Dagur - 28.06.1990, Side 10

Dagur - 28.06.1990, Side 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 28. júní 1990 myndasögur dags ÁRLAND Þú getur aldrei giskað á hvað geröist áðan... vopnaður maður reyndi að ræna okkur! Ef frökén Bára hefði ekki komið til hjálpar hefðum við. 'verið rændl... En hún afvopnaði hann!! BJARGVÆTTIRNIR Ef þú ert að biðja um meiri peninga -í AFTUR. er svarið NEI Zaghul! J Þú borgar mér vel, ég viðurkenni það... en þessi leikur er orðinn of," ...Guerilla skæruliöarnir þinir sprendu t987 King Features Synrlicate Inc World rights reserved # Mýrar og fen við Vestur- síðu Það fór heldur illa fyrir verk- tökunum sem fóru að grafa grunnana í Vestursíðu á Akureyri. Þeir standa í vatni upp að hnjám og bölva lóð- unum. „Þetta lætur bærinn fólkið borga milljónir fyrir,“ sagði einn verktakinn og benti á nokkurra metra djúpa forarvilpu. Eru engin takmörk fyrir því hversu lélegum byggingarlóðum er úthlutað hjá bænum? spyrja menn sem þekkja tíl stað- hátta. í borg Davíðs eru lagðar götur og malbikað áður en menn fara að byggja. Akureyrskir verk- takar sem hafa margra ára reynslu af framkvæmdum segjast aldrei hafa séð ann- að eins. Oft hafa lóðir þó verið skrautlegar og eigend- um dýrar. Byggingamenn á Akureyri fylgjast vel með, og undirverktakar taka áreiðanlega ekki að sér jarð- vinnu í þessu hverfi á nein- um spottprísum upp frá þessu, ef búast má yið að stórvirkar vinnuvélar sitji fastar tímunum saman við að reyna að athafna sig. # Kindurnar hurfu í svarðar- grafirnar Gamlir menn, sem muna fyrri tið, furða sig ekkert á vandræðum verktakanna við Vestursíðu. Þeir hafa rifjað upp sögur af því að þetta landsvæði hafi alltaf verið votlent og blautt á sumrin, alveg fram á haust. Svarðargrafir eru á þessum slóðum, og jarðvegurinn svo gljúpur að kindur voru taldar hafa horfið þar sporlaust. Kunnu menn ekki aðrar skýringar á þeim atvikum en að skepnurnar hafi fest sig í fenjum eða sokkið í svarðargrafirnar. Þannig er nú það. Nútíma- mönnum kemur stundum ýmislegt á óvart sem þó hef- ur verið vitað um langan aldur. En gömlu mennirnir með kindurnar voru að vísu ekki verkfræðingar... # Krossanes malaði gull Nú er allt komið í kaldakol í Krossanesi og enginn veit hvað verður um verksmiðj- una. Menn hafa spurt hvern- ig verksmiðjan eigi að geta staðið undir sér ef hún skuld- ar hundruð milljónir króna eða jafnvel mílljarð. Höfðu þeir kannskí rétt fyrir sér gömlu starfsmennirnir, sem vildu ekki gerbreyta verk- smiðjunni á sínum tíma? „Krossanes malaði gull, og það hefði ekki verið neitt vandamál að láta það hald- ast óbreytt,11 sagði einn fyrr- verandi starfsmaður á dög- -unum. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 28. júní 17.50 Syrpan (10). 18.20 Ungmennafélagið (10). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismærin (119). 19.25 Benny Hill. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Íþróttahátíð ÍSÍ. Bein útsending frá Laugardalsvelli. 21.30 Gönguleiðir. Að þessu sinni slæst Jón Gunnnar Grjet- arsson umsjónarmaður þáttanna í för með Einari Þ. Guðjohnsen um uppsveitir Borgarfjarðar. 21.50 Max spæjari. (Loose Cannon). Nýr bandarískur sakamálamyndaflokkur í sjö þáttum. Lögreglumaðurinn Max Monroe er óstýrilátur og svo erfiður í umgengni að enginn vill vinna með honum. Aðalhlutverk: Shadoe Stevens. 22.40 Anna og Vasili. (Rötter í vinden). Þriðji þáttur af fjórum. Leikin myndaröð byggð á skáldsögu Veijo Meris sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. Sagan gerist um aldamótin, þegar Finnland heyrði undir.Rússland, og lýsir ástum finnskrar stúlku og rússnesks- hermanns. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Anna og Vasili. Framhald. 00.15 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 28. júní 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Morgunstund. 19.19 19.19. 20.30 Sport. 21.25 Aftur til Eden. (Return to Eden.) 22.20 Hasar í háloftunum. # (Steal the Sky). Bandarískur njósnari er ráðinn til þess að fá íraskan flugmann til að svíkjast undan merkjum og fljúga MIG orrustuþotu sinni til ísrael. Hörkuspennandi mynd með frá- bærum flugatriðum. Aðalhlutverk: Mariel Hemingway og Ben Cross. 00.00 Heimsins besti elskhugi. (World’s Greatest Lover). Sprenghlægileg gamanmynd um mann sem afræður að taka þátt í samkeppni kvik- myndavers um það hver líkist mest hjarta- knúsaranum Valentino. Hann á stefnu- um nokkur góð heilræði. Þegar á hólminn er komið á maðurinn í mestu erfiðleikum með að þreyta prófið en eiginkona hans, sem er trúr aðdáandi Valentinos, á þó mestan þátt í því að hann lætur til skarar skríða. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Dom DeLuise og Carol Kane. 01.25 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 28. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttirkl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirhti kl. 7.30. Sumarljóð kl. 7,15, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Guðni Kolbeinsson talar um daglegt mái laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn „Kátir krakkar" eftir Þóri S. Guðbergsson. Hlynur Örn Þórisson les (4). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.10 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Hvað eru börn að gera? Bömin í túninu heima. umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu Kölska" eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hjalti Rögnvaldsson les (5). 14.00 Fréttir. 14.03 Gleymdar stjörnur. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Síðan hef ég ver- ið hérna hjá ykkur“ eftir Nínu Björk Árnadóttur og „Vitnisburður" eftir Hrafn Gunnlaugsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Hándel og Bach. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Tónlistarkvöld Útvarpsins. Kynnir: Haraldur G. Blöndal. 21.30 Sumarsagan: „Manntafl" eftir Stef- an Zweig. Þórarinn Guðnason les (4). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 „Lítið eitt um ævintýri". Um ævintýri sem bókmenntagrein. Umsjón: Bolli M. Valgarðsson. 23.10 Sumarspjall. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás2 Fimmtudagur 28. júní 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lifsins. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. Sólarsumar heldur áfram. 14.03 HM-hornið. 14.10 Brotúrdegi. 16.03 Dagskrá. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskífan. 21.00 Paul McCartney og tónlist hans. 22.07 Landið og miðin. 23.10 Fyrirmyndarfólk. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Með hækkandi sól. 2.00 Fréttir. 2.05 Ljúflingslög. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fréttir. 04.03 Sumaraftann. 04.30 Veðurfregnir. 4.40 plefsur. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Zikkzakk. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Áfram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 28. júní 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 28. júní 07.00 7-8-9... Hallur Magnússon og Kristin Jónsdóttir ásamt Talmálsdeild Bylgj- unnar. 09.00 Fréttir. 09.10 Fáll Þorsteinsson. 11.00 Ólafur Már Björnsson. 14.00 Helgi Rúnar Óskarsson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Listapopp. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 28. júní 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.