Dagur - 03.07.1990, Page 5
Þriðjudagur 3. júlí 1990 - DAGUR - 5
4
kvikmyndarýni
’Jj Umsjón: Jón Hjaltason
Fæddur 4. júlí
Borgarbíó sýnir: Fæddur 4. júlí
(Born On The Fourth Of July.)
Leikstjóri: Oliver Stone.
Aðalhlutverk: Tom Cruise.
Universal Pictures 1989.
I
Ég efast um að nokkrum kvik-
myndaleikstjóra hafi til þessa
tekist að draga upp jafn skýra
þjóðfélagsmynd og Oliver Stone
gerir í þessari kvikmynd um lífs-
reynslu Víetnam-hermannsins
Ron Kovics (Tom Cruise). Fædd-
ur 4. júlí er í þremur meginköfl-
um; fyrst greinir frá hernaðar-
anda bandarísku þjóðarinnar fyr-
ir Víetnamstríðið. Ungir menn fá
hvatningu allsstaðar frá um að
elska föðurland sitt og heiðra
stjórnendur þess. Svo skellur
Víetnam-fárið á og föðurlandið
byrjar að krefjast mannslífa.
Jafnvel úr predikunarstólum
hvetja hempuklæddir prestarnir
unga menn til að vígbúast og
bjarga ættlandinu. Einstaka velt-
ir því þó fyrir sér hvers vegna
$ynir þeirra þurfa um hálfan
hnöttinn að heyja stríð til bjargar
ættlandinu.
Annar kafli gerist í Víetnam.
Með snöggum myndskotum tekst
Stone að undirstrika óreiðuna
sem setur mark sitt á stríðið.
Barnamorð árétta grimmd þess.
Þriðja kaflanum, en í honum
snýr Kovic heim aftur, má raunar
skipta í nokkra undirkafla.
Ennþá er Kovic æstur föður-
landssinni, ill vist á hersjúkrahúsi
breytir því ekki í neinu. Honum
blöskra mótmælin gegn Víetnam-
stríðinu og virðingarleysi unga
Græskulaust
gaman
Borgarbíó sýnir: „Cookie“.
Aðalhlutverk: Peter Falk
og Emiiy LLoyd.
Warner Bros 1989.
Cookie (Emily LLoyd) er táning-
ur til vandræða; klæðist eins og
: pöhkari, hugsar eins og göturóni
óg er móður sinni til skapraunar.
Hún hefur aldrei haft neitt að
segja af föður sínum (Peter Falk)
fyrr en sá gamli lætur útsendara
sína svo gott sem ræna henni og
færa til sín í fangelsið. Hann er
nefnilega nafnkunnur glæpon,
búinn að sitja í grjótinu í 13 ár en
á nú loks von á náðun. Hann fær
.hins vegar ekki betur séð en að
dóttirin tefli náðun hans í tvísýnu
jmeð hömlulitlu framferði sínu. Á
þennan hátt hefjast kynni þeirra
feðgina og samstarf. Annað -
glæpamaðurinn - á harma að
hefna en hitt - dóttirin - er ráð-
villt og hugsar aðeins um líðandi
stund. Samstarf þeirra skilar
þeim báðum nokkru í aðra hönd.
„Cookie“ er vissulega glæpa-
, mynd en það er létt yfir henni og
[ blóðug morð eru engin. Hún er
saklaus afþreying sem meiðir
engan.
Æskulýðsráð og Léttir:
Reiðnámskeið fyrir
böm og
Æskulýðsráð Akureyrar og
Hestamannafélagið Léttir hafa
staðið fyrir reiðnámskeiðum
fyrir börn og unglinga að
Hamraborgum, ofan Akureyr-
ar. Kennari er Haukur Sigfús-
son og ræddi Dagur stuttlega
við hann um helgina.
„Við erum að ljúka hér tveggja
vikna námskeiði og erum að
fagna lokunum með grilluðum
pylsum og gosi. Nemendur eru
12, en það er sá fjöldi sem við
tökum á hvert námskeið," sagði
ungiinga
Haukur.
Hann sagði að vegna Lands-
móts hestamanna yrði nú gert hlé
á námskeiðahaldinu en mánu-
daginn 9. júlí hefjast ný nám-
skeið fyrir byrjendur, fram-
haldsflokk og eitt fyrir blandaðan
flokk.
„Pað er ekki fullbókað á þessi,
námskeið þannig að enn hafa
börn og unglingar tækifæri til að
tileinka sér grundvallarþekkingu
í hestamennsku,“ sagði Haukur
að lokum. ój/SS
fólksins gagnvart föðurlandinu
og forsetanum. Á áhrifamikinn
hátt er dregin upp mynd af því
hvernig þetta viðhorf Kovics
breytist smám saman - kannski er
þó vist hans í hjólastólnum gerð
enn betri skil. Hann fór ungling-
ur að heiman, hafði aldrei haft
kynmök, en kom lamaður til
baka aftur og ófær um samræði.
Þetta er næstum því of stór biti
að kyngja og eftir heimkomuna
geisar stríð í sálu Kovics; sam-
viska hans kvelst vegna hluta er
hann gerði í Víetnam, föður-
landsást hans á í vök að verjast,
lömunin gerir hann að hálfum
manni og hótar að taka
manndóm hans með öllu. Það er
ekki fyrr en Kovic gengur á hólm
við sálarháska sinn að byrjar að
Tom Cruise sem Ron Kovic. Fæddur 4. júlí er kvikmynd er ailir ættu að sjá, þó ekki væri til annars en átta sig á
ægivaldi þjóðernishyggjunnar og hversu stjórnvöldum virðist hægt um að misnota hana. Hún skýrir einnig hvernig
Víetnam-hermennirnir bandarísku urðu að óhreinu börnunum hennar Evu í augum landa sinna. Fæddur 4. júlí er
þó fyrst og fremst greining á baráttu Kovics við sjálfan sig og hjólastólinn.
rofa til; — og þegar hann hættir að
tengja hernað Bandaríkjamanna
í Víetnam við föðurlandsást og
frelsisstríð hyllir loks undir sigur.
Aðeins lömunin verður ekki
sigruð, við hana þarf að semja.
VIÐ
ERUM
FLUTTIR!
Raflagnadeild KEA hefur verið
flutt á nýjan stað, Óseyri 2.
Við bjóðum ykkur öll velkomin.
Kær kveðja,
Starfsmenn Rat'lagnadeildar KEA
Sírnar: 30300 (Skiptiborö KEA) Og 30415 (beinnsími)