Dagur


Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 1

Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Ciránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Sæfari á flot um helgina Hríseyjar- og Grímseyjarferjan Sæfari hefur áætlunarsiglingar á ný um næstu helgi en að undariförnu hefur ferjan verið í Slippstöðinni á Akureyri þar sem smíðaður var farþegasalur á skipið. Með þessu verður mikil breyting á aðstöðu fyrir farþega á skipinu og rúmar þessi salur upp undir 100 farþega. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ferðum með skipinu út í eyjarnar auk þess sern vöruflutningar með ferjunni hafa verið miklir. Á myndinni hér að ofan sést Sæfari í Slippstöðinni á Akureyri í gær. JÓH/ntynd: KL Ýmislegt á borði Iðnþróunarfélags Eyjaijarðar hf.: Fisklundir og handþurrkur framleiddar í Eyjafirði? Akureyri: Ökuþór á 135 km Lögregluþjónar á Akureyri grétu ekki grámyglulegt veðrið um heigina. Suddinn hafði það í för með sér að fólk flýtti sér heim af dansleikjum og lítið var um óspektir í Miðbænum. Aðeins einn fékk næturgist- ingu í fangageymslum lögregl- unnar. Engin óhöpp urðu í umferð- inni um helgina, að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni, en tveir ökumenn voru teknir grunaðir um meinta ölvun við akstur. Lögreglan var með radarmæl- ingar og stöðvaði 10 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem var bíræfnastur að þessu leyti ók bifreið sinni á 135 km hraða á þjóðveginum norðan Akureyrar þar sem reglur kveða á um 90 km hámarkshraða, en algengustu brotin fólust í því að ökumenn misstu bíla sína á um 20 km meiri hraða en löglegur hámarkshraði segir til um. SS Norðurland vestra: Annasöm helgi spellvirkja Fremur róleg helgi var hjá lög- reglunni bæði á Blönduósi og Sauðárkróki. Sömu sögu er þó ekki að segja af spellvirkjum í Skagafirði, því um helgina voru framin þrjú innbrot á Sauðárkróki, einn bíll skemmdur og rúður brotnar í einum fjárhúsum. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi virðist vera að fólk sé farið að hægja á sér og um helg- ina voru aðeins um 20 bílar stöðvaðir fyrir of hraðan akstur sem er mun lægri tala en vana- lega. Pó varð þriggja bíla árekst- ur við Síkárbrú, en engin slys á fólki. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki hlaðast aftur á móti upp mál vegna helgarinnar. Brotist var inn í Sláturhús KS, dælustöð hitaveitunnar í Sauðármýri og félagsheimili Léttfeta. Lftið fémætt var til handa þeim er inn brutust, en þó var einhverju smádóti stolið. Einhver árátta virðist vera um þessar mundir að brjóta rúður, því í síðustu viku voru brotnar nær allar rúður í íbúðarhúsi, sem ekki er búið í, á Stapa í Lýtingsstaðahreppi. Það mál er upplýst, en óupplýst er hverjir stóðu fyrir rúðubrotum í einum fjárhúsum uppi á Nöfum aðfaranótt sl. laugardags. SBG Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri til næstu fjögurra ára rann út 20. júní s)., en þá hafði fjöldi umsókna borist og mikið spurst fyrir um starfið. Halldór Jónsson fráfarandi framkvæmdastjóri og verðandi bæjarstjóri á Akureyri segir að umsóknirnar fari fyrir nefnd sem úrskurði um hæfni umsækjenda, Að undanförnu hefur Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar hf. m.a. kannað möguleika á fram- leiðslu vörubílastuðara, neta- akkera, salernispappírs, hand- þurrka og fisklunda. Athugun á framlciðslu þessara vara er misjafnlega langt á veg komin, að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélagsins, og of snemmt að segja hvort allar þessar hugmyndir verða meira en hugmyndirnar einar. Samkvæmt reglugerð, sem tek- ur gildi um næstu áramót, verður öllum vörubílum skylt að hafa afturstuðara að lágmarki 55 cm en nefndin samanstendur af full- trúum frá heilbrigðisráðuneytinu, Félagi forstöðumanna sjúkrahúsa og stjórn sjúkrahússins. Fundartími nefndarinnar var áætlaður öðrum hvorum megin við sl. helgi, og því ætti stjórn FSA að getað fjallað um umsókn- irnar og ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra í þessari viku. Halldór Jónsson tekur væntan- lega við bæjarstjórastarfinu 1. ágúst nk. frá jörðu. Slíkir stuðarar eru ekki til hér á landi og því kannar IFE nú ásamt aðila á Ákureyri mögu- leikann á að smíða þá hér norðan heiða. Sama gildir um netaakker- ið, en búið er að vinna frum- athugun á því og er Iðnþróunar- félagið ásamt Iðntæknistofnun og viðkomandi hugvitsmanni á Akureyri að kanna málið frekar. Sigurður sagði að könnun á framleiðslu salernispappírs og handþurrka væri komin lengra á veg. Búið er að afla gagna varð- andi vélar, markaðsmál og annað er að þessu lýtur, en næsta skref verður að gera arðsemismat. „Handþurrkurnar eru ekki fram- leiddar hér á landi,“ sagði Sigurður, „en við leggjum áherslu á að taka salernispappír- inn með. Þetta getur vel komið til greina. Við viljum finna lilla og heppilega einingu fyrir slíka framleiðslu." Þessa dagana kanna fulltrúar IFE ásamt forsvarsmönnum Norð- urfisks hf. í Keflavík stofnsetn- ingu fyrirtækis á Eyjafjarðar- svæðinu fyrir framleiðslu á fisk- lundum og fleira. Að sögn Sigurðar hefur Norðurfiskur hf. yfir að ráða vélabúnaði til slíkrar framleiðslu og til greina kemur að stofna til lítils fyrirtækis sem ynni úr hráefni er félli til í einni eða fleiri fiskvinnslustöðvum hér á svæðinu. „Við erum komnir nokkuð áleiðis í þessu og ef okk- ur sýnist svo gæti þetta farið í gang fljótlcga," sagði Sigurður. óþh Á árinu 1988 stóðu hagsmuna- aðilar, ferðamálanefndir og bæjarfélögin á Siglufirði, Dalvík, í Olafsfirði og Hrísey; saman að auglýsingaátaki til þess að auglýsa Tröllaskaga sem valkost fyrir þá ferðamenn sem um hringveginn aka, og var átakinu fyrst og fremst beint að innlcndum ferða- mönnum Auglýsingaherferðin kostaði um 1,2 milljónir króna, og var til- gangurinn fyrst og fremst sá að koma svæðinu á framfæri í ferða- málaumræðunnni, og benda á þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og t.d. gönguferð í Héðinsfjörö eða útreiðartúr úr Svarfaðardal um Heljardalsheiði yfir í Hjaltadal í Skagafirði. Sótt var um styrk frá Byggða- stofnun í fyrrahaust vegna gerðar auglýsinga og auglýsingaspjalda en umsókninni var hafnað. Birgir Steindórsson formaður ferðamálanefndar Siglufjarðar segir að vegna verulegs niður- „SauðQár- búskapur hangir á horriminni“ - segir Kári Karlsson á Nýpá „Saudfjárbúskapur hangir á horriminni. Engar serstakar aögeröir þarf til að minnka fjárbúskap í landinu. Staða stéttarinnar er þannig, að mönnum fækkar jafnt og þétt,“ sagði Kári Karlsson, bóndi að Nýpá i Út-Kinn, S.- Þingeyjarsýslu, en hann og heimafólkið á Nýpá voru að reka fjárstofninn út í Náttfara- víkur er blaðamann Dags bar að. „Miklar breytingar eru orönar á. T.'d. hér austur í Aöaldal er vart búið með kindur. Ef bændur hata ckki hætt fjárbúskapnum, þá er búiö að skera niður vegna riöu. Þessir bændur byrja vart aftur. Við hér í Út-Kinn erunt tiltölu- lega einangraðir, okkar fé þvælist ekki innan uni annað fé, við rek- um í Náttfaravíkurnar og Vík- urnar eru ekki ofbeittar. Mjög erfitt er að kotna tenu á afrétt og cins að ná því á haustin, við þurftum að grípa til þess ráðs að gera 11-12 m jarðgöng til að koma fénu útfyrir í Víkurnar. Göngur eru mjög erfiðar, því hcstar nýtast ekki hér á þessu landi. nema rétt miðsvæðis. Kindurnar cru cru mikið í klett- ununt fram við sjó. Vanhöld eru töluverð. í fyrra vantaði töluvert og cr skiljanlegt, hætturnar eru víða. Þetta er hluti af tilverunni," skuröar á fjárframlagi frá sveitar- félögunum verði ekki auglýst í sumar utan auglýsingar í bækl- ingnunt „Around Iceland", en það sé ntjög slæmt að geta ekki haldið þessu átaksverkefni gang- andi, því eðli málsins samkvæmt sé þetta langtímaverkefni. Á Siglufirði ríkir ntikill áhugi á því að gera Skarðsveginn ökufær- an yfir sumarið til þess að geta boðið ferðamönnum upp á hring- akstur, þ.e. aka unt Strákagöng til bæjarins og þaðan um skarðið.' Margir þeir sem fóru þessa leið á síldarárunum ntunu eflaust vilja rifja upþ gamlar endurminningar með því að aka um Siglufjarðar- skarð. Talið er að á síðasta ári hafi eyðsla ferðamanna verið á annan milljarð króna á Norðurlandi eystra svo eftir töluverðu er að slægjast, en Tröllaskagasvæðið gæti tekið á móti tíföldum þeim fjölda sem þar hefur farið um á undanförnum árum án þess að það kæmi niður á svæðinu. GG Framkvæmdastjóri FSA: Margir vilja í starfið sagði Kári bóndi á Nýpá. ój Tröllaskagi lítt auglýstur vegna prskorts:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.