Dagur - 03.07.1990, Síða 6

Dagur - 03.07.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 3. júlí 1990 Nýir möguleikar í orkufrekum iðnaði á íslandi - Fyrirlestur Braga Árnasonar, prófessors, Raunvísindastofnun Háskólans, haldinn á Akureyri 6. júní sl. „Ástæðan fyrir því að ég er mætt- ur hér er sú, að ég var beðinn að koma og gera grein fyrir áform- um sem nú eru uppi í Evrópu umi stórfellda orkuflutninga þangað, jafnvel frá fjarlægum heimsálf- um, og að ræða þann möguleika hvort íslendingar gætu orðið samkeppnisfærir orkuseljendur, ef til slíkra flutninga kæmi. Þá á ég ekki við flutning á olíu, heldur annarri orku svo sem vatnsorku, sólarorku og jafnvel jarðhita, sem breytt yrði á staðnum í þann- ig form, að unnt sé að flytja hana í tankskipum um langan veg, þangað sem hún yrði síðan notuð í margvíslegum orkukerfum við- komandi landa. Pótt slíkir orkuflutningar séu ekki enn orðin staðreynd og reyndar enn óvíst hvenær af þeim verður og á það vil ég leggja áherslu, þá eru nú ýmis teikn á lofti, sem benda til að slíkt gæti orðið í allra næstu framtíð, jafn- vel eftir tvö til þrjú ár. Og það er mitt álit að íslendingar eigi að fylgjast grannt með því, sem nú er að gerast í þessum málum, því þarna gæti verið á ferðinni nýr möguleiki á íslenskri stóriðju, sem kynni að verða vel sam- keppnisfær við stóriðju eins og álvinnslu og gæti jafnvel haft ýmsa kosti umfram hana. En áður en ég kem að efninu, þá langar mig til að eyða nokkr- um orðum í að skýra frá því, hvers vegna ég er hér og er að fást við þessa hluti. Rannsóknir á íslenskum orkulindum Allt frá því ég réðist til Háskóla íslands 1962 hafa undirstöðu- rannsóknir á íslenskum orkulind- um verið verulegur hluti af starfi mínu. Þótt rannsóknir á vatns- orku hafi verið nokkur hluti af þessu starfi, þá hafa jarðhita- rannsóknir þó vegið þar mun meira. í stuttu máli má segja að jarðhitarannsóknir hafi leitt til þess, að nú liggur fyrir allgóð mynd af uppruna og eðli flestra jarðhitakerfa landsins, auk rennslisleiða og rennslishraða vatnsins um berggrunninn. Þaö segir sig sjálft að þegar verið er að fást við rannsóknir sem þessar og maður uppgötvar hve gífurlegt magn við íslending- ar eigum af ónýttri orku, ef við mælum það á íslenska mæli- kvarða, þá verður ekki hjá því komist að fara að velta því fyrir sér hvort ekki sé unnt á einn eða annan hátt að nýta hluta af þess- ari orku í stað þeirrar orku, sem flutt er til landsins sem eldsneyti. En þegar ég fór í alvöru að velta þessu fyrir mér einhvern tíma í byrjun áttunda áratugarins, var tæpur helmingur af allri orku- notkun íslendinga innflutt elds- neyti, þrátt fyrir það að við höfð- um þá aðeins virkjað um 10% af því vatnsafli og um 5% af þeirri varmaorku sem talið er tæknilega hagkvæmt að virkja í landinu. Og enn er orkuinnflutningurinn um þriðji hlutinn af heildarorkunotk- un landsmanna. Pessar vangaveltur mínar leiddu til þess að á árunum 1978- 1980 skrifaði ég nokkrar skýrslur, þar sem viðhorfunum í þessum málum er lýst eins og þau voru þá og jafnframt gerð grein fyrir aðferðum, sem þá voru þekktar til að koma orku helstu frum- orkulinda jarðarinnar í þannig form, að hægt sé að flytja orkuna milli heimshluta og nýta hana á stöðum þar sem nú eru notuð kol og olía. En með frumorkulind- um á ég hér einkum við orkulind- ir eins og vatnsafl, sólarorku, jarðhita og jafnvel orku í glóandi hraunkviku. Skýrslum fálega tekið Þá var í skýrslunum einnig fjallað um það, hvernig íslendingar gætu í framtíðinni nýtt vatnsafl og jarðhita til að framleiða elds- neyti, sem kæmi í stað olíu, sem nú þarf að flytja til landsins. Reyndar var þessuin skýrslum tekið heldur fálega á þeim tíma. Menn töldu þetta aðeins fjarlæga drauma. Því það er nú svo að stjórnmálamenn virðast almennt hafa lítinn áhuga á að hugsa lengra fram í tímann en svo sem eitt eða í mesta lagi tvö kjörtímabil. Þetta gildir þó sem betur fer ekki um alla stjórnmálamenn og ég vil gjarnan geta þess að Stefán Val- geirsson hefur fylgst með fram- vindu þessara mála af miklum áhuga allan síðasta áratug eða nánar tiltekið frá því að ég skrif- aði grein um þessi mál í Morgun- blaðið í árslok 1977. En það er einmitt fyrst og fremst vegna hinna jákvæðu viðhorfa hans til þessara mála, sem ég féllst á að koma hér í kvöld. Ég held að þessar tíu ára skýrslur mínar séu í fullu gildi enn í dag, svo langt sem þær ná og reyndar Morgunblaðsgreinin einnig. En síðan hefur komið fram ný tækni á ýmsum sviðum og við stöndum nú án efa talsvert nær því að geta nýtt vatnsorku til að framleiða eldsneyti, sem flytja má milla landa. Framtíðarsýn Ég hefi vitað af því í nokkur ár, að Þjóðverjar hafa varið umtals- verðu fjármagni í að rannsaka þann möguleika að kaupa orku í öðrum heimshlutum, aðra en olíu, og breyta henni í þannig form að hægt sé að flytja hana til Evrópu til notkunar í hinum margvíslegu orkukerfum, sem þar eru fyrir. Meginástæða þess- ara rannsókna er sú, að orkusér- fræðingar í löndum Efnahags- bandalagsins telja næsta einsýnt, að tilbúið eldsneyti muni verða verulegur hluti þeirrar orku, sem notuð verði í löndum Evrópu í byrjun næstu aldar. Þar kemur einkum til eftirfarandi: 1. Minnkandi olíuforði jarðar. 2. Aukin orkunotkun í heim- inum, eða tvöföldun á næstu 50 árum. 3. Aukin vinnsla sólar- og vatnsorku, sem breyta verður í eldsneyti, þannig að hægt sé að flytja orkuna milli fjarlægra staða. 4. Nauðsyn þess að draga úr vaxandi kolsýrumengun and- rúmsloftsins sem verður vegna bruna eldsneytis, sem inniheldur kolefni. Yetni sem elds- neytistegund Pað er einkum vegna þess síðast- nefnda, þ.e. nauðsyn þess að draga úr vaxandi kolsýrumengun andrúmsloftsins, sem menn virð- ast nú almennt hallast að þeirri skoðun að sú eldsneytistegund, sem endanlega verði fyrir valinu sé hreint vetni, en ekki eldsneyt- istegundir, sem innihalda kolefni, eins og t.d. metanól vegna þess að þær munu halda áfram að auka kolsýrumagn and- rúmsloftsins. En þegar vetni brennur myndast einungis vatn. Þó kemur einnig til að rann- sóknir síðustu tveggja áratuga hafa leitt til þess, að tækni til að framleiða, meðhöndla og nota vetni sem eldsneyti hefur fleygt mjög fram, þannig að nú er eick- ert því til fyrirstöðu að hefja notkun slíks eldsneytis í miklu magni. Næsta skrefið í áttina að notkun vetnis sem framtíðar- Fyrri hluti eldsneytis fyrir jarðarbúa er því það, að mati sérfræðinga á þessu sviði, að hefja tilraunanotkun þess í nokkrum mæli. Sameiginlegt rannsóknarverkefni Og það er vegna þess, sem all- mörg þýsk stórfyrirtæki, nokkrir þýskir háskólar og einn háskóli í Sviss ákváðu árið 1986, að leggja í sameiginlegt rannsóknarverk- efni þar sem stefnt skyldi að því, og ef skynsamlegt sýndist, að gera tilraun þar sem verulegt magn vetnis yrði framleitt úr vatni með hjálp raforku í annarri heimsálfu og flutt þaðan með tankskipum til Evrópu, til notk- unar í hinum margvíslegu orku- kerfum einnar stórborgar í Pýskalandi. Þarna eru ekki á ferðinni neinar byrjendur á þessu sviði. Ég get nefnt sem dæmi að auk háskólanna taka t.d. þátt í þessu stórfyrirtæki eins og Höchst-Uhde, Daimler-Benz, Ruhrgas, Linde, Messerschmiat- Bölkow-Blohm. En þetta eru allt risar í þýskum iðnaði hver á sínu sviði. Pessar rannsóknir eru gerðar í samvinnu við Efnahagsbandalag Evrópu og þeim er stjórnað af fyrirtæki sem heitir Dechema, en það eru samtök þýskra rann- sóknastofnana á sviði efnafræði, efnatækni og líftækni. Verkefnið felst nánar tiltekið í eftirfarandi: 1. Að kaupa 100 megavött af raforku í Québec í Kanada og nota hana þar til að framleiða vetni með rafgreiningu. 2. Að flytja vetnið til Ham- borgar í Þýskalandi, annaðhvort sem hreint vetni eða bundið í efnasamböndum. 3. í Hamborg yrði vetninu skipað á land og það notað í orkukerfum borgarinnar á eftir- farandi hátt: a) Blandað kolagasi eða jarðgasi og notað til húsahitunar, en við það mundi draga verulega úr loft- mengun í borginni. b) Til að framleiða raforku í gufuaflstöðvum, sem nú nota kol. c) Til að framleiða raforku í efnarafölum (fuel cells), en þá yrði orkunýting um tvöfalt betri en í gufuaflstöðvum. d) Sem eldsneyti á strætisvagna borgarinnar, alls um 900 vagna. Það má geta þess hér til gam- ans að í Appollogeimförunum, sem Bandaríkjamenn sendu til tunglsins á sínum tíma sáu efna- rafalar fyrir aliri raforku sem not- uð var í geimförunum. Og þeir gerðu meira því vatnið sem myndaðist við bruna eldsneytis- ins í þeim var drykkjarvatn geim- faranna. í upphafi var ákveðið að á öll- um stigum verkefnisins yrði ein- ungis gert ráð fyrir að notuð yrði tækni, sem þegar er vel þekkt. Þannig var til dæmis gert ráð fyrir að framleiða vetnið eingöngu með einhverri af þeim rafgrein- ingaraðferðum, sem nú eru not- aðar í heiminum til að framleiða vetni í miklu magni, en ekki með nýrri rafgreiningaraðferðum, sem enn hafa aðeins verið notað- ar til að framleiða vetni í litlu magni, enda þótt allt bendi til að með þessum nýrri aðferðum geti framleiðslukostnaðurinn lækkað verulega frá því sem nú er vegna þess að orkunýtnin er miklu betri. Þá var ákveðið að skipta rann- sóknarverkefninu í þrjá hluta og var jafnframt ákveðið að ákvörð- un um að hætta eða halda áfram við verkefnið skyldi tekin í lok hvers hluta. Fyrsti hlutinn hófst í ársbyrjun 1986 og honum lauk í árslok 1987. Hann fólst f forvali á heppi- legustu aðferðum og tækni til að framkvæma tilraunina og frum- kostnaðaráætlun. Hluti tvö hófst svo árið 1988 og honum lýkur á þessu ári. Hann felst í nákvæmri athugun á hverj- um einstökum lið verkefnisins svo og nákvæmri kostnaðaráætl- un. Að loknum hluta tvö verður tekin ákvörðun um, hvort ráðist verður í hluta þrjú, sem er þá að hrinda verkefninu í framkvæmd, byggja verksmiðjur, flutnings- tæki, eldsneytisgeyma og gera nauðsynlegar breytingar á orku- kerfum Hamborgar. Skýrsla Þjóðverjanna í skýrslu Þjóðverjanna um fyrsta hluta verkefnisins kemur fram, að megintilgangur þess sé ekki endilega sá, að það skili fyrst í stað hagnaði, heldur fyrst og fremst sá, að afla nægilega stað- góðrar þekkingar og reynslu, þannig að lönd Efnahagsbanda- lagsins geti áfallalítið aðlagað sig þeim breytingum á orkubúskap Evrópu, sem sérfræðingar telja líklegt að verði á næstunni. Til þess sé nauðsynlegt að fara út í svo umfangsmikla tilraun. En jafnvel þótt ekki fari allt eftir sem ætlað er nú, virðast menn telja að áhætta við að hrinda verkinu í framkvæmd sé lítil, því iðnaður Evrópu muni í framtíðinni hafa þörf fyrir allt vetni sem hér er gert ráð fyrir að framleiða og jafnvel miklu meira. Þá kemur fram í skýrslu Þjóð- verjanna að meginástæðan fyrir því að Kanada er valið sem orku- söluland er sú að Kanadamenn bjóði 100 megavött af mjög ódýrri raforku. En þetta orku- verð, sem er 18 U.S. mills/kvst til ársins 1995 en 36 U.S. mills/kvst eftir það mundi nú varla teljast mjög lágt verð á íslandi. (Eining- in U.S. mill, sem er einn þúsund- asti úr Bandaríkjadal, er mikið notuð í umræðum um orkufrekan iðnað). Þá kemur einnig fram að ef unnt væri að fá keypta raforku nær Evrópu, þannig að ekki þyrfti að flytja vetnið um jafn- langan veg og hér er gert ráð fyrir, mundi flutnings- og geymslukostnaður vetnisins lækka umtalsvert og þá jafnframt heildarkostnaðurinn við öflun eldsneytisins. Hvergi minnst á ísland Ég verð að segja alveg eins og er, að ég hrökk talsvert við þegar ég las skýrslu Þjóðverjanna, því mér hafði satt að segja alls ekki verið Ijóst áður, hversu langt verkefnið er í raun komið. Það verður ekki annað séð af þeim upplýsingum, sem ég hefi nú, en að tekin verði um það ákvörðun þegar á næsta ári hvort hafist verður handa um að hrinda verkefninu í framkvæmd. Þá kom það mér einnig mjög á óvart að í skýrslunum var hvergi minnst á ísland sem hugsanlegt orkusöluland. Þar er getið um það að í framtíðinni megi fá mikla orku frá Brasilíu, en þar er líklega mest óvirkjað vatnsafl til í heiminum á einum stað. Þá er einnig minnst á Grænland sem land þar sem megi hugsanlega fá mikla orku. En að á íslandi sé til mikil óvirkjuð orka virðast Þjóð- verjar hins vegar ekki hafa minnstu hugmynd um. Raforkuverð hér á landi fyllilega samkeppnisfært Það varð því úr að ég skrifaði prófessor Kreysa, sem stjórnar verkefninu, til að benda honum á að á íslandi sé umtalsvert magn af ónýttri vatnsorku og því hugs- anlegt að þeir Efnahagsbanda- lagsmenn gætu sparað sér sporin yfir lækinn til að sækja vatnið. í bréfinu benti ég meðal annars á eftirfarandi: Að íslendingar ættu um það bil 3500 megavött í vatnsafli, sem talið væri mjög hagkvæmt að virkja. Þar af væru um það bil 3000 megavött enn óvirkjuð, en það svarar til um það bil tíunda hluta óvirkjaðs vatnsafls í Kanada. Ég get bætt því hér við, að auk vatnsaflsins þá eigum við jarðhitann, en orka hans er lík- lega allt að fjórum sinnum meiri. Jarðhitinn gæti því staðið undir umtalsverðri viðbótarraforku- framleiðslu, það er talað um 1500 megavött. Við ættum ef til vill frekar að tala um 4500 megavött af ónýttri raforku á íslandi frekar en 3000 megavött. Þá benti ég á að flutningaleiðin frá íslandi til meginlands Evrópu væri aðeins um það bil einn þriðji af flutn- ingaleiðinni frá Kanada. Að vetnisframleiðsla væri vel þekkt- ur iðnaður á íslandi, þar sem vetni hefði verið framleitt í nærri 40 ár í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þótt magnið sem þar er framleitt sé ekki nema um tíundi hluti af því magni, sem gert er ráð fyrir að framleiða í til- raunaverkefni Þjóðverjanna. En af því má marka hversu stórt þetta tilraunaverkefni er í raun og veru. Við erum sem sagt að tala hér um verksmiðju, sem hvað varðar orkunotkun er jafn- stór álverinu í Straumsvík. Loks benti ég á, að samkvæmt athug- unum, sem gerðar hafa verið á framleiðslukostnaði þeirra 3000 megavatta sem enn er talið tæknilega mjög hagkvæmt að virkja á íslandi, gæti ég ekki séð annað en raforkuverð á íslandi sé fyllilega samkeppnisfært við raf- orkuverð í Kanada. Bragi Árnason Með leyfi Braga Árnasonar prófessors óskuðu Samtök jafnréttis og félagshyggju eftir að Dagur birti þennan fyrir- lestur þar sem þau telja að hann eigi brýnt erindi til almennings. Ritstjóri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.