Dagur - 26.06.1990, Síða 14

Dagur - 26.06.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 26. júní 1990 Umboðsmaður Alþingis: 150 kvartanir bárust frá almeimingi 1989 Á árinu 1989 bárust umboðs- manni Alþingis, 150 kvartanir frá einstaklingum og samtök- um og auk þess tók umboðs- maður upp 4 mál að eigin frumkvæði. í upphafi ársins var 35 málum ólokið og því fjallaði umboðsmaður á árinu um 189 mál. Á árinu var lokið afgreiðslu 122 ;nála. Þá hafa skrifstofu umboðsmanns borist fjölmargar fyrirspurnir, sem leyst hefur verið úr með leið- beiningum til aðila. Umboðsmaður Alþingis starfar samkvæmt lögum nr. 13/1987 og það er hlutverk hans að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagn- vart stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður getur tekið mál til' meðferðar eftir kvörtun eða að sjálfs sín frumkvæði. Þær kvart- anir, sem borist hafa til umboðs- manns hafa lotið að ýmsum þátt- um í stjórnsýslunni en af einstök- unt málaflokkum hafa flest mál lotið að framkvæmd skattamála! eða 13. í 11 tilvikum var fjallað um ákvörðun stjórnvalda unt skipan forsjár barna og umgengn- isréttar og meðferðar slíkra mála. í 9 tilvikum var kvartað yfir meðferð og afgreiðslum í málum er varða atvinnuréttindi og atvinnuleyfi. Af öðrum mála- flokkum má nefna málefni opin- berra starfsmanna, málefni fanga og annað er lýtur að fangelsum og meðferð ákæruvalds. Af þeim málum, sem lokið var á síðasta ári, lauk 29 þeirra með því að umboðsmaður lét uppi álit sitt á því, hvort tiltekin athöfn stjórnvalds bryti í bága við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti. í 23 málum kom ekki til frekari afskipta umboðsmanns, þar sem aðilar höfðu ekki skotið málum til æðra stjórnvalds áður en kvörtun var borin fram en það er skilyrði eigi umboðsmaður að fjalla um málið. í 29 málum var fallið frá kvörtun eða kvörtun gaf ekki tilefni til frekari meðferðar að lokinni frumathugun og í sum- um tilvikum höfðu þeir, er kvört- un báru fram fengið leiðréttingu sinna mála eftir að umboðsmaður hafði beint fyrirspurn til hlutað- eigandi stjórnvalds um efni, sem kvartað var yfir. Skrifstofa umboðsmanns Alþingis að Rauðarárstíg 27 í Reykjavík er opin virka—daga milli kl. 9-15, sími 91-621450 og pósthólf 5222, 125 Reykjavík. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Amarsíða 6 d, Akureyri, þingl. eig- andi Ásgeir I. Jónsson, föstud. 29. júní ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Byggðavegur 145, Akureyri, þingl. eigandi Jón V. Guðlaugsson, föstud. 29. júní '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Jónas Aðalsteinsson hrl. Eyrarlandsvegur 3, e.h. Akureyri, þingl. eigandi Borghildur Sigurðar- dóttir, föstud. 29. júni ’90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Ævar Guðmundsson hdl. Furulundur 1 c, Akureyri, talinn eig- andi Halldór Svanbergsson o.fl., föstud. 29. júní '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Gefjun vinnslus., Ketilhús hl., þingl. eigandi Álafoss, Akureyri, föstud. 29. júní '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður. Grundargerði 3 a, Akureyri þingl. eigandi Þorsteinn Jónatansson, föstud. 29. júní kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Thoroddsen hdl. ísborg EA-159, Hrísey, þingl. eig- andi Borg hf., föstud. 29. júní '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Kaldbaksgata 2, Akureyri, þingl. eigandi Blikkvirki s.f., föstud. 29. júní '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., inn- heimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Steingrímur Eiríks- son hdl. Móasíða 1, iðnaðarhúsnæði 2. hl., þingl. eigandi Kristján Gunnarsson, föstud. 29. júní '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Elvar Unn- steinsson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Ráðhúsið Dalvík, hluti, þingl. eig- andi Bókhaldsskrifstofan hf., föstud. 29. júní '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs, Strandgata 51, Akureyri, þingl. eig- andi Blikkvirki sf., föstud. 29. júní '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl. Gunnar Sólnes hrl. og Steingrímur Eiríksson hdl. Ægisgata 26, Akureyri, þingl. eig- andi Matthías Þorbergsson, föstud. 29. júní '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: íslandsbanki. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjaröarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Langholt 21, Akureyri, þingl. eigandi Margrét Jónsdóttir, föstud. 29. júní '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Óskar Magnússon hdl. Óseyri 1, Akureyri, þingl. Sjúkra- og styrktarsj. bílstjf.f Valur, föstud. 29. júní '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Iðnþróunarsjóður. Vallargata 5, Grímsey, þingl. eigandi Sigurður Bjarnason o.fl., föstud. 29. júní '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Gunnar Sólnes hrl., Ásgeir Thor- oddsen hdl., Björn Ólafur Hallgríms- son hdl., Jóhannes Ásgeirsson hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Sveinn Skúlason hdl., Gjaldskil sf., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Sr. Björn Jónsson, nýkosinn stórtemplar, heiðrar Ingimar Eydal (t.v.). Aðrir á myndinni eru Styrmir Gunnarsson, Hclga, eiginkona Omars Ragnarssonar, og Páll Daníelsson. Sögulegu stórstúkuþingi lokið - Mjöll Matthíasdóttir, Akureyri, kosin stórgæslumaður Unglingareglunnar Þing Stórstúku Island IOGT fór fram í Templarahöllinni, Eiríks- götu 5 í Reykjavík dagana 6.-9. júní. Á þinginu kom fram að við- ræður standa yfir við fræðsluyfir- völd um að Unglingaregla Stór- stúkunnar taki að sér félagsmála- fræðslu í skólum landsins. Þá var þingheimi kynnt útgáfa Stórstúk- unnar á litabókinni „Fávís og Fjölvís". Bókin er þýdd úr ensku af Elísabetu Jensdóttur. í bók- inni er mælt með bindindi á nýstárlegan máta. Henni verður dreift af skólayfirvöldum í grunn- skólana. Á þinginu var skýrt frá nýaf- stöðnum kaupum Stórstúkunnar á Tónabíói. Þar er nú verið að innrétta einhverja glæsilegustu aðstöðu til ráðstefnu-, funda- og skemmtanahalds hérlendis. Hús- ið hefur fengið nafnið Veltubær og þegar hefur verið ákveðið að halda þar bingó þrisvar í viku í framtíðinni. Þinginu barst ósk frá Bindind- isfélagi ökumanna um stuðning við að ná mörkum um ölvunar- akstur, sem nú er 0,5 prómill, neðar. Á þinginu voru nokkrir innan- og utanregluaðilar heiðraðir við hátíðlega athöfn fyrir stuðning við starf bindindishreyfingarinn- ar. Þetta voru þeir Ingimar Ey- dal, tónlistarmaður, Ómar Ragn- arsson, fréttamaður og skemmti- kraftur, Páll Daníelsson, fyrrver- andi deildarstjóri Pósts og síma, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, og Pétur Pétursson, þulur. Þetta 76. Stórstúkuþing er sögulegt af þeirri ástæðu að þeir sem gegnt hafa æðstu embættum Stórstúkunnar allan síðasta ára- tug gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Hvorki Hilmar Jónsson, stórtemplar, né Kristinn Vil- hjálmsson, stórgæslumaður Unglingareglunnar. í þeirra embætti voru kosin sr. Björn Jónsson, prestur á Akra- nesi, í embætti stórtemplars, og Mjöll Matthíasdóttir, frá Akur- eyri, í embætti stórgæslumanns Unglingareglunnar. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands: Krefst aukinna fjárveitinga til enduraienntunar kennara Á fundi fulltúraráðs Kennara- sambands Islands, sem haldinn var þann 13. júní sl. var m.a. fjallað um fjárveitingar hins opinbera til endurmenntunar kennara. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Á sama tíma og síauknar kröfur eru gerðar til kennara um fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfi og frumkvæði í skóla- þróun eru fjárveitingar til Kenn- araháskóla íslands fjarri því að nægja til þeirra verkefna á sviði endurmenntunar kennarastéttar- innar sem honum er skylt að sinna. Vegna fjárskorts hefur KHÍ valið þá leið að hluti kennara utan af landi fái greidda dagpen- inga og ferðakostnað en öðrum boðið upp á að sækja námskeið á eigin kostnað. Þessi framkvæmd leiðir til þess að ákvæði kjara- samninga KÍ um greiðslu dag- peninga og ferðakostnaðar kenn- ara sem sækja námskeið á vegum menntamálaráðuneytis eru þver- brotin. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands fordæmir að nú skuli vera tilviljunum háð hvort áhugasamir kennarar utan Reykjavíkur- svæðisins fái tækifæri til að nýta sér takmarkað framboð KHI á endurmenntunarnámskeiðum þrátt fyrir að endurmenntun sé liður í vinnuskyldu starfandi kennara. Fulltrúaráð KÍ krefst þess að á fjárlögum verði tryggt nægilegt fjármagn til að uppfylla samn- ingsbundin ákvæði um endur- menntun og þess gætt að kennar- ar utan af landi eigi jafna mögu- leika óg aðrir til að njóta hennar. Þá felur fulltrúaráðið stjórn KÍ að leita réttar þeirra kennara sem sækja munu námskeið í sumar og fá ekki greidda dagpeninga óg ferðakostnað samkvæmt kjara- samningum." Heilræði Hestamenn: Verið vel á verði, þar sem öku- tæki eru á ferð. Haldið ykkur utan fjölfarinna akstursleiða. Stuðlið þannig að auknu umferð- aröryggi. Ökumenn: Forðist allan óþarfa hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist og láti ekki að stjórn knapans. Gistihúsið Langholt Snæfellsnesi: Fjölbreytt þjónusta á þjóðvegi 54 Gistiheimilum og -húsum hef- ur fjölgað með undraverðum hætti á liðnum árum. Eitt nýrra gistihúsa í landinu er Langaholt á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er byggt á árunum 1985-1990. í því eru 12 herbergi og einn 60 fermetra salur fyrir svefnpokaplássgist- ingu. Matsalur, sólstofa og sjón- varpsstofa eru á neðri hæð, einn- ig er í húsinu ferðamannaeldhús sem gestir geta notað. Veitinga- eldhús afgreiðir morgunverð og máltíðir eftir pöntun! Gos og sælgæti er selt í móttöku. Samgöngur til og frá gistihús- inu eru mjög góðar, það stendur um 100 metra frá þjóðvegi nr. 54 og áætlunarbíllinn milli Reykja- víkur og Ólafsvíkur fer þarna um tvisvar á dag. Á staðnum er boðið upp á bíl- ferðir að óskum í kringum jökul- inn, í hellaferðir eða að sund- lauginni á Lýsuhóli. Vatnasvæði Lýsu er 2-4 km frá staðnum. Silungsveiðileyfi eru frá 1. apríl til 30. júní, en lax- veiðileyfitíminn er frá 1. júlí til 20. september. Gistihúsið gefur út tvö laxveiðileýfi daglega fyrir gesti á laxveiðitímanum, silungs- veiðileyfi kostar kr. 600 en lax- veiðileyfi kr. 2.500 - 3.500. (Fréttatilkynning.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.