Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. júní 1990 - DAGUR - 5 Nítján pimdari úr Húsejjarkvísl Fnjóská „Það tínist einn og einn lax á land á hverjum degi,“ sagði Ein- ar Long hjá Eyfjörð á Akureyri, þegar hann var inntur eftir veið- inni í Fnjóská það sem af er. Um 20 laxar eru komnir á land úr Fnjóská og eru þeir almennt nokkuð vænir, eða á bilinu 10 ti! 14 pund. Að sögn Einars er bleikjuveiði lítið sem ekkert byrjuð í Fnjóská, en gera má ráð fyrir að fari að styttast í góðar bleikjugöngur upp ána. Laxveiði er enn aðeins á neðra svæði árinnar en veiðimenn fara vænt- anlega að fikra sig upp eftir ánni. Vart við bleikju á 1. svæði í Eyjafjarðará Bleikjuveiðin er rétt að hefjast í Eyjafjarðará og hefur orðið vart við fisk síðustu daga á fyrsta svæðinu. Samkvæmt venju eru fyrstu alvöru bleikjugöngurnar í ána núna um mánaðamótin og því má ætla að lifni verulega yfir veiðinni eftir helgina. Kuldakast- ið síðustu daga hefur gert það að verkum að vatn er mjög hæfilegt í Eyjafjarðará og því kjöraðstæð- ur til að renna fyrir bleikjuna. Róleg byrjun í Hofsá Veiði hófst í Hofsá í Vopnafirði sl. miðvikudag og var fyrsti dag- urinn fremur rólegur. Fimm fisk- ar náðust á land og voru þeir allir um 11 pund. Að sögn Sverris Sverrissonar í Árhvammi eru sex stengur leyfðar í ána. Fyrstu dag- ana eru innlendir „fastagestir" að veiðum í Hofsá, en þegar líður á sumarið taka erlendir veiðimenn öll völd. Sverrir segir von á tign- um gestum, erlendum sem inn- lendum, í sumar. Hressir með Húseyjarkvísl Óvenju lífleg veiði hefur verið í Húseyjarkvísl í Skagafirði það sem af er. Nú eru komnir á land um 20 laxar og er sá stærsti 19 pund. Stangveiðifélagið Straum- ar á Akureyri er með ána á leigu og sl. mánudag slepptu Strauma- menn 3600 gönguseiðum og 8000 litlum sumaröldum seiðum í kvíslina. Lítið hefur verið um bleikjuveiði í ánni til þessa, en hana er að fá neðst í ánni. Sil- ungsveiðileyfi í Húseyjarkvísl eru seld í Varmahlíð. Fljótaá fer vel af stað Gunnar Steingrímsson, formaður Veiðifélags Fljótaár og Mikla- vatns, sagði laxveiðina í Fljótaá hafa farið rnjög vel af stað. Nú eru komnir um 20 laxar á land úr ánni og sagði Gunnar menn hina ánægðustu með stærð fiskanna, en að meðaltali hafa þeir vegið um 14 pund. óþh Þessi mynd var tekin sl. mánudag þegar seiðunum var sleppt í Húseyjarkvísl. Mynd: H.Bl. Ástand íjallvega Kortið hér að ofan er gefið út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúru- verndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 28. júní sl." Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður aug- lýst. Nýtt kort verður gefið út 5. júlí nk. HÓTEL KEA lauganhgskMiUii 30. júni Hin vinsæla hljómsveit FINNS EYDAL leikur fyrir dansi ★ Ljúf dinner músík fyrir matargesti Glæsilegur sérréttaseðill Borðapantanir í síma 22200 Í Hótel KEA____________J fyrir ve/ heppnaöa veislu Aktu eins og þú vilt að aorir aki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR Jráð Bílasala • Bílaskipti MMC Lancer station 4x4, árgerð 1987, ekinn 57.000. Toyota Camry station GLI, árgerð 1990, sjálfskiptur. Subaru Justy 4x4, árgerð 1986, ekinn 64.000. MMC Space Wagon station 4x4, árgerð 1988, ekinn 40.000. MMC Colt EXE, árgerð 1987, Daihatsu Charade 5 dyra, árgerð ekinn 18.000. 1988, ekinn 29.000. MMC L-300 4x4, ekinn 75.000. árgerð 1988, Mazda 42.000. 323 1300 LX, ekinn Subaru Turbo station 4x4, árgerð Nissan Pulsar Twin Cam, árgerð 1988, ekínn 27.000. 1988, ekinn 28.000. MMC Pajeró Turbo disel, árgerð 1987, ekinn 54.000. MMC Tredia 4x4, ekinn 61.000. 1987, MMC Lancer GLX, árgerð 1987, ekinn 48.000. Vegna mikiltar sölu vantar bíla á staðinn. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.