Dagur


Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 10

Dagur - 26.06.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990 : 1. deild kvenna: íþróttir Tvö töp KA-liðsins syðra - fyrir ÍA og UBK KA lék um helgina tvo leiki í 1. deild kvenna. Sá fyrri var gegn IA á Akranesi á laugar- daginn og tapaði KA þeim leik 0:3 og sá síðari var í Kópavogi daginn eftir við Breiðablik og máttu KA-stúlkurnar einnig sætta sig við tap í þeim leik, 0:2. Skagastúlkurnar voru tvímæla- laust sterkan aðilinn í leiknum á laugardaginn en KA-liðið átti þó lóðan dag og stóð lengi í þeim. A náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Önnu Lilju Valsdótt- ur og staðan var 1:0 í hléi. í síðari hálfleik vörðust KA- stúlkurnar vel allt þar til 15 mínútur voru til leiksloka en þá skoraði ÍA tvívegis með stuttu millibili og gerði út um leikinn. Mörkin skoruðu þær Friðgerður Jóhannsdóttir og Elín Davíðs- dóttir. Á sunnudaginn léku KA og Breiðablik, en margir spá síðar- nefnda liðinu íslandsmeistaratitl- inum. Leikurinn var góður og KA-liðið lék sinn besta leik til þessa. Breiðabliksliðið náði foryst- unni um miðjan fyrri hálfleikinn með marki Sigríðar Lilju Sigurð- ardóttur en eftir það var nokkurt jafnræði með liðunum. KA-liðið var tvívegis nálægt því að skora og átti Linda Hersteinsdóttir m.a. skot í stöng. í síðari hálfleiknum voru Breiðabliksstúlkurnar öllu sterk- ari undan vindinum og náðu að bæta við marki þegar 5 mínútur voru til leiksloka úr umdeildri vítaspyrnu. Úrslitin því 2:0. 3. deild: Reynismeim sluppu á Húsavík - Völsungar nálægt sigri í 1:1 jafntefli Völsungur og Reynir skildu jöfn 1:1 í 3. deildinni í knatt- spyrnu á Húsavík á föstudags- kvöldið. Leikurinn var jafn framan af en í síðari hálfleik voru Völsungar sterkari aðil- inn og máttu Reynismenn þakka fyrir jafnteflið. Páll Gíslason skoraði mark Reynis á Húsavík. 3. deild: Haukar unnu TBA í ágætum leik TBA tapaði sínum fjórða leik í röð í 3. deildinni þegar liðið mætti Haukum frá Hafnarfirði á KA-vellinum á föstudags- kvöldið. Haukar unnu 2:0 og sitja í 2. sæti deildarinnar en TBA er í næstneðsta sætinu. Leikurinn hófst nánast á því að Haukar náðu forystunni. Páll Paulsen skoraði þá eftir hrikaleg varnarmistök hjá TBA. TBA-menn brotnuðu þó ekki við mótlætið og höfðu í fullu tré við Haukana. Liðin sóttu á víxl og var leikurinn ágætlega leikinn, spilið þokkalegt þrátt fyrir að færin væru ekkert sérlega mörg. í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. TBA-menn voru þó orðnir full ákafir í sókn- inni og Valdimar Sveinbjörnsson náði að skora fyrir Hauka úr skyndiupphlaupi. TBA-menn fengu kjörin færi til að minnka muninn en ekkert gekk og úrslit- in því 2:0. líins og fyrr segir var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum og það voru Reynismenn sem náðu forystunni á 10. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd eins varnarmanna Völsungs inni í vítateig. Páll Gíslason tók víta- spyrnuna og skoraði af öryggi. Eftir þetta gerðist lítið fyrr en á 43. mínútu þegar Völsungar jöfnuðu metin, eða réttara sagt Reynismenn jöfnuðu metin fyrir þá. Reynismaðurinn Jóhann Jóhannsson skoraði þá glæsilegt sjálfsmark með skalla í þverslána og inn og staðan var því jöfn í hléi. í síðari hálfleik voru Völs- ungar sterkari aðilinn og áttu m.a. Pór Stetánsson og Jónas Grani Garðarsson dauðafæri sem þeim tókst ekki að nýta. í lokin vildu Völsungar meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu en dómarinn sá ekki ástæðu til og jafnteflið var því staðreynd. Pess má geta að dómarinn vísaði Birni Olgeirssyni, Völsungi, af velli fyrir pústra undir lok leiksins. 4. deild, D-riðill: Kormákur burstaði Geislann 10:0 - og Neisti sigraði Þrym 2:0 Tveir leikir fóru fram í D-riðli 4. deildarinnar um helgina. Kormákur vann stórsigur á Geislanum, 10:0, og Neisti vann Þrym 2:0. Kormákur-Geislinn Leikur Kormáks og Geisla fór fram á Hvammstangavelli, heimavelli þeirra fyrrnefndu. Mikið hvassviðri var meðan á leiknum stóð og setti það nokk- urn svip á leikinn þrátt fyrir að knattspyrna væri furðu góð mið- að við aðstæður. Heimamenn höfðu mikla yfir- burði eins og úrslitin gefa til kynna. Hefði sigur þeirra getað orðið enn stærri ef miðað er við marktækifæri. Kormáksmenn skoruðu fjögur mörk í fyrri hálf- leik og fimm í þeim síðari en Geislamenn náðu nánast aldrei að skapa sér færi í leiknum. Albert Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Kormák, Hörður Guðbjörnsson þrjú og Jón Magn- ússon og Bjarki Gunnarsson eitt hvor. Neisti-Þrymur Neisti frá Hofsósi hafði betur á heimavelli sínum í baráttuleik gegn Prym frá Sauðarkróki á laugardaginn. Neistamenn skor- uðu tvö mörk en gestirnir ekkert. í fyrri hálfleik var fremur jafnt á komið með liðunum en þrátt fyrir góða baráttu Þrymsmanna tókst Neista að gera eitt mark fyrir hlé. Seinni hálfleikinn áttu hins vegar Neistarnir en þeim tókst ekki að nýta sér nema eitt færi. Mörkin fyrir Neista skoruðu Magnús Jóhannesson og Oddur Jónsson. Það má segja að þetta hafi ver- ið hálfgerð „derbyviðureign“ því töluverður rígur er milli þessara tveggja 4. deildarliða sem bæði eru úr Skagafirði og verður gam- an að sjá fleiri leiki milli þeirra í sumar. SBG/JHB Arnar Snorrasun, fyrirliði Dalvíkur. Liðið tapaði 1:3 fyrir Þrótti R. um helg- ina. 3. deild: Þróttarar héldu sigur- göngunni áfram - unnu Dalvíkinga 3:1 Þróttur Reykjavík hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið mætti Dalvíkingum nyrðra á föstudagskvöldið. Þróttarar unnu 3:1 og er liðið í efsta sæti eftir fimm umferðir með fullt hús stiga. Þróttarar náðu forystunni í fyrri hálfleik með marki Sigurðar Hallvarðssonar. Sigurður hefur sennilega fylgst með Heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu upp á síðkastið því hann fylgdi fordæmi Maradona, lagði knöttinn snyrti- lega fyrir með hendinni og skor- aði. Þróttarar voru sprækari eftir markið og sóttu meira en það voru þó Dalvíkingar sem náðu að skora næsta mark og jafna leik- inn. Var þar að verki Guðjón Antóníusson. Þróttarar bættu tveimur mörk- um við fyrir hlé og í bæði skiptin skoraði Oskar Óskarsson. í síðari hálfleik voru Dalvík- ingar sterkari aðilinn en sóknar- lotur þeirra báru ekki árangur og Þróttarar fóru heim með öll stigin í farteskinu. • • 4. deild, E-riðill: Oruggir sigrar HSÞ-b og Magna - 1:1 jafnteíli hjá UMSE-b og SM 4. umferð í E-riðli 4. deildar hófst á fimmtudagskvöldið og lauk á laugardaginn. Magni sigraði Austra á Raufarhöfn 4:0 á fimmtudagskvöldið, dag- inn eftir skildu UMSE-b og SM jöfn 1:1 á Laugalandsvelli og á laugardaginn gjörsigraði HSÞ-b Narfa, 8:0, á Árskógs- strandarvelli. Austri-Magni Magnamenn höfðu mikla yfir- burði er þeir mættu Austramönn- um á Raufarhöfn. Gestirnir náðu strax góðum tökum á leiknum en gestgjafarnir pökkuðu í vörnina og beittu skyndisóknum með litl- um árangri. Bjarni Áskelsson og Heimir Ásgeirsson skoruðu hvor sitt markið í fyrri hálfleiknum fyrir Magna og staðan í hléi var 2:0. í þeim síðari bætti þjálfari Magna, Kristján Kristjánsson, tveimur mörkum við, því síðara úr vítaspyrnu, og úrslitin því 4:0 fyrir Magna á Raufarhöfn. Krístján Magna, Austra. Kristjánsson, þjálfari skoraði tvívegis gegn UMSE-b-SM Nokkuð óvænt úrslit urðu á Laygalandsvelli á föstudags- kvöldið þegar UMSE-b og SM skildu jöfn, 1:1. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en SM náði þá forystunni með marki Jóns Forberg. í síðari hálfleiknum tóku leik- menn UMSE-b öll völd á vellin- um og sóttu stíft. Baldvin Hall- grímsson jafnaði leikinn en síðan fór liðið illa með kjörin tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú þegar það brenndi af tveimur víta- spyrnum. Narfi-HSÞ-b Leikur HSÞ-b og Narfa var ein- stefna á mark Narfa allan tímann og er í raun lítið annað um þann leik að segja. Leikurinn varð aldrei skemmtilegur, til þess voru yfirburði HSÞ-b allt of miklir og hefði sigurinn hæglega getað orð- ið stærri ef miðað er við mark- tækifærin sem voru mýmörg. Viðar Sigurjónsson skoraði þrjú mörk fyrir HSÞ-b, Skúli Hall- grímsson tvö og Ari Hallgríms- son, Jónas Hallgrímsson og Hall- grímur Guðmundsson eitt hver.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.