Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 29. júní 1990 122. tölublað Filman þm a skiiiö þaö besía / H-Lóx gæðaframköllun rHrað- framköllun Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthóif 196 Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Enduruppbygging Krossanesverksmiðjunnar: Kannað hvað kostar að hætta við Samkvæmt heimildum Dags er Akureyrarbær að láta kanna hvað það muni kosta bæjarfé- lagið að hætta við endurupp- bygginguna í Krossanesi, og hvort þær tölur sem lagðar hafa verið fram um kostnaðinn séu líklegar til að standast. Enginn hluthafafundur hafði verið boðaður í gær. Kostnaðurinn við endurupp- byggingu Krossanesverksmiðj- unnar hefur reynst mun meiri en ráð var fyrir gert. Samkværnt upplýsingum Dags hafa tölurnar enn hækkað, og nemur viðbótin frá fyrri áætlun ekki undir 75 milljónum króna. Þá eru sumir hræddir um,að enn eigi ófyriséð- ur kostnaður eftir að koma í ljós, a.m.k. sé varla unnt að fyrir- byggja þann möguíeika. Hólmsteinn Hólmsteinsson, stjórnarmaður í Krossanesstjórn, taldi ekki tímabært að veita nein- ar upplýsingar um málið í gær, þar sem það væri á viðkvæmu stigi. Hugmyndir voru uppi um að kaupa rafskautaketil til verk- smiðjunnar, en til þess þarf að leggja háspennustrengi að Krossa- nesi. Rafveita Akureyrar hefur pantað rofabúnað fyrir fjórar milljónir króna, auk þess sem búið var að panta tvo 12 þúsund volta háspennustrengi. Rafveitan greiðir rofana, en Krossanes strengina. Strengirnir eiga að liggja frá aðveitustöð 2, Kollu- gerði, til Krossaness, en sú vega- lengd er um þrír kílómetrar. Heildarlengd strengjanna verður sex kílómetrar, því þeir verða að vera tveir. Heildarverðmæti bún- aðarins losar tíu milljónir króna. Hjá rafveitunni fengust þær upp- lýsingar að auðvelt ætti að vera að selja a.m.k. háspennustreng- ina á innanlandsmarkaði til ann- arra rafveitna, yrði hætt við - enduruppbygginguna. EHB Þríburarnir, f.v. Birgitta Elín, Fannar Hólm og Hanna María. Mynd: KL 5 ára afmæli þríburanna á Akureyri Þríburarnir sem fæddust á Akureyri árið 1985 eiga afmæli í dag. Haldið verður upp á fimm ára afmælið á laugardaginn með fjölskyldunni, en í dag verður ýmislegt gert til hátíðabrigða í leikskólanum. Þríburarnir Fannar Hólm, Hanna María og Birgitta Elín, börn Jóhönnu Birgisdóttur og Halldórs Halldórssonar, fara í dag með tertu í leikskólann sinn, Pálmholt. Þar ætla þau að halda upp á daginn með krökkunum. Á laugardaginn verður svo haldið upp á afmælið heima, með ættingjum og vinum. En hvað vilja þau fá í afmælisgjöf? Fannar Hólm er hrifinn af Batman og fallegum bílum. Stelpurnar eru mest fyrir dúkkur og dót sem má nota í mömmuleik. Stundum hafa þríburarnir fengið eins afmælis- gjafir, en þegar þau velja sjálf kjósa þau ekki endilega sömu hlutina. EHB Veiðieftirlit í sjó: Óskað eftir aðstoð hins opinbera - nefnd vinnur að tillögum um úrbætur Á vegum landssambanda veiði- félaga, stangveiðifélaga og fiskeldis- og hafbeitarstöðva er starfandi þriggja manna nefnd til að gera tillögur um úrbætur í eftirlitsmálum með lax- og sil- ungsveiði í sjó. Nefndin hefur verið starfandi um tíma og mun kynna tillögur sínar fyrir landbúnaðarráðuneytinu. Inn- an sambandanna er mikill áhugi á því að ríkið taki að sér veiðieftirlitið þar sem um beina löggæslu sé að ræða. Hingað til hafa veiðifélögin þurft að annast eftirlitið að mestu. Þeir sem starfaö hafa í veiðieft- irliti, og Dagur hafði samband við, sögðu að nauðsynlegt væri að betra skipulag fengist á veiði- eftirlitsmálin í heild fyrir landið. Tveir bændur í Öngulsstaðahreppi vilja kaupa sömu jörðina: Málið til Jarðanefndar E}jafjarðar Jarðancfnd Eyjafjarðar var fyrir nokkru sent erindi frá stjórn Skjólbeltasjóðs Krist- jáns Jónssonar í Óngulsstaða- hreppi. Stjórnin hefur ákveðið að selja jörðina Hól, sem er í eigu hans, og nota söluandvirð- ið til að efla gerð skjólbclta í hreppnum. Tveir nágrannar hafa lýst yfír vilja til að kaupa Hólsland. Kristján Jónsson, bóndi á Hóli, lést 26. desember 1986 á Kristnesspítala. Hann átti enga afkomendur, en ákvað að láta allar eigur sínar ganga til Önguls- staðahrepps. í erfðaskrá sem Kristján gerði í apríl árið 1984 er gert ráð fyrir að eigur hans renni til stofnunar sérstaks sjóðs, sem nota á til að styrkja og verðlauna skjólbeltagerð í hreppnum. Sjóð- urinn heitir Skjólbeltasjóður Kristjáns Jónssonar, og í skipu- lagsskrá hans, sem Kristján heit- inn lýsti sig samþykkan, kemur fram að stjórnin eigi að vera skip- uð þremur mönnum. Tveir skuli kosnir af hreppsnefnd, en einn tilnefndur af Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Árlega skal úthluta úr sjóðnum fé til þeirra sem standa sig best á sviði skjólbeltaræktar. Varsla sjóðsins er í höndum hrepps- nefndar Öngulsstaðahrepps. Til að efla sjóðinn og uppfylla markmið hans ákvað stjórnin að selja Hól. Jörðin hefur verið í eyði í níu ár. Túnin hafa verið nýtt af ábúendum Ytra-Lauga- lands gegn Ieigugjaldi, en jörð- inni fylgir enginn framleiðslurétt- ur. íbúðarhúsið er ónýtt. Fjós og hlaða eru í þokkalegu ástandi. Stjórninni var kunnugt um vilja ábúendanna á Ytra-Lauga- landi og Hóli 2 til að kaupa Hólsland. Báðir vildu kaupa alla jörðina, og náðist ekki sam- komulag um að selja hvorum um sig helming hennar. Var málinu þá skotið til Jarðanefndar Eyja- fjarðar, þar sem það er til athug- unar. Samkvæmt heimildum Dags er sjónarmið sjóðsstjórnarinnar að land Hóls haldist í eigu íbúa hreppsins, þar sem slíkt stuðli fremur að markmiði Kristjáns heitins, en að selja jörðina utan- aðkomandi aðila. EHB Meðal þess sem nefndin er að velta fyrir sér er að fengnir verði fastir starfsmenn á vegum ríkis- ins, sem skiptu eftirlitinu á milli sín eftir landshlutum. Nóg er af mönnum til að sinna veiðieftirliti en vöflur koma á hið opinbera þegar komið er að kostnaðarhlið- inni. „Okkur finnst að ríkið hljóti að hafa skyldum að gegna gagn- vart okkur eins og öðrum, við að kosta löggæslu. Það er vafasamt að veiðiréttareigendur fari út í eftirlit hver fyrir sig,“ sagði Vig- fús B. Jónsson, bóndi á Laxam- ýri, í samtali við Dag. -bjb HofsÓS: Jón fer í „ból“ Bjamar Björn Níelsson, sem verið hef- ur sveitarstjóri á Hofsósi frá því í september 1988, mun láta af störfum þann 10. júlí næst- komandi og Jón Guðmunds- son á Óslandi taka við af honum. Björn hyggst halda í frekara nám og fara í Tækniskóla íslands eftir að hann hefur tekið sér gott sumarfrí. Hann segist telja að ástandið á Hofsósi sé nú að verða komið í jafnvægi aftur eftir hörð ár. Þess má geta að sveitarfélagið var mjög illa statt þegar Björn tók við, en nú er búið að fella niður mikið af skuldum og Hofs- óshreppur búinn að sameinast Hofshreppi og Fellshreppi. Sveitarstjórastaðan var ekki auglýst, en Jón Guðmundsson var ráðinn af nýrri sveitarstjórn sameinuðu hreppanna, Hofs- hrepps. Jón er búinn að vera oddviti í gamla Hofshreppi í 20 ár og hefur einnig setið í stjórn Hraðfrystihúss Hofsóss og verið þar stjórnarformaður í eitt ár. Hann mun setjast í sveitar- stjórastólinn þann 10. júlí og sagði, þegar Dagur hafði samband við hann, að sér litist ágætlega á þetta. SBG Sauðárkrókur: Stúlka slasað- ist í árekstri Arekstur varð í gærdag á Sauðárkróki. Létt bifhjól lcnti á bíl með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins, sern var ung stúlka, slasaðist töluvert en þó ekki alvarlega. Slysið varð rétt hjá verslun Haraldar Júlíussonar þegar bifreið scm ekiö var norður Aðalgötu beygði inn á Kaup- vangstorg í veg íyrir bifhjólið sem kom Aðalgötuna til suö- urs. Að sögn lögrcglunnar á Sauðárkróki kvaðst ökumaður bifreiðarinnar ekki hafa orðið var viö stúlkuna fyrr cn hjóliö lenti á bílnum. Stúlkan reyndi að sveigja framhjá bílnum, en náði því ekki og lenti aftast á hlið hans. Hún var strax flutt á sjúkra- hús. Hjólið er rnikið skemmt en ekki talið ónýtt.SBG Gistiheimilið á Kópaskeri: „Leggst bara vel í mig“ A Kópaskeri er rekið eitt gisti- heimili og það er ung kona frá Hafnarfírði sem ber ábyrgð á rekstrinum í sumar, en Kaup- félag Norður-Þingeyinga hafði um árabil starfrækt gistiheimili í sama húsi. En hvað dregur konu frá höfuðborgarsvæðinu norður í land? „Systir mín býr hérna á Kópa- skeri og manninum hennar fannst þetta sniðug hugmynd þegar í Ijós kom að starfið var laust og hafði samband við mig. Ég ákvað að slá til og hingað er ég komin með börnin mín. Það er allt í lagi að próta þetta,“ sagði Erna Gunnarsdóttir, sem tók við rekstri gistiheimilisins 1. maí sl. og ætlar að vinna við það a.m.k. í sumar. Gistiheimilið á Kópaskeri býð- ur upp á þrjú tveggja manna her- bergi en þar er h'ka stór salur sem hægt er að leigja fyrir fundi, erfi- drykkju og hvers konar samkom- ur. Erna sagði að salurinn væri mjög vinsæll. „Það verður ábyggilega nóg að gera í sumar því það er þegar far- ið að koma dálítið af ferðamönn- um hingað. Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Erna að lokum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.