Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 29. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉUAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 25. þing Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra Dagana 21.-23. júní var 25. þing Sjálfsbjargar, Lands- sambands fatlaðra, haldið í Reykjavík. Þingið var hald- ið í sal, sem nýlega var vígður og er ætlaður til félags- aðstöðu í Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu. Það vekur ætíð athygli þegar þing Sjálfsbjargar eru haldin, en því miður nær sú athygli ekki nægilega vel út fyrir raðir fatlaðra. í málefnum þeirra hefur sannast að ófatlaðir, þar með taldir margir ráðamenn þjóðar- innar, sýna oft næsta lítinn skilning á baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum sínum. Fatlaðir hafa með sam- takamætti reynt að koma málefnum á framfæri, og sem betur fer hefur þeim stundum orðið ágætlega ágengt. Staða margra fatlaðra er erfið, og baráttan varnarbarátta við kerfi sem sýnir oft næsta lítinn skiln- ing og áhuga. Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er aðili að Ör- yrkjabandalagi íslands. Öryrkjabandalagið er, auk Landssamtakanna Þroskahjálpar, sameiningartákn fyrir hina ýmsu hópa fatlaðra. Sameiginlega berjast þessir aðilar fyrir málefnum fatlaðra á landsvísu. Sjálfsbjargarfélögin eru fimmtán talsins, víðs vegar um landið. Félagsmenn eru þrjú þúsund, og á þinginu á dögunum sátu fimmtíu fulltrúar kosnir af aðildarfé- lögunum. Að þessu sinni voru aðalmál þingsins hús- næðismál og endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Alþingi samþykkti sl. vor breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. í breytingum þessum felst að uppstokkun verður í félagslega húsnæðiskerfinu. í lögunum segir að markmiðið sé að jafna kjör og aðstöðu fólks í landinu og skapa öryggi í húsnæðis- málum. Þessu markmiði á að ná með því að styðja sveitarfélög og aðra aðila til að byggja íbúðarhúsnæði með hagstæðum lánum og á viðráðanlegum kjörum. Hér er ekki eingöngu átt við eignaríbúðir, heldur líka leiguíbúðir með hlutareign eða kauprétti síðar meir. Vegna þessara laga er unnið að könnun á húsnæðis- þörf félagsmanna í aðildarfélögum Sjálfsbjargar, á vegum landssambandsins. Hvað endurskoðun laganna um málefni fatlaðra snertir þá hafa lögin verið í gildi um sjö ára skeið. Fé- lagsmálaráðherra skipaði nefnd til að endurskoða þau að loknum gildistíma þeirra. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að leggja mat á reynsluna af lögunum og hvernig til hafi tekist um framkvæmd þeirra. Þar að auki á nefndin að gera tillögur um breytingar sem til betri vegar horfa. Þetta tvennt, húsnæðismálin og endurskoðun lag- anna, hlýtur að flokkast sem forgangsverkefni í málefnum fatlaðra í dag. Vonandi bera þeir sem með völdin fara gæfu til að leysa vandann farsællega. Sjálfsbjargarfélögin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt á margvíslegan hátt. Nafnið Sjálfsbjörg felur í sér grundvallarmarkmið samtakanna: Að fatlaðir geti bjargað sér, geti séð um sig sjálfir. Slíkt er ekki mögu- legt nema þjóðfélagið komi til móts við þarfir þeirra; að fatlaðir eigi kost á húsnæði við hæfi og að mann- réttindi þeirra séu tryggð með lagabókstaf. Annað sæmir ekki í því velferðarþjóðfélagi sem íslendingar vilja kenna sig við. EHB Kópasker: Aðalfundur MENOR Aðalfundur MENOR, Menning- arsamtaka Norðlendinga, verður haldinn á Kópaskeri sunnudag- inn 1. júlí. Fundurinn hefst kl. 13.00 og á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Kl. 16.00 verður kaffihlé og þá verða flutt nokkur dagskrár- atriði, sem að mestu verða í höndum heimamanna á Kópa- skeri. KI. 17.00 hefst ráðstefna um menningarmál og listir í Norður-Þingeyjarsýslu. Fram- sögumenn verða fulltrúi frá Hér- aðsnefnd N.-Þingeyjarsýslu, Sig- urbjörg Jónsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn, Pétur Þorsteinsson, skólastjóri grunnskólans á Kópa- skeri, sem mun fjalla um notkun tölvu í menningarsamskiptum, og Haukur Ágústsson, formaður Menningarsamtaka Norðlend- inga. Almennar umræður verða að loknum málflutningi fram- sögumanna. Menningarsamtök Norðlend- inga voru stofnuð árið 1982. Þau hafa það að markmiði að efla og styðja menningar- og listastarf í Norðlendingafjórðungi. Mark- miði sínu hyggjast þau ná með því að afla upplýsinga og dreifa þeim, veita fyrirgreiðslu, auka kynni meðal áhugamanna og at- vinnumanna í listum og menn- ingu innan fjórðungsins, kynna lista- og menningarstarfsemi á Norðurlandi og efla umfjöllun um hana í fjölmiðlum, leitast við að bæta aðstöðu til starfa að menningu og listum, standa fyrir sérhæfðum verkefnum o.s.frv. Á ferli sínum hafa samtökin unnið að framangreindum atrið- um og náð umtalsverðum árangri. Enn er þó mikið verk óunnið og hlutverki MENOR engan veginn lokið. Starfsemi samtakanna er hluti af baráttu þeirra sem lands- byggðina byggja fyrir sjálfstæði og reisn og því ómissandi þáttur í almennri byggðastefnu. Kvennahlaup í Kjarnaskógi á morgun: Allar konur út að hlaupa! Kvennahlaup, ganga og skokk, fer fram í Kjarnaskógi á morgun, laugardaginn, 30. júní, kl. 15.30. Safnast verður saman kl. 15 hjá þjónustumiðstöðinni í Kjarna- skógi. Kvennahlaupið er í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, sem form- lega var sett á Laugardalsvellin- um í gærkvöld og er stefnt að því að hlaupa á morgun um allt land. Markmiðið með kvennahlaupi er að allar konur á hvaða aldri sem er taki þátt í hollri íþróttaiðkun og útiveru. Talsmenn hlaupsins benda á að það sé upplagt fyrir alla kvennaklúbba, vinnufélaga, ættingja og vinkonur! Á það skal bent að vegalengd- in er aðeins 2 km. Hjá þjónustumiðstöðinni í Kjarnaskógi verða seldir bolir á 250 krónur með áritun í sam- bandi við hlaupið. Að loknu hlaupi mun Mjólkursamlag KEA gefa öllum þátttakendum Blöndu. Einnig fá þátttakendur verðlaunapening að hlaupi loknu. Kvennahlaup 30. júní: Mikið um dýrðir í S.-Þingeyjarsýslu Næstkomandi laugardag, 30. júní, verður efnt til svokallaðs kvennahlaups um allt land. í Suður-Þingeyjarsýslu hefur Kvenfélagasamband sýslunnar veg og vanda af skipulagningu hlaupsins og mun standa fyrir Viðvíkurkirkja: Sr. Páls Jónssonar minnst - við guðsþjónustu á sunnudag Þann 1. júlí nk. kl. 14 verður guðsþjónusta í Viðvíkurkirkju þar sem minnst verður sr. Páls Jónssonar sálmaskálds. Hann var prestur í Viðvík síðustu ár sín og jafnan kenndur við þann stað. Áður var hann prestur að Myrká og síðar á Völlum. Hann lést 8. des. 1889. Nú er minnst 100 ára ártíðar hans. Sr. Páll var sálmaskáld ágætt. Eru margir sálmar hans mjög kunnir svo sem barnasálmurinn Ó, Jesú bróðir besti og páska- sálmurinn Sigurhátíð sæl og blíð. í sálmabókinni eru nú 16 sálmar eftir sr. Pál. Á þessari 100 ára ártíð sr. Páls verður hans minnst í stuttu erindi í upphafi messunnar. Þórir Jó- hannsson leikur á bassa. Organ- isti verður Stefán R. Gíslason, söngstjóri og tónlistarkennari í Varmahlíð. Sr. Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari. í messunni verða eingöngu sungnir sálmar eftir sr. Pál. Allir eru að sjálfsögðu vel- komnir, en þess er sérstaklega vænst að afkomendur sr. Páls fjölmenni. Akureyri: Kvikmyndaklúbbur stofnaður Kvikmyndaklúbbur Akureyrar verður formlega stofnaður á Hótel Norðurlandi á morgun, laugardaginn 29. júní, kl. 14. Það eru kvikmyndaáhugamenn á Ak- ureyri sem standa að stofnun klúbbsins. Lengi hefur staðið til að stofna kvikmyndaklúbb á Akureyri, en það er fyrst núna sem kvikmynda- áhugamenn í bænum láta til skar- ar skríða. Með stofnun klúbbsins hyggjast þeir m.a. standa fyrir sýningum á kvikmyndum á Akur- eyri, sem annars eru ekki teknar til sýninga á almennum kvik- myndasýningurri. Þá er ætlunin að standa fyrir kynningarfund- um, fyrirlestrum og fleira. Spaugstofan á Akureyri Það hefur vart farið fram hjá neinum að Spaugstofan er á ferð í gegnum grínmúrinn um Iand, allt. Tilgangurinn með þessu umstangi æsifréttamanna og góð- kunningja sjónvarpsáhorfenda er ekki aðeins sá að létta lund vora heldur einnig að kynna íslenska lambakjötið. Spaugstofan er nú komin til Akureyrar. Félagarnir eru með heilmikla skemmtidagskrá sem þeir ætla að setja upp í Sam- komuhúsinu föstudagskvöld og Iaugardagskvöld kl. 21.00 og 23.30 bæði kvöldin. Þar verður sannarlega slegið á létta strengi og leitað að léttustu lundinni á Akureyri. ýmsum uppákomum í tengslum við það. Blásið verður til leiks kl. 14 og skeiða þátttakendur af stað frá Laugum. Fólk ræður hvort það tekur sprettinn eða einfaldlega gengur í rólegheitum 2-5 kíló- metra. Rétt er að vekja sérstak- lega athygli á því að þingeyskar konur eru ekki aðeins boðnar velkomnar í kvennahlaupið. Kvenfélagskonur vænta þess að allir fjölskyldumeðlimir mæti til leiks. Konur í Kvennakórnum Lizzy munu verða á staðnum og taka lagið, bæði einar og með þátttak- endum. í tengslum við hlaupið standa kvenfélagskonur í Kvenfélaga- sambandinu fyrir kaffi- og pönnu- kökusölu í húsmæðraskólanum á Laugum. Námskeið fvrir þá sem hætta vilja ofáti „Aldrei aftur í megrun" eru ein- kunnarorð helgarnámskeiðs fyrir ofætur (bæði karla og konur) sem vilja hætta ofáti, og eru nám- skeiðin byggð á reynslu tugþús- unda karla og kvenna um allan heim sem hafa nýtt sér þessa leið til varanlegs heilbrigðis og ham- ingju. Námskeiðin eru ekki megrun- arkúrar, heldur eru orsakir og eðli sjúkdómsins skoðuð og ráðist beint að rótum vandans, sem m.a. felst í því að halda sig frá fæðutegundum sem kveikja í fólki fíkn, en borða mátulega mikið og mátulega oft. Kynningarfyrirlestur verður á Hótel KEA 3. júlí nk. kl. 21.00, þar sem fram fer skráning á nám- skeiðið og er nauðsynlegt að væntanlegir þátttakendur nám- skeiðsins mæti þar til að fá fulla nýtingu út úr námskeiðinu. Nám- skeiðið fer svo fram 7. og 8. júlí kl. 09.00 að Hótel KEA og kost- ar sex þúsund krónur. Leiðbeinandi er Axel Guð- mundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.