Dagur - 03.07.1990, Page 2

Dagur - 03.07.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 3. júlí 1990 Eimskip hættir öllum siglingum til Ólafsflarðar: fréttir STURTUVAGN! Þessi sturtuvagn er til sölu, stærð 5,5 m3. Vagninn er með Miller hliðarsturtum, öxull á fjöðrum og tvöfaldir hjólbarðar 900x20. Hentugur aftan í dráttarvélar. Upplýsingar í síma 95-37380 og 95-37381 á kvöldin. Þnr lógrcglubílar frá Saab sem lögreglan hefur keypt. Næstur er Saab 9000 CD en hinir tveir eru af gerðinni Saab 900 sem fara til lögreglunnar í Hafnarfirði og á Sauðárkróki. Hugmyndir um að Dalvík verði útflutningshöfii Ólafsfirðinga Eimskip hefur ákveðið að hætta öllum siglingum til Olafsfjarðar með tilkomu nýrrar ferðaáætlunar í strand- siglingum með ms. Stuðlafossi. Eimskip hefur ekki verið með áætlun til Ólafsfjarðar en hef- ur hins vegar tekið þar frystar sjávarafurðir úr frystihúsi og frystiskipum samkvæmt sam- komulagi við Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Guðni Sigþórsson forstöðu- maður Eimskips á Akureyri segir ekki hafa verið gert ráð fyrir viðkomu á Ólafsfirði í hinni nýju áætlun, og einhvers staðar verði að takmarka eða afleggja við- komur til þess að skipið nái að halda áætlun í hringferðinni. Félagið hefur haft viðkomu á Dalvík sl. 6 ár og hyggst halda því áfram og þjóna Ólafsfirðing- um þaðan, þ.e. aka vörum til þeirra og frá fyrir Ólafsfjarðar- múla og gegnum göngin þegar þau verða tekin í notkun. Ölafs- firðingar muni ekki bera neinn kostnað af þessari ráðstöfun. Eimskip hefur aldrei þurft að fella niður ferð til Dalvíkur vegna veðurs eða annara óhag- stæðra skilyrða, en komið hefur fyrir að skip hafi lokast inni í Ólafsfjarðarhöfn, t.d. var Ljósa- foss þar tepptur í tvo sólarhringa sl. vetur. A sl. ári hafði Eimskip 10 viðkomur á Ólafsfirði, en til Dalvíkur eru vikulegar viðkom- ur. Auk þessa er Stuðlafoss nokkru stærra skip en Ljósafoss og háfermdara svo vandi á sigl- ingum til Ólafsfjarðar eykst. Óskar Þór Sigurbjörnsson for- seti Bæjarstjórnar Ólafsfjarðar segir bæjaryfirvöld hafa átt fund með Höskuldi Ólafssyni og Ingólfi Guðmundssyni hjá Eimskip þar sem þessari ráðstöfun þeirra var harðlega mótmælt. Þar var þeim kynnt sú uppbyggingaráætlun sem fyrir liggur, en í sumar verða hafnar talsverðar framkvæmdir við höfnina, og eins eru ýmsir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi að íhuga byggingu á frystigeymslu sem staðsett yrði á hafnarvæðinu. Með því móti yrði ekki nauðsyn- legt að siglingar yrðu háðar lönd- un úr frystiskipum eða fram- leiðsluhraða í frysihúsi. Bæjaryfirvöld í Ólafsfirði telja það fráleitt að allar frystar sjávar- afurðir verði fluttar „hreppa- flutningum" til Dalvíkur til út- flutnings, en þar hefur SH nánast enga framleiðslu. Á þessu ári hefur útflutningur á frystum sjáv- arafurðum frá Ólafsfirði numið 2.331 tonni og þar af 18,6 tonn af rækju, en vörugjöld af því magni er um 443 þúsund krónur, sem er þá tekjumissir Ólafsfjarðarhafn- ar við þessar breytingar auk gjalda af skipunum sjálfum. Á næstunni munu bæjaryfir- Sjávarafurðadeild Sambandsins: Benedikt Sveinsson ráðinn framkvæmdastjóri Benedikt Sveinsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjávar- afurðardeildar Sambandsins, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri deildarinnar frá 1. júlí. Hann tekur við starlinu af Sigurði Markússyni, sem kosinn var formaður stjórnar Benedikt Sveinsson. Sambandsins á aðalfundi þess í byrjun júní en Sigurður hefur gegnt framkvæmdastjórastarfí í Sjávarafurðadeild frá árinu 1975. Benedikt Sveinsson hóf störf hjá Sjávarafurðadeild Sambands- ins árið 1977. Hann starfaði á skrifstofu Sambandsins í London á síðari hluta árs 1980 og réðst til starfa hjá Iceland Seafood Limited í Bretlandi er það fyrir- tæki hóf starfsemi í ársbyrjun 1981. Benedikt varð fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins 1. sept. það sama ár og gegndi því til ársloka 1986. Frá ársbyrjun 1987 hefur Benedikt verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild og jafnframt aðalsölustjóri deild- arinnar. Hann er kvæntur Sif Haraldsdóttur og eiga þau tvö börn. völd eiga viðræður við Eimskip, S.Í.F., S.H. og þá aðra aðila sem nota höfnina. í MÚLA, bæjarfréttablaði Ólafsfirðinga segir, að bæjaryfir- völd hafi lengi óskað eftir viðræð- um við Dalvíkinga um hafnar- málin, en þeir hafi farið sér hægt enda hafi tíminn unnið með Dal- víkingum. Einnig hafi gamli hrepparígurinn verið mönnum fjötur um fót í tilraunum til þess að finna lausn á málinu. Trausti Þorsteinsson forseti Bæjarstjórnar Dalvíkur segir hafnarnefndirnar hafa komið saman og rætt þessa hluti, en hann viti ekki til þess að það hafi neitt verið sótt á um það af Ólafs- firðingum að þessi hafnarmál væru rædd frekar. Dalvíkingar hafi verið tilbúnir til að ræða þessi mál, en spurning er kannski sú hvort þeir hafi átt að hafa frumkvæðið í þeim viðræðum. Trausti segir að það sé ekki fyrr en eftir að þeim hafnarfram- kvæmdum ljúki á Dalvík sem nú er hafin vinna við sem bæjar- yfirvöld geti boðið Eimskip þá aðstöðu á hafnarsvæðinu undir vöruskemmu sem þeir hafa farið fram á. Hafnaryfirvöld á Dalvík hafi ekki reynt að hafa nein áhrif á ákvarðanir Eimskips um við- komustaði, en greiðari samgöng- ur milli staðanna með tilkomu jarðgangna hljóta að auka þá möguleika að viðkomustöðum Frá Dalvíkurhöfn fækki. í umræðum milli hafnar- nefndanna hefur þeirri skoðun verið haldið á lofti að Dalvík yrði útflutningshöfn fyrir utanverðan Eyjafjörð, en aðrar hafnir fiskihafnir. Umræður um það hvernig Ólafsfirðingar tengdust útgjalda- og tekjuhlið þessa máls eru hins vegar á frumstigi. GG Rækjuverksmiðja Sigluness hf: Viima úr erlendu og innlendu hráefni - verðfall á rækju á heimsmarkaði setur strik í reikninginn Mikið er að gera hjá rækju- verksmiðju Sigluness hf. á Siglufíröi, þrátt fyrir versnandi söluhorfur á rækju. Fjórir bát- ar hafa landað hjá fyrirtækinu, og sá fímmti er að byrja veið- ar. Auk þess hefur sjófryst rækja verið keypt frá norsku veiðiskipi, ásamt innlendri rækju sem flutt hefur verið frosin til Siglufjarðar. Vinnsla hófst hjá Siglunesi 27. mars, eftir langt hlé frá gjaldþroti Sigló hf. Þormóður rammi hf. hefur húsnæði verksmiðjunnar á leigu til 1. nóvember nk., en leigusali er Ríkissjóður íslands. Ekki er vitaö hvert framhaldið verður eftir að samningurinn rennur út, en Guðmundur Slcarp- héðinsson, framkvæmdastjóri, segir að reynt verði að finna lausn áður. Rækjuframleiðendur hafa af því nokkrar áhyggjur að sölu- horfur á rækju á heimsmarkaði hafa versnað undanfarið. Norð- menn og Grænlendingar hafa stóraukið rækjuveiðar sínar frá því sem áður var. Orsökin er fyrst og fremst sú að kvóti þeirra hefur verið þrengur mikið á helstu botnfisktegundum, og útgerðarmenn hafa í stórum stíl farið á rækju með skipin. 1 Tuttugu og fimm manns.vjþna hjá Siglunesi við að pilla rækjuna og pakka henni. Framleiðslan fer á Evrópumarkað. „Rækjuiðnaðurinn á í erfíð- leikum vegna mikils framboðs 'áf rækju, einkum norskri. Kvótinn var skorinn það mikið niðuUá öðrurh tegundum áð Norðméhn hafa sótt meira á rækju en áður. Almennt séð er ástandið slæmt um allt landið hvað þetta snertir. Það er slæmt að rækjan skuli vefa á niðurleið þegar aðrar sjávaraf- urðir eru á uppleið,“ segir Guö- mundur Skarphéðinsson. EHB ■ TUJO Nýr lögreglubíll á SauðárkróR Þrír bflar frá Saab-verksmiðj- unum sænsku hafa nú bæst í lögreglubílaflota landsmanna. Einn er af gerðinni Saab 9000 CÐ og verður hann notaður við vegaeftirlit lögreglunnar en hinir eru Saab 900 sem fara til lögreglunnar á Sauðárkróki og í Hafnarfírði. Böðvar Braga- son lögreglustjóri í Reykjavík tók við lyklum Saab 9000 bíls- ins úr hendi Ágústs Ragnars- sonar hjá Globus. Bíllinn sem fer í vegaeftirlitið er af gerðinni Saab 9000 CD og er búinn aflmikilli vél og sjálf- skiptingu og að öllu leyti útbúinn sem lögreglubíll af hendi verk- smiðjanna eins og sænska lög- reglan notar. Síðan hafa tækni- menn lögreglunnar búið hann tækjum og öðrum búnaði sem nauðsynlegur er. Hinir bílarnir eru Saab 900i turbo með aflmik- illi 16 ventla vél. Athuganir og samningar vegna kaupanna hafa staðið lengi og náðust hagstæð kjör hjá Saabverksmiðjunum. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja- vík segir hugsanlegt að fleiri Saab-bílar verði keyptir verði reynslan af þeim góð. Álls eru nú 20 lögreglubílar af Saab-gerð vítt og breitt um landið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.