Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. júlí 1990 - DAGUR - 7 Þórsarar unnu sanngjarnan sigur á KA-mönnum þegar lið- in mættust á Akureyrarvelli í 1. deildinni í gærkvöld. Sterk- ur norðanvindur setti mark sitt á leikinn og lá meira á Þórsur- um í fyrri hálfleik þegar KA menn höfðu vindinn í bakið en í þeim síðari snerist dæmið við og Þórsarar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigur. Pressa KA á Þórsvörnina var oft þung í fyrri hálfleik en Þórsar- ar <komust í nokkrar hættulegar skyndisóknir og áttu furðulega au(ðvelt með að finna göt á KA- yqfninni. Þórir Áskelsson átti Íy,'j>tfi færið inni á markteig KA ^ýhitti ekki boltann. .: A.17. mínútu átti Örn Viðar höxkuskot að Þórsmarkinu en Friðrik sýndi hvað í honum býr og varði í horn. Næsta færi létu KÁ-menn sér ekki úr greipum renna. Pórður lék af miklum þrafti upp vinstri kantinn og gaf inn á Jón Grétar í teignum sem gaf sér góðan tíma meðal varn- ^rmanna Pórs og sendi auðveld- lega yfir Friðrik markvörð. Við þetta mark lifnaði yfir leiknum qg en á 38. mínútu urðu KA- fjjqnn fyrir skakkafalli þegar Qjpiarr lenti í miklu samstuði við lypka Kostic og varð að yfirgefa #W>nn. ,§tuttu síðar fékk Bjarni Svein- björnsson gullið færi þegar hann komst einn inn fyrir KA-vörnina en, Haukur lokaði hann vel af og sjcot Bjarna fór yfir markið. Stax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks kom jöfnunarmarkið. Ólafur Þorbergsson, sem kom inná rétt fyrir hálfleik, fékk þá gott næði fyrir framan KA-vörn- ina við vítateigslínu, lék með- fram veggnum, fann glufu og lét fast skot vaða á markið, óverj- andi fyrir Hauk. Segja má að við þetta hafi hlaupið mikill baráttuandi í Þórs- Sagt eftir leikinn Siguróli Kristjánsson Þór: „Þetta var frábært. Leikurinn var í heild góður og fullt af marktækifærum. Við spiluð- um upp á að sigra KA-menn, við vissum að við gætum það. Baráttan skilaði þessu númer eitt, tvö og þrjú. Með góðri baráttu náum við góðu spili, en þegar baráttan er ekki til staðar náum við engu spili.“ Bjarni Jónsson KA „Það er lítið um þetta að segja. Við fengum færi í síðari hálfleik til þess að gera út um leikinn, en það tókst ekki. Okkur hefur ekki enn tekist að sigra Þór í fyrstu deild, en ég vona að það sé engin grýla á okkur.“ ____________________________ Eitt af hættulegum skyndi- upphlaupum KA kom á 34. mín- útu þegar Þórður Guðjónsson skaut naumlega framhjá eftir kapphlaup við Nóa Björnsson. Á 35. mínútu fóru hlutirnir að gerast. Hlynur Birgisson átti stór- leik á þessum lokamínútum og byggði upp tvær frábærar sóknir frá hægri vængnum. I fyrra skipt- ið lagði hann upp glæsilegt þrí- hyrningsspil og komst upp að markteigshorninu, renndi inn á Árna Þór sem tókst á ótrúlegan hátt að skjóta í slána. Fjórum mínútum síðar kom svo sigur- markið. Enn var Hlynur á ferð- inni á hægri vængnum og gaf frá- bæra sendingu á Bjarna sem komst einn á móti Hauk í mark- inu og renndi boltanum í netið. Þetta mark virtist slá íslands- meistarana út af laginu og lengra komust þeir ekki gegn Þórsurun- um og norðanáttinni. Baráttugleðin skóp þennan sig- ur Þórs fyrst og fremst. KA-liðið - þegar Þórsarar skelltu íslandsmeisturum KA ara. Þeir voru mun ákveðnari í alla bolta og fundvísir á göt í KA- vörninni en þessi þunga sókn kostaði líka að KA náði hættu- legum hraðaupphlaupum. Á 21. mínútu skapaðist stór- hætta við KA-markið þegar Kostic renndi boltanum inn fyrir vörnina þar sem Júlíus var örfá- um tommum frá því að koma tánni í boltann. Haukur mátti hafa sig allan við að verja skot frá Kostic eftir aukaspyrnu á 33. mín og bjargaði þar meistaralega. Árni Þór Árnason og Steingrímur Birgisson kljást um boltann í leiknum í gær. Oft á tíðum mæddi mikið á Stein- grími og félögum í KA-vörninni í síðari hálfleik þegar sóknir Þórs tóku að þyngjast. Mynd:KL veiktist mikið við að missa Orm- arr útaf en samt sem áður virtust göt í vörninni allan leikinn og miðjumennirnir áttu allir slæman dag. Haukur var góður í markinu og Jón Grétar í framlínunni en í Þórsliðinu stendur Sigurður Lár- usson uppúr. Hlynur átti líka góðan leik í síðari hálfleik. JÓH DóniíiráAri Þórðarson Gult spjald: Örn Viöar Arnarson og Árni Þór Árna- son. Leikmenn Þórs: Friðrik Friðriksson. Siguróli Kristjáns- son, Nói Björnsson, Luka Kostic, Þor- steinn Jónsson, Sigurður Lárusson, Árni Þór Árnason, Biarni Sveinbjörnsson, Þórir Áskelsson (Olafur Þorbergsson 42. mín.), Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggva- son. Leikntenn KA: Haukur Bragason, Gauti Laxdal, Heimir Guðjónsson, Jón Grétar Jónsson (Árni Hermannsson 84. mín.), Örn Viðar Arn- arson. Steingrí'mur Birgisson, Bjarni Jónsson, Ormarr Örlygsson (Arnar Bjarnason 43. mín.) Þórður Guðjónsson. Halldór Halldórsson, Hafsteinn Jakobs- son. Tommamótið í Eyjum: Þórsarar sigruðu í úrslitaleik B-liða Tommamótiö í knattspyrnu fór fram í Yestmannaeyjum um hclgina. Piltarnir í Þór á Akur- eyri gerðu góöa ferð til Eyja og sigruöu þeir í flokki B-liða. Þeir mættu Fram í úrslitum og unnu 6:4 eftir spennandi víta- spyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2. Mörk Þórs í leiknum skoruðu þeir Andri Albertsson og Þórður Halldórsson. Fylkismenn urðu Tomma- meistarar í flokki A-liða. Þeir sigruðu Stjörnuna í úrslitaleikn- um 4:0. Fylkismenn sigruðu í öll- um leikjum sínum utan einum þar sem liðið gerði jafntefli. í undanúrslitunum í flokki A- liða töpuðu Þórsarar 0:2 fyrir Stjörnunni og gerðu 1:1 jafntefli við Fram. KA tapaði 3:4 fyrir Þór Vestmannaeyjum en sigraði Reyni 3:0. Völsungar mættu UMFA í undanúrslitum A-liða og gerðu 2:2 jafntefli en liðið tap- aði síðan 2:3 fyrir KR. í úrslitum í flokki B-liða sigr- uðu Þórsarar Val 3:2 og gerðu síðan 2:2 jafntefli við Fram í úr- slitaleiknum og unnu síðan i víta- spyrnukeppni eins og áður segir. KA gerði 0:0 jafntefli við UMFA og annað 0:0 jafntefli við Stjörn- una. JÓH Hörpudeild Úrslit í gærkvöld: IBV-Víkingur 2:2 FH-Valur 0:1 KR-ÍA 2:0 Þór-KA 2:1 Valur 8 6-1-1 14: 6 19 KR 8 5-0-3 13: 9 15 Frani 7 4-1-2 14: 3 13 ÍBV 8 4-2-2 11:13 14 Víkingur 8 3-3-2 10: 9 12 FH 8 3-0-5 11:11 9 ÍA 8 2-2-4 8:13 8 KA 8 2-1-5 8:13 7 Stjarnan 7 2-1-4 7:13 7 Þór 8 2-1-5 6:12 7 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram 6 Sigurjón Kristjánsson, Val 5 Hörður Magnússon, FH 4 Pálmi Jónsson, FH 3 Antony Karl Gregory, Val 3 Árni Sveinsson, Stjörnunni 3 Goran Micie, Víkingi 4 Hlynur Stefánsson, IBV 4 Ríkharður Daðason, Fram 3 Orrnarr Örlygsson, KA 3 Ragnar Margeirsson, KR 3 Pétur Pétursson, KR 3 Kampakátir Þórsarar við heimkomuna til Akureyrar í gær. Mynd:KL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.