Dagur - 26.06.1990, Síða 7

Dagur - 26.06.1990, Síða 7
Þriðjudagur 26. júní 1990 - DAGUR - 7 Arctic Open golfmótið: Yfirburðir Drummonds í „miðnæturregnmu“ - sigraði örugglega í keppni án forgjafar með 11 höggum minna en næsti maður Arctic Open golfmótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Óhætt er að segja að veðrið hafí sett svip sinn á mótið á heldur leiðinlegan hátt því í stað miðnætursólarinnar frægu máttu keppendur sætta sig við þungbúið regnveður og kulda lengst af. Að öðru leyti tókst mótið í alla staði vel og varð ekki betur séð en að útlendingarnir, alls um 30 talsins, skemmtu sér konung- lega, sem og Islendingarnir. Það var Englendingurinn John Drummond, golfkennari hjá GR, sem bar sigur úr býtum í keppni án forgjafar en hann lék 36 holur á 145 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Jón B. Hannesson, GA, á 139 höggum. Þegar keppni hófst um kl. 20 á föstudagskvöldið var veður þung- búið og ljóst að keppendur myndu ekki sjá til sólar það kvöld. Fljótlega fór að rigna og var veðrið afar leiðinlegt alla þá nótt. Daginn eftir stytti þó upp og seinni part dags var veður orð- ið ákjósanlegt til golfiðkunar þrátt fyrir að sólina vantaði sem fyrr. Veðrið hafði nokkur áhrif á spilamennsku manna og var „skorið" á fyrstu 18 holunum mjög lélegt. Það batnaði þó þeg- ar á mótið leið og var ekki annað að sjá en menn væru ánægðir með sinn hlut þrátt fyrir allt. Drummond hafði mikla yfir- burði í keppni án forgjafar. Hann lék á 145 höggum eins og fyrr segir en næsti maður, Sæmund- ur Pálsson, GR, lék á 156 höggum. Andrew Jinsk, nýi golf- kennarinn hjá GA, varð þriðji á 158 höggum. í keppni með forgjöf varð Halldór Sigurðsson, GR, annar á Jón B. Hannesson tekur við verðlaunum úr hendi Gunnars Sólness, framkvæmdastjóra mótsins. Jón Baldvinsson við Opel bifreiðina góðu 141 höggi og John Drummond varð þriðji á 145 höggum. Hann fékk þó ekki mikinn frádrátt þar sem hann er með 0 í forgjöf. Á annað hundrað keppendur rnættu til leiks og þar af voru um 30 útlendingar sem komu sér- staklega til landsins til að keppa í mótinu. Voru þeir almennt ánægðir með mótið og eins og ein ensk kona orðaði það: „Að spila golf í rigningu og roki um miðja nótt er eitt það heimskulegasta sem ég hef gert um ævina en jafn- framt það skemmtilegasta." John Drummond sigraði í lok mótsins „Þessi hola hefiir reynst mér erfið í gegnum árin“ - segir Jón Baldvinsson sem fór holu í höggi og hlaut bíl að launum „Ég sá strax að þetta var mjög gott högg en það hvarflaði aldrei að mér að kúlan færi í holuna. Ég var að vona að kúl- an myndi stoppa á gríninu enda var það keppikefli hjá mér, þessi hola hefur reynst mér erfið í gegnum árin,“ sagði Jón Baldvinsson, sendi- ráðsprestur í London, í samtali við Dag í lokahófi Arctic Open mótsins á laugardagskvöldið. Jón vann það afrek fyrr um daginn að slá holu í höggi á 6. braut og hlaut að laununt glæsilega Opel bifreið sem Jöt- unn hf. og Þórshamar hf. gáfu. „Við höfðum verið að grínast með það félagarnir í dag að nú yrðum við að ná í bílinn. Um leið og ég var búinn að slá á sjöttu holu sagði félagi minn „þarna kemur bt'llinn.1- Kúlan kom niður á grínið tveimur til þremur metr- um frá stöng og rúllaði beint ofaní holuna." Jón sagði að það hefði mikið verið fagnað á teignum og þetta hefði verið ólýsanleg tilfinning. En hvort var skemmtilegra að vinna bílinn eða fara holu í höggi? „Það er alls ekki sanngjarnt að spyrja svona. En aðalmálið er að sjálfsögðu að slá holu í höggi,“ sagði Jón Baldvinsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.