Dagur


Dagur - 03.07.1990, Qupperneq 3

Dagur - 03.07.1990, Qupperneq 3
fréftir Þriðjudagur 3. júlí 1990 - DAGUR - 3 3 Leyndarkerfi sem hindrar hlerun farsíma ekki verið fundið upp - Hlerun farsíma ólögleg Sjómenn hafa verið mjög óhressir með það að hægt hef- ur verið að hlera farsíma, en notkun þeirra hefur aukist verulega á undanförnum árum, sérstaklega um borð í íslenskum skipum. Sjómannafélag Eyjafjarðar sendi 6. júní 1989 bréf til Sam- gönguráðuneytisins þar sem farið Brottfluttir Ólafsfirðingar: Gróðursettu um 1000 tijáplöntur í miðbæ ÓlafsQarðar Um 1000 trjáplöntur auk blóma voru gróðursettar við tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar og í hlíðinni ofan við bæinn sl. laugardag, og var það ólafsfirðingafélagið sunnan heiða sem hafði veg og vanda af þeirri framkvæmd. Aðalhvatamaður að þessari heimsókn brottfluttra Ólafsfirð- inga er Hannes Kristmundsson garðyrkjubóndi í Hveragerði, en á annað hundrað manns kom að sunnan auk þeirra sem komu úr nágrannabyggðalögunum, og í grillveislu sem haldin var síð- degis á laugardeginum kom á þriðja hundrað manns, og álíka fjöl'di á dansleik um kvöldið í Tjarnarborg. Gróðursetning trjáa vegna Landgræðsluskóga 1990 stendur yfir að meira eða minna leyti í allt sumar, en það er unglinga- vinna bæjarins sem hefur veg og vanda af þeirri framkvæmd. GG fat Skotæfingasvæði á Glerárdal: Beðið ákvörðunar Skipu- lagsnefndar Akureyrarbæjar Skotveiðifélag Eyjafjarðar, SKOTEY, hefur beðið eftir svari um tíma frá bæjaryfir- völdum á Akureyri um endan- legt samþykki þess að mega hefja framkvæmdir við skot- æfíngasvæði fyrir leirdúfuskot- fimi frammi í Glerárdal. Gísli Ólafsson formaður félagsins segir að í vor hafi for- ráðamenn félagsins ásamt skipu- lagsstjóra og umhverfisstjóra far- ið fram í Glerárdal og þar varð samkomulag um, hvar æfinga- Húsavík: Svipaður fjöldi umsókna nú ogfyrirári völlurinn skyldi vera. Þessar hug- myndir ásamt uppdrætti að svæð- inu voru svo lagðar fyrir fund hjá skipulagsnefnd nú nýverið. Þar var samþykkt að fresta ákvarð- anatöku þar sem ákveðnir ann- markar eða hnökrar voru á stað- setningu skotsvæðisins að mati nefndarinnar. Formaður SKOT- EYJAR mun verða boðaður á fund nefndarinnar innan skamms til viðræðna um þetta mál. Flatarmál skotæfingasvæðis eins og þess sem hér um ræðir, er ca. 50x50 metrar en öryggissvæð- ið yrði þá um 300x300 metrar. Um 2 til 3 vikur tekur að koma svæðinu í nothæft ástand, en kostnaður er áætlaður 150 til 200 þúsund krónur. Skotveiðifélagið hefur þegar fest kaup á tveimur Jeirdúfu- kösturum ásamt tilheyrandi bún- aði, en það mun vera 400 þúsund króna fjárfesting. GG Kjötiðnaðarstöð KEA: Lambakjöt á lágmarksverði selst vel - tæp 53 tonn frá því í mars sl. Lambakjötið á lágmarksverð- inu hefur selst ágætlega hjá Kjötiðnaðarstöð KEA frá því það var sett á markað í byrjun mars sl. Síðustu fjóra mánuði hafa selst tæp 53 tonn af kjöt- inu, þar af 22,5 tonn í mars. Að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra, er búist við góðri sölu í júlí og ágúst, en það muni m.a. fara mikið eftir veðri því lambakjötið er vin- sælt á grillið. í apríl seldust aðeins 9 tonn, tæp 11 tonn í maí og í síðasta mánuði seldust rúm 11 tonn hjá KEA af lágmarksverðslambá- kjötinu. Af þessum tæpu 53 tonn- um seldust 36,5 tonn úr fyrsta flokki og rúm 16 tonn úr úrvals- flokki. Óli sagði í samtali við blaðið að sala á heilum skrokkum hafi gengið frekar illa það sem af er árinu og hafi útsalan á niðursag- aða lambakjótinu haft þar áhrif. „Það hefur verið dræm kjötsala miðað við árið í fyrra, en stærstu sölumánuðirnir eru eftir, júlí og ágúst,“ sagði Óli. Lambakjötið á lágmarksverð- inu er selt í 5-6 kílóa pokum, þannig að síðustu fjóra mánuði hefur Kjötiðnaðarstöð KEA selt á Eyjafjarðarsvæðið 8-10 þúsund poka af kjötinu. -bjb Ráðuneytið hefur ekki séð ástæðu til að svara áðurnefndu bréfi sjómanna en á sl. vetri spurði Karl Steinar Guðnason alþm. um það í fyrirspurnartíma á Alþingi hvort unnt væri að koma í veg fyrir hlerun á farsíma. Samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon svaraði því til að eig- endur einstakra farsíma gætu tryggt leynd samtala sinna við fyrirfram ákveðið símanúmer, og sá búnaður væri fáanlegur í dag. Þéir annmarkar eru þó á þeim búnaði, að leyndin er aðeins milli tveggja tiltekinna notenda. Póst- og símamálastofnunin fylg- ist mjög grannt með þróun þess- ara máia hjá símstjórnum og framleiðendum þar sem sams konar farsímakerfi er í notkun, en ekkert leyndarkerfi hefur enn verið fundið upp sem nota má í öllum gerðum farsíma. Samkvæmt fjarskiptalögum er hlerun fjarskipta óheimil, og öheimilt er að tilkynna það öðr- um eða notfæra sér á nokkurn hátt það sem menn verða áskynja í fjarskiptum. GG / skjóli 'var fram á úrbætur í þessum efnum. í bréfinu til ráðuneytisins segir m.a.: „Sjómenn fara þess eindregið á leit við Samgöngu- ráðuneytið, að settur verði upp búnaður svo hægt verði að koma í veg fyrir að símtöl úr farsímum verði hleruð." Um 50 umsóknir hafa borist Framhaldsskólanum á Húsavík um skólavist næsta skólaár aö sögn Björgvins Leifssonar áfangastjóra. Að venju má búast við að einhverjar umsóknir berist í ágústmánuði. Um 170 nemendur eru í skól- anum þegar hann er fullsetinn. Þetta er ívið minni aðsókn en búist var við, en í fyrrahaust voru nýir nemendur um 60 talsins. Á vorönn voru nemendur 120, en áætlað er að nemendur verði um 160 þegar skólastarf hefst í haust. Iðnbrautirnar eru alltaf vinsæl- ar því þar geta nemendur lokið bóknámshliðinni áður en þeir halda annað, en þær eru starf- ræktar þegar þátttaka er næg og næsta vetur verður rafvirkjunar- braut starfrækt. Nokkrir húsa- smíðanemar hafa sótt um skóla- vist, en þeim þarf að fjölga eilítið til þess að brautin verði starfrækt. Viðskiptabraut nýtur stöðugra vinsælda, en nám þar tekur tvo vetur og hægt er að halda námi áfram á hagfræðibraut að því loknu. Vinsælustu brautir til stúdentsprófs við Framhaidsskól- ann á Húsavík eru mála- og nátt- úrufræðibraut. GG ★ Gallar í miklu úrvali ★ Hjólabuxur ★ NBA bolir ★ Sundfatnaður B Lítið fyrst við hjá okkur það gæti borgað sig Sportbúðin Strandgötu 6 • Akureyri • Sími 27771 Opið 9.30-18.00 - laugardaga 10.00-12.00 VISA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.