokkinu í dag.
home Alabama og Simple Man
þykja sígild.
Undir áhrifum frá þessum
hljómsveitum auk Aerosmith,
Otis Redding o.fl. er hljómsveitin
Black Crowes á fyrstu plötu sinni
Shake your Moneymaker. Kemur
hún frá Atlantaborg í Georgiufylki
þar sem bræðurnir Chris og Rich
Robinson stofnuðu hana fyrir
rúmum tveimur árum. Auk Chris
sem syngur og Rich sem leikur á
gítar eru trommuleikarinn Steve
Gorman og bassaleikarinn
Johnny Colt í hljómsveitinni.
Það er alveg óhætt að taka
undir með erlendum gagnrýn-
endum sem hælt hafa Shake
your Moneymaker. Er skífan
vægast sagt góð blanda af kraft-
miklum lögum og rólegum ball-
öðum og er með ólíkindum hve
hljómsveitin er þroskuð strax á
sinni fyrstu plötu. Ómögulegt er
að taka út einhver einstök lög og
segja að þau séu best en þó má
segja að í rólegri lögum eins og
Seeing Thing sé hápunktinum
náð.
Shake your Moneymaker er
tvímælalaust með betri frum-
burðum sem heyrst hafa lengi í
rokkinu og verður mjög spenn-
andi að fylgjast með hvort Black
Crowes nær að halda sama
dampi í framtíðinni.
Hitl og þetta