Dagur - 03.07.1990, Side 11

Dagur - 03.07.1990, Side 11
Þriðjudagur 3. júlí 1990 - DAGUR - 11 hér & þor Sérstakt brúðkaup í Víðimýrarkirkju: Brúðarbílinn að hætti A1 Capone! - 60 ára gamall Ford A Vegfarendur sem leið áttu um nágrenni Varmahlíðar einn seinni part dags eigi alls fyrir löngu rak í rogastans. Ástæðan fyrir því að þá rak í rogastans var sú að þeir mættu skrautlegri og glæsilegri bifreið, fremsta í flokki margra bíla. Þar var á ferð 60 ára gamall bíll af gerðinni Ford A, nýuppgerður af Birni Sverrissyni, eldvarnaeftirlitsmanni á Sauðár- króki. Fordinn var í hlutverki brúðarbíls á leið frá Víðimýrar- kirkju með brúðhjónin Sigur- björn Björnsson og Hallfríði Báru Jónsdóttur, en Sigurbjörn er einmitt sonur Björns. Það var óneitanlega stíll yfir Fordinum þegar hann ók frá Víðimýrarkirkju með brúðhjónin innanborðs. Brúðkaupsgestir fylgdust vel með þegar Fordinn ók úr hlaði og hrukku sumir í kút þegar skemmtilega óvenjulegt flaut barst frá bílnum í kveðju- skyni. Veður var gott til að gifta sig þennan dag, hæfileg gjóla með sólarglömpum sem dreifðust um byggðir Skagafjarðar. Það var sr. Hjálmar Jónsson sem gaf brúð- hjónin saman í þessu sérstaka brúðkaupi, því það er ekki á hverjum degi sem hjón eru púss- uð saman í Víðimýrarkirkju og ekið þaðan í glæsilegum brúðar- bíl á borð við 60 ára gamlan Ford. Björn eyddi hvorki meira né minna en 2016 vinnustundum í að gera Fordinn upp á síðustu 2-3 árum. Haft var á orði í brúð- kaupsveislunni að brúðkaupið hafi ekki farið fram fyrr en bíll- inn kláraðist hjá Birni! Lagt af stað frá kirkjunni og Fordinn fagurlega skreyttur. Ferðinni iokið frá kirkjunni og brúðkaupsveislan eftir. Lengst til hægri við brúðarbílinn eru brúðhjónin, Hallfríður Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson. Lengst til vinstri er Árni, litli bróðir Báru, þá ökumaður brúðar- bílsins og bróðir brúðgumans, Sverrir Björn, og loks brúðarmærin, Sigur- laug, systir Báru. Myndjr bjb Grænlensk náttúra varðveitti múmíumar frá Qilakitsoq í Árið 1972 fundu tveir Grænlend- - ingar, Hans og Jokum Grönvold frá þorpinu Uummannaq á vest- urströnd Grænlands, múmíur eða líkamsleifar fólks sem greini- lega hafði dáið fyrir nokkrum öldum. Bræðurnir höfðu verið á rjúpnaveiðum nærri þorpinu Qilakitsoq sem fyrir alllöngu var komið í eyði, er þeir komu auga á einkennilega uppröðun á stein- um á jörðinni. Eftir að hafa velt nokkrum steinanna fundu þeir lík nokkurra Inuit-eskimóa sem geymst höfðu nærri óskemmd öldum saman. Vegna mikils frosts og lítils raka höfðu líkin geymst eins vel eins og þau hefðu verið smurð, og þess vegna litu þau út eins og múmíur. Fundurinn var tilkynntur græn- lenskum yfirvöldum, en þaö var ekki fyrr en árið 1977 að nýráð- inn forstjóri Þjóðminjasafns Grænlands sá myndir sem þeir Grönvold bræður höfðu tekið, að áhugi vaknaði og múmíurnar voru fluttar frá Qilakitsoq til Kaupmannahafnar til rannsókn- ar. Svo vel hafði grænlensk nátt- úra varðveitt þessa 500 ára gömlu 500 ár eskimóa, að í maga einnar kon- unnar fundust matarleifar. Þær rannsóknir sýndu að mat- arvenjur eskimóa hafa lítið breyst gegnum tíðina, því síðasta máltíð eskimóakonunnar saman- stóð af selspiki, hreindýrakjöti, heimskautahéra og litlu einu af rjúpnakjöti. Ein múmían varð nærri útund- an í fyrstu þar sem talið var af hún væri brúða, en við nánari rannsókn kom í ljós að fyrir um 500 árum, eða kringum 1475 dó þessi 6 mánaða gamli Inuit- eskimói og var jarðsettur með þremur konum, hvert líkið upp af öðru en drengurinn þó efst. En úr hverju dóu eskimóarnir? Engin merki eru um það að þeir hafi látist af mannavöldum, en vísindamenn telja líklegt að dán- arorsök sé drukknun eða að þeir hafi frosið(í hel, en það á þó að- eins við um konurnar. Líkur eru leiddar að því að móðir barnsins sé ein hinna fullorðnu, og dreng- urinn hafi verið lagður hjá henni látinni og þannig mætt sínu skapa- dægri. Orlofsferð Iðju Hin árlega sumarferð Iðju, félags verksmiðju- fólks, verður dagana 24. til 29. júlí n.k. Farið verður frá Alþýðuhúsinu við Skipagötu 14, kl. 9.00 árdegis, þriðjudaginn 24. júlí. Dvalist verður á sumarhóteli að Varmalandi í Borg- arfirði og farnar þaðan dagsferðir um nágrennið, svo sem í Surtshelli, á Þingvöll, til Reykjavíkur og víðar. Komið heim að kvöldi sunnudags 29. júlí. Þátttaka tilkynnist skrifstofunni í síma 23621, fyrir 16. júlí. Verð með öllu kr. 18.000,-. Ferðanefnd. STOFMJtNADEILD LANDBÚNADARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1991 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1991 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbún- aðarins, Búnaðarsamböndum og útibúum Búnaðar- banka íslands, en í þeim kemurfram hvað fylgja þarf með umsókn. Eyðublöðin ber að fylla greinilega út. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deild- inni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyris- sjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS. Vinningstölur laugardaginn 30. júní ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 665.958.- Z. 4af5^i 2 173.515.- 3. 4af 5 155 3.862.- 4. 3af 5 4.098 340.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.336.834.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.