Dagur - 28.06.1990, Qupperneq 11
Fimmtudagur 28. júní 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
Sumaríþróttahátíð ÍSÍ:
Opnunarhátíðin í kvöld
Íþróttahátíð ÍSÍ 1990 verður
sett við hátíðlega athöfn á
Laugardalsvelli í kvöld. Hér er
í raun um að ræða síðari hluta
hátíðarinnar því Íþróttahátíð
Iþróttasambands íslands hófst
með vetraríþróttahátíðinni á
Akureyri sl. vetur. Þetta er
stærsta íþróttahátíð sem haldin
hefur verið hérlendis fram til
þessa og hefur mikill undir-
búningur farið fram fyrir hana.
Hátíðin stendur fram til sunnu-
dags.
Þrátt fyrir að flestar greinar
sem tengjast hátíðinni þessa daga
fari fram á höfuðborgarsvæðinu
verða einnig margir dagskrárliðir
út unt land. Hið árlega Tomma-
mót sem í taka þátt yngstu knatt-
spyrnumenn landsins hófst í
Vestmannaeyjum í gær og annað
kvöld kl. 18 fara fram golfmót á
öllum golfvöllum landsins sam-
tímis. Keppt verður í einum
flokki karla og kvenna, svo-
kölluðum höggieik.
Þá fer fram í Keflavík aldurs-
flokkamót Sundsambands ís-
lands um helgina og þar verður
einnig hluti af dagskrá Skotsam-
bands íslands. Þá fer Kvenna-
hlaupið, svokallaða, fram á
nokkrum stöðum á landinu, þ.e.
í Garðabæ, á ísafirði, Grundar-
firði og á Akureyri. Markmiðið
með þessu hlaupi er að leggja
áherslu á íþróttaiðkun kvenna og
holla lífshætti sem konur fá gegn-
um þátttöku í íþróttum. í
kvennahlaupinu verður ekki
keppt um verðlaunasæti en allir
þátttakendur fá viðurkenningar-
skjal fyrir þátttökuna. Hlaupa
má vegalengdina, ganga eða
skokka. Á Akureyri verður
kvennahlaupið í Kjarnaskógi
næstkomandi laugardag og hefst
kl. 15.30. Konur eru beðnar að
koma hálftíma fyrir hlaupið til
skráningar.
Af einstökum dagskrárliðum
næstu daga er vert að benda á
Bilun í prentsmiðju:
Umfjöllun um leiki
bíður morgundags
Vegna bilunar í tæknibúnaði í
prentsmiðju Dags, Dagsprenti
hf., er þetta blað að hluta til
unnið í Prentverki Odds Björns-
sonar. Þess vegna þurfti að
prenta blaðið óvenju snemma í
gærkvöld. Af þeim sökunt birt-
ist frásögn af leikjum sem fram
fóru í Hörpudeild ísiandsmóts-
ins í knattspyrnu í gærkvöld,
leik KA og ÍBV annars vegar og
ÍA og Þórs hins vcgar, ekki fyrr
en á morgun.
Lesendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessu en vonir standa til
að viðgerð á hinum bilaða
tækjabúnaði ljúki um helgina.
Ritstj.
fjögurra þjóða mót í handknatt-
leik en þar keppir landslið ís-
lands í fyrsta sinn undir stjórn
Þorbergs Aðalsteinssonar, ný-
ráðins landsliðsþjálfara. Þá mun
Blaksamband íslands halda blak-
mót smáþjóða og Badminton-
samband íslands fær í heimsókn
sterka erlenda keppendur. Þá
verður fimleikasambandið með
svokallaðan Landsleik milli ís-
lands og Danmerkur og Frjáls-
íþróttasamband íslands verður
með landskeppni milli íslands,
Skotlands og Irlands. Þar mætir
flest okkar sterkasta frjáls-
íþróttafólk til leiks.
Loks má þess geta að Esso/
KA-mót í knattspyrnu sem verð-
ur á Akureyri um aðra helgi, svo
og Pollamót Eimskips sem fram
fer um allt land í sumar eru hluti
Íþróttahátíðar ÍSÍ JÓH
Sigurður Matthíasson verður nieðal keppenda í landskeppninni við Skota og
íra.
Uppgangur í þríþrautinni:
Fyrsta íslandsmeistaramótið
verður á Hrafiiagili
búist við ijölda keppenda
Fyrsta íslandsmeistaramót í
þríþraut sem haldið er hér á
landi fer fram á Hrafnagili í
Eyjafirði þann 22. júlí næst-
komandi. Nú eru liðin rúm tvö
ár frá því fyrst var keppt í þrí-
þraut á íslandi og virðist sem
þessi skemmtilega nýjung á
íþróttasviðinu sé að ná fótfestu
hér á landi.
Saga þríþrautarinnar hér á
landi hófst á Akureyri sumarið
1988 þegar 13 manns kepptu í
fyrstu þríþrautarkeppninni. Sá
sem harðast hefur gengið fram í
því að kynna þessa íþrótt hér á
landi er Hollendingurinn Cees
Van de Ven og segir hann að hér
sé uin að ræða grein sem hver
sem er geti tekið þátt í og þátttaka
þurfi því ekki að einskorðast við
keppnisfólk í frjálsum íþróttum.
Ungmennafélag Akureyrar:
Akureyrarmót í vonskuveðri
- Keppendur börðust við norðangarrann
Akureyrarmót Ungmennafé-
lags Akureyrar fór fram um
síðastliðna helgi í vonskuveðri.
Eins og gefur að skilja náðist
ekki verulega góður árangur
við þessar aðstæður en vert er
þó að benda á ágætan tíma
Orra Oskarssonar í 60 m
hlaupi hnokka, tíma Smára
Stefánssonar í 60 m hlaupi
stráka, tíma Sigríðar Hannes-
dóttur í 60 m hlaupi stelpna og
tíma Hólmfríðar Jónsdóttur í
100 m hlaupi telpna. En úrslit
á mótinu fylgja hér á eftir:
Tátur
60 m hlauu
tup:
1. Stella Olafsdóttir
2. Rúna Ásmundsdóttir
3. Arna Pálsdóttir
600 m hlaup:
1. Stella Ólafsdóttir
2. Arna Pálsdóttir
3. Assa Van de ven
Langstökk:
1. Stella Ólafsdóttir
2. Arna Pálsdóttir
3. Assa Van de ven
Boltakast:
1. Arna Pálsdóttir
2. Assa Van de ven
3. Rúna Ásmundsdóttir
Hnokkar
60 m hlaup:
1. Orri F. Óskarsson
2. Hilmar Stefánsson
3. Hilmar Kristjánsson
sek.
10,0
10.3
10.4
mín.
2:36,5
2:36,8
2:37,8
metrar
3,45
3,29
3,12
metrar
21,12
18,76
17,35
sek.
9.4
9.5
10,1
600 m hlaup: sek. 800 m hlaup: mín.
1. Orri F. Öskarsson 2:16,7 1. Smári Stefánsson 3:01,6
2. Hilmar Stefánsson 2:22,2 2. Robert Kárason 3:23,0
3. Hilmar Kristjánsson 2:23,1 3. Rúnar Leifsson 3:36,8
Langstökk: metrar Langstökk: metrar
1. Orri F. Óskarsson 3,60 1. Smári Stefánsson 4,29
2. Rúnar Þór Jónsson 3,39 2. Rúnar Leifsson 3,36
3. Þórarinn Jóhannsson 3,05 3. Helgi Gunnlaugsson 3,24
Boltakast: metrar Kúluvarp: inetrar
1. Rúnar Þór Jónsson 38,21 1. Helgi Gunnlaugsson 6,38
2. Orri F. Óskarsson 37,17 2. Robert Kárason 5,44
3. Þórarinn Jóhannsson 32,50 3. Smári Stefánsson 5,28
Telpur Hástökk: metrar
60 m hlaup: sek. 1. Smári Stefánsson 1,20
1. Sigríður Hannesdóttir 9,0 2. Rúnar Leifsson 1,15
2. Hildur Bergsdóttir 9,8 3. Robert Kárason 1,10
3. Freydís H. Árnadóttir 10,2
800 m hlaup: mín. Stelpur
1. Hildur Bergsdóttir 3:19,1 100 m hlaup: sek
2. Freydís Árnadóttir 3:23,2 1. Hólmfríður Jónsdóttir 13,7
3. Kristín Haraldsdóttir 3:31,0 2. Jóhanna Erla Jóhannsdóttir 14,6
3. Hrönn Bessadóttir 14,9
Langstökk: inetrar
1. Sigríður Hannesdóttir 4,13 400 m hlaup: sek.
2. Hildur Bergsdóttir 3,68 1. Hrönn Bessadóttir 79,3
3. Freydís H. Árnadóttir 3,58 2. Þrúður Gunnarsdóttir 82,0
Kúluvarp: metrar 800 m hlaup: niín.
1. Sigríður Hannesdóttir 5,54 1. Unnur Friðriksdóttir 3:08,7
2. Freydís H. Árnadóttir 4,28 2. Margrét Karlsdóttir 3:32,0
3. Hildur Bergsdóttir 4,13 1500 in hlaup: mín.
Hástökk: inetrar 1. Unnur Friðriksdóttir 5:48,2
1.-2. Freydís Árnadóttir 1,20 Langstökk: metrar
1.-2. Sigríður Hannesdóttir 1,20 1. Jóhanna Erla Jóhannsdóttir 4,38
Strákar 2. Regína Gunnarsdóttir 3,72
3. Hrönn Bessadóttir 3,62
60 m hlaup: sek.
1. Smári Stefánsson 8,5 Hástökk: metrar
2. Rúnar Leifsson 9,3 1. Jóhanna Erla Jóhannsdóttir 1,35
3. Robert Kárason 10,3 2. Margrét Karlsdóttir 1,20
Kúluvarp: metrar
1. Jóhanna Erla Jóhannesdóttir 7,56
Spjótkast: metrar
1. Jóhanna Erla Jóhannesd. 14,48
2. Hrönn Bessadóttir 9,80
Piltar
100 m hlaup sek.
1. Freyr Ævarsson 13,8
2. Jóhannes M. Sigurðarson 14,1
3. Stefán Sigurðsson 15,0
400 m hlaup sek.
1. Jóhannes M. Sigurðarson 73,1
2. Freyr Ævarsson 77,5
3. Birgir Ö. Reynisson 77,5
800 m piltar mín.
1. Jóhannes M. Sigurðarson 2;38,3
2. Birgir Örn Reynisson 2:44,3
3. Freyr Ævarsson 2:46,6
Langstökk metrar
1. Jóhannes M. Sigurðarson 4,62
2. Freyr Ævarsson 4,33
3. Birgir Örn Reynisson 4,01
Hástökk metrar.
1. Jóhannes M. Sigurðarson 1,40
2. Birgir Örn Reynisson 1,20
3. Freyr Ævarsson 1,20
3. Stefán Sigurðsson 1,20
Kúluvarp metrar
1. Stefán Sigurðsson 7,57
2. Jóhannes M. Sigurðarson 6,97
3. Birgir Örn Reynisson 5,02
Spjótkast metrar
1. Stefán Sigurðsson 28,79
2. Jóhannes M. Sigurðarson 21,83
3. Birgir Örn Birgisson 20,23
JÓH
I þessari kcppni synda kepp-
endur 750 metra, hjóla því næst
20 kílómetra og hlaupa 5 kíló-
metra. f fyrra fór aftur fram þrí-
þrautarkeppni á Akureyri og
voru keppendur rösklega helm-
ingi fleiri en árið áður. Nú er í
fyrsta skipti efnt til íslandsmeist-
aramóts í þessari grein og er
þetta mót komið til sögunnar í
framhaldi af viðræðum nokkurra
áhugamanna við ÍSÍ um efl-
ingu greinarinnar hér á landi.
Þess má geta að nýlega fór
fram námskeiö og keppni í þrí-
þraut á Laugarvatni og þessi
grein er meðal dagskrárliða á
sumaríþróttahátíð ÍSÍ um kom-
andi helgi.
Skráning í keppnina er þegar
hafin í símum 96-27541, 96-
23116 og 91-19856.____JÓH
Vélamót GA:
Sigurpáll
á toppnum
í dag fer fram fjórða Vélamót
Golfklúhhs Akureyrar. Leikn-
ar verða 9 holur og mega menn
fara út á tímabilinu 13-19.
Keppt verður alla fímmtudaga
í sumar og fær sigurvegarinn
ferðavinning frá Ferðaskrif-
stofu Akureyrar en veitt verða
9 önnur verðlaun.
Staðan í mótinu nú er þannig
að Sigurpáll Sveinsson er efstur
með 22 stig. Næstir koma Guð-
mundur Finnsson nteð 15,5 stig,
Arnar Birgisson 12 stig, Jón E.
Gíslason 12 stig, Þórarinn B.
Jónsson 11.33 stig, Gylfi Krist-
jánsson 9,5 stig, Sævar Jónatans-
son 8,33 stig, Gísli Jónsson 8,33
stig, Gunnar Jakobsson 7 stig,
Júlíus Haraldsson 7 stig, Jón S.
Árnason 5,5 stig, Ríkarður Rík-
arðsson 5,5 stig, Ari Jón Bald-
ursson 4 stig, Páll Gíslason 2 stig
og Guðbjörn Garðarsson 2 stig.
Fyrirkontulag þessa móts er
þannig að hægt er að bæta það
upp ef keppendur ntissa úr mót
og geta þeir farið hring við tæki-
færi. Ágóði af mótinu rennur til
vallarnefndar og eru keppendur
minntir á að fylla út kort sín sam-
viskusamlega. JÓH